Morgunblaðið - 26.06.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.06.1968, Qupperneq 14
14 MORGUJSTBLAÐrÐ, MÍÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 196« Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. FRAMSÝN OG SÍUNG SAMTÖK |>æður þær, sem þeir Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra, Willy Brandt ut- anríkisráðherra Vestur- Þýzkalands og Manlio Brosio, aðalframkvæmda- stjóri NATO fluttu við setn- ingu ráðherrafundarins sl. mánudagsmorgun voru um „margt athyglisverðar. Svipur þeirra mótaðist fyrst og fremst af raunsæju mati á hlutverki Atlantshafsbanda lagsins og árangrinum af starfi þess í tæp 20 ár. Allir lýðræðissinnaðir og ábyrgir íslendingar hljóta að taka undir þau ummæli Bjarna Benediktssonar að við íslendingar komumst ekki hjá því, fremur en aðrir, að tryggja öryggi og varnir lands okkar, eins og öllum fullvalda ríkjum ber skylda til. Það er líka rétt, sem fram kom í ræðu forsætis- ráðherra Islands, að Atlants- hafsbandalagið hefur náð þeim megintilgangi, sem því var ætlað, að tryggja friðinn í Evrópu. Því markmiði hef- ur bandalaginu ekki einungis tekist að ná, heldur einnig að draga verulega úr þeirri spennu, sem áður ríkti á þess um slóðum. Það er líka stað- reynd, eins og forsætisráð- herrann benti á, að þó á ýmsu hafi gengið undanfarið þá hefur einkum hin síðari misseri verulega miðað í þá átt, að draga úr hindrunum gegn samgangi þjóða í Ev- rópu, jafnt í samskiptum manna á milli og á sviði menningarmála. Það er einnig að sjálf- sögðu rétt, að þótt Atlants- _ hafsbandalaginu hafi tekizt að skapa aukið öryggi og jafnvægi, þá er ekki þar með sagt að það eigi að standa óbreytt um allan aldur. En yfirgnæfandi meirihluti ís- lendinga tekur undir þau um mæli Bjarna Benediktssonar að fráleitt væri að leggja það niður eða hverfa úr því, nema önnur jafntrygg skip- an kæmi í staðinn. íslendingar þakka þau við- urkenningarorð, sem Willy Brandt utanríkisráðherra og Manlio Brosio létu -falla í ræðum sínum í garð íslenzku þjóðarinnar. íslend- ingum eru mikilsvirði þau auknu kynni, sem skapast hafa af þjóð þeirra og landi með þátttökunni í Atlants- hafsbanddlaginu. Þessi litla þjóð getur ekki lifað einangr uð í vályndri veröld. I upphafi ræðu sinnar komst Willy Brandt m.a. að orði á þessa leið: „Þau 15 ríki, sem eiga full- trúa sína hér á þessum fundi, eru mikið afl friðar og fram- fara. fsland er hið minnsta meðal þeirra þegar við fólks- fjölda er miðað. Hins vegar er land þetta og sú þjóð, sem það byggir engra eftirbátur í þeirri staðföstu ákvörðun sinni að vernda frelsi sitt og lýðræðislegt stjórnarfar, og leggja fram sinn skerf í við- leitni til að skapa betri og farsælli heim. Þegar fyrstu landnemarnir komu til þessa lands frá Noregi fyrir nærri 1100 árum, stigu þeir fyrsta stóra sporið til að brúa hina breiðu ála Atlantshafsins. Segja má því með sanni, að hugrekki þessarar þjóðar, sem um aldir hefur vanist ferðum um úfið úthafið hafi gert hana að brautryðjanda meðal þeirra þjóða, sem nú mynda bandalag Atlantshafs þjóðanna. Það er ekki einung is sökum þess, hve mikla þýð ingu lega þessa lands hefur, miðja vegu milli meginlands Norður-Ameríku og Evrópu, heldur vegna sögulegra af- reka sinna, að ísland er ó- missandi meðal meðlima At- lantshafsbandalagsins". í lok ræðu sinnar komst Willy Brandt að orði á þessa leið: „Atlantshafsbandalagið veit vel, hvernig það á að laga sig að breyttum aðstæðum, bæði í Evrópu og annars staðar í heiminum. Það hefur þegar sannað gildi sitt sem ómiss- andi undirstaða fyrir því að unnt sé að skapa öfgalausa stefnu í þessum málum, sem er forsenda þess að mögulegt sé að koma á bættri sambúð þjóðanna. Það eru framsýn og síung samtök, sem nú koma saman til fundar hér í Reykjavík.“ Þessi orð eru mælt í senn af raunsæi og víðsýni. Tak- mark öryggisbandalags vest- rænna þjóða er að skapa aukið öryggi og frið meðal þjóðanna. Það er í dag sterk- asta afl friðar og framfara í Evrópu. Þess vegna er okkur fslendingum í senn sómi að aðild okkar að því og brýn nauðsyn. MORGUNBLAÐIÐ að hefur verið markviss stefna Morgunblaðsins að færa skrif þess í frjáls- lyndisátt, opna það fyrir mis munandi sjónarmiðum, halda almennum fréttum fyrir utan stjórnmálin og taka sjálft af- stöðu til mála eftir því, sem efni standa til á hverjum tíma. Þetta hefur reynzt Mikz&m iii U1 ÍAN UR HEIMI Rússland nú við byltingu 1 VANDAMÁLIÐ mikla sem Iamað hefur stefnu Sovétríkj- anna eftir fall Krúsjeffs frá því fyrir nær fjórum árum, hefur komið glöggar í ljós síðustu vikurnar en nokkru sinni fyrr — fyrst í Tékkó- slóvakíu en síðan í Frakk- landi. í Tékkóslóvakíu hafa leið- togarnir í Kreml orðið að sætta sig við róttæka endur- bótahreyfingu, sem er mjög í andstöðu við þeirra eigin skoðanir og þeir geta ekki gert sér miklu meiri vonir en að hinn endurskipulagði kommúnistaflokkur Tékkósló vakíu verði þess megnugur að hafa stjórn á þessari hreyf- ingu með því að verða í farar broddi hennar. Eina leiðin önnur var valdbeiting, sem myndi í bezta falli verða til þess að spilla margra ára erf- iðri og vandsækinmi viðleitni leiðtoganna í Kreml til þess að losa Sovétríkin úr einangr un, áður en Kína verður of voldugt og hættulegt til þess að virða megi það að vettugi. Þá hafa sovézku leiðtog- arnir orðið að segja franska kommúnistaflokknum að virða lög og reglu — lög og reglu hægri sinnaðrar ríkis- stjórnar — gegn útbreiðslu stjórnleysis, sem gæti skapað byltingarástand. Rússland má ekki við byltingarástandi nú í Evrópu. Það kynni að leiða til borgarastyrjalda, sem breyttust í heimsstyrjöld. Slíkt byltingarástand myndi spilla jafnvægi jafnt efnahags lega og stjórnmálalega í heimi, sem Sovétríkin taka æ meiri þátt í. Byltingarástand hefur tilhneigingu til þess að breiðast út og forystumenn Sovétríkjanna hafa nú ástæðu til þess að óttast vax- andi byltingartilhneigingu heima fyrir. í stuttu máli sagt, þá ótt- ast þetta stórveldi nú meira byltingu en nokkuð annað í heiminum, enda þótt það eigi þau áhrif, er það hefur í heim inum, að þakka byltingar- stefnu sinni. Þetta kemur frjálslyndum hugmyndum sem slíkum ekk- ert við. Þetta leiðir aðeins í málaleiðtoga, sem búnir eru að festa sig í sessi og eru að reyna að sættast við aðstæð- urnar, en þetba þekkist alls staðar annars staðar. Sú almenna stefna, sem haldið hefur verið fram síð- ustu ár, virðist ekki rík af hugmyndum. Henni má í stuttu máli lýsa sem stuðn- ingi við ráðandi þjóðfélags- vald á Vesturlöndum en und- ir öðru yfirskini, tilraunum til þess að friðþægja þeim, sem kynnu að krefjast endur- Eftir Edward Crankshaw bóta á meðal fylgiríkja Sovét ríkjanna og því að gefa eftir eða beita hörku heima fyrir til skiptis en með gætni (enda þótt það hafi tekizt klaufa- lega). Þessi stefna mótaðist upphaflega fyrir mörgum ár- um, en varð flóknari vegna þeirra öfga, sem leiddu til falls Krúsjeffs og síðar vegna styrjaldarinnar í Víetnam. Hin nýja stétt Þetta þýðir ekki það, að sovézki kommúnistaflokkur- inn hafi að lokum látið und- an. Sumir leiðtogana, Kosy- gin forsætisráðherra eða að minnsta kosti sumir yngri mannanna í æðsta ráði flokks ins eins og Dimitri Polyansky, hafa vafalaust sætt sig við það, að Rússland njóti góðrar aðstöðu í heiminum og leit- ast einungis eftir því að gera landið nógu öflugt til þess að standast Kína snúning svo og mögulegum byltingarhug- myndum heima fyrir (sem nú gætu komið jafnt frá vinstri sem hægri), en enn- fremur að fá hina nýju yfir- stétt til stuðnings við sig í vaxandi deilum við stétt menntamanna, sem vill koma fram með nýjar hugsjónir. Samt er það ólíklegt, að þessir menn hugsi sér að halda áfram stalínistiskri heimsvaldastefnu með því að styðja að því, er heppilegt augnablik gefst (hvenær myndi það verða?), að steypa af stóli vestrænum stjórnum, Óttinn Það eru margir aðrir á hinn bóginn, sem ekki hafa neinn skilning um þróun þjóðfélagsins og sem vona t.d. að koma á fyrri stjórnarhátt- um í Tékkóslóvakíu og sem myndu vilja líta á tilmælin til franska kommúnistaflokks ins fyrir skömmu sem ekkert annað en tæknilegt bragð, gert í því skyni að auka á áhrifin yfir þeim flokki. Eng- inn vafi leikur á því, að und- anfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, þar sem reiði hefur brotizt fram einkum vegna atburðanna að undan- förnu í Tékkóslóvakíu. Menn, sem gera sér grein fyrir því áfalli ,sem kommúnistahreyf- ingin í heiminum hefur orð- ið fyrir, hafa orðið að láta, er þeir voru að réttlæta aðlög- unarstefnu sína, eins og að þeir væru að hörfa í því skyni að gera þeim mun skarpari framrás af stökk- palli leninismans. Sú staðreynd blasir við, að lífið hefur breytzt. Með því að grípa ekki til ráðstafana, sem, ef þær myndu ekki leiða til hörmulegrar styrjaldar, myndu að minnsta kosti hafa í för með sér efnahagshrun í Sovétríkjunum, geta Sovét- ríkin ekki framar með árangri keppt um stuðning eindreginna byltingarmanna um allan heim. Kína hefur ýtt þeim til hliðar og mun gera það framvegis — hvers virði svo sem það kann að vera. Án þess að ávinna sér hlut lausan stuðning þess mikla fjölda fólks, sem ekki fæst við verkamannastörf og fer stöðugt fjölgandi, getur Sov- étstjórnin ekki gert sér von- ir um að halda aftur af upp- reisnarsinnuðum mennta- mönnum, sem verða fleiri með degi hverjum — án þess að grípa til refsiaðgerða í stór um stíl á stalínistískan hátt, sem eitt sér myndi hafa hörmuleg áhrif á efnahag landsins. Þess vegna keppast Kosygin og stuðningsmenn hans um, eins og þeim er unnt, að bæta grundvöllinn fyrir lífskjörum þjóðfélagsins með því að grípa til ráðstaf- ana, sem eru á engan hátt leninistískar. Þeir gera þetta þrátt fyrir harða andstöðu háttsettra einstaklinga í em- bættismannakerfi þeirra eig- Framh. á bls. 20 unnt, þótt blaðiS styðji á- kveðinn stjórnmálaflokk, Sjálfstæðisflokkinn, eindreg- ið. Um þróunina í þessu efni og Morgunblaðið í þessum skilningi, var ritað í afmælis- blað Morgunblaðsins fyrir tæpum 5 árum eða í nóvem- ber 1963 og þar segir m.a.: „En hvað er þá blaðið frá þessum sjónarhóli séð? Það er ekki skoðun eins manns, meira að segja ekki skoðun allrar ritstjórnarinnar. Blað- ið væri opið fyrir heilbrigð- ar rökræður, enn opnar en það er í dag . . . Þar væri al- menningsálit ekki einungis myndað, heldur endurspegl- aðist það á síðum blaðsins. Einhverjir yrðu að vísu að skrifa leiðarana, kveða upp úr um það hvar blaðið sjálft stæði, en einnig þeir yrðu að sæta gagnrýni og einnig þeir yrðu fyrir áhrifum umræðn- anna.“ Þetta sagði Morgunblaðið árið 1963 og í samræmi við það reynir það að starfa. Þeir menn eru blindir, sem ekki átta sig á því, að stefnt hefur í þessa átt um langt skeið og vonandi heldur svo fram sem horfir, þótt enn megi taka undir niðurlagsorð nefndrar greinar í afmælis- blaði Morgunblaðsins, en þar segir: „Þróunin stefnir í rétta átt, en úrbóta er enn þörf. Lík- lega verður svo ávallt. Megi umbætur verða miklar í fram tíðinni, engar stökkbreyting- ar, heldur markviss þróun“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.