Morgunblaðið - 26.06.1968, Page 2

Morgunblaðið - 26.06.1968, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1998 "v/VAA^? - U' W\/ /WAA. VV/VA/’. Fasistar, Fasistar, hrópuðu göngumenn, þegar lögreglan vildi vita, hvert förinni væri heitið. Ungkommar í göngu í gær menn, þó var þar nokkuð barna, sem auðsýnilega hélt að hér væri um einskonar skrúðgöngu að ræða. Kommúnistar boðuðu til „Grikklandsfundar“ í gær í HSjómskálagarðinum við Gamla Garð kl. hálf sex. Um eitt til tvö hundruð manns voru á fundinum, margir for- vitnir áhorfendur. Fluttar voru tvær ræður, önnur af íslenzkum kommún- ista og hin af Grikkja. Mátti marka af ræðum, að höfuð- andstæðingar þeirra væru Morgunblaðið, Nato og ís- lenzka „fasistalögreglan“. Að fundinum loknum var ákveðið að ganga í áttina að Háskólanum. Voru göngumenn stöðvaðir af lögreglunni, og var þá haldið upp á Laufásveg og var ætlunin að ganga að bandaríska sendiráðinu. Lög- reglan stöðvaði hópinn við brezka sendiráðið ,og hélt hóp urinn þá suður Laufásveg en síðan norður Fríkirkjuveg og Lækjargötu, unz komið var að Skólabrú. Þar ætluðu göngumenn í átt til Alþingis- hússins, en voru enn stöðvaðir af lögreglumönnum, sem spurðu, hvert förinni væri heitið. Göngumenn vildu fátt segja, en æptu: „Fasistar, fas- istar“ að lögreglunni. Stóð í stappi smásund en þá var haldið upp að Menntaskólan- um og lauk gönguferðinni þar. Kommúnistar höfðu fengið leyfi fyrir fundinum, en ekkixöluvert af krökkum slóst í hópinn og hélt að hér væri einhvers fyrir göngunni, og sem var fá-k0nar skrúðganga. Forsetakosningamar: Kosningafundir og blaðaútgáfa MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við skrifstofur forseta- efna og spurðist fyrir um hvað helzt væri á döfinni. Fundahöld eru enn í fullum gangi og í gær- kvöldi héldu stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens fund á Sel- fossi og stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns efndu til fundar í Stapa. Þá spurðum við einnig hvað for- setaefni hefðust að auk fundar- halda og fengum við þau svör að Gunnar Thoroddsen hefði m.a. heimsótt fiskvinnslustöðvar hér í Reykjavík á mánudag og þriðju dag. Fór hann í heimsókn í fisk- vinnslustöðvar bæjarútgerðar- innar og einnig í ísbjöminn og inn á Kirkjusand. Skoðaði þessi fyrirtæki og spjaliaði við starfs- menn. Kristján Eldjárn var hér í Reykjavík í gær, en hans stuðn- ingsmenn höfðu ekkert sérstakt að segja um hans starf. í kvöld efna stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns til fundar á Selfossi, en stuðningsmenn Gunn- ars efna til fundar í Stapa. Annaðkvöld, fimmtudags- kvöld, efna svo stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens til fimdar í Laugardalshöllinni. Stuðningsmenn Gunnars Thor- oddsens efndu til íundar á Sel- fossi í gærkvöldi. Lúðrasveit lék frá kl. 21, en >kl. 21,30 hófst fund urinn. Fundarstjóri var Þorsteinn Sig urðsson, bóndi á Yatnsleysu og fundarritari Gunnar Sigurðsson, en ávörp og ræður fluttu þessir menn: Matthías Ingibergsspn, lyf sali, Ingólfur Jónsson, ráðherra, Vigfús Jónsson, oddviti, Jóhann- es Sigmundsson, bóndi Syðra- Langholti, séra Hannes Guð- mundsson, Fellsmúla, Stefanía Gissurardóttir, vígslubiskupsfrú og sr. Sigurður Haukdal, Berg- þórshvoli. Að lokum flutti Gunn- ar Thoroddsen ávarp og svaraði fyrirspurnum. Fjölmenni var á fundinum og Gunnari Thoroddsen og konu !hans fagnað í fundarlok. Stuðningsmenn Kristjáns Eld- jráns efndu til fundar í Stapa í igærkvöldi, er hófst kl. 21.00. — Fundarstjóri á fundinum var Jón Ármann Héðinssan, alþm., en ávörp og ræður fluttu: Páll Jóns Framhald á bls. 27. Borgarstjórinn í Kan- ton flúinn úr landi? Hong Kong, 25. júni NTB Talið er að borgarstjórinn í Kanton, Tsang Sun, hafi flúið frá Suður-Kína og úr iandi um Hong Kong. Skýrði blaðið ,China Mail“ frá þessu í dag. Blað þetta sem gefið er út á ensku, skýrði ekki frá heimild- unum fyrir þessari frétt sinni, heldur hinu að því hefðu borizt fréttir um, að Tsang borg- arstjóra hafði verið laumað um borð í sovézkt farþegaskip í Hong Kong. Tsang hefur að undanförnu sætt hörðum árásum á veggspjöldum Rauðu varðlið- anna. Þá hefur verið skýrt frá því, að hafnarlögreglan í Hong Kong hafi nú síðustu daga fundið 17 lík, sem talið er, að flotið hafi til sjávar innan frá Kína. Að- eins í dag fundust 8 lík með bundnar hendur, sem hafa, að því er virðist, legið í vatni að minnsta kosti í þrjár vikur. Tel- ur lögreglan, að þetta séu lík fólks, sem annað hvort hefur ver ið tekið af lífi af yfirvöldum í Kína, er það reyndi að flýja land, eða hafi orðið fórnarlömb í átökum miili stuðningsmanna og andstæðinga Mao Tse-tungs í Kwantunghéraði. Útvarpið í Kanton skýrði frá því í dag, að meira en 200.000 manns hefðu verið fengnir til þess að vinna gegn flóðunum í Kwantung og að ástandið þar færi stöðugt versnandi. Árongutsiaus súltufundur — LÍÚ heldur fund í dag STUTTUR og árangurslaus sáttafundur í deilu síldveiðisjó- manna og útgerðarmanna var haldinn sl. mánudag. Þokaði þar ekkert í samkomulagsátt. Ann- ar fundur hefur verið boðaður næstkomandi fimmtudag. Stjórn Landssambands íslenzkra Útvegs manna boðaði til fundar um mál- ið að Hótel Sögu í dag (mið- vikudag), en í gær hélt stjóm- in undirbúningsfund, þar sem ef til vill hefur verið unnið að til- lögum sem lagðar verða fram. Mikil síld er um ur norður í hafi Hin skuggalega aðferð SFR MIKIÐ síldarmagn er út af MIKIÐ síldarmagn er út af norð austurlandi, en það er 7—800 míl ur undan ströndum tslands og þvi erfitt að sækja. Morgunblað- ið hafði í gær samband við Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ing, sem er á miðunum á síldar- leitarskipinu Árna Friðrikssyni. Hjálmar sagði að þeir hefðu ▼erið þama á miðunum í um fjóra sólarhringa og farið yfir mjög stórt svæði. Það má segja að við höfum lóðað á síld á mestöllu því svæði sem við höfum farið yfir. Hún liggur misjafnlega djúpt, á nóttunni kemur hún sums stað ar upp á 10—15 faðma dýpi. Yf- irleitt er hún þó á 50—70 föðm- um, og á daginn er hún frá 150 föðmum allt niður á 300. Við höfum ekki getað tekið nein sýn ishorn. Það eru engin íslenzk skip á svæðinu, og þótt rússarn- ir séu annars elskulegir, er mála kunnáttan takmörkuð og okkur hefur ekki tekizt að leysa þann vanda. — Heldur þú að hægt væri að veiða þessa síld frá Islandi? — Ég er ekki kunnugur fjár- hagslegum hliðum útgerðarinnar en þetta er ekki mikið lengra 700 míl- en þeir sóttu síldina í fyrra svo að ef síldarflutninga og birgða- skip væri fyrir hendi mætti það ekki vera ómögulegt. — Er einhver hreyfing á síld- inni, er hún áð koma nær landi? — Ég þori nú ekki að segja til um hvort hún kemur nær, en það hefur verið mjög lítil hreyfing á henni síðustu daga, ég myndi telja að hún hefði stað næmzt þarna í bili. Við erum nú að fara til hafrannsókna fyrir notðan og norðaustan land, og tökum viðbótarmannskap fyrir austan, en Snæfugl á að leysa okkur af hólmi, fer á miðin við Bjarnarey þaTmig að við mun- um fylgjast vel með göngu síld- arinnar. Maður, sem fær óforvarandis og óumbeðið senda heim vöru ásamt reikningi, telur gengið á rétt sinn, jafnvel þótt honum sé bent á að hann megi mótmæla viðtöku vörunnar, þó innan á- kveðins tíma. Slíkar söluaðferðir teljast almennt það forhertar að þær eru bannaðar í löggjöf margr þjóða. Hin umdeilda aðferð Starfs- mannafélags ríkisstofnana, sem háskólamenn hafa gagnrýnt, var fólgin í því að innheimta félags- gjöld hjá öllum starfsmönnum ríkisstofnana, þótt þeir hefðu ekki gerzt félagsmenn eða skrif- að undir inntökubeiðni. Að áliti stjórnar Starfsmannafélags ríkis stofnana er það talsvert göfug- lyndi, að mönnum skyldi gefinn kostur á að afturkalla að eigin frumkvæði slíka þvingaða inn- jgöngu, en þó fyrir ákveðinn tíma. Á öðru máli eru háskóla- menn, sem talið höfðu á undan- förnum árum sérstaka ástæðu til að ganga úr þessu félagi. Fyrir þá stendur óhaggað, að slíkar aðferðir — að troða skuldbind- ingum upp á menn í von um að þeim verði ekki mótmælt — séu í fyllsta máta skuggalegar og lævíslegar og bein ögrun við hlutaðeigandi. Þórir Einarsson, formaður Bandalags háskóla- manna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.