Morgunblaðið - 23.06.1968, Page 18

Morgunblaðið - 23.06.1968, Page 18
18 MOROUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNI 19W Vigdís G. Blöndal Á MORGUN verður Vigdís Gísladóttir Blöndal borin til Hún lézt i Landspítalanum þriðjudaginn 18. júní. Vigdís var fædd 31. júlí 1892 Foreldrar hennar voru Vigdís Pálsdóttir og séra Gísli Einars- son. Móðir Vigdísar Pálsdóttur var Sigríður Samsonardóttir, ætt uð úr Víðidal, en Páll Pálsson faðir hannar var bóndi og al- t Móðir mín, tengdamóðir og amma, Valgerður Gissurardóttir Rauðarárstíg 11, lézt föstudaginn 21. júní. Guðm. G. Magnússon, Valborg Sigurðardóttir og börn. t Elsku eiginmaður minn, faðir, sonur og tengdasonur, Haukur Hafsteinn Guðnason, sem andaðist 16. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. júní kl. 13.30. Margrét S. Magnúsdóttir, Þór Hauksson, Magnús Hauksson, Margrét Guðbrandsdóttir, Hrefna Þórðardóttir. t Útför eiginkonu minnar, Ólafar Jónu ólafsdóttur Bústaðaveg 69, fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins, mánudaginn 24. júní kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu er vin- samlegast bent á minningar- sjóð Óháða safnaðarins, fyrir mína hönd og fjölskyldunnar. Ólafur I. Árnason. t Útför, Nínu Tryggvadóttur Copley listmálara, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 26. júní kl. 10.30 f.h. Alfred L. Copley, Una Dóra Copley og systkin hinnar Iátnu. t Fa'ðir okkar, tengdafaðir og afi, Oddur Hannesson rafvélavirki, Brekkulæk 4, verður jarðsunginn frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði, mánu daginn 24. júní kl. 2 síðdegis. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Gunnar Auðunn Oddsson, Sigurður Hannes Oddsson, Hersir Oddsson, tengdadætur og bamabörn. þingismaður í Dæli, sonur Páls alþingismanns í Árkvörn. Séra Gísli Einarsson var albróðir Indriða Einarssonar skálds, og móðir hans var Efemína Gísla- dóttir Konráðssonar hins fróða, og er sú ætt alkunn. Faðirséra Gísla var Einar Magnússon, bóndi í Krossanesi í Skagafirði. Vigdís ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum hópi systkina, var heimili þeirra fyrst í Hvammi og síðar í Stafholti. Hún hóf nám í Kennaraskólan- um haustið 1911 og lauk kenn- araprófi 1914 og var heimilis- kennari næstu árin. Vorið 1919 Giftist Vigdís Jóni Blöndal, lækni í Stafholtsey, og gekk í móðurstað fimm sonum hans frá fyrra hjónabandi. Níu mánuð- um eftir brúðkaup þeirra hjóna drukknaði Jón læknir í Hvítá. Veitti Vigdís þá heimili þeirra forsjá, fyrst í Stafholtsey, síðar í Reykjavík, þar sem yngribræð urnir voru við nám. Af þeim bræðrum lifa þeir einir Páll bóndi í Stafholtsey og Björn í Laugarholti. Hinum þremur sem mest voru á vegum Vigdísar, átti hún á bak að sjá. Sigurður lézt fyrst ungur að aldri, þá Þorvaldur, læknir og tónskáld, rúmlega þrítugur, og Jón, hag- fræðingur, einnig í blóma lífs- ins. Fyrstu árin í Reykjavík hafði Vigdís einkaskóla, síðan kenndi hún í Austurbæjarskólanum til ársins 1935. Fór orð af því, hve vel henni létu kennslustörfin. Um þetta leyti tók Vidís bróður dóttur sína, Nönnu Björnsdótt- ur, sem þá var barn að aldri t Útför, Kristins Friðfinnssonar málara, fer fram frá Fossvogskapellu, þriðjudaginn 25. þ.m. kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Jarðarför mannsins míns, Ólafs Bjarnasonar blikksmiðs, fer fram frá Fossvogskapellu, mánudaginn 24. júní kl. 3 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður J. Tómasdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför, Margrétar Eyjólfsdóttur Lyngum. Guðlaug Oddsdóttir, Guðjón Ásmundsson. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og útför, Vilhjálms M. Vilhjálmssonar Blómvallagötu 13. Gunnþórunn Sigurðardóttir og börn hins látna. í fóstur, og var Nanna hjá henni alla stund þar til hún stofnaði eigið heimili. Nanna er gift Hjálmari Ólafssyni, bæjarstjóra. Síðar tók Vigdís dreng á fyrsta ári í fóstur, Hróðmar Vigni Benediktsson, og ólst hann upp hjá henni allt til fullorðinsára. Hróðmar Vignir er kvæntur Guðrúnu Magnúsdóttur. Fóstur börnum sínum reyndist Vigdís á alla lund svo sem bezt mátti verða. Haustið 1935 var stofnuð heimavist fyrir veiklu börn í Laugarnesskóla, og veitti Vig- dis henni forstöðu frá upphafi og allt til þess, er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir eða í 27 ár. Má því segja, að Vigdís ynni meginhluta ævistarfs sína á þeim stað. Heimavistin var frá upphafi mikið athvarf margra barna, sem þess þurftu mjög við, og er ekki með ýkjur farið, þótt sagt sé, að Vigdís yrði þjóð- kunn af störfum sínum þar. Vig dis sá skörulega fyrir líkam- legum þörfum barnanna og upp eldisþættinum var einnig sinnt af alúð. Aðstandendum varð brátt ljóst að börnin voru í góðum höndum, enda átti um- hyggja Vigdísar sér vart tak- mörk. Hún sat marga nóttina yfir veiku barni eftir langan annadag. Minnist ég þess ekki að hafa séð betra eða göfugra starf unnið í langan tíma. Sama gilti um störf Vigdísar á Sil- ungapolli, en þar veitti hún stóru barnaheimili forstöðu í mörg sumur. Vigdísi var einkar lagið að stjórna, og hafði hún hinar beztu forsagnir um hvað- eina, sem gera þurfti á stóru heimili Gilti þar einu, hvort í hlut áttu börn eða fullorðnir. Fór orð af skörungsskap henn- ar og stjórnsemi. En á heimili Vigdísar var hlýr agi, og hún átti hug hvers manns, sem hjá henni dvaldist. Þótt heimavistin væri sjálf- stæð stofnun, var hún einlægt í nánum tengslum við skólann, og tók Vigdís alla tíð þátt í fé- lagslífi kennara. Vorum við dag legir gestir á heimili hennar og eigum margra góðra stunda að minnast, því Vigdís var skemmti leg kona, vel greind og fróð, og um hana lék ævinlega hressandi blær hreinskilni og djörfungar. Þá megum við margir minnast góðvildar hennar og hjálp- t Halldór Kristinsson fyrrverandi héraðslæknir, Hrauntungu 59, Kópavogi, sem lézt í Landspítalanum þann 18. þessa mánaðar, verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkj- unni, mánudaginn 24. júní, kl. 4.30. Blóm eru afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Rauða kross íslands eða aðrar líknarstofn- anir. María Jenný Jónasdóttir, Kristín Halldórsdóttir Eyfells, Þórir Halldórsson, Jónas Halldórsson, Kári Halldórsson, Atli Halldórsson, Magnús Halldórsson. semi, ef við þurftum ein- hvers við, því að hún vildi hvers manns vandræði leysa. Vigdís hélt tryggð við Laugar- nesskólann alla tíð, kom til okk ar á hátíðum og tyllidögum, meðan heilsa leyfi, og prófdóip ari var hún í skólanum allt fram á síðasta vor. Tómas skáld segir í frægu kvæði, að sorgin gleymi engum, og mátti Vigdis sanna þau orð mörgum öðrum fremur. Þó þyk ir mér Vigdís hafa verið gæfu- kona. Hún hélt reisn sinni og þreki á hverju sem gekk, og hún var alla ævi veitandi góðra hluta. Að vísu var heilsa henn ar, sem löngum hafði verið veil, mjög brugðið síðustu missirin, Naut hún þá ástúðar fósturdótt ur sinnar, Nönnu og fjölskyldu hennar, en hjá þeim dvaldist hugur hennar löngum. Svo var einnig um fósturson hennar og konu hans. Tvær frændkonur Vigdísar þær Elsa Sigríður Jónsdóttir og Ásta Björnsdótt- ir sýndu henni einstaka um- hyggju og hlýju, svo var og um Magnús E. Árnason kennara. Hefðu þau ekki getað reynst henni betur, þótt um móður þeirra hefði verið að ræða. Vigdís Blöndal er skilin að sýn við vini sína þessa heims, horfin þeim í ljóma hásumars þessa bjarta svala lands, en mynd hennar mun geymast þeim í löngu minni, og hún mun jafn an koma þeim í hug, þegar þeir heyra góðrar konu getið. Gunnar Guðmundsson Mánudaginn 24. júní kl. 13.30 fer útför frú Vigdísar G. Blön- dal fram frá Fossvogskirkju. Við fráfall frú Vigdísar er í valinn hnigið ein af mætustu dætrum íslands. Að undanteknum æskuárun- um hefur ævi hennar oft verið harmi þrungin, en hjálpsemi hennar og fórnfýsi ríkuleg. Árið 1919 giftist frú Vigdís Jóni lækni Blöndal í Stafholts ey, sem var ekkjumaður með fimm syni. Eftir tæplega eins árs sambúð drukknaði Jón læknir í Hvítá. Frú Vigdís stóð nú uppi með stjúpsynina. Að baki hafði hún kennaramenntun, kjark og fram sýni, og var nú öllu beitt til hins ýtrasta, en hvert áfallið rak annað. Sigurður Blöndal hafði hugsað sér að lesa nátt- úrufræði, en féll frá aðeins 24 ára gamall. Næst dó Þorvaldur, sem orðinn var læknir, og síð- ar Jón, hagfræðingur, svo að af stjúpsonunum eru nú aðeins tveir eftir, Páll bóndi í Staf- holtsey og Björn rithöfundur og bóndi að Laugaholti. Frú Vigdís varð kennari við Austurbæjarskólann árið 1931, en árið 1935 varð hún forstöðu- kona heimavistar Laugarnes- skólans, sem var ætluð veikl- uðum og bækluðum börnum. Mörg börn sóttu þangað bata og blíðu, og þeir urðu margir vinirnir hennar Vigdísar. Við barnaheimilið á Silunga- polli var hún sumurin 1931— 1937 og 1940-1952. Er mér vel kunnugt um, hvílíkar mætur Oddfellowar höfðu á henni fyr ir störf hennar þar. Fundum okkar frú Vigdísar bar fyrst saman, er ég kom að Laugarnesskólanum árið 1936, og vorum við síðan samstarfs- menn í 20 ár. Frá þeim árum á ég margar ljúfar minningar og tel mér það mikið happ að hafa átt samstarf með henni og kynnzt henni. Laugarnesskólinn var þá lít- ill og fáir kennarar, en ört vax andi. Þrengsli voru mikil og að staða kennara slæm. Um árabil fengu kennarar kaffi uppi i heimavist, og var þá oft glatt á hjalla og má segja, að heima- vistin hafi orðið sumum þeirra annað heimili. Þegar vanda bar að höndum, var oft leitað til Vigdísar, sem venjulega fann einhver ráð til að leysa hann. Mörgum okkar reyndist hún fremur sem móðir en venjuleg- ur starfsfélagi. Tvö atvik eru mér sérstak- lega minnisstæð frá þeim árum, og segja þau meira um frú Vig dísi en mörg orð. Einhverju sinni gengu misl- ingar í heimavistinni, og mörg börn veiktust mikið. Frú Vig- dís flutti þau veikustu inn til sín, en brátt varð herbergið hennar of lítið. Hún færði þá börnin í stærra herbergi og flutti þangað sjálf. Það varð einnig of lítið, svo að taka varð annað herbergi fyrir sjúkrastofu en þá var rúm Vigdísar flutt og haft opið inn í þau bæði Þar var hún svo í nokkrar næt- á ganginn á milli herbergjanna ur, en svefninn mun hafa verið lítill. í heimavistina kom lítill dreng ur, mjög veiklulegur og van- sæll. Nokkrum dögum síðar sat hann úti á tröppum. Hann hafði nú braggazt mikið, en var las- burða að sjá. Ég gekk til hans og spurði: „Hvar átt þú heima? „Hér,“ svarar hann og bendir upp í glugga heimavistarinnar. „Og hver á þig?“. „Hún Vig- dís“. En þeir urðu margir, dreng- irnir, sem hún Vigdís átti. Auk stjúpsonanna, sem áður er getið ól frú Vigdís upp Nönnu bróðurdóttur sína, sem gift er Hjálmari Ólafssyni bæj- arstjóra í Kópavogi, og Hróðm- ar Vigni Benediktsson, sem er að nema múraraiðn og er kvænt ur Guðrúnu Magnúsdóttur. Mörg systkinabörn sín mun hún hafa stutt til náms eftir því sem geta hennar leyfði, og önnur skyldmenni áttu athvarf hjá henni að meira eða minna leyti. Frú Vigdís var fædd í Hvammi í Norðurárdal 31. júlí 1892, dóttir hjónanna Vigdísar Pálsdóttur og séra Gísla Einars- sonar, síðar prests í StafholtL Hún var því að verða 76 ára, er hún dó. í mörg ár hafði hún búið við heilsuleysi og var mörg um ráðgáta úthald hennar, sem síðast byggðist eingöngu á vilja þreki. Við fráfall frú Vigdísar munu margir senda hlýjar óskir og þakkir fyrir margþætta hjálp. Frú Vigdís er horfin yfir móð una miklu, en minningarnar um göfuga konu munu geymast með al ættingja og vina, og við öll, sem vorum svo lánsöm að kynn ast henni, höfum vaxið af þeim kynnum og kveðjum hana þakk látum huga fyrir hennar fórn- fúsa hljóðláta starf. Magnús Sigurðsson FRYSTJHÓLF til leigu í KÓPAVOGI fyrir heimili og verzlanir. Upplýsingar í síma 34580 og 12955. Skuldabréf óskast keypt. Fasteignatrygging eða ríkisábyrgS nauðsynleg. Grétar Haraldsson, hdl. Hafnarstræti 5, Rvk. Simi 12955 — 38098.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.