Morgunblaðið - 26.06.1968, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.06.1968, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1966 27 — Ályktun NATO Framhald af bls. 1. gætu leitt til lausnar á pólitísk- um grundvallarvandamálum Ev- rópu. í skýrslunni kemur fram, að sambúð austurs og vesturs hafi batnað að vissu leyti. Kom- izt er að þeirri niðurstöðu, að enda þótt góðar horfur séu á því að sambúð haldi áfram að batna, ef horft er langt fram í tímann, megi ekki gera of mikið úr möguleikum á skjótum fram- förum í þá átt að almennt dragi úr spennunni. 5. Ráðherrarnir ítrekuðu engu að síður þann ásetning sinn að halda áfram tilraunum sínum til þess að stuðla að því að enn verði dregið úr spennunni. Hvert aðildarland um sig ætti að gera allt sem í þess valdi stæði til að bæta sambúð austurs og vest- urs, enda verði að hafa í huga þá viðteknu venju að bandalagsrík in ráðfærist sín í milli, þegar henta þykir. Ráðherrarnir kom- ust að þeirri niðurstöðu, að þær auknu athuganir, sem gerð- ar hafa verið innan bandalagsins á viðeigandi stefnu til að ná fram réttlátri og traustri skipan mála í Evrópu, til að binda enda á skiptingu Þýzkalands og treysta öryggi Evrópu, hefði reynzt afar mikils virði og ættu að halda áfram. Þetta verk verður liður í virkum og stöðugum undirbún- ingi þess tíma, þegar vænta má að viðræður milli austrænna og vestrænna þjóða, tveggja eða fleiri, um þessi flóknu vanda- mál, beri ávöxt. 6. f seinni hluta skýrslu ráðs- ins er yfirlit um þann árangur, sem náðzt hefur til þessa í um- fangsmiklu starfi að sundrliðaðri könnun á afvopnun og hagnýtum ráðstöfunum sem miða að vopna eftirliti. Fyrst í stað hafa ríkis- stjórnir aðildarlandcinna og sér- fræðingar þeirra einbeitt sér að könnun á möguleikum á því að austurveldin og vesturveldin drægju gagnkvæmt úr herstyrk. Ráðherrarnir staðfestu þá ákvörð un fastaráðsins að láta þetta flókna og mikilvæga starf ganga fyrir öðru. Þeir vildu ekki van- meta þær hindranir, sem eru á veginum, en ítrekuðu nauðsyn þess að koma í veg fyrir mögn- un vígbúnaðar af beggja hálfu. 7. Ráðherrar þeir sem eru full- trúar þeira landa sem taka þátt í varnarsamstarfi NATO, sam- þykktu yfirlýsingu um að dregið verði gagnkvæmt úr herstyrk og fylgir hún þessari fréttatilkynn- ingu. Franska sendinefndin lýsti yfir því, að vegna grundvallar- afstöðu og með tilliti til fundar- skapa gæti hún aðeins lýst sig samþykka 1., 2., 3. og 6 grein með fylgjandi yfirlýsingar Hún hefur hins vegar ítrekað, að þar sem könnun á möguleikum á að dreg- ið verði gagnkvæmt úr liðsstyrk sé ekki lokið muni Frakkland halda áfram að taka þátt í því áframhaldandi starfi ráðsins, sem gert er ráð fyrir í 13. grein skýrsl unnar um framtíðarverkefni bandalagsins. 8. Ráðherrarnir athuguðu og samþykktu skýrslu frá fastaráð- inu, sem greindi í einstökum atr- iðum frá ástandinu á Miðjarðar- hafi og skyldum varnarmálum. — Norræna félagið Framhald af bls. 3. son í 4 ár og Eiríkur Pálsson í eitt ár. Þóroddur Guðmundsson gat þess að haldnir hefðu verið 20 stjórnarfundir í félaginu og 9 kvöldvökur, auk aðalfunda. Full- trúar frá félaginu hafa mætt á fjórum vinabæjamótum, í Upp- sölum í Svíþjóð, á Friðriksbergi í Danmörku, í Hemenlinna í Finnlandi og í Bærum í Dan- imörku. Tekið hefur verið á móti og greitt fyrir mörgum norræn- um gestum af stjórn félagsins. Þá hefur stjórn félagsins haft milligöngu um útvegun skólavist ar í lýðháskólum á Norðurlönd- um fyrir fjölda unglmga. Tala félagsmanna var við stofnun fé- lagsins 33, en er nú 68 og þar að auki 6 styrktai-félagar. Mikill áhugi kom fram á aðal- fundinum á að efla starfsemi fé- lagsins. Þeir fólu fulltrúum fastaráðsins að hafa fullt samráð sín á milli um þetta ástand og auka þessar ráðfæringar sínar þannig að þær verði ítarlegri og nái yfir stærra svið. í þessu skyni var þess farið á leit við framkvæmdastjórann, að hann samræmdi skipti fulltrúa ráðsins á upplýsingum og veitti ráðinu nákvæmar leiðbeiningar um ástandið á Miðjarðarhafi. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir, að aðildarríkin eða framkvæmda- stjórinn geti borið upp mál til at hugunar í ráðinu í samræmi við réttindi sín og ábyrgð. 9. Ráðherrar þeirra landa sem taka þátt í störfum varnarskipu- lagsnefndarinnar ákváðu með til liti til hinna auknu umsvifa Rússa á Miðjarðarhafi, sem ný- lega hafa átt sér stað og gefa til- efni til uggs, að fastafulltrúarnir tækju fljótlega með aðstoð her- yfirvalda NATO til athugpnar ráðstafanir, sem miðuðu að því að tryggja öryggishagsmuni að- ildarríkja NATO á Miðjarðarhafs svæðinu og til að auka hæfni liðs styrks bandalagsins á þessum slóðum. Fastafulltrúarnir munu einnig athuga aðrar ráðstafanir eða skipulagsbreytingar, sem kunna að reynast nauðsynlegar til að auka árangur og samræm- ingu eftirlitsstarfs bandalagsins á Miðjarðarhafinu, og kann þetta að þarfnast frekari staðfesting- ar. 10. Frakkland lýsti ekki yfir aðild að ákvörðunum þeim, sem um getur í 9. gr. að ofan. 11. Ráðið hlýddi á yfirlýsing- ar utanríkisráðherra Grikklands og Tyrklands um samskipti þess ara tveggja bandalagsríkja. Ráð- ið lét í ljós ánægju með þá þró- un, sem átt hefur sér stað upp á síðkastið í samskiptum Grikk- lands og Tyrklands og lét í ljós von um frekari framför, sem kæmi báðum löndum og banda- laginu að gagni og ná mætti fram að ganga í framtíðinni. Ráðið lét einnig í Ijós von um, að hinar óform- legu viðræður, sem hafnar væru milli þjóðarbrotanna á Kýpur, verði mikilvægur skerfur til end anlegrar lausnar á vandamálinu. 12. Næsti ráðherrafundur ráðs ins verður haldinn í Brússel í desember 1968. Ráðstafanir til að draga úr herstyrk. Yfirlýsing samþykkt af utan- ríkisráðherrum og fulltrúum landanna sem hlutdeild eiga að varnaráætlunum NATO. 1. Á fundi sínum í Reykjavík 24. og 25. júní 1968 höfðu ráð- herrarnir í huga þá einlægu von aðildarlandanna, sem oft hefur verið látin í ljós, að fram- förum verði komið til leiðar á sviði afvopnunar og vopnaeftir- lits. 2. Ráðherrarnir viðurkenndu, að hin óleystu vandamál, sem eru undirrót skiptingar Evrópu, yrði að leysa með friðsamlegum hætti og eru sannfærðir um að lokatakmark varanlegrar og frið samlegrar skipunar í Evrópu krefst þess að andrúmsloft trausts og trúnaðar verði ríkjandi og að þessu marki verði aðeins náð í áföngum. Ráðherrarnir höfðu í huga þann augljósa og varanlega áhuga allra Evrópuríkja á þessu marki og létu í ljós þá skoðun, að ráðstafanir á þessu sviði, með al annars til að draga úr her- styrk, stuðlaði verúlega að því að minnka spennu og draga enn frekar úr styrjaldarhættunni. 3. Ráðherrarnir gáfu gaum að hinu mikilvæga starfi, sem leyst hefur verið af hendi innan Atl- antshafsbandalagsins af ríkis- stjórnum aðildarlandanna með könnun þeirri á hugsanlegum til raunum til að draga þannig úr herstyrk í samræmi við 13. grein „skýrslunnar um framtíðarverk- efni bandalagsins", sem ráðherr- arnir samþykktu í desember 1967. Sérstaklega hafa þeir gefið gaum að starfi því sem nefnd stjórnmálaráðunauta hefur unn- ið í því skyni að finna grundvöll fyrir samanburði og til þess að brjóta til mergj ar ýmsar leiðir til að ná því fram, að dregið verði úr herstyrk, einkum í Mið-Evr- ópu. 4. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á þörf bandalagsins á að viðhalda öruggum hernaðarmætti og til þess að tryggja jafnvægi á hlut- föllum herstyrks NATO og Var- sjárbandalagsins í Evrópu. Þar sem dregið yrði úr öryggi NATO-landanna og horfur á því að draga úr herstyrk mundu minnka ef NATO fækkaði ein- hliða í herafla sínum, lögðu ráðherrarnir áherzlu á það sjón- armið, að ekki skyldi draga úr heildarhernaðargetu NATO nema því aðeins að um væri að ræða lið í gagnkvæmri fækk un, sem væri jafnmikil og gerð samtfmís. Þar af leiðandi fólu ráðherr- arnir fastafulltrúunum að halda áfram starfi sínu og auka það í samræmi við eftirfarandi meg inatriði, sem samkomulag er um: (A) Báðir aðilar verða að draga gagnkvæmt úr herstyrk, jafnmikið og samtímis. (B) Ráðstafanir til að draga úr herstyrk ættu að geta orð- ið mikilvægt framlag, sem ætti að geta þjónað því mark- miði að viðhalda núverandi öryggi óbreyttu með minni til kostnaði, en ætti ekki að valda hættu á því að jafn- vægið í málefnum Evrópu - raskist. (C) Ráðstafanir til að draga úr herstyrk ættu að samrým- ast því markmiði að auka sjálfstraust manna í Evrópu yfirleitt og beggja aðila. (D) í þessu skyni ætti hvers konar samkomulag um að draga úr herstyrk að samrým ast mikilvægustu öryggishags munum allra sem hlut eiga að máli og unnt ætti að vera að tryggja örugga framkvæmd þess. 6. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á, að ríkisstjórnir þeirra væru fúsar að athuga sérstakar og raun hæfar aðgerðir á sviði vopna eft irlits ásamt öðrum ríkisstjórn- um, sem hlut ættu að máli. 7. Ráðherrarnir voru á einu máli um það að æskilegt væri að komið yrði til leiðar að þró- un, sem leiddi til þess að dreg- ið yrði gagnkvæmt úr herstyrk, gæti hafizt. í þessu skyni ákváðu þeir að gera allan nauðsynlegan undirbúning að viðræðum um þetta efni við Sovétríkin og önn ur ríki Austur-Evrópu, og þeir skora á þau að taka þátt í þess- ari viðleitni til þess að stuðla að framförum í friðarátt. 8. Ráðherrarnir fólu fastafull trúunum að fylgja þessari yfir- lýsingu eftir. - GAULISTAR Framhald af bls. 1. Gaullistar náðu kjöri og haldi áfram, sem horfir um sigurlíkur þeirra, má búast við, að þeir fái allt að því 300 þingsæti af 487. Það vekur athygli, að í Rouen hefur frambjóðandi Miðflokka- sambandsins Jean Leeanuet, sem var forsetaefni sambandsins árið 1965, dregið sig í hlé og þar með tryggt frambjóðanda Gaullista sigur í viðureigninni við frambjóðanda kommúnista,. Miðflokkasambandið fékk á sunnudaginn aðeins fjóra menn kjörna og atkvæðamagn þeirra féll úr 12.64% við síðustu kosn- ingar, niður í 10.34%. Bendir ým- islegt til þess, að sambandið þarfnist aðstoðar Gaullista til til þess að fá þá 30 menn kjörna á þingið, sem þarf til þess að geta myndað þingflokk. Miðflokkasambanddð er jafn eindregið í andstöðu sinni við kommúnista og Gaullistar sjálfir, en hefur að undanförnu haldið uppi harðri gagnrýni á stefnu de Gaulles og stjórnar hans, m. a. í málum, er varða Atlantshafs- bandalagið, Efnahagsbandalag Evrópu og samskipti við Banda- ríkin Segir í NTB frétt, að Du- hamel hafi sagt í svari við til- mælum Gaullista um samvinnu, að eigi til hennar að koma. verði þeir að gefa vissar tryggingar varðandi framtíðarstefnuna. Á miðvikudagskvöldið er út- runninn sá frestur, er frambjóð- end'ur hafa til að draga sig í hlé fyrir kosningarnar á sunnudag- inn, en þá nægir einfaldur meiri 'hluti til þess að hljóta kosningu, — Áhugi kvenna Framhald- af bls. 28. í höfuðborg Hollands, Haag. Börn okkar eru tvö, bæði að verða uppkomin. Sonur okkar er við nám í Sviss um þessar mundir. — Hafið þér sjálfar áhuga á alþjóðamálum? — Ja, þegar maðurinn minn lifir og hrærist í stjórnmál- um kemst ég ekki hjá því að fylgjast með _þeim og fá á- huga á þeim. Ég held, að hver ábyrgur einstaklingur hljóti að leggja sig fram um að setja sig eftir föngum inn í hin ýmsu vandamál sem margar þjóðir varða. — Taka hollenzkar konur virkan þátt í stjórnmálum? — Ég mundi segja að áhugi meðal kvenna í Hollandi á stjórnmálum og virkri þátt- töku væri mjög almennur. Margar konur eiga sæti á þingi okkar og ein kona, ung- frú Marga Rompé er félags- málaráðherra í núverandi stjórn, og er það í annað skipti sem hún gegnir því embætti Yfirleitt má segja, að hollenzkar konur gefi sig í heild mjög að opinberum málum og láti ekki sitja við orðin tóm, heldur taki reglu- legan þátt i þeim, sagði frú- in að lokum. Frú Clotilde Brosio, kona framkvæmdastjórans Manlio Brosio rifjaði upp fyrri ferð til íslands fyrir tveimur ár- um. Auk þess kvaðst hún hafa komið við á Keflavíkur- flugvelli endur fyrir löngu en ekki tafið í það sinn. - Ég var með gesti heima hjá okkur, en þegar mér bauðst að fara til íslands, skildi ég þá bara eftir, sagði frúin og brosti — svo að þér sjáið, að ég ber góðan hug til landsins ykkar. — Náttúran er hrikaleg og stórbrotin. Við konurnar komum m.a. á Þingvöll í gær, einnig skoðuðum við hveri og margt fleira bar fyrir aug- un. Litirnir eru svo fjölskrúð- ugir á íslandi, að ég er óþreyt andi að dást að þeim. — Ég er hrifin af ís,lending um, þeir eru hjartahlýir og elskulegir. Og mér finnst allt fallegt, börnin svo indæl, Ijós og björt yfirlitum og vel búin, stúlkurnar glæsilegar og bráð laglegar og karlmennirnir — ekki má gleyma þeim, einkar karlmannlegir. Þetta eru eng- ar ýkjur, þó að ég taki kannski dálítið djúpt í árinni, ísland og íslendingar hafa hrifið mig mjög. Auðvitað einnig vegna þess, að maður verður undr- andi að koma hingað og sjá það mannlíf sem hér er lifað í harðbýlu og erfiðu landi. — Heimili okkar hjónanna er í Brússel, síðan aðalstöðv- arnar voru fluttar þangað. En við erum bæði ítalar, ég er ættuð frá Torino á Norður- Ítalíu. — Jú, ég hef ánægju af heim ilisstörfum, meira að segja uppþvotti. Ég hef ánægju af því að elda mat, taka á móti gestum. Það er mesti misskiln ingur að líta niður á húsmóð- urstörf og telja að aðeins óæðri verur megi sinna þeim. Ætli flestum beri ekki saman tim það, þrátt fyrir allt að þau séu ekki þýðingar- — Það leiðir af sjálfu sér, að ég fylgist af áhuga með starfi manns míns sem fram- kvæmdastjóra NATO, og reyni að setja mig inn í ýmis alþjóð leg vandamál og fylgjast með þróun þeirra. Á þessum síð- ustu tímum er einkar mikils- vert, að fólk telji ekki að al- þjóðamál sé viðfangsefni fyr- ir fáeina einstaklinga, heldur þarf alþýða manna að skilja þýðingu þeirra og gera sér sem gleggsta grein fyrir fram vindu mála. Hiiseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virkadaganema laugardaga — Forsetakosningar Framhald af bls. 2 son, Andrés Kristjánsson, ritstj., Árni Gunnlaugsson, lögfr., séra Björn Jónsson, Keflavík, Gils Guðmundsson alþm., Jón Skafta- son alþm., og Pétur Benediktsson alþm. Þá flutti Kristján Eldjárn ávarp og svaraði fyrirspurnum. Fjölmenni var á fundinum og ■voru Kristján Eldjárn og kona 'hans hyllt í fundarlok. í GÆR kom út 8. tbl. af Þjóð- kjöri, blaði stuðningsmanna Gunnars Thoroddsens. í forustu grein þess segir m.a.: „Fylgi Gunnars Thoroddsens hefur farið dagvaxandi síðustu vikurnar. Fólkið, sem var í upp- hafi óákveðið, hefur smám sam- an verið áð átta sig, og að mikl- um meirihluta gengið til fylgis við hann. Ferðir þeirra hjóna út um landið hafa mjög styrkt fylgi hans þar, ásamt kynningu for- setaefnanna í sjónvarpinu, sem tvímælalaust aflaði Gunnari fjölda atkvæða, bæði þeirra, sem óákveðnir voru og hinna, sem höfðu hallazt að hinum f rambjóðand anunn. Fundir þeir, sem stuðnings- ■roenn Gunnar hafa efn<t til hér í höfuðstaðnum sýna og hive miklu fylgi hann á að fagna hjá Reykvíkimguim, enda væri annað vart hugsanlegt, eins vinsæll og hann var sem borgaxstjóiri. Og þá er etoki síður ánægjiufliegt að sjá, hve æsikan fylkir sér uim hann. Það kom glöiggflega í Ijós þagar hún troðlfyilltá Haskólaibáó út í dyr. Allt bendir þetta í þá átt, að meiriih.liu.ti þjóðarinnar sé einnáð- in í að velja Gunnair Thoroddsen sam næsta forseta íslands. Eigi að síður er vert _að vara við of mikilli bjarsýni. Úrslit leyniiliegira kosninga enu alidmei visis fyrr en atlkvæðin hafa venið talin. Krisitj- án Eldjárn hefur einnig mikið fylgi. Það er staðreynd, sem stuðningsmenn Gunnar Thonodd sens verða að gera sé fuflfl,a grein fyirir, hversu ótnúleg sem hún er í þeirra auguim. Einginn má því liiggja á l'iði sínu. Allir verða að leggja fram þann stuðning sem þeir geta. Góðar sigiurhorifur •hafa stundum endað með ósigri, af því að menn þóttust of vissir um sigUTÍnn.“ ÞETTA blað ber þess merki að baráttan á ritvellinum er að harðna. Magnús Óskarsson hrl. hrekur í þessu blaði atriði í grein Sigurðar A. Magnússonar í „30. júní“ er stór forsíðugrein eftir Sigurð A. Magnússon og þar segir m. a. svo í kafla, sem ber fyrirsögnina: „Hvað gera aðrar menningarþjóðir?“ „Indverjar völdu til dæmis kunnasta heimspeking sinn og fræðimann, Radhakrishnan próf- essor, til fyrsta forseta lýðveld- isins 1947“. Mér brá, er ég las þetta og varð á að hugsa: Hér hefur skeð slys. Mikilvægur menningarviti hlýtur að vera í ólaigi .... Indverjar völdu ekki fyrsta for seta s»nn árið 1947, heldur 1950, eftir að gtjórnarskrá landsins var samþykkt. Fyrsti forseti Indlands hét ekki Radhakrishnan, heldur Prasad, og var hann forseti í 12 ár. Prasad var ekki þekktur sem fræðimaður, heldur sem stjóm- málamaður í áratugi, þingmaður og ráðherra. Var hann á þeir ár- um fangelsaður nokkrum sinnum fyrir stjórnmálaafskipti. Radhakrishnan var kjörinn for seti áirið 1962 þ. e. 15 árum síðar en S.A.M. segir. Hafði hann þá verið varaforseti Indlands í a. m. k. 10 ár. Þar áður var hann am- bassador Indlands í Sovétríkjun- um og formaður indversku sendi nefndarinnar hjá UNESCO, for- maður framkvæmdastjórnar og forseti UNESCCO“. Grein Magnúsar fylgir mynd af Sigurði A. Magnússyni og Rajendra Prasad, fyrsta forseta Indlands. tekin úr bók Sigurðar, Við elda Indlands, er út kom 1962. Af öðrum, sem rita í 8. tbL i Þjóðkjörs, má nefna Val Gísla- son, leikara, Björn Pálsson, flug- mann, Snorra P. Snorrason, yfir- .lækni og Guðmund Jóhannesson, V>k í Mýrdal. Þjóðkjör var eina kosninga- blað, sem út kom í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.