Morgunblaðið - 26.06.1968, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.06.1968, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1968 21 Jafnan sé kostur að reyna nýjungar í fræðslumálum Frá þingi Landssambands framhaldsskólakennara TÓLFTA þing Landssambands framhaldsskólakennara var hald ið í Vogaskólanum 7.—9. júní 01. Við þingsetuna voru mættir ýms ir gestir. Að lokinni þingsetn- ingarræðu formanns landssam- bandsins, Óliafs S. Ólafssonar, tóku til máls Gylfi I>. Gislason, menntamálaráðherra, Anne Brynhildsrud frá Noregi, Hans Hellers frá Svíþjóð, Kristján Thorlacius, formaður B.S.R.B., Skúli Þorsteinsson, formað-ur Sambands íslenzkra barnakenn- ara, og Andri fsaksson, forstöðu- maður skólarannsókna. Þingfor- seti var kjörinn Kristinn Gisla- son Reykjavík. Fjölmörg mál voru til um- ræðu og afgreislu á þinginu, en þau helztu voru: launamál kenn ara, lagabreytingar, samþykktir í félagsmálum og skólamalum. Verður hér á eftir gerð grein fyrir nokkrum samþykktum þingsins. Stjórn Landssambands fram- haldsskólakennara var kjörin til næstu þriggja ára, en hana skipa: Ólafur S. Ólafsson for- maður, Magnús Jónsson, Bryn- dís Steinþórsdóttir, Snorri Jóns- son, Þorsteinn Eiríksson, Óli Vestmann Einarsson, Jakobína Guðmundsdóttir, Guðmundur Árnason, Marteinn Sívertsen. Einnig voru kjörnir fulltrúar á þing B.S.R.B. Borgarstjórinn í Reykjavík bauð þingfulltrúum til kaffi drykkju og flutti þar ávarp. Einnig var þess minnst á þing- inu að liðin eru 20 ár frá stofn un landssambandsins og var að því tilefni samþykkt að gera fyrsta formann og frumkvöðul að stofnun sambandsins, Helga Þorláksson skólastjóra, að heið- ursfélaga. Hér fara á eftir nokkrar af samþykktum þingsins: Launamál Kannað verði rækilega, hvort rétt þyki að námslaunakerfi verði tekið upp. Námskeið hér- lendis og erlendis verði metin til launa á einhvern hátt. Laun kennara hækki og full verðlags- uppbót verði greidd á þau. Árlegan, reglulegan kennslu- tíma má eigi lengja frá því sem er, nema móti komi hækkun fastra launa .sérstök greiðsla eða stytting vinnuvikunnar. Þingið fól stjórn LSFK að skipa fasta nefnd er geri í sam- ráði við sambandsstjóm tillög- ur um launakjör framhaldsskóla kennara og markaði þingið höfuð stefnu í þeim málum. Um menntun og réttindi 1. Kennslustörf verði svo vel launuð, að jafnan sé nægilegt framboð af vel hæfu fólki til þessara starfa. 2. f landinu séu starfandi skól ar fyrir kennaraefni í öllum greinum framhaldsstigsins. 3. a) Kennarar allra náms- greina hafi kennslu- og uppeld- isfræðimenntun. Undirbúnings menntunin sé áætluð minnst 7 ára nám að loknu núgildandi landsprófi miðskóla eða 8 ára að loknu skyldunámi. Náminu Ijúki með prófi eða vitnisburði, sem veiti réttindi til að vera ráðinn fastur kennari við framhalds skóla. b) Þinginu er ljóst, að jafn- vel þótt skjótt væri brugðið við um setningu og framkvæmd nýrra laga um menntun og rétt indi kennara, svo og um mennta stofnanir fyrir þá, munu enn um sinn verða ráðnir til kennslu- starfa menn án réttinda. Slíkum ráðningum er þingið andvígt. í hvert skipti, sem réttindalaus maður er settur í kennarastöðu, tekur ríkisvaldið á sig mikla ábyrgð, bæði gagnvart kennar- anum og nemendum hans, þar sem það dæmir hæfni hans. Þess ari ábyrgð ætti að fylgja sú skylda að ríkisvaldið gerði kenn urum kleift — og raunar skyld- aði þá til — að auka menntun sína samhliða starfi og gefa þeim bar með kost á að ná réttindum til kennslu. c) Stjórn LSFK skipi nefnd, sem starfi í samráði við fulltrúa ríkisvaldsins um gerð þess náms, sem minnst er á í b-lið 3. greinar og í 4. grein. 4. Komið verði upp stofnun, er sjái um tilraunakennslu og endurhæfingu kennara, svo að jafnan sé kostur að reyna nýung ar í fræðslumálum og kennurum gert kleift að fylgjast með þeim og tileinka sér það, sem bezt reynist á sviði fræðslu- og upp- eldismála. 5. Öllum kennurum verði gert að skyldu að sækja með vissum millibilum námskeið, þar sem kynntar væru nýungar í fræðslu og uppeldismálum. Verði slík námskeið talin hluti af starfi kennarans og laun miðuð við það. 6. Þingið minnir á, að erindis- bréf fyrir kennara er úrelt að nokkru leyti vegna tilkomu Kjaradóms og að í gildandi samn ingum eða dómum um launa- kjör á hverjum tíma þarf að koma skýrt og til fullnustu fram, hvaða störf eru innifalin í föst- um launum. Tólfta þing LSFK felur stjórn sambandsins að vinna að stofn- un kennaradeildar fyrir fram- haldsskólakennara. Inntökuskil- yrði í deildina verði kermara- próf eða stúdentspróf. Deildin starfi í tvennu lagi: Annars veg- ar fyrir þá, sem starfa ekki með náminu og ljúka því á styttri tírna, og hins vegar fyrir þá er kenna með námi og ljúka námi á lengri tírna. Próf frá þessari deild veiti full réttindi til kennslu við gagnfræðaskóla og skóla með hliðstæða kennslu. Félagsmál Þingið samþykkti að stefna að því að halda uppeldismálaþing, sömuleiðis að kanna möguleika á sumarnámskeiðum fyrir kenn ara. Verkefni þeirra væri eink- um á sviði skólamála t.d. varð- andi einstakar kennslugreinar, námsbækur o.s.frv. Þingið lýsti yfir stuðningi við áform B.S.R.B. um byggingu or- lofsheimila og telur nauðsynlegt að fá inn í samninga ákvæði um framlag til orlofsheimilasjóð fé- laganna. Þingið samþykkti að LSFK gerði&t aðili að norrænu kenn- arasambandi, sem hafirm er und irbúningur að. Þingið samþykkti einnig drög að lögum fyrir nor- ræna kennarasambandið, sem lögð voru fram. Þingið þakkaði fjáröflunarnefnd menningarsjóðs kennara fyrir framlag til sjóðs- stofnunar fyrir kennara, og sam þykkti að veita gjöfinni viðtöku og að lagt verði í sjóðinn fram- lag af hálfu LSFK. Verði sjóður- inn fyrst um sinn notaður sem lánasjóður samkv. nánari regl- um. Þingið fól stjórn LSFK að vinna markvisst að því í samráði við sérfræðinga í tryggingamál- um, að kennarar og nemendur verði ekki fyrir fjárhagstjóni vegna slysa ,sem fyrir kunna að koma í skólastarfinu. Skólamál Tólfta þing LSFK beinir þeirri eindregnu áskorun til fræðslu- yfirvalda, að í hverjum skóla sé kennurum ætlaður tími á stundaskrá til viðræðna við for- eldra og nemendur. Þingið beinir því til fræðslu- yfirvalda að við byggingu nýs skólahúsnæðis sé í upphafi gert ráð fyrir lágmarkstækjakosti í hverri kermslustofu. Þingið beindi því til stjómar LSFK, að hún athugaði möguleika á að gangast fyrir ráðstefnum eða námskeiðum í kennslutækni og námsbókakynningu sem fyrst. Yrðu þá m.a. fengnir leiðbein- endur til að flytja erindi og hafa sýnikennslu á kennsluaðferðum Þingið fer þess á leit við fræðsluyfirvöld, eða bæta og auka húsnæði og tæki til verk- legrar kennslu við gagnfræða- stigið. Ennfremur að verklegar námsgreinar séu í öllum skólum metnar sem bóklegar námsgrein ar 1 sambandi við einkunnagjafir og tímaniðurröðun á stunda- skrám. Þingið telur nauðsynlegt, að skólahúsnæði verði svo búið að kennarar geti unnið öll sín störf í skóllanum á samfelldum og föstum vinnutíma og stundatöfl- ur nemenda séu einnig samfelld- ar. Ályktanir um námsbækur Tólfta þing LSFK telur eðli- legt að kennarar skoði Ríkisút- gáfu námsbóka sem dýrmæta þjónustustofnun við starf sitt og stuðli að vexti hennar og við- gangL Þingið telur æskilegt, að Ríkis- útgáfa námsbóka hafi forystu um útgáfu íslenzkra kennslubóka, ekki einungis fyrir skyldunámið heldur fyrir gagrifræðastigið allt og þá um leið fyrir framhalds- skólana yfirleitt. Þingið bendir á, að sú starfs' aðferð Ríkisútgáfu námsbóka að fela einum manni eða tveimur samningu kennslubókar, sem síð an er gefin út án nokkurrar reynslu, er úrelt, og geta slíkar bækur orðið verri en engar. Þing ið telur nauðsynlegt, að kennslu bækur verði til í lífrænum tengsl um við kennsluna sjálfa með samstarfi kennara og umráði sérfræðinga í hverri grein. Þingið leggur áherzlu á, að nauðsynlegt er að kynna kenn- urum nýjar kénnslubækur, markmið þeirra og notkun. Slíkt má gera á kennaranámskeiðum, með námsbókakynningum (t.d. á vegurn Ríkisútgáfu námsbóka) og með leiðbeiningarritum handa kennurum er fylgi hverri nýrri kennslubók. Nnauðsynlegt er, að námsbókakynning sé fast- ur liður í starfi Kennaraskólans og B.A.-deildar Háskólans. Þing- ið telur ,að námsbókakynningar sé einkurn þörf þegar um er að ræða ný markmið, ný efnistök eða nýjar kennsluaðferðir. Þingið átlyktar að kjósa fjög- urra manna milliþinganefnd til að gera fyrir hönd LSFK ráð- stafanir til aukinnar og vandaðr ar útgáfu kennslubóka, einkum fyrir gagnfræðastigið. Nefndin kallast námsbókanefnd. Verkefni nefndarinnar skal vera að gera tillögur til ríkis- stjórnar og Alþingis um breyt- ingar á lögum um Ríkisútgáfu námsbóka, sem feli henni það hlutverk að annast kennslubóka- útgáfu fyrir gagnfræðastigið allt. Jafnframt skal nefndin gera til- lögur um ákveðið samstarfsform Ríkisútgáfunnar og kennarasam- takanna, þannig að útgáfan sé í beinum og lífrænum tengslum við kennara og skóla. Slíkt sam- starfsform verði í megindráttum þannig: Sett verði á fót útgáfu- nefnd kennslubóka í hverri ein- Framh. á bls. 20 r A BILAR KJÖRDAG ÞEIR STUÐNINGSMENN GUNNARS THORODD- SENS SEM VILJA LÁNA BÍLA SÍNA OG AKA Á KJÖRDAG VIN S AMLEGAST HRINGI í SÍMA 84500, EÐA KOMI í PÓSTHÚSSTRÆTI 13. m KATJA OF mm i/ iniiDiiiD m\ IVJUL/\níiln FÁST í ) MiBl f ! f f PllSARTIZKllll jrfM HAFNARSTRÆTI i S M. M. T. UMBOÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.