Morgunblaðið - 26.06.1968, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1968
|p|||||i|p; | ■ ;f;í |||:
mörk í tveim leikjum 1. deildar í gær
Akureyri vann ÍBV 3:0
og tók forustu í deildinni
ÞAÐ voru skoruð 9 mörk í tveimur 1. deildar leikjum í gær. Þetta
er mesti markadagur mótsins, því í 9 leikjum fram að deginum í
gær höfðu ver;ð skoruð 29 mörk samtals. Það einkennilega var að
aðeins tvö !ið skoruðu öll þessi mörk. KR skoraði 6 gegn 0 á móti
Keilavík cg á Alrureyri tóku heimamenn á móti gestunum sunn-
an frá grasj grónum Vestmannaeyjum í kulda og norðangolu, og
hejm urðu Eyjamenn að halda með þrjú fengin mörk — án þess
að þeim tækist að skora nokkuð á móti.
Að þessum leikium loknum hefur Akureyri tekið forystuna og
KR loksins að koma sér almennilega á blað, þó enn sé allangt í
loppinn.
KR malaði sundurlaust
Keflavíkurliðið 6:0
ÞAÐ liðu ekki margar mínútur
af leik KR og Keflavíkur þar til
i ljós kom að þar væri upphafinn
leikur kattarins að músinni.
Keflavíkurliðið var sundarlaust
og fálmandi jafnt í sókn sem
í vörn, en KR liðið sýndi sama
baráttuviljann og fyrr, auk þess
sem að heildarsvipur leiks liðs-
ins hefur tekið stórstígum fram-
förum.
Að vísu verður ekki séð með
vissu, hvað af yfirburðunum hjá
KR-ingum er hægt að skrifa á
jákvæðar framfarir í leik liðs-
ins, og hvað tilheyrir einungis
afskaplega — og alveg óvenju-
lega — slakri frammistöðu
Keflvíkinga, samfara heppni KR
inga, einkum í skorum marka.
Þáttur Þórólfs
En það er staðreynd sem ljós-
lega kom fram, að Þórólfur varð
KR-liðinu ólýsanleg hjálparhella.
Það var ekki nóg með að hann
ætti sjálfur ágæta leikkafla og
gæfi slíkar sendingar, að á stund
um þurftu samherjar hans ekki
annað en hlaupa á knöttinn til að
Keflavíkurvörnin væri sigruð og
mark skorað — eða sú hætta
sköpuð sem leiddi til hinna
verstu atvika við Keflavíkur-
markið.
Á þann hátt bæði lék Þórólfur
liðsmenn sína upp og varð þeim
slík hvatning að þeir tóku að
leika miklu betur en þeir hafa
áður gert í vor. Enda má nú
segja, að í herbúðum KR gat vart
nokkur breyting á orðið — nema
til batnaðar.
Coca Cola
keppnin hofin
hja G.R.
í GÆR hófst hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur hin árlega Coca-
Cola keppni. Þetta er eitt af stór-
mótum sumarsins og leiknar 72
holur á 4 dögum, þ.e.a.s. 25., 26.,
27. og 29. júní. Keppnin hefst kl.
5.30 þrjá fyrstu dagana.
Útimótið
í handbolta
ÚTIMÓTINU í handknattleik
verður fram haldið við Mela-
skólann í kvöld. Tveir leikir
verða þá í meistaraflokki karla.
Fram og Víkingur keppa í öðrum
riðlinum en Ármann og Þróttur
í hinum riðlinum.
FH og Haukar hafa nú tekið
forystu í rðilunum en FH þegar
tapað stigi. En keppni er svo
skammt komið enn, að óvarlegt
er að spá um úrslitin.
En þó mörkin hafi orðið 6 gegn
0, skal efað, að KR hafi enn eign
azt eitthvert „super-lið“ sem eigi
vísa sigurgöngu til mótsloka. Til
þess var mótstaðan sem við var
að etja svo lítil. Mikil uppskera
fékkst oft fyrir lítið erfiði og
aðeins sjálfsögð tilþrif.
Mörkin
Á 11. mín kom fyrsta markið.
Framh. á bls. 5
McWhinnly á Nesvelli
ÞAÐ gerðist svipuð saga á Ak-
ureyri og í Reykjavík. Heimalið-
ið náði fljótt algerum yfirburð-
um. Nyrðra héldust þeir ekki
mema fyrri hálfleikinn. Þá stóð
3:0 á báðum stöðum. Lengra kom
ust Akureyringar ekki með Vest-
mannaeyinga — en það er sam-
merkt fyrir komumenn nyrðra
og syðra að þeir áttu vart gott
marktækifæri allan leikinn. En
Vestmannaeyingar munu hafa
barizt af meira harðfylgi nyrðra
en Keflvíkingar gerðu hér.
Glæsilegt mark.
Fyrstu mínútur lei'ksins voru
iþóf’kenndar. Akureyringar kom-
ust ekki í gang strax. En smám
saman náðu þeir tökunum og
höfðu yfirburði allan fyrri hálf-
leik. Þeir áttu miklu fleiri tæki-
færi én þeir fengu notað, m. a.
Atvinnugolfkennari kominn
Golfklúbbs NESS
a vegum
Kennir allan daginn og allir
geta notið kennslu hans
GOLFKLÚBBUR Ness hefur nú
fengið hingað enska atvinnugolf
kennara, sem mun starfa hjá
klúbbnum næsta mánuðinn. Fyr-
ir valinu varð nú Robert Mc-
Whinnley. Er hann þriðji at-
viimugolfkennarinn, sem hingað
kemur á vegum Goifklúbbs
Ness, en allir eru þeir fyrsta
flokks kennarar með full kennslu
réttindi frá enska sambandinu.
McWhinnly kemur frá Royal
Berkshire golfklúbbnum og gaf
klúbburinn honum mánaðarfarar
leyfi til íslands.
íþróttafréttamenn hittu Mc
Whinnly í gær, en þá hafði hann
hafið kennslu, þó enm sé ekki
Drengjameist-
aramótið
28. og 29. júní
DRENGJAMEISTARAMÓT • ís-
lands fer fram föstudaginn 28. og
laugardaginn 29. júní.
Fyrri dagurinn fer fram á
Melavellinum og hefst kl. 8 e.h.
Keppt verður í þessum greinum:
100 m., 200 m., og 800 metra
hlaupum, 4x100 m. hlaupi, kúlu
varpi, sleggjukasti, langstökki,
hástökki, auk þess fer fram
stangarstökkskeppni sveina.
Seinni dagurinn hefst á Laug-
ardalsvelli kl. 2 e.h. og verður
keppt í þessum greinum:
110 m grindahlaupi, 200 m
grindahlaupi, 400 m og 1500 m
hlaupi, kringlukasti, spjótkasti,
stangarstökki og þrístökki.
ÞátttökutilkynningaT berizt í
pósthólf 1029 fyrir 27. þ.m.
fullskipað hjá honum, enda er
hann reiðubúinn að vera á golf-
vellinum frá morgni til kvölds
og næstum á þeim tíma er óskað
er eftir.
McWhinnly kvað sér vel lítast
á aðstæður hjá Nesklúbbnum, og
hugði gott til verunnar hér. —
Hann óttast ekki kuldann, en
sagði að hér yrði að leika með
nokkuð öðrum hætti en ytra tíðk
aðist vegna hinnar vindasömu
veðráttu.
McWhinnly er aðeins 22 ára.
Hann hóf atvinnumannaferil 19
ára gamall, en keppni hóf hann
í golfi 12 ára gamall.
McWhinnley lék tvo hringi á
Nesvellinum daginn sem hann
kom og fór á 37 höggum og 35,
en par er 35. Átti hann þó í erf-
iðleikum með höggin á „holu-
teignum“, því þeir teigar eru
ólíkir hér og í Englandi.
Hann ræddi um golfiðkun í
Englandi og Skotlandi og kvað
hana stöðugt vinsælli. Þar iðk-
ar fólk golf fyrir „hringgjöld"
allt frá Ti shilling, en í hinum
betri klúbbum eru ársgjöld um
50 sterlingspund að meðaltali.
Forráðamenn Nessklúbbsins
vildu koma eftirfarandi á fram-
færi:
Við viljum beina þeim tilmælum
til þeirra sem vilja njóta kennslu
McWhinnly að tilkynna það
sem fyrst, þar sem hann mun
eiungis vera hér einn mánuð. —
Kennslubók liggur frammi í golf
klúbbnum, þar sem menn geta
ritað sig inn í kennslutíma, á
þeim tímum sem lausir eru. —
Menn geta einnig tilkynnt í síma
golfklúbbsins 17930.
Golfklúbbur Ness vill einnig
leyfa utanfélagsmönnum að
njóta kennslunnar eftir því sem
pláss og tími leyfir, og eru þeir
beðnir um að hafa samband við
klúbbinn.
Robert Mc-Whinnly mun vera
til taks allan daginn. Þeir klúbb-
ar sem hefðu hug á að njóta
kennslu hans, eins og í fyrra,
eru beðnir um að hafa samband
við Golfklúbb Ness hið allra
fyrsta.
Robert McWhinnly er mjög góð-
ur golfleikari, og heilum „klassa“
fyrir ofan þann golfleik sem við
íslendingar þekkjum. Væntum
við að sem flestir noti tækifærið
meðan hann er hér og fá fyrsta
flokks golfkennslu.
stangarskot Skúla Ágústssonar.
Eftir rúml. stundarfjórð-
unggsleik lék Guðni framvörð
ur út í hom hægra megin og
gaf siðan vel fyrir mark Eyja-
manna. Þar tók Kári knött-
inn á brjóstið, en skoraði síð-
an ævintýralega fallegt mark
undir þverslá og beitti við
það tilburðum sem ekki eru
á færi nema þrælæfðra fim-
leikamanna.
Um þetta leyti og næsta stund-
arfjórðunginn var sóknarlota Ak
ureyringa mjög þung, þó upp-
skeran yrði ekki meiri.
Á 23. mín. óð Kári svo einn
síns liðs gegnum alla vörn Eyja-
manna og skoraði án þess að Páll
markvörður verði *um mistök sak
aður.
5 mín. fyrir leikhlé náði svo
Magnús Jónatansson einu af þess
um skotum af löngu færi sem
hann er frægur fyrir og þar með
var markasögu leiksins lokið.
f hálfleik komst mark Akur-
eyringa sjaldan í hættu, en Sam-
úel varð það sem að marki bar
af öryggi og á'kveðni. í síðari
hálfleik fóru Akureyringar sér
hægar en Eyjamenn færðust í
aukana. Fyrri hluti síðari hálf-
leiks var bezti leifckafli Eyja-
manna, en er lengra leið náðu
Akureyringar aftur frumkvæð-
inu.
Raunar komst mark Akureyr-
ar aldrei í yfirvofandi hættu,
Framh. á bls. 5
STAÐAIM:
Akureyri
Fram
KR
Valur
Vestm.eyjar
Keflavík
4
4
4
4
3
3
8:1
9:5
10:7
6:7
5:8
0:10
Frjálsíþróttanámskeið KR
FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD KR
hefur gengizt fyrir frjálsíþrótta-
námskeiði fyrir yngri kynslóðina
síðustu vikur, og er nú komið að
lokum þess, því að námskeiðs-
mótið hefst næstkomandi mánu-
dag, 1. júlí.
Námskeiðið hefur einkum ver-
ið ætlað stúlkum og piltum
fæddum 1954 og 1953, og verður
nú á námskeiðsmótinu keppt um
fjóra verðlaunabikara, sem Sam-
vihnutryggingar hafa gefið, einn
bikar í hverjum flokki.
Námskeiðið hefur verið fjöl-
sótt, einkum af yngri aldurs-
flokknum, og margur skemmti-
legur efniviður í góðan frjáls-
íþróttamann eða konu komið
þarna fram í sviðsljósið.
Síðustu æfingamar verða í
kvöld og tvö næstu kvöld klukk-
an 5—6,30, en síðan hefst mótið
á mánudaginn á sama tíma. —
Keppt verður í fimm greinum,
einni á dag út næstu viku.