Morgunblaðið - 26.06.1968, Síða 24

Morgunblaðið - 26.06.1968, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1968 M. Fagias: FIMMTA hOXÍJV hvernveginn tjaslað saman, en hún svaf aldrei hjá honum oftar og heldur ekki var bónorðið nefnt á nafn framar. Á fertugsaldri var hún orðin auðug. Hún átti fjögur sambýlis- hús, prjónaverksmiðjú og bú- garð vestur í landi. Þessi auð- sefi hennar gerðu hana næstum virðingaverða, en það lét hún sér fátt um finnast. Hún óskaði sér einskis af lífinu nema pen- inga - ekki börn, ekki trú, ekki blíðuatlot eða karlmenn, velvild eða virðingu. Peningarnir gátu komið í staðinn fyrir allt þetta, og vel það. Hún átti sér enn nokkra elskhuga, en aðeins vegna þess, að nú var hún tal- in einskonar hámark listarinn- ar og gat því sjálf ákveðið verð- ið sem var heldur betur uppi í hæðunum. Svo komu árin eftir fertugt og þar með styrjöldin, er hún missti þetta öryggi, sem hún hafði haft svo mikið fyrir að ávinna sér. Leiguhúsin hennar urðu að, reyk og ösku, verksmiðjan var þjóð- nýtt, af kommúnistunum og bú- garðurinn var gerður að sam- yrkjubúi. Eftir að hafa lifað í ábatasamri synd, nálgaðist hún nú sextugt, næstum orðin fátæk. Það lá því í augum uppi, að hún varð að snúa sér aftur að hinni gömlu atvinnu sinni - að minnsta kosti sem milligöngumaður. Hún varð að sigrast á ótelj- andi erfiðleikum áður en hún gat komið sér á réttan kjöl aftur. Gömlu viðskiptavinirnir voru al- gjörlega úr sögunni - þeir vin- ir hennar, sem enn áttu eftir ein- hverja karlmennsku, voru svo fátækir, að þeir neyddust til að elska konurnar sínar. Ennfrem- ur hafði kommúnistastjórnin af- numið allt vændi. Kaldranarnir héldu því fram, að slíkt væri orðið óþarft, þar eð kvenfólk væri svo illa launað, að fram- boðið yrði meira en eftirspurnin. - Góði minn: sagði Hanna í rellutón við Nemetz. - Við lifum á öld fávitringanna. Dyraverðir verða bankastjórar, múrarar ráð herrar og hver einasta smá-hús- móðir heldur, að ástin sé í því einu fólgin að leggjast á bakið og glenna út lærin. Ekki veit ég hvernig fer fyrir svona veröld! Hún tíndi saman það litla, sem hún átti og opnaði svo „Hjá Lólu“. Hvenær sem var dagsins, hafði hún alltaf leggjalangar og snyrtilegar stúlkur, með snjó- hvítar hendur og lakkaðar negl- ur, rétt einsog þær snertu aldrei á uppþvotti, til þess að bera fram kaffi og geisla frá sér töfrum og greiðvikni. Hanna lagði mikla áherzlu á, að stúlkur hennar skyldu hafa það til að bera, sem svo sjaldgæft var orð- ið hjá núverandi ráðandi stétt- um, sem sé „klassa". Hún fékk þær úr hinum fyrrverandi ráð- andi stéttum og góðum fjölskyld um, þær töluðu erlend mál og höfðu óaðfinnanlega framkomu. f annað sinn á ævinni hafði Hanna Zagon komið sér upp við skiptamannahópi, sem hún var öfunduð af. Hún kom á fót sam- vinnu við dyraverðina í öllum stóru hótelunum og greiddi fast kaup bílstjórunum í utanríkis- ráðuneytinu, sem höfðu það starf á hendi að sýna tignum gestum borgina. Meðal stöðugra gesta hennar voru stjórnar- embættiímenn, en ekki nema fáir Rússar og aðeins þeir, sem litu út eins og Evrópumenn, til þess að þeir fældu ekki burt gesti þá, sem ekki voru Rússar, en væru hinsvegar nógu voldugir til þess að geta forðað henni hvernkyns vandræðum. Hanna hafði óbeit á kommún- ismanum, en hinsvegar alls ekki á kommúnistum, sem höfðu til að bera girndir og rausnarmennsku auðvaldssinna. Þegar nokkrar stúlkur hennar gengu í lið méð byltingunni og þoldu hetjudauð- ann, eða annað verra - urðu særðar, svo að vaxtarlag þeirra spilltist, varð hún mjög slegin. Þegar ein þeirra, hláturmild og liðleg, dökkhærð stúlka, að nafni Erica, var drepin er hún var að verja stað, skammt frá Kastalanum, varð Hanna ekkert hrygg, aðeins móðguð. 100 Þegar allt landið gerði lokun- arverkfall, 5. nóvember, var Hanna sú eina, sem hafði opið hjá sér. Þegar verkfallsmenn komu til hennar og bentu henni á, að hún væri verkfallsbrjótur, var það rétt svo að hún yppti öxlum. Þurftu þeir kannski ekki einhvern stað til að drekkja sorg sinni? Eina vandamálið var, að hún varð að bjargast sem næst hjálparlaus, þar eð flestar stúlkurnar neituðu að vinna, af samúð með Ericu. Það var enn bjart, er Nemetz gekk inn í kaffihúsið. Eins og endranær, sat Hanna bak við peningakassann - postulínsgyðja ósnert af styrjöldum, elli og dauða. - Æ, Lajos, hvað það var gaman að sjá þig! Hún brosti og slétta hörundið undir augunum dróst í ofurlitlar, næstum ósýni- legar hrukkur. - Ég var að frétta af honum Otto Koller. Er það ekki hræðilegt? Hvers- vegna í ósköpunum þurfti hann nú að fara að flækjast inn í þessa byltingu? Ég er svo fegin, að ekkert skuli hafa komið fyrir þig. Allt í einu datt henni annað í hug. - Ég er líka búin að frétta af henni frænku þinni. Hvað það gat verið sorglegt! Mér þykir svo fyrir því. Hún klappaði á höndina á honum í samúðarskyni. Hún þekkti börn in. Þegar hann var úti að ganga með þau, hafði hann stundum komið þarna inn og Hanna hafði gætt þeim á sódavatni og kökum - Veslings litla stúlkan. En PSMGI2Z-24 »30280-32262 LITAVER Þýzk teppi, verð frá kr. 255. Ensk teppi, verð pr. ferm. 360, breiddir 137 — 228 — 366. Korkgólfflísar, verð pr. ferm. 214 og 324. Ainerískar gólíflísar, verð pr. ferm. 278. Mjög inikið úrval. Postulíns-veggflísar enskar og þýzkar, verð frá 190 kr. ferm. Fjölbreytt litaúrval. í BOLLA HVERJUM... Jlfltfl — Nei, nei, hann er ekkert líkur henni mömmu, — hún er ekki með rana! kannski var þetta henni bezt. Hún hefði aldrei getað orðið falleg með aldrinum í meira en hálfan mánuð hafði Hanna aldrei komið út úr íbúð- inni sinni, uppi yfir kaffihúsinu, en samt sem áður hafði hún reið- ur á öllu, sem gerðist í borginni. - Hefurðu frétt, að Erica var drepin? sagði hún. Þú hlýtur að muna eftir henni. Það var hún, sem var blest í máli. Hún var að hugsa um að fara til talkennara til þess að fá það lagað, en ég spurði hana, hvort hún væri alveg vitlaus. Karlmönnum fynd ist þetta töfrandi. Það gerði hana eitthvað svo barnslega. Hún var drepin á sunnudaginn. Rétt við Kastalann. Hún and- varpaði og yppti öxlum. Ég skil ekki þessa ungu kynslóð. Svona falleg stúlka eins og hún var, að láta drepa sig! Og fyrir hvað? Föðurlandið? Nei, þá vorum við öðruvísi, var það ekki? - Jú, það vorum við sannar- lega svaraði Nemetz og kinkaði kolli. - En hvort okkur verður talið það til gildis, er annað mál. - Æ, fari það alltsaman til fjandans, andvarpaði hún, en brosti svo aftur. - Aðalatriðið er, að enn einu sinni höfum við lifað af jarðskjálfta. Og við erum búin að hafa þá marga, ekki satt, Lajos? Það væri gaman að vita, hvenær sá næsti kemur. Nemetz fannst tími til kom- inn að snúa sér að erindinu, sem hann átti þarna í kaffihúsið. - Ég þarf að biðja þig að gera mér greiða, sagði hann. - Nú, og hvað er það? Rómur- inn varð eins og ofurlítið kald- ari. - Hvenær sástu seinast hann vin okkar, hann Stambulov? Hún dokaði ofurlítið með svar ið. Nemetz var í hópi vina henn- ar, en hún vissi, að leyndar- dómurinn við að sleppa lifandi var að reiða sig aldrei á neinn. - Hversvegna spyrðu? Hann sagði henni í sem fæst- um orðum um Halmy lækni. - Heldurðu, að þú gætir náð í hann Stambulov hingað, svo að ég gæti fengið að tala við hann, eins og rétt fyrir tilviljun? - Hversvegna hringirðu ekki í skrifstofuna og færð viðtal? - Vegna þess, að hann vill ekki veita mér viðtal. Hann vill ekki einusinni eyða fimm mínút- um í málið. - Já, en ef þú getur sannað, að læknirinn sé saklaus? - Honum er alveg sama um það. Stefna þeirra byggist, eins og er á ógnunum og þvingunum. Reyna að æra vitið úr fólki. Þeir bæði taka fólk fast og flytja það úr landi, þó það hafi ekki tekið neinn þátt í bylt- ingunni. I gær umgirtu þeir heilt hús í Bajnokgötu og tóku hverja einustu unga manneskju, sem þar bjó. Og í flutningabílum fór allur hópurinn til Austur-braut- arstöðvarinnar - En hversvegna ætti Stambulov að hlusta betur á rök hér en í skrifstofunni sinni? "------- r*i:........ Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Góður d' gur til samninga. Hvíldu þig vel. Nautið 20. apríl — 20. maí Tilfinningarnar eru ofarlega á baugi. Njóttu lífsins. Tvíburarnir 21 mí — 20. júní Þú skalt. verzla eitthvað í dag, og gleðja einhvern, sem það á skil’ð Krabbinn ?1. júní — 22. júlí Nú skaltu gera hreint bæði eiginlega og í öðrum skilningi. Ljónið 22. júlí — 22. ágúst. Stolt fcitt æltar að reynast þér erfitt. Reyndu að finna einhverja útleið Meyjan 2S. ágúst — 22. september. Einhver þarfnast hjálpaar þinnar, en ofgerðu þér ekki á góð- mennskunni Vogin 23. september — 22. október Þú ert ofurlítið latur í dag, en það er aðkallandi að þú rífir þig upp úr letikastinu. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Gerðu skyldu þína strax, þá verður fc>ér afstaða þín ljósari og hvað framundan er. Reyndu að fá þig lausan seinni hluta dagsins Bogmaðurir.n 22. nóvember — 21. desember. Þú getur lagt eitthvað fyrir í dag. Og ef þú vinnur að kappi kann það að auka möguleika þina á því að hækka tekjurnar. Finndu þér tónrstundavinnu í dag. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Þér er óhætt að segja meiningu þína í dag, það er eins gott fyrir bá sem í kringum þig eru. Vatnsberinn 20 janúar — 18. febrúar. Revndu að leita einfaldari lausnar. Berta er að beygja en brjóta Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Njó+tu þess að vera með yngra fólki í dag. Skemmtu þér, þegar þú hefur lokið daglegum störfum. Farðu kynnisferðir um nágrenn' þitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.