Morgunblaðið - 23.06.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1M8
19
Magnús Sigurösson
bóndi í Bryðiuholti
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
VINUR minn einn vill ekki koma í guðshús. Samt
heldur hann því fram, að hann sé kristinn. Fær það
staðizt?
SVAR mitt verður að vera tvírætt. t fyrsta lagi er
hvorki vinur yðar né nokkur annar maður kristinn
vegna þess, að hann komi í guðshús. Kirkjuganga er
ekki mælikvarði á það, hvort maður sé kristinn eða
ekki. Þetta er atriði, sem margir átta sig ekki á.
Fjöldinn allur af fólki treystir því, að það muni ein-
hvern veginn bjargast inn í guðsríkið, af því að það
er meðlimir í einhverjum söfnuði. Menn gera sér
ekki grein fyrir því, að „kirkjufélagið“ hefur hvorki
vald til þess að tryggja mönnum inngöngu í himna-
ríki né bjarga þeim frá helvíti. Það er eingöngu trú
einstaklingsins á Jesúm Krist, sem sköpum veldur.
Já, vinur yðar gæti verið kristinn, þó að hann sé ekki
í neinum söfnuði.
Síðari liður svarsins við þessari spurningu yrði á
þá leið, að þó að vinur yðar sé kristinn maður, þá er
hann þó sekur um vanrækslu á einu sviði í trúarlífi
sínu. Það er hugsanlegt, að kristinn maður geti lifað
í einangrun eða aðskilnaði frá söfnuðinum. En þá
getur hann ekki innt af hendi fulla þjónustu né borið
vitni fyrir meðbræðrum sínum.
Fæddur 1. júlí 1908,
dáinn 16. apríl 1968.
HRUNAMANNAHREPPURINN
hefur ávallt verið talinn með
beztu sveitum á Suðurlandi. Þar
hefur líka verið mikið um dug-
mikla bændur og landið gjöfult
þeim, sem fast hafa eftir leitað.
Það orð hefur lagzt á seinustu
áratugina, að bændur þar í sveit
væru miklir kvikfjárræktar-
menn. Einn hinna atkvæðamestu
manna í þeim hópi, rúma þrjá
seinustu áratugina,. var Magnús
Sigurðsson í Bryðjuholti. Magn-
ús var einn af þeim mönnum,
sem var bóndi af lífi og sál.
Hann var sérstakur fjárræktar-
maður og hafði svo gott vit á
kindum, að orð var á gert. Hann
fylgdist af miklum áhuga með
því, sem var að gerast í sauð-
fjárræktinni og kynnti sér ræki
lega allar niðurstöður, sem
fræðimenn létu frá sér fara um
hana. Hann hafði stórt fjárbú
og fáir höfðu meiri afurðir af
kindum sínum en hann.
Á seinustu árunum fyrir fjár-
skiptin hafði honum tekizt að
koma sér upp mjög góðu fjár-
kyni, og sóttu margir til hans
kynbótahrúta með góðum ár-
angri. Sú varð og rauninn á eft-
ir að hann hafði fengið hinn
nýja fjárstofn. Hann lagði sig
strax eftir því að kynbæta þann
stofn, sem hann fékk bæði með
eigin rvali og eins m:ð því að
kaupa einstaklinga. Hann fylgd
ist betur með hjörð sinni en
bændur almennt gera, og vissi
full skil á hverjum einstakling.
Meða! annars lagði hann sig eft
ir því, að koma kindum sínum
á beztu beitilöndin, í afréttin-
um. Valdi hann gjarnan líf-
gimbrarnar eftir því, hvaðan
mæður þeirra komu á haustin.
Mikla áherslu lagði hann á að
rækta upp frjósemi stofns-
ins. Hann fóðraði skepnur sín-
ar alltaf vel, og var eins og hann
gerði það af sérstakri list, enda
var hann heyjamaður.
Magnús var með duglegustu
mönnum og sýnt um öll verk.
Hann var rúmlega meðalmaður
á hæð, þrekinn um herðar »g
svaraði sér vel, og það geislaði
af honum fjör og lífskraftur.
Bjartur yfirlitum fríður í and-
liti og bar sig vel.'
Mahna glaðastur í vinahópi og
trölltryggur í lund, og verður
þeim er þekktu hann eftirminni
legur. Magnús var mjög hest-
hneigður, og þó að hann væri
afburða fjármaður hafði hann
sennilega meira yndi af hestun-
um sínum en kindunum, enda
þurfti hann þeirra mjög við því
enginn fór fleiri ferðir um ör-
æfin sunnan jökla haust og vor
heldvr en hann, á undanförn-
um áratugum. Fjölmargar ferðir
fór v n og á h stum milli Norð
ur og Suðurlands bæði Kjöl og
Sprengisand. Auk þess ferðað-
ist hann alla tíð mikið á hest-
um innan héraðs. Marga hesta
eignaðist hann góða. Seinasti
uppáhalds hestur hans hét
Stjarni, rauðstjörnóttur úlfalda-
gripur, sem þjónaði honum af
mikilli trúmennsku, og var sam-
band þeirra óvenju náið. Að fyr
irlagi Magnúsar var Stjarni
heygður sama dag og hann var
kistulagður.
Magnús var fæddur í Nýjabæ
í Krísuvékurhverfi 1. júlí 1903,
en andaðist að héimili sínu 16.
apríl síðast liðinn, eftir langt og
erfitt sjúkdóms stríð. Foreldrar
hans voru hjónin Sigurður Magn-
ússon og Helga Eiríksdóttir.
Þau bjuggu lengst af á lítilli
jörð við Hafnarfjörð, sem heitir
Stekkur. Áttu þau 14 börn, sem
til þroska komust. Þau Helga
og Sigurður höfðu lítið jarðnæði,
og fátækt hamlaði , að á því
yrði ráðin bót, en bæði voru
þau mikið fyrir búskap, og vafa-
laust mun það hafa verið fyrir
áhrif frá þeim hvað margir syn-
ir þeirra snéru sér að landbún-
aði, en um tíma bjuggu sex syn-
ir þeirra austanfjalls, þar af
fjórir í Hrunamannahreppi. Magn
ús og Guðmund, sem farnir
voru að búa áður en Sigurður
dó, studdi hann mjög drengilega
til búskapar. Sigurður bóndi í
Stekk var frá Digranesi en
Helga kona hans var úr Bisk-
upstungum, dóttir Eiríks bónda
á Eiríksstöðum og Kristínar
konu hans, sem var hálfsystir
Gísla bónda íKjarnholtum. Fað
ir Eiríks bónda á Eiríksstöðum
var Jón Guðmundsson er lengst
bjó á Setbergi við Hafnarfjörð.
Jón var sonur Guðmundar Ei-
ríkssonar er lengi bjó á Fossi 1
Hrunamannahreppi og kallaður
var hinn sauðglöggi (f.1791 d.
1866).
Þar sem Magnús var næst elst
ur í stórurn systkinahóp varð
hann fljótt að fara að vinna fyr-
ir sér. Þegar hann var átta ára
var hann sendur til móður-
frænda sinna í Biskupstungum.
Þar undi hann sér vel. Um haust
ið kom hann aftur heim til for-
eldra sinna, en þessi sumardvöl
hafði afgerandi áhrif á framtíð
hans því eftir það undi hann
sér ekki í Hafnarfirði. Næsta
vor fór hann austur aftur, því
við fjöllin fögru hafði hann á-
kveðið að sinn vettvangur
skyldi vera og svo varð í raun.
Fljótlega fluttist hann í Hrepp-
inn og átti þar heima óslitið til
dauðadags. Lengst mun hann
hafa verið í Hörgsholti, og batzt
miklum vináttuböndum við fjöl-
skylduna þar, og oft minntist
hann á Guðmund bónda í Hörgs
holti síðar á ævinni, og ætíð með
virðingu. Sumarið 1929 fór hann
norður í Mývatnssveit og var
kaupamaður á Grænavatni.
I þeirri ferð kynntist hann mörg
um þingeyingum og átti þar síð-
an marga vini, sem hann hafði
samband við ætíð síðan. Magn-
ús kunni að blanda geði við fólk
og aðrir vildu blanda geði við
hann.
Þann 1. júlí 1933 kvæntist
Magnús Sigríði Guðmundsdótt-
ur frá Dalbæ. Hófu þau búskap
þá um vorið á hluta úr Hörgs-
holti og þaðan fluttu þau að
Sólheimum og fengu þar hluta
úr jörðinni. Vorið 1937 keyptu
þau Bryðj uholt og bjuggu þar
síðan. Jörðin er ekki mjög land-
stór, en ein af fallegustu og
þægilegustu jörðum sveitarinnar,
land grasgefið og miklir mögu-
leikar til túnræktar. Þarna beið
verkefni enda hófu þau þegar
uppbyggingarstarf, sem stóð lát
þeirra hjóna mikið og verðugt
laust alla þeirra búskapartíð, og
fengu miklu í verk komið. Með
tíð og tíma varð bú þeirra bæði
mikið og arðsamt og þeim féllu
í skaut mikil laun síns erfiðis.
Þau voru samhent í starfi og
gátu afkastað miklu. Þau héldu
uppi mikilli risnu og margir
sóttu þau heim bæði úr nágrenni
og eins úr fjarlægum héruðum.
Þau hjón eignuðust sex börn,
sem öll eru á lífi. Þau eru:
Guðfinna, gift Guðmundi Hall-
dórssyni í Haga í Holtum, Helga
gift Eyjólfi Guðnasyni bónda í
Bryðjuholti. Guðmundur Gunn-
ar trésmiður, giftur Önnu Björk
Matthíasdóttur Steinahlíð hjá
Flúðum, Ragnhildur gift Jóni
Karlssyni bónda í Gýgjarhóls-
koti, Anna, gift Helga Guðmunds
syni húsasmið búa á Flúðum.
Sigurður Hjalti, stundar nám í
menntaskóla.
Einn son eignaðist Magnús áð
ur en hann giftist, heitir hann
Árni og á heima á Kirkjubæj-
arklaustri.
Á unga aldri varð Magnús fyr
%• höfuðhöggi, er hann var í
byggingavinnu. Sumarið 1945
kenndi hann sjúkdóms í höfði.
sem brátt ágerðist svo, að talið
var, að ef ekki yrði að gert
mundi brátt verða að banvænu
meini. Á þeim árum voru heila-
skurðaðgerðir ung fræðigrein,
þá var prófessor í Stokkhólmi,
sem hét Olivercrona, sem var
farinn að gera slíkar aðgerðir
og átti hann eftir að öðlast.
heimsfrægð fyrir þær. Til þessa
manns sendu íslenzkir læknar
Magnús seinni hluta sumars
1945. í Svíþjóðarferðinni hlaut
Magnús fulla bót á meini sínu.
Lækninum sænska gazt vel að
þessum bjartleita og djarfa
manni, en sá þröskuldur var í
vegi að þeir gætu blandað geði
að þeir skildu ekki tungumál
hvors annars. Þegar Magnús fór
að hressast eftir aðgerðina þá
lagði læknirinn til að Magnús
skrifaði sér það helzta, sem
hann vildi við sig segja og fékk
Þótt vorsins geislar faðmi fjöll
og strendur
og fingur himins signi hafsins
djúp,
þótt móti degi breiði blómin
hendur
og bjarmi morguns vefi töfra-
hjúp,
þá er sem bárur syngi sorgar-
óma,
og sunnanblærinn þylji tregaljóð
og fuglar loftsins kvaki harma-
hljóma
og hjörtun titri sárum, höfgum
móð.
Ein stormanótt á lfðnum voða-
vetri,
sem vá og hel í köldum faðmi
bar,
hún brenndi hugi okkar loga-
letri
sem logi harmsins djúpt í hjört-
un skar.
Þið kvödduð hljótt. En aldrei
kom svo aftur,
svo starfsmann í íslenzka sendi-
aáðinu til þess að þýða bréfin.
Nokkrum árum seinna sendi
svo prófessorinn Magnúsi mynd
af sér áritaða með eigin hendi.
Mjög þótti Magnúsi vænt um
þessa vinargjöf frá velgerðar-
manni sínum og geymdi sem
helgan dóm. Þannig var Magn-
ús, að hvar sem hann fór eign-
aðist hann vini og enginn var
tryggari vinum sínum en hann.
Með Magnúsi er genginn langt
fyrir aldur fram sérstæður og
eftirminnilegur maður. Vinir og
vandamenn blessa minningu
hans.
Jón Guðmundsson.
Syijoður
smúþjófur
Paterson, New Jersey, 21. júní.
(AP)
MAÐUR nokkur, að nafni Jam-
es E. King hefur verið ákærður
fyrir vopnaðan þjófnað. Lögregl-
an segir, að hann hafi verið
handtekinn eftir áð hann féll í
fasta svefn áður en hann lyki
áformum sínum.
King tók leikfangabyssu, fékk
sér síðan leigubíl, ógnaði bíl-
stjóranum með byssunni og
það óskafley, sem þá var brýnt
úr vör.
Og aldrei megnar mannlegt afl
né kraftur
að milda ykkar ströngu voðaför.
Þótt bjart sé enn um bræður
glaða og unga,
þótt bjart sé enn um styrka föð-
urhönd,
þá dánar vonir telur engin
tunga
né táknar ykkar horfnu drauma-
lönd.
í djúpið hvarf sá dýri yona-
farmur
og dulúðg nótt söng ein sinn
grafaróð,
samt stundi þungan æstur ægis-
barmur
og enn þá hljómar þeirra sorgar-
ljóð.
Við minnumst hans, sem æstar
öldur svæfir
og yfir djúpin breiðir kyrrð og
rændi af honum peningaveski
hans og 75 sentum. Síðan tók
hann við stjórn bílsins og rak
hinn í aftursætið. Eftir spotta
korn sofnaði King við stýrið og
leigubílstjórinn kvaddi lögreglu
á staðinn. King var enn stein-
sofandi, þegar hún kom á vett-
vang.
Skattaírumvorp
Johnsons
snmþykkt
Washington, 21. júní. — (AP)
BAÐAR deildir Bandaríkja-
þings samþykktu í gær frum-
varp það, sem gerir ráð fyrir
um 10% hækkun á tekjuskatti.
Fulltrúadeildin greiddi atkvæði
um frumvarpið í gærkvöldi og
samþykkti það með 268 atkv.
gegn 150 og í dag var frum-
varpið borið undir atkvæði í
öldungardeildinni og samþykkt
þar með 64 atkv. gegn 16. Talið
er, að Johnson muni staðfesta
frumvarpið tafarlaust, en sam-
þykkt þess er sögð mikill sigur
fyrir Johnson, sem hefur barizt
ötullega fyrir að það næði fram
að ganga.
fri'ð.
Er dauðans bylgja ofar öllu
gnæfir,
hann á þann kraft, sem veitir
styrk og lið.
Hann engla vorsins yfir hafið
sendir,
svo Ægisdætur svæfa milt og
rótt.
Frá myrkri og stormum hátt til
himins bendir
svo hlýtt sem móðir hvísli: Góða
nótt.
í þeirri trú — hún sefar allar
sorgir —
við1 söngva vorsins þorna tár af
brá,
svo rísa úr djúpi sokknar sum-
arborgir
og sólskin vorsins kveikir lífsins
þrá.
Við minnumst ykkar alla ævi-
daga,
og aldrei fellur skuggi um geng-
in spor.
í hærra veldi er hafin ykkar
saga
og hel og storma sigrar lífsins
vor. á.
Feðgarnir frá Bolungavík
Ragnar, Sigurjón og faðir þeirra, Rögnvald-
ur Sigurjónsson, sem fórust 5. nóv. 7967