Morgunblaðið - 23.06.1968, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
BREZKUR KV KMYNDAIDNAÐUR
Siguröur Sverrir Pálsson:
J. Arthur Rank
og einveldið hans
H. Gullöld og gagnrýni.
í STRÍÐSLOK 1945 hóf Rank
sitt persónlega stríð við Holly-
wood. Fór hann sína fyrstu
ferð til Ameríku, þá 56 ára gam
all, til þess að kanna vígstöðu
andstæðinganna og finna veik-
ustu blettina í vörn þeirra.
Kynnti hann sér tækni Holly-
wood snillinganna, gerði samn-
inga við nokkra framleiðendur
og hugsanleg viðskipti í náinni
framtíð, og samdi við United
Artists, Universal o.fl. fyrir-
tæki um að dreifa myndum
sínum í Bandaríkjunum. Á sama
tíma reyndi hann að kynna sér
eftir megni, hvað það væri, sem
amerískir áhorfendur þoldu
ekki í brezkum myndum, og
hvað þeir vildu þá sjá i staðinn.
Niðurstöðumar komú síður en
svo á óvart. í stuttu máli. 1.
of hæg atburðarás; 2. of mikið
málæði; 3. Leikarar töluðu of
hratt; 4. Áherzlur og mállýzk-
ur voru illskiljanleg; 5. Leik-
konurnar voru illa klæddar; 6.
karlmennimir voru kvenlegir;
7. Tæknileg gæði oftast fyrir
neðan meðallag.
Að þessum upplýsingum
fegnum bjó Rank sér til nokk-
urs konar alfræðiorðabók fyrir
framleiðendur sína. Innihélt
hún holl ráð og orðalagsbreyt-
ingar, til þess að hæfa ameríska
markaðinum, t.d. í staðinn fyr-
ir að segja „Give me some
petrol“, átti nú að segja „Fill
’er up“. Hollywood-framleið-
endur trúðu lítt á hæfileika
Ranks, hræddust hann hvergi
og sögðu, að hann þekkti ekki
leyndardóma kvikmyndafram-
leiðslunnar og það tæki hann
að minnsta kosti 10-20 ár að
öðlast þá reynslu, sem þeir
hefðu og þá væru þeir aftur 20
árum á undan honum. Samt
töldu þeir ráðlegra að tala vin
gjarnlega við manninn, þar sem
hann réði fyrir 600 kvikmynda
húsum á stærsta markaðinum
erlendis.
Rank lét svartsýna spádóma
og gagnrýni ekki hafa nein
áhrif á sig. Hann var ákaflega
bjartsýnn og stórhuga á þess-
um árum og nægir að nefna
sjónvarps-áætlunina, sem hann
gekk með í kollinum 1945, því
til sönnunar. Gerði hann ráð
fyrir því, að hafa komið fyrir
í kvikmyndahúsum sínum
svart-hvítu sjónvarpi 1950, lita-
sjónvarpi ’52 og þríviddar lita-
sjónvarpi ’55. Einnig hugsaði
hann sér að koma upp sýning-
arkerfi, þar sem myndin yrði
send út frá einu stúdíói og síð-
an móttekin samtímis í sýn-
ingarklefum kvikmyndahús-
anna. Með þessu yrði mögulegt
að sýna sömu kópíuna í mörg-
um húsum samtímis, og draga
þar með um leið verulega úr
dreifingarkostnaði.
Þó að áætlunin hafi að vísu
ekki staðizt í smáatriðum, þá
hefur fyrsti áfanginn séð dags-
ins ljós í nokkrum af beztu
West End húsunum, sem geta
státað af svart-hvítu innanhús
sjónvarpi. Þetta fyrirbrigði
virðist samt ekki vera eins vin-
sælt og forstöðumennirnir
höfðu haldið í upphafi, a.m.k.
hefur þetta ekki nægt til þess
að draga fjöldann að miðsölu-
opinu.
Þegar Rank kom heim aftur
úr Bandaríkjaförinni tók hann
til óspilltra máilanna og reyndi
nú að framleiða myndir með
Hollywood áferð. Hann reyndi
jafnvel að stæla Walt Disney
og kom sér upp eigin teikni-
mynda-vinnustofu, en vegna
hæfileikaskorts misheppnaðist
sú tilraun algjörlega. Þar sem
Rank haíði ekki hugmynd um
hvernig kvikmynd varð til, auk
þess að vera laus við allt, sem
kailast gat listfengi, þá safnaði
hann í kringum sig leikstjórum
og framleiðendum og gaf þeim
fullkomlega frjálsar hendur
gagnvart verkefninu. Tímabil-
ið 1945-’48 var hrein gullöld
brezkra listamanna, sem vildu
vinna undir Rank merkinu. En
ráðgjöfum hans fannst hann
vera heldur óforsjáll og einu
sinni urðu þeir meira að segja
að hasta á hann í veizlu, er
hann sagði í borðræðu sinni:
„Þið (þ.e. framleiðendur) ger-
ið myndirnar eins og þið viljið;
ég borga“. Er athygilsvert
hvernig þetta sjónarmið hefur
snúizt við í dag, því að á þess-
um tíma höfðu bandarísku fyr-
irtækin strangt eftirlit með
framleiðslxmni.
Þekking Ranks á eyðslusemi
innan iðnaðarins var engin. Er
honum var einu sinni skýrt frá
því, að einn af undirtyllum
hans reykti vindla fyrir 3000
pund á ári og skrifaði það á
reikning fyrirtækisins, þá var
hann alls ekki viss um, hvort
þetta var eðlileg upphæð eða
ekki. Enda varð frjálsræðið og
eftirlitsleysið til þess ,að íburð-
urinn og eyðslusemin keyrðu
um þverbak. Er það staðreynd
að bruðl leikstjóranna átti
drjúgan þátt í því að framleiðsl
an borgaði sig ekki. Smáatvik
frá töku myndarinnar „Caesar
and Cleopatra" (’46), sem stjórn
að var af ungverska leikstjór-
anum Gabriel Pascal, lýsir
hugsunarhættinum vel. Pascal
hafði heimtað að hafa vel
þekkta leikara jafnvel í smæstlu
hlutverkunum og dag nokkurn
kom einn þeirra, Francis Sulli-
van, að máli við Pascal: „Mér
þykir leitt að játa það, Gabby,
en þú borgar mér hundruð
punda fyrir að vera lítið annað
en aukamaður".
„Peningar, peningar. Hvaða
máli skipta peningar", svaraði
Ungverjinn. „Það þýðir aðeins,
að Mr. Rank verður að selja
nokkra hveitipoka i viðbót“.
Margar myndir framleiddar
undir Rankmerkinu á þessum
árum voru slæmar og þar
höfðu gagnrýnendur höggstað
á Rank. Þeir litlu þá gjaman
fram hjá þeirri staðreynd, að
nokkrar góðar myndir höfðu
einnig verið framleiddar fyrir
hans peninga. Myndir eins og
Hamlet, „Henry V“, „Brief
Encounter", „Great Expectati-
ons“ og „In Which We Serve“
(sem var kosin bezta mynd árs
ins í New York 1942) hjálpuðu
mönnum eins og Laurence Oli-
ver og David Lean til þess að
sýna hæfileika sina.
Það er dálítið skoplegt að
einmitt á þessu mtíma varð
Rank fyrir áköfustu gagnrýn-
inni. Fyrir utan listræna gagn-
rýni var hann einnig gagnrýnd
ur í neðri deild brezka þings-
ins fyrir einokunarstefnu og
var honum bannað að auka við
skipi sín, án þess að fá fullt
samþykki stjórnarinnar. Af
þessum ástæðum og af hræðslu
við að verða úthrópaður fyrir
einokun meðal almennings,
vogaði hann sér ekki að kaupa
hlut í A.B.C., næst stærsta dreif
ingarhringnum í landinu, en
hann hefði átt kost á 25% hlut
í félaginu, þegar stofnandi þess,
Skotinn John Maxwell dó. Þess
í stað keypti Warner Bros, hlut
inn, þannig að Rank fyrirtækið
varð eina hreinræktaða brezka
fyrirtækið, sem eitthvað kvað
að í kvikmyndaheiminum.
Þótt Rank virtist vera nógu
vel stæður til þess að þola smá-
vægileg töp hér og þar, dró
samt smámsaman til alvarlegra
vandræða. Og 1947 rak stjórn-
in honum, að vísu óviljandi,
kinnhest, sem átti eftir að valda
algjörri stefnubreytingu innan
Rank fyrirtækisins. Vegna
óhagstæðs vöruskiptajafnaðar
tók stjórnin upp á því, að tolla
allar vörur, sem hún náði að
leggja hendur á, og þar á með
al amerískar kvikmyndir, sem
hlutu 75% álagningu. Var þetta
gert án samráðs við hlutaðeig-
andi aðila. Daginn eftir setti
Hollywood útflutningsbann á
myndir til Bretlands. Þessu
höfðu Bretar ekki búizt við,
en þeir voru samt fljótir að
átta sig, aldrei þessu vant, og
bentu framleiðendum á, að nú
hefði keppinauturinn verið
sleginn út í einu höggi, og hér
væri því einstætt tækifæri til
þess að renna styrkum stoðum
undir stjálfstæða brezka kvik-
myndagerð. En umskipin voru
og snögg og óvænt og orsökuðu
of mikla þenslu. Til þess að
Caesar og Cleopatra: Claude Rains og * V’ivien Leigh asamt
Sfinxinum, sem Pascel lét byggja sérstaklega fyrir myndina,
þar sem honum þótti hinn raunverulegi Sfinx ekki nógu til-
komumikilL
geta haldið öllum kvikmynda-
húsunum opnum og áhuga al-
mennings vakandi, þurfti að
auka framleiðsluna að minnsta
kosti um helming, en skortur
á listamönnum varð þá augljós
Þrándur í götu. Þrátt fyrir
þessa takmörkun lofaði Rank
að auka farmleiðslu sína eftir
megni, enda hafði hann gætt
hagsmuna 560 húsa.
Kaldhæðni örlagana hagaði
því þó þannig til, að níu mán-
uðum eftir að tollurinn hafði
verið settur á, gerði ríkisstjórn
in samning við M.P.A.A. (Mot
ion Picture Association of Am-
erica) um að afnema tollinn, án
þess að ráðgast væri við full-
trúa úr brezka iðnaðinum. Réð
þetta úrslitum. Flæddi úr nær
árs framleiðsla af ameriskum
myndum yfir landið, einmitt á
sama tíma og flestar af nýju
brezku myndunum komu á
markaðinn. Fæstar þeirra voru
samkeppnisfærar og varð því
tapið á þessum myndum alveg
gífurlegt.
Rank, sem framHekli þetta ár
rúmian helming af öUunn mynd-
um í Bretlandi, eða 37 atf 63,
rambaði á barmi gjaidþrots.
Hann dró inn klærnar og sebti
sig í varnarstöðu. Fól hann
undirmanni sinum, John Benry
Harry Davis, það verkefni, að
ikoma fyrirtækinu á réttan kjöl
og sjá u.m að skapa framtiðar-
stenfnu þess. Daviis er hörlku-
duglegur og einn af þessum
verzlunarmönnuim, sem komast
á topp nn í hvaða iðngrein semti
er. Enda var það hrein tiiliviljun
að hann lenti i kvikmiyndaiðn-
aði, en ekki stláiliðnaði. Davis,
sem er meiri peningamaðiur en
gáfumaðuir, hatar gagnrýnend-
ur eins og heitan eldinn, te'liur
þá vera verri en skriðtíýr og
tekuir ekker.t tillit til þess, sem
beir gkriffa. Það var því ekki
furða, að stefnuskrá Rank fyr-
irtækisins eftir 1950 væri eftir
farandi: Framleiða ódýrar
myndir án tillits til listagildis-
fjöLskyidumyndir, sem hefðu
það maikmið, að ná inn sem
mestum peningum. Hefur þessi
stefna haldist mikið til óbreytt
fram á þennan dag, nema hvað
framleiðslan hefur minrukað og
höfuðáherzlan er nú lögð á
dreifingu og sýningu — ame-
rískra mynda. Fyrirtækið, sem
upphaflega bendi boga sínum
gegn Hoilywood, hefur snúið
sér í hálfhring og miðar nú á
sína eigin landa.
Atlt fra 1950 hefur iðnaður-
inn verið í stöðugri varnar-
stöðu og einmitrt á þessum tima
hófst barárttan við sjónvarpið.
Aðsóknin féll ört og kvilkmynda
iðnaðurinn reyndi allskyns
brelftur til þess að draga al-
menning frá kassanum. Cinama
Scope, litir, þríviiddanmyndir
og íburðarmikil og þægiQeg hús.
En. allt kom fyrir ekki. Kviik-
myndahúsin lokuðu hvert á
fætur öðru og t.d. fækkaði hús-
unum á Rahk — bringnuTn um
heíLming.
Þegar þetrta erfiða ástand er
haft í huga, gæti það virzt
kraftaverk að Rank, sem skuEd-
aði rúmar 16 milljónir punda
árið 1949 skyldi rétrta algjör-
lega við á næstu 4—5 árum. En
kraftaverk eru sjaildgæf og
skýringin er afar einföíld. Rank
er nefnffliega ekki við eina fjöl-
ina felldur og hefiur fleiri járn
í eldinum en k vikmyndaafiskipti
sín. Mun um % af árlegum
hagnaði fyrirtækisins koma
annars staðar frá. Fyrir utan
það að maLa % af öQJiu hveirti
Englendinga, þá er hann tengd-
ur stofnunum eins og B. I.
Transport Co. Ltd., Southem
Television, sjálfviiikium þvotta-
húsum og hótektm, framjleiðsflju
á súkkulaðistöngum, útvörpum,
pliötuspiluDum, myndavéluim og
alls konar skóla- og rafmagns-
tækjium, og útgáfu trúarlegs
dagblaðs svo að nokkuð sé
nefnt.
Auk þessa rekur hann um
600 kvikmyndahús urtan Bret-
landseyja, t.d. í Kanada, Ind-
landi og á Narðunliöndum,
stjóirnar dreifinganhring í Ástra
liu og fiktar v:ð markaðinn í
S-Afríku. Og í stað þess að
selja þau 300 kvJkmyndaihús,
sem Rank hefuT þunft að loka,
þá iét hann breyrta þeim í bingó
hallir, danssali og keiluspils
l'eikveMi.
Þegar Rank hóf bingó-srtarf-
semi sína, lýstu forystumenn
Meþódista yfir vanþóknun
sinni á fyrirtækimi og tölidiu,
að Rank hefði ekki á rétltu að
standa um að þetta væri sak-
laus skemmtun og álitu, að
hann æki greiitt hinn breiða veg
spi'llingarinnar. Bingó komst
aftuir í sviðsljósið í síðaota mén
uði, er stjórnin fjal'laði uim ný
IJög um fjárhætfcuispill og er talið
að vinningarnir, sem nú er
keppt um vikuilega séu óheyri-
lega tháir (4—500 punid) og er
ætlunin að banna sivo há.a vimn
inga. Er það talið geta leitt til
þess að almenningur missi é/hiug
ann á bingó og húsin verði því
að snúa sér affcur að kvikmynda
sýningum. Virðist þetta þó
fremur vera óskhyggja bjart-
sýnismanna en raunvenuleiki.
Rank eyddi árlega u!m 5
miljórwim punda í framleiðsílu
gamanmynda með James Ro-
berfcson Justice og Narman
Wiisdom. Nú taka þeir þátt í
framleiðslu annarra mynda, en
koma þvi þá þannig fy.rir að
þeir taka enga áhættiu á sig.
Af einhverjum ástæðuim fram-
leiddu þeir myndina „This
Sporting Life“, siem en- sennilega
eina myndin frá þeim í átján
ár, sem hlotið hefuir viðurkenn-
ingu hjá gagnrýnendusn. Samt
virðist Rank vera frefcar dapur
yfir því, hvað myndin hefur
hliotið litla aðsókn, en ónægðiuir
yfir framlagi sínu til brezkrair
kvifcmyndagerðar. Er augijóst,
af löngiuim liiista ómerfciilegra
mynda, en Rank eir ekki lengur
í fararbroddi í brezkxi kvifc-
myndagerð. Eins og skýrt mun
verða frá í síðuisbu greininni
um Rank, hefur srtefna fyrir-
tæki'sins síðusrtu árin orðið tliil
þesis, að kasta brezkuim fram-
leiðendium í faðm aimerískra
fyrirtækja.
Arthur Rank sagðd af sér sem
formaður hins viðáttumikla
fyrirrtaekis í okt. 1962 og faldi
það í umisjá John H. H. Davis.
Rank, sem verður áitræður á
þessu ári, eyðir nú elinni sem
„forseti" afkvæmiis sínis.
Sig. Sverrir Pálsson.
In Which We Serve: gerð ’42 af David Lean og Noel Coward
með John Mills og Richard A ttenborough og fjallar um sjó-
liða í fyrri heimsstyrjöldinni.