Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 19G8
27
Bandarísk herstöö
á Indlandshafi ?
Washington, 4. júlí. — AP
BANDARÍSKA stjórnin athugar
nú möguleika á því, að herafli
Bandaríkjanna fái aðstöðu á
Indlandshafi, þar sem brezki
sjóherinn hefur ráðið lögum og
lofum en hverfur á brott að
nokkrum árum liðnum vegna
þeirrar ákvörðunar brezku
stjórnarinnar að kalla heim all-
an herstyrk sinn austan Súez-
skurðar. Kannaðar verða litlar
óbygðar eyjar til þess að fá ljósa
mynd af möguleikum á hernað-
arlegri aðstöðu og til þess að
hafa hiiðsjón af þessum mögu-
leikum í hernaðaráætlunum, að
því er opinberar heimildir í
Washington hermdu í dag.
Þessar atíhuganir eru ger@ar í
Ijósi þeirrar ákvörðunar brezku
stjórnarinnar að hætta við fyr-
irhugaða smfði herstöðvar
ásarht Bandaríkjamönnum á
Aldabra-eyju fyrir norðan
Madagaskar, en hún er þekkt
fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Um
það hefur verið rætt, að her-
stöðvar á Indlandshafi geti
reynzt ómetanlegir viðkomu-
staðir, ef beiðni berist um hern-
aðaraðstoð. Á svæðinu milli Af-
ríku og Ástralíu eru aðeins tvær
litlar flugstöðvar, í Maldive-
eyjaklasanum og á Cocoseyju
su'ðvestur af Súmatra.
Opinberar heimildir í Was-
hington herma, að smíði flug-
eða flotastöðva á Indlandshafi
yrði mjög kostnaðarsöm, enda
óvíða góð skipalægi, en hins veg
ar er það talinn kostur, að eyj-
amar eru óbyggðar, þar sem þá |
sé ekki hætta á pólitískum
vandamálum. Þótt Bandaríkja-
stjórn hafi lýst því yfir, að hún
hafi ekki í hyggju að leysa Breta
af hólmi austan Súezskurðar,
lítur hún alvarlegum augum það
tómarúm, sem skapast mun á
Indlandsihafi. Þessar áhyggjur
hafa aukizt við þa'ð, að sovézk
herskip hafa nýlega sézt á Ind-
landshafi og ekki sízt vegna
þess að lokun Súezskurðar hef-
ur gert að verkum, að olíuflutn-
ingar beinast nú um Indlands-
haf suður fyrir Afríku.
Þota F.í. flutti 46.000
farþega á fyrsta árinu
1 BOEINGÞOTA Flugfélagsins
átti hinn fyrsta júlí eins árs
starfsafmæli. Á þeim tíma hef-
ur hún flutt 46.500 farþega í
1220 ferðum, og auk þess mikið
vörumagn. Sérstakar „vörudyr“
gera hana mjög hentuga til flutn
inga enda voru auknir vöru-
flutningar með flugvélum hafð-
ir í huga þegar þotan var keypt.
Það sýndi sig líka á síðastliðnum
vetri að verulegt rými var notað
eingöngu undir vörur.
Hóskólabíói
þakkað
SÍÐASTL. miðvikudag kl. 2 síðd.
bauð Háskólabíó til sérstakrar
sýningar á hinni gullfallegu og
hugðnæmu kvikmynd „Sound of
Music“.
Þeir, sem boðnir voru, vist-
menn á báðum elliheimilunum
hér í bæ, börn frá Skálatúni og
Tjaldanesi, félagar í Sjálfsbjörg
og Vernd, sjúklingar frá Flóka-
deild og Bjargi, svo og Jóseps-
systur í Hafnarfirði.
Bifreiðastöðvarnar í Reykja-
vík og Strætisvagnar Reykja-
víkur sóttu gestina og skiluðu
þeim heim aftur, en á staðnum
voru bornar fram góðgerðir frá
sælgætisgerðunum Opal, Amor,
Lindu og Nóa.
Þetta sérstæða boð yljaði
okkur öllum um hjartaræturn-
ar og ekki sízt hugurinn, sem á
bak við bjó.
Um leið og við þökkum þessa
ógleymanlegu stund, þá biðjum
við góðan Guð a'ð launa fyrir
okkur.
Bíógestir.
Borgarstjórn
samþykkir
Á fundi borgarstjórnar í gær
var samþykkt breyting á hafnar
reglugerð Reykjavíkur, þar sem
kveðið er á um upphæð hafnar-
gjalda. Tillaga þessi var borin
upp á borgarstjómarfundi fyrir
hálfum mánuði og var nú endan
lega samþykkt við aðra umræðu.
Guðmundur Vigfússon (K) fór
fram á, að viðhaft yrði nafna-
kall við afgreiðslu breytingartil
iögunnar. Var hún samþykkt með
11 atkvæðum, 3 sátu hjá og 1
var á móti.
Menn búazt nú til síldveiða sem óðast, svo sem sjá má í grein á bls. 3 í Mbl. í dag. En fleiri
róa til fiskjar en sildveiðisjómenn. Þessa skemmtilegu mynd tók ljósmyndari Mbl. í blíð-
viðrinu í gær í vesturhöfninni. Myndin ber veðráttunni hér í Reykjavík gott vitni.
Nasser innilega fagnað í Moskvu
— Rceðir við Sovétleiðtoga um krötuna
um brottflutning ísraelsmanna
Moskvu, 4. júlí. NTB-AP.
Arabískir stúdentar hylltu
Gamal Abdel Nasser Eyypta-
landsforseta með fagnaðarhróp-
um, og þrír helztu leiðtogar Sov
étrikjanna föðmuðu hann og
kysstu þegar hann kom í dag
til Moskvu í fyrstu heimsókn
sína til Sovétríkjanna siðan 1965
Eftir þessar innilegu móttökur
hélt forsetinn beint til Kreml,
þar sem hann ræðir við Leonid
Brezhnev, aðalritara kommúnista
flokksins, Nikolai Podgorny, for
seta, og Alexei Kosygin, forsæt-
isráðherra, einkum um horfur á
því, að fá ísraelsmenn til að
láta af hendi svæðin, sem þeir
hertóku í styrjöldinni við Araba
í fyrra.
Að sögn kunnugra í Moskvu
er talið mjög mikilvægt, að eg-
ypzki utanríkisráðherrann, Mah
moud Riad, lýsti því yfir í Kaup
mannahöfn í gær, að Arabalönd
unum hefði orðið á mistök, þeg-
ar þau kröfðust þess að ísrael
yrði afmáð, og að horfast yrði í
augu við þá staðreynd, að ísra-
el væri til. Riad lét í ljós von
Undiibúningur stendnr sem hsest
mikill fjöldi gesta á afmælishátíð Siglufj.
UNDIRBÚNINGUR að hátíða
höldunum á Siglufirði stendur
nú sem hæst og er búist við
miklum fjölda gesta. Samfelld
hátíðadagskrá verður á laugar-
dag og sunnudag og verður sjálf
sagt glatt á hjalla allan tímann.
Gestir eru þegar famir að tín
ast til Siglufjarðar. Hótelher-
Síldin er nú 9° austl. til 14” og frá 73.30 norður á 74.30.
Nú fær hún ekki lengur að vera þar í friði því að nokkrir
bátar eru þegar komnir út og aðrir þyrpast út um helgina.
bergi eru öll löngu upppöntuð
og tvö tjaldstæði hafa verið út-
búin, annað frammi í firðinum.
Þá verður og svefnpokapláss í
barnaskólanum og svo gista
sjálfsagt margir hjá vinum og
vandamönnum. Veður hefur vier-
ið mjög gott á Siglufirði síðustu
daga, sólskin og blíða og góð
færð um allar sveitir.
Hómorkshraði
hækkaður
d Keflavíkurvegi
AÐ fengnum tillögum fram-
kvæmdanefndar hægri umferðar
og umferðalaganefndar hefur
ráðuneytið ákveðið ,að frá 5.
þ.m. verði hámarkshraði á
Reykjanesbraut frá vegamótum
við Krísuvíkurveg að vegamót-
um við Hafnaveg (flugvallar-
veg) hækkaður úr 60 km. á klst.
fyrir öll ökutæki, önnur en bif-
reiðar, sem draga tengi- eða
festivagna.
Að öðru leyti gilda áfram
óbreytt ákvæði um hámarks-
hraða, sem sett voru vegna gild-
istöku hægri umferðar 26. maí
sl.
Dóms- og kírkjumálaráðu-
neýtið, 4. júlí 1968.
um, að pólitísk lausn fyndist á
deilumálunum, og í Moskvu er
sagt, að sjónarmið þau, sem hann
gerði grein fyrir, samrýmist vel
afstöðu sovétstjórnarinnar, sem
alltaf hafi beitt sér fyrir því, að
vandamál landanna fyrir botni
Miðjarðarhafs verði leyst með
pólitískum ráðum.
Vopnabann?
í síðustu viku gaf AndreiGro
myko utanrikisráðherra í skyn,
að möguleikar væru á því að
banna vopnasölu til landanna
fyrir botni Miðjarðarhafsins svo
framarlega sem fsraelsmenn hörf
uðu frá herteknu svæðunum.
Heimildir Reuters herma, að
þetta verði sennilega aðalmálið
í viðræðum Nassers og sovézkra
leiðtoga. Sennilega verður einn-
ig rætt um aukna efnahagsað-
stoð Rússa við Egypta og aukna
aðstoð við egypzka herinn.
Rússar hafa nú bætt Egyptum
það hergagnatjón, sem þeir urðu
fyrir í styrjöldinni í fyrra, og
Sovétstjórnin hefur gert málstað
Araba að sínum, meðal annars
með því, að krefjast þess, að
fsraelsmenn skili aftur herteknu
svæðunum. Hins viegar hafa sov
ézkir leiðtogar hvatt Araba til
að auðsýna þolinmæði og beita
fremur pólitískum en hernaðar-
legum ráðum til að ná markmið-
N-Viefnamar
sæta aðkasti
varðliða í Kína
Hong Kong, 4. júlí. NTB.
RAUÐIR varðliðar í Nanking í
Kína réðust nýlega á skrifstofu
ræðismanns Norður-Vietnam í
borginni til að mótmæla því að
Hanoi-stjórnin hefur tekið upp
samninga við bandarísku stjórn-
ina, að því er blaðið „Hong Kong
Times“, skýrði frá í dag. Að sögn
blaðsins, sem hefur ferðamenn
sem heimild, var árásin gerð að
skipun Chiang Ching, eiginkonu
Mao Tse-tungs.
Fréttastofan Nýja-Kína hefur
harðlega gagnrýnt de Gaulle
Frakklandsforseta og heldur því
fram að frönsku þingkosningarn-
ar hafi marklaust sjónarspil.
Fréttastofan segir, að stétt
franskra einokunar-kapítalista
hafi beðið herfilegan ósigur
vegna óeirða stúdenta og verk-
fallanna í vor og valdið skelf-
ingu, sem forsetinn hafi notað til
að efna til kosninga.
um sínum. f dag ítrekaði mál-
gagn sovézkra kommúnistaflokks
ins, Pravda, stuðning Rússa við
Egypta, fór lofsamlegum orðum
um Nasser fyrir baráttu hans
gegn afleiðingum árásar ísraels
menna og dagði, að hann hefði
alltaf verið ötull talsmaður hinn
ar auknu samvinnu Rússa og Eg
ypta.
í Londön munu sáttasemjari
SÞ, Gunnar Jarring, og utanrík
isráðherra Jórdaníu, Abdel Mon
em, ræða ástandið í löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafs ein-
hvern næstu daga, samkvæmt á-
reiðanlegum heimildum.
Hin opinbera heimsókn Nass-
ers stendur til sunnudags, en
talið er að hann dveljist áfram
í Moskvu í tvo daga, áður en
hann heldur til Belgrad til við-
ræðna við Títo foraeta. Riad ut-
anríkisráðherra er kominn til
Moskvu að taka þátt í viðræðum
Nassers við sovézka leiðtoga.
Hann hefur verið í opinberri
heimsókn í Danmörku, Noregi,
Svíþjóð og Finnlandi. Yfirmaður
egypzka heraflans er einnig í
fylgd með Nasser.
Rdðherra vill
breyta húskól-
um í Frokklandi
París, 4. júlí. NTB.
Franski utanríkisráðherrann,
Michel Debré, hefur samið 40
síðna bækling, þar sem hann
gerir grein fyrir ráðum til um-
bóta á háskólakerfinu.
Hann segir, að mótmælaað-
gerðir stúdienta í vor hafi átt rót
sína að rekja til þess, að yfir-
völdum hafi ekki tekizt að sam-
rýma æðri menntun kröfum tím-
ans. Það fyrsta sem gera verði
sé, að leggja niður hið gamla
deildafyrirkomulag, sem sé úrelt
Einnig vill hann breyta fyrir-
komulaginu á upptöku nemenda
í háskólana og kennsluaðferðum
og dreifa völdunum innan há-
skólakerfisins. Auk þess vill
hann að prófessorar og stúd-
entar beri vissa ábyxgð á stjórn
háskólanns.
Útför systur okkar
Gunnfríðar Jónsdóttur
myndhöggvara frá Kirkjubæ,
fer fram frá Hallgrímskirkju
laugardaginn 6. júlí kl. 1 síðd.
Jarðsett verður við Strandar-
kirkju.
Einara Jónsdóttir,
Jóninna Jónsdóttir.