Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1968 f' Taugaveikisbróðursýkill berst oft með fóðri Sérstakar varúðarráðstafanir viðhafðar við innflutning fóðurs — Segir Páll A. Pálsson, yfirdýralœknir A TILRAUNASTÖÐINNI að Keldum hefur farið fram ræktun á sýklum úr naut- gripum frá Rútsstöðum og Akri í Eyjafirði. Sagði Páll Agnar Pálsson, yfirdýralækn ir, í viðtali við Mbi. í gær að ræktun sýklanna leiddi ótvírætt í ljós að um tauga- veikibróður væri að ræða. Hins vegar hefði sýkillinn ekki fundizt í fóðursýnishorn um frá bæjunum. — Erlendis er mjög algengt að taugaveikisbróðursýklar berist með fóðri, sagði Páll, — en við ínnflutning á fóðri hingað til lands, hafa ætíð verið viðhafðar sérstakar varúðarráðstafanir, sem telja má að fullkomlega hafi verið farið eftir. Eigi að siður skýt- ur það alls ekki loku fyrir það að sýklamir hafi, að þessu sinni, komið með fóðr- inu. — Taugaveikibróðir er mjög algengur sjúkdómur er- lendis, en hefur enn sem komið er sjaldan borizt hing- að. Veikin kom upp á Bakka á Seltjarnamesi fyrir nokkuð mörgum árum og fyrir 5—6 árum í andabúi á Vatnsleysu- strönd, en varð ekki mjög út- breidd. — Sýkillinn berst einkum með mjólk, kjöti sem soðið er illa, eggjum og fleiri land- búnaðarmatvælum. Hins veg- ar er ekki mikil hætta á beinu smiti og lang ömgg- Skemmdarverk unnin á sumarbústað í Fossvogi í gærkvöldi sást sunnan af Kársnesinu hvar piltar réðust að sumarbústað ekkju Hannesar Guðmundssonar læknis, en bú- staðurinn stendur niðri undir sjó við Skerjafjörðinn, fyrir neðan Fossvogskirkjugarðinn. Piltarnir brutu margar rúður í sumarbústaðnum og skemmdu hann. Tókst þeim að komast Þorsteinn J. Sigurðsson kaupmaður. undan lögreglunni, sem brá skjótt við. Eru það tilmæli rann- sóknarlögreglunnar að þeir sem gætu gefið upplýsingar um hvaða piltar hér voru að verki geri það, en þeir réðust á bústað inn milli klukkan 6-6.30. Við bústaðinn ræktaði Hanne læknir mikinn og fagran skógar- lund, en ekkja hans, frú Val- gerður Bjömsdóttir, var í bú- staðnum síðdegis í gær. Rannsóknarlögreglan skýrði asta ráðið úl að forðast það, er að gæta ýtrasta hreinlætis. Sýkillinn berst með saur og því t.d. mikilvægt að fólk þvoi sér um hendur eftir áð hafa gengið örna sinna. — Það eru til lyf við þess- um sjúkdómi, og hafa t.d. súlfalyf verið notuð með góð- um árangri. — Taugaveikibróðir er af- leit pest, sagði Páll Agnar, en ekkert á borð við taugaveiki. Menn fá mikinn niðurgang og oft er blóð í saumum. Þá fylgir þessu hár hiti og van- líðan. Ekki hefur þessi pest verið mannskæð áð ráði, þar sem hún hefur gengið er- lendis. Að lokum sagði Páll Agn- ar, að þeir hefðu ráðlagt ein- dregið niðurskurð á búpen- ingi á þessum bæjum, en hins vegar væri ekki á þeirra valdi að ráða hvort eftir þeim ráðleggingum verður farið. Mbl. svo frá að það sé að verða mikið áhyggjuefni fyrir sumar- bústaðaeigendur hér í nágrenni thöfuðborgarsvæðisins, að •skemmdarverk eru framin hvað eftir annað á þeim húsum og fá þeir, sem verða fyrir þessum sköð um tjón sitt lítt eða óbætt með öllu. Mun það t.d. vera svo að þeir sumarbústaðaeigendur í Lækjarbotnum sem urðu fyrir tjóni af völdum skemmdarvarga í vetur, munu ekki hafa fengið bætur neinar og foreldrar þeirra pilta sem þar voru að verki munu ekki hafa boðizt til þess að taka neinn þátt í að lagfæra skemmdir þeir sem synir þeirra áttu hlut að og báru fulla ábyrgð á. „Koppaiogn “ í sænska sjónvarpinu SÆNSKA sjónvarpið hefur beð- ið um annan hluta leikritsins Koppalogn eftir Jónas Árnason til sýningar. Hefur sjónvarpið áhuga á fyrri hlutanum, sem nefnist „Táp og fjör“ og gerist á bæ uppi í sveit. Ætlunin er að fá leikinn þýddan í sumar á sænsku og mun Sveinn Einars- son, leikhússtjóri, líklega gera það í samvinnu við sænskan mann frá sjónvarpinu. Leikfélag Reykjavíkur færði Koppaiogn upp í vetur og varð það mjög vinsælt. Var það leik- ið í Iðnó 53 sinnum og ætlunin að taka það aftur upp næsta haust. í sumar er Leikfélagið á ferðaiagi með það úti á landi. Hefur leikflokkurinn þegar far- ið um Norðurland og Vesturland og er nú á Austfjörðum. Stendur leikförin fram í næstu viku. Súrefnisgjafartæki um borð í Gullfossi t FYRRA tóku starfsemenn Eim- skips það upp hjá sér, að fá um borð í Gullfoss súrefnisgrímur, eins og þær sem notaðar eru í flugv., en engar reglur eru um að slík súrefnisgjafartæki eigi að vera um borð í skipum. Þetta hefur komið sér ákaflega, vel, nokkrum sinnum þurft að grípa til súrefnistækjanna. T.d. hefur fólk veikzt hastarlega í síðustu tveimur ferðum, og verið með súrefnistæki þar til komfð var til hafnar. í síðustu ferðinni veiktist kona fyrir hjarta á leið út, fékk súrefnisgjöf á leiðinni og var flutt beint í sjúkrahús í Kaupmannahöfn. Tildrögin til þess að súrefnis- grímurnar voru fengnar um borð, voru nánast tilviljun. — Viggo Maack skipaverkfræðing- ur sá flugfreyju útskýra tækin í flugvél og datt í hug að slík tæki kæmu sér líka vel í far- þegaskipum. Er hann nefndi það við Kristján Aðalsteinsson, skipstjóra, hafði læknir nýlega orðað þetta sama við hann. Erfitt reyndist að útvega grím- urnar, en Loftleiðir komu til hjálpar, útveguðu þær og leið- beindu um notkun. En um borð í öllum skipum Eimskipafélags- ins eru ávallt logsuðutæki með súrefniskút, sem má tengja grím urnar við. Hefur það áður kom- ið sér vel, þegar hægt var að útbúa grímu á súrefniskút, til að bjarga skipverja. Nýlega hefur Lyfjareglugerð skipanna verið endurskoðuð og þá ýmsum krófum bætt vi'ð, og þar með aukinn kostnaður fyr- ir skipin. En ekkert er þar um súrefnisgjafartæki. Stúlka í Falcon DRENGUR á reiðhjóli varð fyrir bifreið ki. um 1.30 föstudag- inn 21. júní, á veginum sem ligg- ur frá Flugfélagi fslands að Suðurgötu. Næst á eftir bílnum sem drengurinn varð fyrir, var grár Ford Falcon sem stúlka ók. Þessi stúlka er nú vinsamsegast beðin að hafa samband við Torfa Jónsson, hjá umferðardeild rann sóknarlögreglunnar. Alec Rose kominn til .Portsmouth Innilega fagnað við heimkomuna Portsmouth, Englandi, 4. júlí AP. Alec Rose, sem er 59 ára gam all verzlunarmaður, sigldi í höfn í Portsmouth í dag, en þúsund- ir manna fögnuðu honum að lok- inni ferð hans umhverfis jörð- ina, þar sem hann sigldi einsam- all 48.586 km á báti sinum „Live Iy Lady“, sem er um 9 metrar að lengd. Um 500 snekkjur og bátar sigldu móti sægarpinum og m.a. skutu áhafnir þeirra flug- eldum til heiðurs honum. Rose lagði af stað í sjóferð sína 16. júlí í fyrra frá Portsmouth. Við komuna til Portsmouth tóku kona hans, Dorothy, og Jane dóttir hans á móti honum. Er hann steig á land, var hann örlítið óstöðugur á fótunum fyrst en sjóriðan fór fljótt af honum og hann gekk ásamt konu sinni að palli, aem gerður hafði verið sérstaklega fyrir móttökuathöfn honum til heiðurs. Harold Wilson, forsætisráð- herra, sendi honum heillaóska- <Llskeyti, svohljóðandi: — Fyrir hönd stjómar henn- ar hátignar, vildi ég tjá yður heillaóskir fyrir hið mikla af- rek yðar. Vér höfum öll fylgzt með ferð yðar umhverfis jörðina með mikl um áhuga og verið stolt af kunn áttu yðar og kjarki, og oss er það sönn ánægja að mega ásamt íbúum Portsmouth og þjóðinni allri bjóða yður og Lively Lady vislkomin heim. Rose var 156 daga á leið sinni frá Portsmouth til Melbourne og hafði þá lent í margvíslegum hættum í stormum og hafsjóum. Frá Ástralíu sigldi hann fyrir Hornhöfða í Suður-Ameríku, þar sem hann átti við að stríða haf- straum og ísborgir. Hann fór fyr ir Hornhöfða 1. apríl og hélt síð an heimleiðis. Bátur hans, Lively Lady er 20 ára gamall. Andstætt Sir Fran cis Chichester, sem sigldi umhv. jörðu í fyrra, fékk Rose engan fjárhagsstuðning til ferðarinnar. Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmaður, látinn ÞORSTEINN J. Sigurðsson, kaupmaður, lézt aðfaranótt 1. júlí sl. Hann var 73 ára að aldri. Þorsteinn Jósef Sigurðsson fæddist á Fjarðaröldu í Seyðis- fjarðarkaupstað 29. sept. 1894, sonur Sigurðar Grímssonar, prentara, og konu hans Jóhönnu Norðfjörð. Þorsteinn fluttist með for- eldrum sínum til Reykjavíkur árið 1902, en faðir hans var einn af stofnendum prentsmiðjunnar Gutenberg. Stunda'ði Þorsteinn þar prentnám og lauk því, en hóf snemma verzlunarstörf og gerðist kaupmaður. Um langan aldur verzlaði hann í Bristol í Bankastræti. Auk verzlunarstarfa sinna var Þorsteínn þekktur fyrir störf sín innan Góðtemplarareglunn- ar, en hann gekk í stúkuna Skjaldbreið árið 1908. Gegndi hann margvíslegum trúnaðau-- störfum innan reglunnar og hanp var m. a. formaður Áfeng- isvarnarnefndar Reykjavíkur um skeið. Árið 1916 kvæntist Þorsteinn Þórönnu R. Símonardóttur, sem einnig hefur starfað mikið að bindindismálum. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Þorsteins verður gerð n.k. þriðjudag kl. 1,30 síðdegis frá Frikirkjunni í Reykjavík. Alec Rose kemur til hafnar i Portsmouth á báti sínum, „Lively Lady“ (sjá örina), en mikill ) fjöldi báta og snekkja sigldi á móti honum síðasta spölinn af sjóferð hans umhverfis jörðina. (AP-símamynd).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.