Morgunblaðið - 26.06.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1968
19
BALEARESEYJAR og Vest-
mannaeyjar eru ólíkar um flest,
en eiga það þó sameiginlegt, að
á báðum stöðum hafa Tyrkir
gert strandhögg fyrr á öldum.
Báðir staðir hafa margt til síns
ágætis, og galla einnig, en sé
farið út í frekari eyjajöfnuð
verða Vestmannaeyingar að bíta
í það súra epli, að eitt hafa
þessar Miðjarðarhafseyjar fram
yfir þá. Er þar átt við samgöng
ur við ísland, enda hefur undir-
ritaður fengið að kenna ræki-
lega á því.
Um hvítasunnuhelgina dvaldi
ég ásamt fleirum í góðu yfir-
læti í Vestmannaeyjum og naut
gestrisni eyjaskeggja. Þegar við
fórum að hyggja á heimferð ann
an í hvítasunnu kom í ljós að
ófært var til Eyja loftleiðis, eins
og svo oft áður, og þar sem
flestir þurftu að vera mættir til
vinnu að morgni þriðjudagsins
Magabilbaðströndin. Myndin er tekin frá hinu nýja hóteli Hotel Coral Playa.
að vísu ákaflega mismunandi,
stór og ítil, góð og léleg, og
þau standa mismunandi fjarri
baðströndunum. Sunna hefur
gert samning við hótel á Mall-
orca um að hýsa ferðamenn
sína, og eru þau öll í hópi hinna
betri. Sum þeirra standa inn í
hjarta Palma, en önnur lengra í
burtu, enda er Palma gamla
löngu hætt að geta fullnægt hó-
telsprettunni. Því hafa risið
nidkkiuir ný hótelhverfi
skammt frá Palma, og
er Palma Nova þeirra at-
hyglisverðast. Er þar að finna
margar nýtízkulegar og tíguleg-
ar hótelbyggingar, að langmestu
leyti fyrsta flokks hótel. Hafa
mörg þeirra risið á örfáum mán-
uðum.
Hotel Coral Playa, sem stend-
ur við Magalufströndina, eina
fegurstu baðströnd Mallorca, er
í þessum hópi, og án efa eitt
hið reisulegasta á þessu svæði.
Hótelstjórinn er Juan M. Cald-
entey, bráðungur maður, sem er
fremur óvenjulegt um menn í
þessari stöðu á Mallorca. Eg
fékk að ræða lítillega við hann,
og auðheyrt var á honum, að
hann er ákveðinn að vinna hó-
teli sínu skjótan frama. Hann
kvað hótelið hafa verið reist á
u.þ.b. átta mánuðum og verið
Ti! Maltorca á 4 tímum með Sunnu
Sagt frá fyrsta þotufluginu héðan tll MaSloyca
og því markverðasta, sem þar er að sjá
var ekki um annað að ræða en
fara með Lóðsinum til Þorláks-
hafnar. Gekk sú ferð, vel, og til
Þorlákshafnar komum við fjór-
um klukkustundum og fimmtán
mínútum eftir að landfestar
voru leystar í Eyjum.
Þessi ferð hefði alls ekki ver-
ið í frásögur færandi, ef ekki
hefði það atvikazt alveg óvænt,
að sólarhring síðar sat ég í þotu
Flugfélags íslands á leið til
Mallorca, hinnar stærstu af Bal
eares-eyjum. Var þetta fyrsta
þotuflugið til Mallorca á vegum
ferðaskrifstofunnar Sunnu, en
hún hefur tekið þotuna á leigu
lega litlar með tilkomu þotunn-
ar.
Tilvalinn ferðamannastaður
Fólk, sem til Mallorca kemur,
furðar sig vart á því, að eng-
an einn stað skuli fleiri ferða-
menn sækja á ári hverju, —
svo hefur náttúran gengið hag-
anlega frá flestu. Loftslagið er
heitt en þó ekki ónotalegt og
sólríkar baðstrendur eru fjöl-
margar — víðáttumiklar og skjól
góðar. Og veðrið telst því að-
eins til tíðinda á Mallorca, þeg-
ar 2-3 dumbungsdagar hafa kom
ið, enda rignir aðeins 2-3 daga
að meðaltali í Júnímánuði. Og
orðnir heilmiklir heimsborgarar
af kynnum sínum við útlending-
ana, sem streyma til eyjunnar
úr öllum hornum heims. Gest-
gjafar eru þeir með ágætum og
hjálpfúsir, enda þótt mann furði
stundum á því, hve margir
þeirra, er að þjónustustörfum
vinna, eru lítt mælskir á enska
tungu.
Úir og grúir af hótelum
Leiðsögumaður minn í þessari
ferð var Guðni Þórðarson, for-
stjóri ferðaskrifstofunnar
Sunnu. Upplýsti hann, að á sl.
ári hafi rúmlega 3 milljónir er-
lendra ferðamanna sótt Mall-
orca heim. Margur mundi því
ætla að erfiðlega gengi að hýsa
þennan fjölda, en þvert á móti
— Spánverjarnir hafa séð vel
fyrir gistirými. Þegar komið er
til Palma er engu líkara en þar
sé önnur hvor bygging eða
meira gististaður. Hótelin eru
opnað í aprílmánuði sl. „Við
getum tekið á móti 450 manns,
og sem stendur er hér hvert
rúm skipað. Hefur aðsóknin ver
ið mikil allt frá opnun og út-
lit fyrir að svo verði áfram.
Flestir þeirra, sem gista hjá
okkur, eru Bretar en Norður-
landabúar eru einnig fjölmenn-
ir og alltaf að aukast." Hótel
Coral Playa hefur upp á mjög
fagra baðströnd að bjóða, og
Caldentey ssgir, að fái hótel-
gestir nóg af því að baða sig í
sólinni, geti þeir fengið leigða
báta hjá hótelinu og brugðið sér
út á sjóinn eða gengið á sjó-
skíðaskóla, sem hótelið rekur.
„Við gerum allt til þess að, hó-
telgestum líði hér sem bezt,“
segir Caldentey eins og góðum
hótelstjóra sæmir.
Sem fyrr segir þurfa ferða-
menn, sem til Mallorca koma,
ekki að kvíða því, að þar sé
ekkert að sjá og enga skemmtun
að fá. Ógrynni af skemmtistöð-
um margvíslegum er í Palma og
næsta nágrenni, og ferðamaður-
inn getur valið um rólega vín-
stofu, ærslafengið diskótek eða
fjölbreyttan næturklúbb. Tago-
mago nefnist einn næturklúbb-
anna, og eru íslendingar þar
sérlega velkomnir, því að þar
ræður ríkjum ásamt fleirum söng
flokkurinn Los Valdemosa, sem
skemmt hefur hér heima oftar
Framhald á bls. 13
Ferðahópur frá Sunnu á einum útsýnisstaðnum.
Frá hafnarborginni Seller á norðurströnd eyjarinnar.
til þessara ferða nú í sumar. Og
hversu ótrúlegt sem það nú er,
þá tók ferðin til Mallorca 5 mín-
útum skemmri tíma en Þorláks-
hafnarferðin frá Eyjum sólar-
hring fyrr. Þurftum við þó að
taka á okkur 300 mílna krók
fyrir Frakkland, þar sem ekki
mátti fljúga yfir það land
vegna hins ótrygga ástands, er
þar ríkti. Kostaði það okkur 25
mínútur, þannig að fara má
þessa leið á 3 klukkustundum
og 45 mínútum.
Er þetta vafalaust saga til
næsta bæjar, því að þessi ferð
tók áður um níu tíma, þegar flog
ið var með DC-6 leiguflugvél-
unum. Þarna í þotunni voru ýms
ir farþegar á leið til Mallorca
í annað sinn, og trúðu þeir
varla eigin augum, þegar þau
beindust að vísum armbandsúr-
anna eftir lendingu í Mallorca.
Áttu farþegarnir vart nógu stór
orð til að lofa þægindin um
borð í þotunni og muninn frá
fyrri ferðum. Þótti þeim Ijar-
fjarlægðirnar vera orðnar hlægi
það sem hefur á skort hjá móð-
ur náttúru, er hún skóp eyna á
sínum tíma, hafa íbúar hennar
bætt úr síðar — enginn þarf að
kvíða húsnæðisleysi og ríkulega
er séð fyrir fróðleiks- og
skemmtanafíkn þeirra, sem eyj-
una heimsækja.
Mallorca er ekki stór eyja, á-
þekk að stærð og allt ræktað
land hér heima, en það er 1/20
af fslandi. íbúar eru um hálf
milljón talsins, þar af búa um
200 þúsund í höfuðborginni
Palma. Það er útbreiddur mis
skilningur hjá ferðamönnum, að
íbúarnir lifi nær eingöngu á mót
töku ferðamanna, en það er
kannski eðlilegt, því að á eng-
um atvinnuvegi ber meira. Mesti
atvinnuvegur eyjaskeggja er
samt akuryrkja, en því næst
koma iðnaður og fiskveiðar. Mót
taka erlendra ferðamanna er svo
hinn fjórði í röðinni.
Ferðamenn þurfa ekki að
kvíða samskiptunum við eyja
skeggja. Þeir eru frjálslegir í
fasi og glaðlyndir, virðast vera
Fyrsti ferðamannahópurinn, sem fór með þotu flugfélagsins til Mallorca á flugvellinum