Morgunblaðið - 26.06.1968, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.06.1968, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1968 13 - MALLORCA FramhaM af bls. 19 en einu sinni. Er þarna jafnan glatt á hjalla og þétt setið. Sérstæðasti skemmtistaðurinn er samt Son Amar, sem stendur í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Palma. Eigendur eru tveir ungir bræður, og hafa þeir sýnt aðdáunarverða hugvitssemi í rekstri skemmtistaða á þjóðlega vísu. Ferill þeirra hefur þó síð- ur en svo verið dans einn á rós- um, enda þótt gæfan blasi nú við þeim. Son Amar er upphaflega ætt- aróðal þeirra, og var þar um langt skeið rekið mikið bú, sem snerist einkum um olívurækt. En þegar fram liðu stundir komu fram á sjónarsviðið ýmiss konar gervimatarolíur, sem gerðu það að verkum að eftirspurn eftir olívum minnkaði til muna. Fór því að harðna í ári hjá ættinni, unz svo fór að búi var brugðið og fjölskyldan flutti til Alsír. Þar reisti hún brátt voldugt bú og vegnaði vel, en brátt knúði ógæfan dyra í annað sinn. Alsír þlaut sjálfstæði, og ríkið þjóð- nýtti allar eignir erlendra manna. En bræðrunum tveimjur virtist flest betur lagið en leggja árar í bát. Þeir sneru aftur heim til óðalsins á Mallorca, og hófust þegar handa um að breyta í skemmtistað, þar sem allt, sem þjóðlegt er situr í fyr- irrúmi. Haldnar eru á kvöldi hverju miklar grísaveizlur í hin um öldnu og sérkennilegu söl- um búgarðsins, en smágrísir eru glóðarsteiktir undir berum himni svo tugum skiptir. Gífurleg- an hóp ferðamanna drífur jafn- an að Son Amar til að njóta matar, lendra vína og sérstæðs umhverfis, og á meðan setið er undir borðum ganga söngflokk- ar um sali, leika og syngjaþjóð- lög og fleira, sem gestina fýsir að heyra. Er þarna hin mesta stemning að jafnaði, og hækkar nú jafnt og þétt í pyngju þeirra bræðra. Þeir hafa þó ekki látið þar við sitja, heldur fært úr kvíarn- ar á frumlegan hátt. Nýlega festu þeir kaup á gömlum bú- garði, sem stendur nokkurn spöl frá Palma og nefnist La Granja. Hafa þeir breytt honum í lif- andi minjasafn, ef svo má að orði komast, sem þeir opnuðu fyrir nokkrum vikum. Hefur hann vakið feikna hrifningu ferðamanna, enda eru vafalaust óvíða til staðir, sem veita jafn glögga yfirsýn um líf og hætti bændafólks. Bræðurnir hafa ráð ið til sín hóp fólks, sem kann vel til þjóðlegra verka, ogþarna á einum og sama stað getur ferða maðurinn séð trésmiðinn við frumstæðan rennibekk, járnsmið inn og físibelginn, leirkerasmið- inn móta kerin, karla pressa ol- ívurnar, vefkonur við stólana, saumakonur að störfum, og margt fleira mætti nefna. Og ef það skyldi gleðja einhvern, þá eru þarna stórar ámur með mis- mundandi tegundum af vínum, þar sem hver getur drukkið sem hann lystir — ókeypis með öllu. Er ekkert útlit fyrir að þessi staður ætli á neinn hátt að verða eftirbátur Son Amar hvað að- sókn snertir. Ekki er þess neinn kostur að nefna alla þá staði á Mallorca, sem verðir eru athygli, enda átt- um við þess ekki kost nema að heimsækja örfáa staði á hraðri ferð um eyjuna. En þó skal stikl- að á því helzta. Enginn, sem til MaRorca kemur, skyldi láta undir höfuð leggjast að heim- sækja Alfabia-arabíska garð- inn, sem stendur nokkurn spöl frá Palma. íslenzkir ferðamenn eiga þar vísar góðar móttökur, því að garðvörðurinn er mikill íslandsvinur. Kemur það til af því, að hann á dóttur, sem er hjúkrunarnunna í Stykkishólmi, og hún hefur skrifað honum, að ísland sé gott land og hér búi gott fólk. Og það má heyra það á gamla manninum, að ekki efar hann orð dóttur sinnar. Þarna skyldu líka allir fá sér nýpress- aðan appelsínusafa, því að fersk ari drykk hef ég ekki bragð- að. Soller heitir hafnarborg, sem stendur á norður hluta eyjunn- ar og þar skyldu menn rétta úr sér eftir allar beygjurnar, sem bíllinn þurfti að taka til að kom- ast yfir fjallgarðinn, sem skilur höfuðborgina og hafnarborgina. Og fyrst að þangað er komið skyldu menn halda áfram til aust urs og fara Þingvallahring þeirra Mallorcabúa. Gefst þeim þá kostur að hafa viðkomu í klausturbænum Valdemósa, þar sem fyrrnefndur söngflokkur er upprunninn. Sennilega er stað- urinn samt frægari fyrir það, að þarna sigraði skáldkonan Ge- orge Sand hjarta Chopins á því herrans ári 1838. Þegar þessi leið er farin er ekið um þorpið Deya, en þar býr íslenzk kona, gift brezkum rithöfundi, og enn- fremur að La Granja, sem fyrr er getið. Sunna sér um skoðunarferðir til fleiri staða, en hér eru nefnd- ir, og segir Guðni Þórðarson, að íslendingar fjölmenni jafnan í þessar ferðir og láti vel af. — B. V. - BOKMENNTIR Framhald af bls. 17 formuð og ekki soramörkuð orð færi, sem er öllum þorra sæmi- lega mannaðs fóíks með öllu ó- skiljanlegt. Margt er sagt spak- lega og eftirminnilega, og í fá- um orðum bregður höfundur upp minnisstæðum myndum. Það er hreint engin tilviljun og ekki heldur að neinu leyti vegna persónulegra tengsla við höfundinn — að- ég skrifa all- rækilega um þessa nýju bók. Hún er verk manns, sem finnur sig ábyrgan gagnvart þjóð sinni og gagnrýnir — kannski helztu grundvallarveilu samtíðarinnar í persónulegu og sérstæðu formi, sem vitnar um kunnáttusemi og listrænt jafn- vægi, — verk manns, sem veit sér ekki samboðið og telur sig heldur ekki þurfa að vekja at- hygli á sér eða sínu meðhunda- kúnstum og eftiröpun, hvað þá með því að dvelja lengstum við þá starfsemi mannlegs líkama, sem fer fram neðan við þind. Loks þetta: Hvort mun portúgalska orðan — medalja commemoratíva das campanhas do Exercíta Portú- gese — lenda í ruslakistunni hjá Bubba litla, þegar hann kemst til vits og ára — eða verða hafin á henni fjöldafram- leiðsla sem verðugu tákni lífs- viðhorfa komandi kynslóða? Guðmundur Gíslason Hagalín lingur erlendur tæknimaður óskar eftir herbergi í Vesturbænum. Fæði æskilegt á sama stað: Upplýsingar í síma 11141. SÓLÓHÚSGÖGN Seljum frá verkstæði okkar hin vinsælu SÓLÓHÚSGÖGN sterk og stílhrein, í borðkrókinn, kaffistofuna og samkomuhúsið. m Hringbraut 121 sími 21832. Mjög hagstætt verð. iLMENNUE FUNUUL í LAUGARDALSHÖLUNNI fimmtudaginn 27. júní kl. 21:00. Dagskrá: Fundurinn settur, Gunnar Friðriksson, formaður samtaka stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens Ávörp flytja: Eggert G. Þorsteinsson Oddur Ólafsson Jóhanna Sigurðardóttir örlygur Hálfdánarson Ólafur B. Thors Hermann Guðmundsson Sr. Ólafur Skúlason Ásgeir Magnússon Kristinn Ágúst Eiríksson Dr. Bjarni Benediktsson Að lokum ávarpar dr. Gunnar Thoroddsen fundinn. 14 Fóstbræður syngja með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 20:15 við höllina. Oddur Jóhanna örlygur ólafur B. Hermann Eggert G. Gunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.