Morgunblaðið - 26.06.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐIIR
Lokaályktun ráðherrafundar Atlantshafsbandalagsins:
AUSTUR - ÞÝZK STJÓRNVÖLD BRJÚTA
ALÞJÚDASAMÞYKKTIR OG VENJUR
— Draga ætti úr vígbúnaðarkapphlaupi í austri og vestri
Charles de Gaulle Frakklandsforseti sést hér greiða atkvæði
í ráðhúsinu í heimaborg sinni Colombey-les Deux-Eglises, í
grennd við París sl. sunnudag en þá fóru fram almennar þing-
kosningar í Frakklandi. 1 kosningunum unnu gaullistar mjög
á. Á sunnudaginn kemur fer fram síðari hluti þessarar þing-
kosninga og ná þeir frambjóð endur kjöri, sem fá flest atkvæði,
og verður þá kosið í þeim kjördæmum, þar sem enginn fram-
bjóðandi náði hreinum meirihluta á sunnudaginn var.
Gaullistar mælast til
samvinnu and-komm-
únistiskra flokka
- til þess að vinna stórfelldan
sigur á vinstri mönnum á sunnudag
BÁðHERRAFUNDI Atlants-
hafsbandalagsins í Reykjavík
lauk klukkan 15.40 i gærdag,
en þá hafði fundur staðið sam-
fellt frá þvi klukkan 10.30. Mun
þetta hafa verið einhver lengsti
samfelldi fundur, sem ráðherrar
hafa haldið hjá bandalaginu, en
í gær gerðu þeir ekki einu sinni
matarhlé á fundi sínum.
Ráðherramir ræddu um loka-
ályktun fundarins, en í henni
er fjallað um afstöðu þeirra til
Berlínardeilunnar og kemur þar
fram, að ráðherrarnir telja sov-
ézku stjórnina ábyrga fyrir gerð
um Austur-Þjóðverja varðandi
samgöngur við Berlín, og lögð
áherzla á það, að bandalags-
þjóðirnar viðurkenni ekki Aust-
ur-Þýzkaland.
Ráðherrarnir lýsa yfir því, að
enn sé haldið áfram könnun á
framtíðarverkefnum bandalags-
ins í samræmi við „Harmel-
skýrsluna“, og staðfesta fyrri yf-
irlýsingu sína um, að fastaráð
bandalagsins leggi megináherzlu
á afvopnun og tilraunir til sam-
hliða aðgerða í þá átt milli aust-
urs og vesturs.
Framkvæmdarstjóra bandalags
ins var falið að samræma að-
gerðir bandalagsþjóðanna og
veita þeim upplýsingar um á-
standið á Miðjarðarhafinu, en
um þetta mál munu umræður
hafa orðið lengstar á fundi ráð-
herranna í gær.
Þá er lýst yfir ánægju með
bætt samskipti Tyrkja og Grikkja
undanfarið og látin í ljós ósk
um frekari þróun í sömu átt.
Að loknum ráðherrafundinum,
í gær, eða klukkan 17 hélt Man-
lio Brosio, framkvæmdarstjóri
bandalagsins, fund með frétta-
mönnum, þar sem hann skýrði
einstaka þætti lokaályktunarinn
ar.
Á fundinum gat hann þess, að
Frakkar væru ekki aðilar að
öllum greinum lokaályktunarinn
ar, þar sem þeir hefðu dregið
herafla sinn undan sameiginlegrl
yfirherstjórn bandalagsins og þvi
væru þeir ekki aðilar að álykt-
unum þess um mál hernaðarlegs
eðlis.
Hér fer á eftir lokaályktun
ráðstefnunnar í heild:
„1. Ráð Atlantshafsbandalags-
ins hélt ráðherrafund sinn í
Reykjavík daganna 24. og 25.
júní 1968.
2. í umræðum sínum um al-
þjóðamál fjölluðu ráðherrarnir
um það ástand, sem skapazt hef
ur vegna þeirra ráðstafana sem
nýlega hefur verið gripið til á
samgönguleiðum til Berlínar.
(a) Ráðherrarnir ítrekuðu að
Sovétríkin bæru ábyrgð á hvers
konar aðgerðum, sem hefðu þau
áhrif að hamla eða stofna í hættu
frjálsum samgöngum til Berlín-
ar og hvöttu til þess að slíkum
aðgerðum yrði hætt.
(b) Austur-þýzk yfirvöldhafa
skapað alvarlegt ástand með því
að brjóta í bága við alþjóðleg-
ar samþykktir og venjur, sem
unnið hafa sér hefð að því er
snertir Berlín. Ráðherrarnir töldu
þessar ráðstafanir skipulagða til-
raun til að stofna í hættu þeirri
þróun, sem leitt hefur til þess
að dregið hefur úr viðsjám og
Berlín og íbúar hennar mega
ekki standa utan við.
(c) Ráðherrarnir minntu á yf-
irlýsingu Atlantshafsráðsins um
Berlín frá 16. desember 1958 og
þá ábyrgð, sem aðildarlöndin
hvert um sig tókust á herðar
með tilíiti til öryggis og velferð-
ar Berlínar.
(d) Aðildarríkin viðurkenna
ekki „Alþýðulýðveldið Þýzka-
land“. Þau líta svo á, að þar
sem það skorti allan lagalegan
grundvöll geti það ekki með að-
gerðum sínum skapað alþjóðleg
réttindi eða löghelgað skiptingu
Þýzkalands gegn vilja þjóðar-
innar. Þríveldin og Sovétríkin
bera enn ábyrgð á Berlín og á
Þýzkalandi sem heild þangað til
friðarsamningur hefur verið gerð
ur.
(e) Ráðherrarnir samþykktu,
og tóku undir þann yfirlýsta á-
setning þríveldanna að varðveita
frjálsar samgöngur til borgar-
innar. Þeir tóteu tiMit till þeirnair
áikvörðunar ríkisstjórna þríveM-
anna, sem ábyrgð bera á öryggi
Montreal, Kanada, 25. jnní
AP—NTB —
• ÞINGKOSNINGAR fóru
fram í Kanada í dag. Kjósa átti
264 þingmenn og voru á kjörskrá
nálægt ellefu milljónir manna.
Frjálslynda flokknum, sem for-
sætisráðherrann, Pierre Elliott
Trudeau, hefur nú forystu fyrir,
er spáð sigri, er jafnvel talið, að
flokkurinn, sem hafði 128 sæti á
síðasta þingi muni nú fá allt að
því 160 þingsæti. 967 manns eru
í framboði í þessum kosningum,
sem eru hinar fjórðu, sem haldn
ar eru í landinu á sex árum. Bú
izt er við úrslitum með morgnin-
um.
Að sögn fréttamanna er ekki
litið alvarlegum augum á óeirð-
irnar, sem urðu í Montreal í
Quebec í gærkveldi. Þær urðu
þó svo harðar, að 135 manns voru
lagðir í s'júkrahús til meðhöndl-
unar þar af 44 lögregiumenn, og
290 handteknir. Oeirðirnar hóf-
ust, er hópur frönskumælandi
Quebec-búa, um 1000 manns
vildi mótmæla því, að Trudeau
forsætisráðherra, sem sjálfur er
frtönskum'ælandi en andivígur að-
skilnaði, skyldi taka þátt í ár-
legri hópgöngu u.þ.b. 10.000 borg
arbúa til heiðurs verndardýrl-
ingi borgarinnar, Jóhannesi skír
ara.
Trudeau tók sér stöðu á heið-
urspalli ásamt borgarstjóranum
Berlínar, og ríkisstjórnar Sam-fí’
bandslýðveldisins Þýzkaland, að
hafa stöðugt samráð sín á milli
um Berlín og að vera við því
búnar að mæta hverju því hættu
ástandi, sem skapast kunni. Ráð-
inu verður stöðugt skýrt frá
gangi mála og mun ráðfærast
eftir því sem henta þykir um
ástandið.
3. Ráðherrarnir ræddu fram-
hald á skýrslu („Harmel-skýrsl-
unni“), sem samþykkt var á ráð-
herrafundinum í desember 1967,
um framtíðarverkefni bandaiags-
ins. f þessu skyni lagði fasta-
ráðið fyrir ráðherrana ítarlega
skýrslu um starf það sem þegar
hefur verið unnið í því skyni
að framfylgja þeim meginverk-
efnum, sem bandalaginu er ætl-
að að leysa á komandi árum.
4. í fyrri hluta skýrslunnar
er gerð grein fyrir samskiptum
austurs og vesturs síðan 1966.
Þar er greint frá niðurstöðum
samræmdrar könnunar, sem rík-
isstjórnir aðildarlandanna hafa
gert um stefnu sína í þeim til-
gangi að stuðla að framförum
í átt til traustari samskipta, sem
í Montreal og vísaði á bug öll-
um áskorunum um að fara það-
an niður. Rigndi þá yfir hann
tómum flöskum og öðru laus-
legu og gerð voru að honum
hróp, „Trudau í gálgann" og
„Quebec fyrir frönskumælandi
Kanadabúa eina“, og þar fram
eftir götunum. Hann sagði síðar
við fréttamenn, að hann hefði
staðið kyrr af forvitni einni,
hann hefði viljað sjá hvað gerð-
ist. Aðrir fyrirmenn á pallinum
forðuðu sér hið bráðasta og stóð
hann þá einn.
Eftir klukkustundartöf hafði
lögreglan bægt óeirðaseggjum
burt og gangan gat haldið áfram,
en ekki varð fyllilega kyrrt í
borginni fyrr en undir morgun.
Helzti keppinautur Frjálslynda
flokksins í þessum kosningum er
Ihaldsflokkurinn, sem einnig
hefur fengið nýjan leiðtoga, 54
ára málafærslumann frá Nova
Scotia, Robert Stanfield að
nafni. Einnig er búizt við nokk-
urri andstöðu frá ný-demókrat-
iska flokknum, sem er sósíalist-
ískur flokkur. Á síðasta þingi
hafði íhaldsflokkurinn 94 þing-
sæti en Ný-demókratar 22. Ýms-
ir smáflokkar höfðu samtais 15
þingsæti en sex sæti voru laus.
Þingsæti verða nú, eftir þessar
kosningar, einu færra en áður,
vegna breytinga á kjördæmaskip
an.
París, 25. júní NTB.
• GAUL.LJSTAR hafa boðið Mið-
flokkasambandinu og öllum öðr-
um andstöðuflokkum kommún-
ista samvinnu, með það fyrir
augum að vinna meiri háttar sig-
ur á kommúnistum og hinum
vinstri flokkunum í síðari hluta
þingkosninganna, sem fram fer
á sunnudaginn kemur. Þykir
ekki ósennilegt, að Miðflokka-
sambandið taki þessu tilboði, þó
væntanlega með einhverjum skil
yrðum. En hvað sem þeim líður,
virðist einsýnt, að kosningar þess
ar slái mjög á vonir vinstri
manna um að hnekkja valdi
Charles de Gaulles, forseta eg
stjórnar hans. Hefur leiðtogi Mið
flokkasambandsins, Jacques Du-
hamel, m. a. lýst því yfir, að
flokkur hans muni ekkert gera,
hvorki beint né óbeint til þess
að auðvelda kommúnistum róð-
urinn í þessum kosningum.
Stjórnmálaforingjar í Frakk-
landi ræðast nú við af kappi og
undirbúa kosningarnar á sunnu-
daginn. Gaullistar hafa þegar
unnið ljósan sigur, þar sem þeir
fengu 43.65% atkvæða á sunnu-
daginn var, samanborið við 37,-
79% í síðustu kosningum. 142
Fram'hald á bls. 27.
Fram'hald á bls. 27.
Frjálslynda flokknum
í Kanada spáð sigri
- í þingkosningunum sem fram fóru í gœr