Morgunblaðið - 29.06.1968, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1908
„Ungur íslendingur vekur mikla
hrifningu sem aðalleikari"
— í söngleiknum „Half a Sixpence" í Ba ndaríkjunum
FYRIR skömmu var söngleik-
urinn „Half a Sixpence“ svið-
settur af nemendum Shore-
wood High School í Mil-
waukee, Wisconsin. Slík
myndu ekki þykja markverð
tíðindi á íslandi ef aðalhlut-
verkið hefði ekki verið í hönd
um ungs íslendings, Gísla
Björgvinssonar, 15 ára, sem
vakti mikla hrifningu áhorf-
enda.
Gísli er sonur hjónanna
Jóns Björgvinssonar prent-
myndasmiðs og konu hans frú
Margrétar Elíasdóttir, en þau
hafa verið búsett í Milwaukee
sl. 8 ár, þar sem Jón er starfs-
maður einnar af stærstu prent
myndagerðum borgarinnar.
Fréttamaður Mbl. var við-
staddur frumsýninguna á
„Half a Sixpence“ og það eru
engar ýkjur að segja að Gísli
hafi þegar í upphafi unnið
hjörtu allra leikhúsgestanna,
sem voru um 1000 og fögnuðu
Gísla og meðieikurum hans
hvað eftir annað með lófataki
og þegar Gísli kom einn fram
í lok sýningarinnar risu allir
Gísli Björgvinsson
úr sætum með dynjandi lófa-
taki.
Mbl. hitti Gísla að máli að
tjaldabaki og ræddi við hann
stutta stund, en erfitt var að
komast að honum vegna allra
þeirra er vildu óska honum
til hamingju.
„Til hamingju Gísli, hvern-
ig er þér innanbrjósts eftir að
hafa slegið svona í gegn?“
„Þakka þér fyrir, það er
óneitanlega skemmtilegt“.
„Þú hlýtur að vera þreytt-
ur eftir að hafa dansað og
sungið samfleytt í næstum
þrjá tíma“.
„Ég hef ekki haft tíma til
að hugsa um þreytu ennþá,
en hún kemur sjálfsagt".
„Hvernig stóð á því að þú
varst valinn í aðalhlutverk-
ið?“
„Við vorum nokkrir er
taldir voru koma til greina og
vorum við látnir ganga undir
próf, en að þeim loknum vor-
um við tveir eftir og ég var
svo heppinn að verða fyrir
valinu".
„Er þetta i fyrsta skiptið
sem þú kemur fram á sviðs-
fjölum?"
„Nei, nei, þetta er í fjórða
skiptið. Ég hef farið með tals-
vert stór hlutverk í söng-
leikjunum, „Oliver'1 og
„Funny Girl“ og svo fór ég
með hlutverk dauðans í
„Stöðvið heiminn" í vetur“.
„Hefurðu hugsað þér að
halda eitthvað áfram á þess-
ari braut?“
„Já, eins og er heillar leik-
hú.slífið' og listir almennt hug
minn og þegar ég fer í há-
skóla eftir 2—3 ár geri ég ráð
fyrir að leggja stund á leik-
list og listir almennt".
„Hefurðu áhuga á einhverri
annarri listgrein?"
„Já, ég hef mikinn áhuga á
fríhendisteikhingu og svo hef
ég svolítið verið að fikta við
að mála“.
„Nú er orðið stutt til prófa,
hafa æfingarnar og allt þetta
ekki truflað þig við námið“.
Nú hló Gísli. við og sagði:
„Ekki svo mjög, en eitthvað
hef ég misst niður í frönsk-
unni og þegar þetta er allt bú
ið verð ég víst að koma mér
niður á jörðina og taka hend-
inni til við námið“.
Eins og fyrr segir vakti
Gísli mikla hrifningu með
leik sínum og blaðið „Shore-
wood Herald“ segir: „Nem-
endasýning Shorewood High
School á „Half af Sixpence“
var „hreinlega stórkostleg“,
eins og viðtökur áhorfenda
báru glöggt vitni um, sér-
staklega hlutur aðalleikarans
Gísla Björgvinssonar, sem um
svifalaust vann hug og hjörtu
allra viðstaddra. Þar er á f^rð
inni mikið efni og það í fleiri
en einum skilning, því að
Gísl teiknaði einnig hina
skemmtilegu kápumynd í leik
skránni“.
— ihj.
ÓLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR
Stjömubíó:
BRÚÐURNAR
— eða fjórum sinnum sex
(Bambole)
MYNDIR af þessu tagi man ég
eftir að hafa séð nokkrum sinn-
um og allar frá Ítalíu, settar
saman úr stuttum sögum, sem
fátt eiga sameiginlegt. Sú fyrsta
sem ég man eftir var „Sjö dauða
syndir", sem sýnd var hér fyrir
um það bil fimmtán árum.
Mynd sú sem hér um ræðir,
er samansett úr fjórum stuttum
myndum, sem eiga það eitt sam-
eiginlegt að fjalla um samskipti
karls og konu. Gera þær það á
svo ólíkan og óskyldan hátt, að
ekki er hægt að tala um þær
öðruvísi en sem fjórar kvik-
myndir.
Sú fyrsta er fyndin og bitur.
Giorgio (Nino Manfredi) langar
að láta vel að konu sinni, Louisu
(Virna Lisi), auðskilinn áhugi
fyrir flesta karlmenn. Hún er að
lesa, en þegar því lýkur hringir
móðir hennar og símtalið dregst
og virðist ætla að verða enda-
laust, þegar þær fara að tala um
nágrannakonu, sem sé lauslát og
taki vinsamlega á móti ókunnug-
um mönnum. Giorgio leggur við
hlustirnar og fer í heimsókn og
símtalið heldur áfram.
Önnur myndin nefnist Kyn-
bótafræði og segir frá ungn
stúlku, sem telur sig hafa fund-
ið formúlu fyrir því, hvernig
eignast megi afburða sveinbarn,
ef aðstæður eru réttar og mað-
urinn uppfyllir viss erfið skil-
yrði, -líkamleg og andleg. Stúlk-
an er Elke Sommer og er að leita
í Róm og hefuT sem bílstjóra og
leiðsögumann góðlátlegan og
heldur aumingjalegan pilt, leik-
inn af Piero Focaccia. Virðist
hann vera svar Ítalíu við Jerry
Lewis. Elke Sommer er þarna
að leika asnalegt hlutverk og er
því merkilegra að hún leikur
skár en hún er vön, sem segir
ekki mikið.
(Þriðja myndin, Kvöldverður-
inn ,segir frá lífi Giovönnu
(Monica Vitti), sem gift er ljót-
um manni og leiðum. Þráir hún
lausn og tekur það til ráða að
reyna að kaupa mann til að
myrða mann sinn. Það mistekst
og hún reynir aftur, þar til fé
hennar er búið. Reynir hún þá
að kaupa sér aðstoð með því eina
sem hún hefur að bjóða, sjálfri
sér, en ekki verður séð fyrir end
ann á því. Mynd þessi er tekin
í hroðalegu umhverfi við fátækt
og vesöld. Skín Monica Vitti
skært og skarar fram úr öðrum
leikurum.
Sú fjórða nefnist Signor Kúp-
ido, umrituð saga úr Dekameron
eftir Boccacio, með flókinn sögu-
þráð um konu, sem þráir ástir
ungs manns og tekst að ná þeim
þrátt fyrir erfiði og truflanir eig
inmannsins. Af þessum fjórum
myndum skarar þessi framúr.
Hinar þrjár stúlkurnar eru allar
fallegar, en Gina Lollobrigida,
sem leikur aðalhlutverkið, er
fallegiri en þær allar og leikur
eins vel eða betur en þær allar.
Akim Tamiroff leikur biskupinn
og gerir það sérlega vel og Jean
Sorel leikur unga manninn, og
þarfnast það lítils annars en að
líta þokkalega út, sem hann og
gerir.
Það verður ekki komist hjá
því að bera saman þessar fjór-
ar leikkonur. Fyrir minn smekk
ber Gina Lollobrigida af fyrir
fegurð, sem er sannast að segja
ótrúleg. Að fegurð kemur Virna
Lisi næst, síðan Monica Vitti og
Elke Sommer síðustu, en það er
hún einnig sem leikkona. í heild
allgóð skemmtun.
Kvenfélagid
HRINGURINN
Á morgun, sunnudaginn þ. 30. júní, verða blómamerki Hringsins seld á göt-
um borgarinnar.
Þau börn, sem vilja hjálpa til við sölu blómanna, fá þau afhent í eða við
eftirtalda skóla frá kl. 9 f.h. 10% sölulaun.
Melaskóla — Laugarnesskóla (smíðahúsinu)
Austurbæjarskóla (Vitastígsmegin)
Miðbæjarskóla (Þrúðvangur v/Laufásveg)
Breiðagerðisskóla — Álftamýrarskóla
Langholtsskóla (Félagsheimili K.F.U.M. og K.)
Sjómannaskóia (Félagsheimili Óháða safnaðarins)..
Allur ágóði af sölu blómanna rennur í „Barnahjálparsjóð Hringsins“