Morgunblaðið - 23.06.1968, Síða 24

Morgunblaðið - 23.06.1968, Síða 24
24 MOllGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 196« ar. Allir þessir nýju menn áttu tvennt sameiginlegt: öryggis- leysi og vonda samvizku. Þeir vissu mætavel, að þeir hefðu alls ekki átt að taka að sér þes9i nýju embætti, þar eð leiðin í þau lá yfir lík og blóð. Þeir voru hataðir, ekki einasta af löndum sínum heldur einnig af hernáms- yfirvöldunum, sem vörðu þá með byssum sínum. Nýi ríkissaksóknarinn, Ferenc Poll, var dvergur, bæði til sálar og líkama. Fyrir byltinguna hafði hann verið ómerkiegur réttarritari, en hafði komizt í núverandi embætti sitt, aðeins vegna þess, að hann hafði einu- sinni spilað við nýja dómsmála- ráðherrann. Hann sat í skrif- stofu sinni við heljarmikið skrif- borð, sem gerði hann enn minni og aumkunarverðari og í stórum stól, sgpi bætti gráu ofan á svart með því að vera svo hár, að fæt- ur mannsins náðu ekki niður á gólfið. Á skrifborðinu stóð heil röð af símum og innanhúss-tal- færum með hnöppum og rofum, en hann var of feiminn til þess að kynna sér, hvernig allur þessi útbúnaður skyldi notaður í fremri skrifstofunni sátu tveir ritarar, jafn iðjulausir og hann sjálfur. Þegar svo suðaði i einu tæk- inu á borðinu hjá honum, tók það hann margar sekúndur að átta sig á, hvað það þýddi. - Það er Nemetz, fulltrúi frá lögregustöðinni, sem óskar við- tals. Á ég að senda hann til yðar. - Já, vitanlega skuluð þér senda hann til mín, svaraði hann með þvílíkum ákafa, að það var rétt eins og einhver týndur bróðir væri alt í einu fundinn. Hann hvorki þekkti Nemetz né hafði heyrt hann nefndan á nafn, en allir voru velkomnir, ef þeir að- eins gátu eitthvað létt honum einveru hans. En það dró nú samt úr hrifn- ingu hans, þegar fulltrúinn sagði honum frá Halmy og það með, að hann - Poll - yrði að snúa sér til sovézku yfirher- stjórnarinnar og fá Helmy lausan. - Lausan? Á hvaða grundveli? vidi Poll litli, félagi vita: - Hann liggur undir grun um að 98 hafa myrt konuna sína, svaraði Nemetz. - Það er þó eins ó- pólítískur glæpur og hægt er að hugsa sér. Þetta var eina færa leiðin, sem honum hafði getað dottið í Rétt samsettur morgunverður, ræður miklu um dagsverkið! Ostur er stór hluti af rétt samsettwm morgunverði. Því ostur inni- heldur ríkulegt magn af prótein. Og prótein er nauðsynlegt vexti og dugnaði barnanna og starfsvilja fullorðna fólksins. Setjið því ost á borðið., hann er þœgilegur að framreiða . ... og bragðast vel! ! ! wppwsftY / hug, til þess að ná lækninum úr klóm Rússa. Slyppi hann þaðan var það ríkissaksóknarans að á- kveða, hvort honum skyldi sleppt við frekari ákæru. - Þér eruð að biðja um það sem ómögulegt er, herra fulltrúi. Poll hristi höfuðið. - Hversvegna? spurði Nemetz. - Það stendur í blöðunum, að Ungverjar, sem teknir hafa verið fastir af heryfirvöldunum, verði afhentir viðkomandi ung- verskum yfirvöldum. Nemetz vissi mætavel, að þessi skrif dagbaðanna voru ekki annað en óskhyggja, en hann var ekki viss um, að Poll vissi það. - Það verður líka þegar tími er til kominn. Poll ók sér. - En eins og stendur hefur ungverska stjórnin ekki vald á hlutunum. Grebennik hershöfðingi . .. Hann þagnaði allt í einu, eins og hann óttaðist að hafa sagt of mikið, og hægí mundi að taka orð hans sem gagnrýni. - Það er sök almennings. Ef hann bara vildi snúa aftur til vinnu sinnar, fengjum við frið og ró á minna en tveim dögum. En þangað til verður Grebennik hershöfðingi að halda áfram að stjórna. Áður en lauk tókst Nemetz samt að fá félaga Poll til þess að lofa því, að snúa sér persónu lega til sovézku yfirherstjórnar- innar og biðja um að fá Halmy lækni. lausan. Þegar Nemetz kom, seinna sama daginn síðdegis í saksóknara- skrifstofuna, sagði ritarinn, að saksóknarinn ætti alltof annríkt til að tala við hann. - Ég verð að segja, að yður tókst að fá hann til að stinga hendinni inn í broddflugnabú, hvíslaði stúlkan hrifin. Þetta var sterkleg og kát stúlda og hafði setið í stöðu sinni í meira en fimmtán ár - ó- líkt manninum við stóra skrif- borðið, því að hans staða var álíka stöðug og hnullungs í snar- Nýr klúbbur! Einhleypt fólk frá tvítugu, gerist félagar í nýstofnuðum klúbbi. Upplýsingar frá kl. 7—8 í símum 83198 — 50608 — 10329. 23. JÚNÍ Hrúturinn 21. mar z— 19. apríl. Taktu þátt í kirkjusókn, farðu svo eitthvað út undir bert loft, helzt eitthvað óvenjulegt í vinahópi. Nautið 29 apríl — 20. maí. Þér verður hægara um vik í dag. Það er nóg að gera, og þér verður vel tekið. Tvíburarnir 21 maí — 20 júní Njóttu þess að vera í vinahópi í dag, einhver kemur þér á óvart með kvöldinu. Krabhinn 21. júní — 22. júlí Nú er gæfan með þér í dag. Sinntu félagslífinu, ef þess er kostur Ljónið 23 júlí — 22. ágúst. Það er nauðsynlegt að fara til kirkju, ef þess er kostur. Reyndu að taka nýju fólki. Þiggðu boð, ef það býðst. Meyjan 23. ágúst — 22. september. Athugaðu stöðu þína og vinnuaðferðir. Ef þú hyggst breyta um stöðu þá er nú tíminn. Vogin 23. september — 22. október. Einhver þarfnast hjálpar þinnar meir en vant er. Hallaðu þér að þeim sem eldri eru og reyndari. Lestu eitthvað eða liggðu bara í leti til tilbreytingar. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Farðu í kirkju og farðu síðan og skemmtu vinum þínum eða viðskiptafólki Reyndu að eiga frx seinni hluta dagsins. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Dagurinn er hagstæður, þó ekki á neinn sérstakan hátt. Vertu svolítið hýr Steingeitin 22 desember — 19. janúar. Reynau að komast í betra samband við yfirvöldin í samfélagi þínu Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Farðu í kirkju eins og þér ber að gera, og reyndu svo að eiga frí eftir hádegið. Seinna skaltu svo létta þér eitthvað upp, ef hægt er. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Reyndu að gleyma erfiðleikum þínum. Farðu í kirkju. Leitaðu vina þinna og gerðu síðan ráð fyrir því að eiga gleðistund, er kvölda tekur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.