Morgunblaðið - 23.06.1968, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.06.1968, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 196« 21 85% símnotenda hafa nú sjálfvirkan síma SJÁLFVIRKAR símastöðvar hafa nú verið reistar á 38 stöð- um á landinu og þar af 6 á þessu ári. Eru nú um það bil 85% símanotenda í sambandi við sjálfvirka símakerfið. Ef allt gengur að óskum mun sjálfvirki síminn sennilega ná til allra, eða svo til allra kaupstaða og kaup túna á landinu á næstu 3 árum, að því er Jón Skúlason forstjóri símatæknideildar og Þorvarður Jónsson yfirverkfræðingur tjáðu Mbl. Næstu áfangar á þessu ári verða sjálfvirkar símastöðvar á Hofsósi, Hrísey, Grenivík, Kópa skeri og Bíldudal svo og á Ól- afsvík ef tími vinnst til. Á næstunni er svo fyrirhugað að hefja vinnu við uppsetningu sjálfvirkra símstöðva á ísafirði, Flateyri og Suðureyri og síðar í Bolungarvík, á Hólmavík, Blönduósi og Skagaströnd og mun þessu verki ljúka á næsta ári. Til þess að ná þessu marki hefur þurft að byggja ný síma- hús eða vélahús og er nú veri8 að ljúka smíði húsa á Suðureyri Bíldudal, Hofsósi, Hrísey, Greni vík og í Borgarfirði eystra, en í smíðum eru hús á Ólafsvík,fsa firði og fyrirhugað er að hefja byggingu nýrra húsa á Hellis- sandi, Búðardal, Bolungarvík, Hólmavík, Blönduósi, Egilsstöð- um, Neskaupstað og Höfn í Hornafirði og viðbyggingu á Sauðárkróki, en mörg þeirra eru þó einungis Velahús. Á næsta ári er fyrirhugað að hefja uppsetningu sjálfvirkra símastöðva á Egilsstöðum, sem verður svæðisstöðin fyrir Aust- Blómaúrval Blómaskreytingai GRÓÐRARSTÖÐIN Símar 22822 og 19775. GRÖÐURHÚSIÐ við Sigtún, sími 36770. ■ŒinQXI Framarar — Handknattleiks- stúlkur. Æfingar verða sem hér seg- ir: Þriðjudaga kl. 7, 2. fl. b og byrjendur, kl. 7,30 2. fl. a. Fimmtudaga kl. 6,30, 2. fl. b og byxjendur kl. 7 2. fl. a. Æfingar fara fram við Laugalækjarskólann. Nýir félagar velkomnir. Þjálfarinn. 50 KRÓNA VELTAN vinsamlega gerið sk.il í dag Skrifstofa stuðningsmanna G. Th„ Pósthússtræti 13. firði, og greinistöð á Höfn í Hornafirði. Þá verða framan- greindar símastöðvar á Vestfjörð um opnaðar til almennra afnota. Eins og kunnugt er af fréttum hefur nýlega verið opnuð ný sjálfvirk símastöð á Patreksfirði sem er svæðisstöðin fyrir Vest- firði, en stöðin á ísafirði verður greinistöð fyrir nágrannastöðv- arnar og er því mest vinna við uppsetningu þeirrar stöðvar og verða nágrannastöðvarnar að bíða eftir henni. Þó mun verða einhver seiníkun á fyrirhugaðri sjálvirkri símastöð á Þingeyri, þar eð ekki hefur ennþá feng- izt byggingarleyfi fyrir nauð- synlegri viðbyggingu við gamla stöðvarhúsið þar. Notendasímar í sveitum lands ins verða tengdir við sjálfvirka símakerfið þegar nægjanlegt fé verður fyrir hendi til umbóta og fjölgunar á línum, þar sem nú eru margir notendur tengdir sömu línu. Þess má og geta að á þessu ári er þegar hafin uppsetning á nýrri sjálfvirkri telexstöð í viöbyggingu stofnunarinnar við Kirkjustræti í Reykjavík, og verður hún tekin í notkun á næsta árL Sennilega verður einníg á þessu ári hafizt handa umstækk un Miðbæj arstöðvarinnar í Reykjavík, sem áætlað er að ljúka á næsta ári. Kuffi í Stapa á kosningadaginn SYSTRAFÉLAG Ytri-Njarðvik- ursóknar hefur kaffisölu á kosn ingadaginn 30. júní til ágóða fyr ir væntanlega kirkjubyggingu í Ytri-Njarðvíkursókn. Verður kaffisalan í félagsheimilinu Stapa, en þar verður kjördeild fyrir Ytri-Njarðvíkinga. Ytri-Njarðvíkursókn var stofn- uð á sl. vetri, en þar á'ður hluti af Innri-Njarðvíkursókn. Er mik ill áhugi meðal Ytri-Njarðvík- inga að koma sér upp eigin kirkju. Hefur henni þegar verið ætlaður staður og arkitekt hef- ur verið fenginn að gera teikn- ingu af kirkjunni. Systrafélag Ytri-Njarðvíkur- sóknar var stofnað á sl. vori. Voru stofnendur 48 og er mark- mið félagsins að vinna að menn ingar- og mannúðarmálum á Súðurnesjum og eflingar kirkju- legri starfsemi. Formaður Systra félagsins er frú Sjöfn Sigur- björnsdóttir, kennari. Hún sagði í samtali við Mbl., að Systrafé- lagið vænti þess, að margir myndu koma við í kaffinu í Fjarlægjum stífiur úr babkerum, vöskum, WC., niðuri'óllum o. fl, Höfum gób tæki. símar 81999-33248 SÚLNASALUR Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar skemmtir. Borðpantanir í síma 20221 eftir kl. 4. Dansað til kl. 1. Stapa á kosningadaginn. Margir greiða atkvæði, en auk þess ligg ur staðurinn mjög vel við allri umferð um Suðurnes og veiður trúlega margt manna á ferð þar munu eiga þangað leið til að þennan sunnudag sem endranær. „Vér morðingjar“ út um landsbyggðina Sýning á Akranesi á sunnudag A MORGUN fer leikflokkur frá Þjóðleikhúsinu af stað í leikför um landið með leikritið „Vér morðingjar“ eftir Guðmund Kamban, en það leikrit hefur hlotið mjög góðar undirtektir og verið vel sótt frá því sýningar hófust. Hafa alls verið 12 sýn- ingar á því í vor. Þjóðleikhús- stjóri sagði á blaðamannafundi í gær, að aðsókn væri óvenju góð miðað við árstíma. Sýningar hefjast á sunnudag á Akranesi kl. 21.00. Verður síð- an farið vestur um land og norð- ur og mun sýningum ljúka 3. ágúst. Alls verður leikritið sýnt á 36 stöðum í förinni. Aðalleikarar eru, eins og kunnugt er, Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson og hafa þau hlotið einróma lof fyrir leik sinn. Þetta verður önnur leikför frá Þjóðleikhúsinu í sumar, en eins og kunnugt er hóf leikflokkur Litla sviðsins för um landið í gær og sýnir „Billy lygara", sem hlaut mjög mikið lof í vetur. TJARNARBÚÐ HLJOMAR SKEMMTA I KVOLD TIL KL. 1. TJARNARBÚÐ OPIÐ I KVOLD BÚÐIIM I D A G kl. 3 — 6. Verð kr. 50. POPS I K V O L D kl. 8.30 — 11.30. Verð kr. 60. HEIÐURSMENN j Söngvari: Þórir Baldursson. Kvöldverður framreiddur frá kl. 6. ' SsMa,i OfllffT 4AOOO Aldrei betri en nú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.