Morgunblaðið - 26.06.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1966
15
NÍIMA TRYGGVADÓTTIR
LÍF OG
EITT HAUST fyrir miörgum ár-
um, þegar Nína Tryggvadóttir
var að undinbúa nuálverkasýn,-
injgu, nýkomin frá Ameríku,
fékk h-ún í bnáð inni í auðu her-
toergi í háskólanum á sömu hæð
sem vinnukompa mín var. Ég
Ihaifði þá gaman atf að lfta stund-
um upp úr skruddunum og inn
til þessa óvenjulega nágranna,
skoða myndirnar og „ómynd-
irnar“ og spjalla um lílfið og til-
veruna í gamni og alvöru. Einu
simni rakst ég þarna í blaðadúti
á lítið ljóð, sem auðsjáamlega
var párað í stemningu og ekki
hreinritað. Ég bað um leyfi að
Skrifa þetta upp, og Nína var
ekki að skipta sér af þess konar
smámunum. Mér er ókunnugt
um, hvað hiún hefuir rissað uipp
af samá tagi, henni kom ekki
tffl hugar að vera skáld, og efa-
samt er, hvont hún hefur sjálf
varðveitt þetta lausa blað. En
mér finnst litla ljóðið, með sömu
fyrirsögn sem er yfir þesisum lín-
um, vel mega geymast, og ef til
villl segir þar meira um hana
en nokkur annar getur gert:
Ég stend
á miðjum vegi
einangruð,
með ekkert framundan
og ekkert að baki.
Sérhver breyting
er ný byrjun--------
sérhver byrjun
flótti frá þvi sem var,
hvert skref
formlaus tilfinning
af ósigri,
ný refsing,
nýr dauði,
nýtt líf.
Við finnum sárt til þess, að
Nínu skuli hafa verið svipt burt
á miðjum aldri, á beZta aldri,
á mesta framfaraskeiði. En þó að
hún hefði orðið gömul að árum,
hefði hún alltaf verið „á miðjum
vegi“. Um framtíð hennar og list-
ar hennar er engu hægt að spá
nema því einu, að hún hefði
aldrei staðnað, alltaf verið að
breycast, hver breyting orðið ,,ný
byrjur,“, „nýtt líf“. Að því leyti
DAUÐI
gætu þessi orð verið hennar síð-
asta kveðja.
★
Svo mikils sem liist Nínu
Tryggvadóttur þegar vair metin,
bæði heima og erlendis, var það
ékki fyrr en á allra síðustu ár-
um sem svo vildi til, að hún varð
kunn almennimgi á íslandi, — og
þá með fremur óvenjulegum
hætti og fyrir mynd, sem mörg-
um mun hafa komið á óvart:
alitaristöfluna í SkállholtskirkjU. ■
Mér dettur ekki í hug að tala
um þessa töflu sem listaverk,
fremur en aðrar mymdir Nínu,
enda hef ég aldrei fengið tæki-
færi til þess að skoða hana í
næði eða í æskilegu ljósi. En
þegar ég sá hana í ‘fyrsta sinn,
var það ekki Kristsmynd Bertels
Tborvaldsens, sem mér varð
hugsað tffl, svo auðsær og eðli-
legur skyldleiki sem er þar á
mil'li, heldur þessar línur úr
Passíusálmunum:
upp á hönd drottins augun þín
ætíð með trúnni líti.
Nína hefur af miklum næm-
leik gætt þess að láta þarna ekki
meira vera skýrt en svo, að and-
ann gruni fleira en augað sér.
Hendurnar koma greinilegast
fram. Ég veit, að meðal þess,
sem Nínu var sérstaklega hug-
stætt frá barnæisku, voru sálm-
ar Hallgríms Péturssonar, þó að
hún væri ekki trúkona í venju-
legasta- skfflningi eða flíkaði nein-
um skoðunum á þeim málum. En
ihún gat geymit margt djúpt í
touga sér eins og ást sína á fs-
lamdi, án þess að hafa orð á því
eða jafnvel bera við að sýna það
nema úbeinlínis í myndum sím-
um. Það var til að mynda ein-
kennilegt, hvað fornsögurmar og
atvik úr þeiim sóttu á hana síð-
uistu árin, án þess að hún þyrfti
að lesa þær. Henni kom jafnvel
til hugar að sækjia þangað efni í
myndir. En áður en það hefði
getað orðið, hefði hún beðið
þolimmóð eftir því að þessar
minningar væru orðnar henni
eðlilegar viðfangs og hen-nar eig-
;n eign.
★
Hún sagðist vera „einangruð
Aitaristaflan í Skálholtskirkju.
Nína Tryggvadóttir var fædd 16. marz 1913 á Seyðisfirði. For-
eldrar hennar voru Tryggvi Guðmundsson, kaupmaður þar og
síðar Gjaldkeri ÁVR í Reykjavík, og seinni kona hans Gumn-
dóra Renjamínsdóttir. Ilún stundaði nám við Kvennaskólann
í Reykjavík og síðan við Listaháskólann í Kaupmannahöfn
1935 — 1939. Framhaldsnám stundaði hún í París 1939 — 1940
og hjá Fernard Leger og Hans Hoffmann í New Yorfc 1942 —
1945. — Nína Tryggvadóttir var löngum búsett erlendis, m.a.
í New York, París og London og frá 1959 hefur hún átt heima
í New York. Hún hefur haldið einkasýningar hér heima og
erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Listaverk
hennar eru til í söfnum og í einkaeign víða um heim. Þá hefur
hún ritað nokkrar barnabækur. — Nína var gift dr. Alfred L.
Copley, lækni í New York.
á veglnum". Meðal þeirra frum-
sanninda um lífið, sem oftast
hafa verið endurtekin og eru
jafnsönn fyrir því, er einmana-
leiki manneskjunnar. Og svo
undantekningarlaust sem þau
gilda, verður samt að játa, að
þau eiga við fólk í misjafnleg-
um mæli eða að minnsta kosti
með mismunandi hætti. Meðal
annars kemur það fram í því,
að sumum Og langflestum er
einveran umkvörtunarefni og
þeir eru á sífelldum flótta frá
henni, en aðrir geta tekið undir
með gamla Rómverjanum, sem
kvaðst aldrei vera síður einmana
en þegar hann væri ei-nn. Nína
Tryggvadóttir bæði unni og undi
einveru. Ekki svo að skilja, að
hún væri nein m,annafæla eða
útúrbora. Hún gat tekið þátt 1
Halldór Laxness:
í MINNINGARSKYNI
ÞEGAR NÍNA kom hehn
snemma á styrjaldarárunum úr
fjögurra ára námi við liistahá-
skólann í Kaupmannahöfn, auk
framhaldsnáms í París árin
1939—-40, var hún reyndar orð-
in hámentuð listakona. í fram-
komu var hún fáskiftin og al-
vörugefin stúlka, dáltíið frábitin
heiminum, heilbrigð og hug-
þekk einsog hún hefði aldrei
komið náiægt solli. Hún lét
aungvanvegiinn í veðri vaka að
hún hefði fundið pú’ðrið. Hún
hafði ástundað nám sitt af elju
öll þessi ár og ekki gefið um
skemtanir.
Fáir munu nokkru sinni hafa
heyrt hana rifja upp minníngar
um þennan lánga skóla sinn í
Danmörku, eða yfirleitt minnast
á hann að fyrrabragði. Eftilvill
varð fyrsta parísardvölin að ein-
hverju leýti tii þess að leysa
hana úr fjötrum lángrar aka-
demiskrar þjálfunar sem að
öðru leyti stóð í hæpnu sam-
bandi við það sem var áð gér-
ast í tímanum. Eitt var víst, að
furðufljótt eftir að heim kom
fór hún að fjarlægjast það mál-
verk sem kent var á akademí-
unni dönsku og oft hefur verið
skilgreint í öðrum samböndum.
Nína hélt skóláverki sínu yfir-
leitt ekki á lofti.
Skömmu eftir að hún kom
heim varð hún kunnug í húsi
þar sem oft var gestkvæmt; og
ýmsir gesta sem þar voru inn-
lifaðir töldu vera sálarheimili
sitt; og ekki síður eftirá þegar
þeir litu til baka. Sumir köll-
uðu þetta hús akademíu sína.
Ýmsum sem verið höfðu á
öðrum akademíum með stærra
nafni þótti þessi best. Þetta var
ómerkilega tréhúsið rauða sem
enn stendur við Garðastræti og
kent við feðginin Unu og „Er-
lend hjá tolIstjára.‘ í þessu húsi
lifðu listirnar allar í þrætubók-
arformi. Við gestaborð Erlendar
sátu líklegir sem ólíklegir menn
í einn mannsaldur, stundum
ótrúlegir menn og konur, og
voru að leita að réttum niður-
stöðum um listlna ilfið og öld-
ina.
Það er óþarft að rekja me’ð
dæmum hvern þroska þetta
díalektiska menníngarheimili
efldi með þeim gestum sem af
opnum huga komust þar í tæri
við heimilisbraginn. Jafnvel þeir
sem sátu þar í mannsaldur án
þess að skilja um hvað var ver-
ið að tala, segja eftirá að þeir
hafi ekki í annan tíma komið í
betra hús. Að því er Nínu snerti,
alls konar samvistum með fólki,
/erið fjörug í sinn hóp, glaðzt
með glöðum, kynntist fjölda
manna, átti sér marga kunn-
ingja og fáeina vini og var flest-
um trygglyndari, þar sem hún
tók því. Eigi að síður bar hún
alltaf með sér nokkurs konar
fjarlægð, ekki til þess að halda
fólki frá sér, það kom af sjálfu
sér, ef hún vildi, heldur af því
að hún átti imira með sér ein-
hvern ósýnilegan varnarmúr.
Þessu er vitanlega ekki un-nt að
lýsa. En ég get minnt á sumt,
sem ég þykist hafa þekkt. Hún
lét sér alls ekki koma við svo
margt af því, sem tíðast verður
að umræðuefni, af því að eitt-
hvað verður að segja til þess að
kjálkarnir stirðni ekki og ein-
hver púki, öllu heldur en engill,
gangi um stofuna. Að þessu
leyti var hún með óhversdags-
legustu manneskjum, sem ég hef
þekkt. Ég held, að henni hafi
verið þetta vandlæti, að lúta ekki
að lágu, meðfætt. En jafnvel þeg-
ar hún sýndist sem fjarlægust,
eins og hún horfði aðeins inn í
sinn eigin heim, var hún háska-
lega glöggur athugandi, sem
erfitt var að villa sýn. Og það
var óvenjulega gott þeim, sem
gátu sætt sig við það, að þegja
með henni, af því að henni
sjálfri var það eðlilegt.
★
Nína Tryggvadóttir var sú
gæfukona að fá til samfylgdar
eiginmann, sem skildi hana og
mat að verðleikum. Dr. A1 Cop-
ley er ekki einungis ágætur vís-
indamaður og sérstæður lista-
maður, heldur fórnfús og val-
menni. Hann hvarf umsvifalaust
frá stöðu sinni og starfsskilyrð-
um í Bandaríkjunum, þegar for-
ráðamönnum þessa mesta stór-
veldis hnattarins fannst vá fyrir
dyrum, ef þessi litla stúlka frá
íslandi kæmist gegnum nálar-
auga landvarnanna. Eftir nokk-
urra ára dvöl, fyrst í París og
síðan í Lundúnum, hurfu þau
hjónin aftur til New York, þegar
bráðasta hættan var talin liðin
hjá! Umhyggja dr. Copley‘s fyr-
ir Nínu, í blíðu sem stríðu, er
íslandi vissulega skylt að þakka.
Þá, varð Nína þeirrar hamingju
aðnjótandi að eignast dóttur,
Unu, sem nú er seytján ára og
móðir hennar gat varla af séð.
Sambandi þeirra mæðgna er
ekki á mínu færi að lýsa. En ég
skal segja frá einu, sem öðrum
kann að þykja fjarstæða. Mér
fannst, þegar ég sá altaristöfl-
una í Skálholti, hendurnar vera
barnshendur.
Sigurður Nordal.
var skamt milli þess að hún fór
að venja komur sínar í Unuhús
og hins að hún vaknaði til við-
urkenníngar á list sem var all-
fjarri skólahugmyndum dönsku
akaderruíunnar í málverki. Því
réð varla tilviljun ein.
Birtunni í landinu tekur eing-
inn eftir fyren hann er búinn
að vera í útlöndum, og vitaskuld
átti þessi birta sinn þátt í þvi
að snúa Nínu frá heldur dauf-
legum og stundum nokkuð hrá-
slagalegum litablöndum dönsku
akademíunnar; fá hana til að
hækka litrófið í málverki sjálfr-
ar sín. Til að breyta frá því sem
maður hefur lært þarf stundum
harða dispútan við sjálfan sig og
aðra. Slík innri stakkaskifti sam-
fara breytíngu persónuleikans í
hinu ytra gerðu sín glögglega
vart hjá Nínu meðan hún var
að gera myndirnar sem urðu
stofninn í fyrstu sýníngu henn-
ar hér heima í miðju stríðinu.
Þessi sýníng var haldin í desem-
ber 1942 í steinsteypuhúsi sem
þá var veri'ð að reisa við hlið-
ina á Unuhúsi.
Þessi var fyrst sýninga henn-
ar eftir 7 ára alúðarfult nám og
þar með talin tveggja ára sjálf-
stæð vinna að auki. Hún sýndi
þarna að vísu nokkrar af mynd-
um þeim sem hún treysti best
frá skólaárum sínum, annars
hefði slík frumsýning ekki held-
ur verið fulkomlega einlæg. En
Framh. á bls. 17