Morgunblaðið - 26.06.1968, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 13M
- KENNARAÞING
Framh. af bls. 21
stakri grein eða tveimur eða
fleiri skyldum greinum. Hún
verði skipuð kennurum, tilnefnd
um af kennarasamtökunum, og
sérfræðingum tilnefndum af
fræðsluyfirvöldum. Slík nefnd
leggi fyrstu drög að gerð
kennslubókar, fái menn til sam-
starfs um samningu hennar og
sjái um að hún sé reynd nægj-
anlega 1 kennsluhandriti áður
en hún er gefin út.
Tólfta þing LSFK ályktar að
leita eftir samstarfi FHK og SÍB
um þessi mál og samþykkir að
æskja eftir því við þessi sam-
bönd, að þau skipi fjóra menn
hvort til setu í námsbókanefnd
allra kennarasambandanna, og
verði þá námsbókanefnd LSFK
hluti hennar.
(Fréttatilkynning frá Landssam-
bandi framhaldsskólakennara).
Sigurður Sigurðsson
frá Hælavík — Kveðja
Kaliið er komið, kæri látni vinur. Göfugu lífi lokið er.
. Særa ei sálu sorgarinnar hrynur, jafnan sem geysa’ á jörðu hér.
Vonin þér valdi vegleg andleg gæ'ði, líkams þótt væri lúið hold.
Sást þú í anda ódauðleikans svæði. Drottinn þar býr oss fegri fold.
Vagga þín stóð í veldi fjalla víðra. Fríð voru öldungs föðurtún.
Bros þitt var arfur blævindanna blíðra. Góðvild og mildi hátt við
hún.
Alvaran þáttur Alvalds sterku afla, mannleg er skynjan skilja’
ei má.
Skildir, menn verða’ að skunda lífsins skafla. Trúin oss veitir
traustið þá.
Trúmennska’ og vilji var þitt veganesti. Búið var erfitt, börnin smá.
Hýstir í hjarta himins góðu gesti. Drottinn einn inn í sálu sá.
Bú þitt og börnin blessaði Guðs armur. Konan þín var þitt vænsta
hnoss.
Hjúkráði’ hún þér, er heltók sjúkdóms harmur. Bar með þér þungan
kvala kross.
Stefanía, þú reyndist rík í raunum. Þoldir með bónda súrt og sætt.
Sigurður þinn, er sleginn sjúkdóms kaunum, kvalanna þrautaveg
fékk þrætt.
Ung hézt þú honum helgum kærleiks tryggðum. Drottinn þér veitti
dug og þrótt.
Ást þín var letruð skýrt á skildi skyggðum. Verðmeiri hún en
gullsins gnótt.
Sá ég þig síðast Suðurnesja’ á grundum. Glaðan I anda, góðan mann.
Við hjónin fögnuð fagran hjá þér fundum. Traust þitt var fest á
Frelsarann.
Sást þú að jarðneskt skeið vaT senn á enda. Fagnandi horfðir himni
mót.
Bros þitt á himna birtu virtist benda. Hræddist ei dapurt dauðans
fljót.
Þökkum nú margt, er miðla okkur máttir. Sönn gleði þig að sækja
heim.
Avallt þú sanna auðlegð hjartans áttir. Mæltir þú aldrei tungum
tveim.
Skarð fyrir skildi, sköpum ei má renna. Horfinn er góður
húsbóndinn.
Jarðnesk í fet vor fljótt þó vilji fenna. Gleymast ei göfug störf um
sinn.
Hugga nú þá, sem hrelldir eru hörmum, Drottinn. Þú telur tárin vor.
Ástvini vef þú elsku þinnar örmum, ófarin þeirra’ um æfispor.
Unaðsleg minning missinn sára mildi. Geymist í hjörtum göfug
mynd.
Guðstrú og traustið gefur lífi gildi. Gott er að eiga líknar lind.
B. Þ.
Mélningarhreinsun
♦
með háþrvstivél
VERIÐ er að hreinsa málning-
una ntan af Sundhöllinni með
allnýstárlegum hætti, með há-
þrýstivél, sem kölluð er „Power
blaster". Er þrýstingurinn allt
að því 10.000 pund, og er ýníist
notað vatn eða vatn og sandur
saman.
Eigendur vélarinnar eru Gunn
ar Guðmundsson, Steinþór og
Jón Geir Asgeirssynir. Sögðust
þeir hafa hreinsað hús Sláturfé-
lags Suðurlands og Reykholts-
skólann og sömuleiðis ryð- og
sandblásið skip og tanka, svo
sem síldarflutningaskipin, og
væri mikil eftirspurn eftir vél-
iimi til slíkra starfa.
Þeir segja hana geta hreinsað
um 30—40 fermetra á klukku-
stund af venjulegum veggjum, þ.
e. sléttum veggjum, sem ekki
hefði verið látið þéttiefni á. Og
væri þá unnið aðeins með vatni
og þrýstingi. Ef mörg lög væru
á veggjunum af málningu, væri
einnig notaður sandur.
Sögðu þeir vélina nota 50 lítra
af vatni á mínútu, en 125 kg.
af sandi á klukkustund. Kváðu
eigendur hana kosta 500 kr. á
klukkustund, mannlausa.
KVEÐJA:
Þorbjörg Stefánsdóttir
Húsey, Hróarstungu
Á FÖGRUM sumardegi 8. júlí
1891 fæddist að Klúku í Út-
mannasveit, stúlka, er hlaut nafn
ið Þorbjörg, en foreldrar henn-
ar voru hjónin, Guðný Ólafs-
dóttir og Stefán Bjarnason, er
lengi bjuggu á þeim bæ við góð-
an orðstír. Voru þau þess um-
komin að veita þessari dóttur
ágætt uppeldi, sem hún bjó að
til æviloka.
Á yngri árum mun hún hafa
búið sig sem bezt undir lífsstarf
sitt, en dvaldist sem mest í föð-
urgarði.
29. júlí 1922 giftist Þorbjörg
Níelsi Stefánssyni. Ári síðar
fengu þau ábúð á hálfri Húsey
I Hróarstungu, sem er mikil
kostajörð, og þar var heimili
hennar frá þeim tíma. Það mun
hafa verið áform þessara ungu
hjóna, er þau stofnuðu heimili,
að gera það myndarheimili, og
sú var líka raunin, og var hlutur
Þorbjargar í þeim efnum ágæt-
ur. Það er nú svo, að hann er
oft langur og annasamur starfs-
dagur húsfreyju á stóru sveita-
heimili. Svo var einnig í henn-
ar starfi. Á vorin er önn dags-
ins mikil í Húsey. Þar er selveiði
góð, og það starf krefst mikillar
NORRÆNA samvmnnsambandið
(Nordisk Andelsforbund, NAF)
á hálfrar aldar afmæli hinn 26.
jún* nk. Afmælisins verður m.a.
minnzt þannig, að efnt verður
til söiu- og kynningarherferðar
á öllum Norðurlöndunum, þar
sem aðaláherzla verður lögð á að
kynna helztu innkaupavöruteg-
und sambandsins, sem er kaffi.
Meginverkefni Norræna sam-
vinnusambandsins er að sjá um
sameiginleg innikaup á nauð-
synjavörum frá flestum hlutum
heims fyrir samvmnusamböndin
á Norðurlöndum. Það rekur inn-
kaupaskrifstofur í London, San-
tos í Brasilíu, Valencia á Spáni,
Bologna á Ítalíu, San Francisco
í Bandaríkjunum og Buenos Air-
es á Argentínu. Helztu vöruteg-
undir, sem það kaupir, eru ávext
ir, nýir og niðursoðnir, og kaffi
sem að mestum hluta er keypt í-
Santos.
Afmælisins verður minnzt sér-
staklega á aðalfundi sambands-
ins og systurfyrirtækja þess,
Nordisk Andels-Eksport (NAE),
sem að þessu sinni verður hald-
inn í Kaupmannahöfn dagana 25.
til 27. júní. Aðalhátíðahöldin
fara fram í ráðhúsi Kaupmanna-
hafnar nk. miðvikudag, og flytur
Einar Gerhardsen, fyrrv. for-
sætisráðherra, Noregs, aðalræð-
una þar.
Á tímabilinu 24. júní til 6. júlí
fer svo fram sérstök sölu- og
kynningarherferð í hinum 18.000
verzlunum samvinnumanna á öll
Umferðnrslys
UMFERÐARSLYS var í Svína-
hrauni í fyrrakvöld. Jeppabif-
reið var ekið eftir Hellisheiðar-
vegi, en þegar kom í Svínahraun
mun eitt af hjólum jeppans hafa
farið i úrrennslisvik með þeim
afleiðingum, að stúlka, sem ók
jeppanum, missti stjórn á honum
og fór hann út af veginum. —
Vallt hann þar og mölbrotnaði
hús jeppans, en hins vegar
sluppu farþegar í honum lítt
meiddir. Má það teljast mesta
mildi, eins og jeppinn var út-
leikinn á eftir.
fyrirhyggju og vinnu.
Þá var fljótlega tekið til við
að byggja stór fjárhús og hlöður
og íbúðarhús, en hlunnindi voru
að vísu trjáreki á Héraðssönd-
um.
En tíminn líður fljótt. Haust-
ið 1943 svífur dökkur skuggi yfir
þetta friðsæla heimili og hafði
á brott með sér húsbóndann á
miðjum aldri. Þá var hljótt á
því heimili og víðar. Það undr-
aði mig, yfir hvað miklum krafti
þessi kona átti að ráða, hún
missti svo mikið og börn þeirra,
og öll sveitin okkar. Það fóru erf
iðir tímar í hönd, en það fannst
lítt t heijm, enda bar hún ekki
tilfinningarnar utan á sér. Hún
var áreiðanlega mikil tápkona,
og skildi það mörgum betur, að
starfið göfgar.
Þeim hjónum varð 5 barna
auðið, en eitt dó skömmu eftir
fæðingu, en hin eru:
Stefanný, húsfreyja í Húsey,
Sesselja, húsfreyja á Skjöldólfs-
stöðum á Jökuldal, Soffía, hús-
freyja á Selfossi og Jón, læknir
í Svíþjóð.
Þorbjörg sál. var ekki áber-
andi kona út á víð. Hún var í
Kvenfélagi sveitarinnar og vildi
um Norðurlöndunum fimm. —
Verður lögð megináherzla á að
kynna þær kaffitegundir, sem
samvinnuverzlanir í þessum
löndum selja, en einnig verða
ýmsar aðrar vörur kynntar. Á
Islandi verður lögð megináherzla
á að kynna neytendum Braga-
kaffið, en það er allt keypt hing-
að til lands fyrir milligöngu Nor-
ræna samvinnusambandsins.
veg þess sem mestan, og gæfu-
kona var hún. Ævifélagi henn-
ar var mesti öndvegismaður og
börnin öll velgerð, og hafa hlot-
ið góðan þroska. Þá var hún
einnig þess umkomin að geta
annast aldurhnigna foreldra, er
húmaði að fyrir þeim. Þá verður
því sízt gleymt, hve oft var gest
kvæmt í Húsey, og þær frábæru
viðtökur sem gestir urðu þar að-
njótandi.
Það er fallegt í Húsey á vor-
in, þetta iðandi líf, og mikill
fuglakliður. Við blasir hixm
fagri og víðfemi fjallahringur
Fljótsdalshéraðs, og í hafi hin
prúða Bjarnaey, í túni stór sef-
tjörn er nær heim að hlaðvarpa.
Allt þetta myndar eina órjúf-
andi heild, blandaða nið tveggja
stórjökulvatna, Lagarfljóts og
Jökulsár á Brú. í þessu um-
hverfi, sem augað á svo gott
með að una við, og hugur og
hönd að starfa fyrir, helgaði
Þorbjörg sál. alla starfsorku
sína og var starfi og stöðu trú
til hinztu stundar. Fyrir langt
og annasamt húsmóðurstarf í
Húsey ávann hún sér virðingu
og vináttu allra þeirra, sem
höfðu kynni af henni Fyrir
nokkrum árum hætti Þorbjörg
búskapnum og við tóku dóttir
hennar og tengdasonur, og hafa
þau haldið öllu í góðu horfi, en
hún var sem fyrr óþreytandi að
búa sem bezt að hag heimilisins,
þá einnig reiðubúin að rétta öll-
um börnum sínum hjálparhönd,
svo sem hún megnaði og í fjar-
lægð voru.
Á öndverðum þessum vetri
kom Þorbjörg sál. hingað suður
til dóttur sem búsett er á Sel-
fossi, og ætlaði að eiga dvöl hjá
henni um skeið. En það fór á
annan veg, heilsu hennar hnign-
aði fljótlega eftir að hún kom.
Hún lézt í sjúkrahúsinu á Sei-
fossi 9. febrúar sl., sofnaði svefn-
inum langa rólega, er strengur-
inn brast.
Kæra vinkona, ég þakka þér
af heilum huga alla samfylgd-
ina, mér finnst að það hafi syrt
að í sveitinni okkar þegar þú
ert horfin.
„Vér komum og förum, sem
fannir um vor,
fár veit er líður, vor ævinnar
spor“.
Anna Ólafsdóttir.
UTAN ÓR HEIMI
Framh. af bls. 14.
in flokks. — Sumir eru reið-
ir af hugsjónalegum ástæð-
um, en aðrir óttast í einlægni
afleiðingar breytinga. Sumir
leita einfaldlega eftir því að
viðhalda þeim völdum, sem
þeir hafa náð, hvað sem það
kostar. Kosygin og stuðnings-
menn hans stefna að endur-
bótum í efnahagslífi, sem nær
útilokað er að samræma þeim
hugmyndafræðilegum kröf-
um, sem þeirra eigið vald hvil
ir á.
Þeir gera þetta í þeirri von
að geta komið upp ánægðu
þjóðfélagi sællegra borgara,
sem verði þakkað þjóðfélags-
skipuninni og þeim sjálfum.
En þeir hugsa sér einnig að
geta notfært sér þessa borg-
ara gegn þeim uppreisnar-
gjörnu á meðal yngra fólks.
Þar til þessu hefur verið náð
og í því skyni að koma í veg
fyrir að uppreisnarhugmynd-
ir breiðist út frá þeim yngri
til þjóðfélagsins í heild, verð-
ur lögreglunni heimilað að
beita ógnarvaldi að takmörk-
uðu leyti og þar sem það hent
ar.
Anðstæðar skoðanir
Spennan milli andstæðra
skoðana í Kreml hlýtur oft að
hafa verið mjög mikiL Allt
sem þar er unnt að segja um
nú, virðist vera, að það sem
áður fyrri var nefnt skynsem-
ishagsmunastefna virðist vera
að vinna á, enda þótt fyrir
einu eða tveimur árum hafi
svo virzt vera, sem afturhalds
stefna sæti í hásæti. í marz
sL gat Leonid Brezhnev, sem
er greinilega hin ákjósanlega
ímynd um harðan flokks-
mann, hótað og ógnað mennta
mönnum á þann hátt, að
minnti á fyrri tíma. En hon-
um reyndist ekki unnt að
bjarga Novotny fyrrverandi
forseta I Prag.
Jafnframt þessu gerizt það,
að Rússum er leyft í vaxandi
mæli að fara erlendis. Efna-
hagsmálasérfræðingar í Sov-
étríkjunum eiga í áköfum við
ræðum við starfsbræður sína
í Júgóslavíu og Tékkósló-
vakíu. Ráðamennirnir í
Moskvu standa í nánu sam-
bandi við Titó forseta, enda
þótt stefna hans sé forboðin,
en hann getur vafalaust af
sinni eigin reynslu látið í té
jafnt gagnlegar aðvaranir
sem gagnráðstafanir fyrir end
urbótasinnana í Sovétríkjun-
um. Þá hefur sovézka stjórn-
in með sendiráði sínu í Aust-
ur-Berlín rutt sér nýja braut
með því að koma á beinu sam
bandi framhjá Walter Ul-
bricht við utanríkisráðherra
Vestur-Þýzkalands, Willy
Brandt.
í stuttu máli sagt, þau
gömlu leiðarmörk, sem gerðu
stjórnmálamönnum beggja
megin við bilið mikla, sem
aðskilið hefur þá, kleift að
starfa lengi án þess að beita
ímyndunarafli sínu og greind,
eru að hverfa.
(Observer, —
ÖU réttindi áskilin)
50 ára afmæli norræna
samvinnusambandsins