Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUTíBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLf 1968 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnaríulltrúl Fréttastjóri Auglýsingastjóri Rítstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 t lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kz. 7.00 eintakið. ÞJÓNUSTA VIÐ ALMENNING k degi hverjum allt árið um kring þarf fjöldi fólks að leita margvíslegrar fyrir- greiðslu, aðstoðar eða þjón- ustu hjá opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, bönk- um og öðrum stofnunum, Starfsemi ríkis og sveit- arfélaga og annarra slíkra aðila er auðvitað fyrst og fremst þjónustustarfsemi við fólkið í landinu. Greiðsla fyr- ir þessa margvíslegu opin- beru starfrækslu er innt af hendi af skattgreiðendum og þeir sem.ráðnir eru til starfa í þágu hins opinbera, hvort sem það eru ábyrgðarmikil eða ábyrgðarlítil störf, eru fyrst og fremst að vinna þjónustustörf í þágu almenn- ings. En þótt eðli starfs opin- berra aðila sé þetta, verður þess oft vart, að þessir aðilar misskilja hlutverk sitt og eru tregir til að veita al- menningi þá þjónustu sem hann á rétt á. Þessi af- staða kemur fram í margvís- legum myndum, smáum og stórum. T.d. þegar starfsmenn hins opinbera neita blöð- um eða útvarpi um sjálfsagðar upplýsingar, sem varða málefni hins almenna borgara, t.d. um kostnað við opinberar framkvæmdir, eða aðra þætti í opinberu starfi, eins og stundum hefur komið fyrir, þótt það sé ekki hin al- menna regla. Þessu viðhorfi opinberra aðila verður að breyta. Og almenningur í landinu, sem oft þarf að leita til fjöí- margra aðila til þess að fá fram einföldustu þjónustu eða fyrirgreiðslu á ekki að sætta sig við annað en að sýnd sé fyllsta kurteisi og lip urð og að viðkomandi aðilar séu reiðubúnir til þess að veita alla þá þjónustu sem nauðsyn ber til, því að það er fólKið sjálft sem greiðir fyrir þessa þjónustu. Þetta þjónustuhugarfar hef ur komið fram í nýjungum í starfsemi eins bankans í höf- uðborginni, sem hefur lagt sig fram um að taka upp raun verulega þjónustustarfsemi við viðskiptamenn sína í stað þess eins að bíða eftir að fólk leggi peninga sína inn í bank ann, en bankinn láti lítið í staðinn. Það almenna þjón- ustuviðhorf, sem fram kemur í hinum nýju starfsháttum þessa banka, þarf að breiðast út um allt kerfi hins opin- bera, ríkis- og sveitafélaga, bankastofnana og annarra fyrirtækja, sem rækja eiga þjónustustörf við almenning í landinu. FERÐUMST UM ÍSLAND L næstum vikum má búast við að ferðalög lands- manna aukist mjög innan- lands og utan, eins og jafnan hefur orðið reyndin um há- sumarið. Ástæða er til þess að hvetja fólk enn til að ferðast ekki síður um sitt eigið land en önnur, því að fjölmargir fagrir staðir á Is- landi eru enn lítt numdir af innlendum ferðamönnum. Á erfiðleikatímum í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinn- ar er heldur ekki úr vegi, að landsmenn taki höndum sam an um að spara dýrmætan gjaldeyri þjóðarinnar og ferð ist þess vegna fremur um sitt eigið land en önnur. Miklu auðugri þjóð, þ.e. hin banda- ríska hefur talið sér skylt að gera þetta og hefur banda- rískur almenningur greini- lega brugðizt mjög vel við áskorun bandarískra stjórnar arvalda um að takmarka ferð ir sínar til annarra landa, en ferðast því meir um Banda- ríkin sjálf. Oft leita menn langt yfir skammt í ferðum sínum um ísland, og þess vegna er t.d. ástæða til að vekja athygli Reykvíkinga á því, að í ná- grenni borgarinnar eru fjöl- margir fallegir staðir, sem líklegt er að Reykvíkingum hafi sézt yfir og í því sam- bandi er rétt að benda mönn- um á að allt of fáir leggja það á sig að ganga á Esju og virða fyrir sér hið fallega út- sýni yfir sundin. Reyndar hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að leggja bílveg upp á Esju og er það alls ekki fráleit hugmynd. Þótt menn hafi gott af því að ganga á fjöll, eru margir, sem heilsu sinnar vegna geta ekki lagt það á sig, en hefðu einn- ig gott af því að anda að sér fersku fjallaloftinu og njóta fagurs útsýnis. & A r xmj U1 w 1 AN UR HEIMI Irene Beeson: Opnar brýr á Jórdan ÍSRAELSMENN vænta þess, að þúsundir námsmanna og verkamanna frá vestúrbakka Jórdan, sem nú dveljast er- lendis, muni koma og eyða sumarleyfinu í heimahögum sínum á hernámssvæði ísra- elsmanna. Samkvæmt ísra- elskum heimildum var þessi ákvörðun um sumarleyfi á óvinalandi tekin éftir tilmæl- um ýmissa forysturhanna á vesturbakkanum. Hún er þátt ur í þeirri stefnu, sem þegar hefur gert um 100.000 manns fært að fara fram og til baka yfir Jórdan á síðastliðnu ári. ísraelsku blöðin lýsa þess- ari stefnu sem viðleitni tii þess að fullgera þá samlögun sem hófst fyrir einu ári og rækta þá vissu í hugum Ara- ba og Gyðinga að þjóðirnar geti búið saman í friði. Á hverjum degi bíða langar raðir fólks- og vöruflutninga- bíla eftir því að geta komizt yfir Allenbybrúna í aðra hvora áttina, ferðafólk og hlaðnir vörubílar til austurs og ferðafólk og tómir vörubíl- ar til vesturs. Þetta gerist meðan sífellt berst orðrómur um ný brot á vopahléinu, liðs- safnað Sýrlendinga og íraks- búa og yfirvofandi bardaga í Jórdandal. Jórdanskir embættismenn álíta þessi ferðalög- miili ríkj- anna tveggja, sem áttu í styrj- öld fyrir einu ári og hafa ekki enn gert með sér friðarsamn- ing, vera mikilvæg til þess að halda uppi sambandi milli jór danska ríkisins og þeirra Jórdaníumanna, sem búa á vesturbakkanum, og í austur- hluta Jerúsalems. „Ef við lok um brúnurn", segja þeir, „og hættum að flytja inn afurðir frá vesturbakkanum, munu landar okkar á hernámssvæð- inu vera eins einangraðir og Arabar hafa verið í fsrael síð- ustu 20 ár. Og það myndi leggja fjárhag þeirra í rústir. Við höfum staðið gegn kröf- um um að brúnum verði lok- að, bæði hér í Amman og frá mönnum á vesturbakkanum, vegna þess að við teljum að það myndi skaða hagsmuni Jórdaníumanna“. En ákafir arabískir þjóð- ernissinnar á hernámssvæð- inu sjá málið í öðru ljósi. „Það ætti ekki að leyfa neinn samgang milli Jórdaníu og hernámssvæðisins", segja þeir. „Verzluðu Bretar við Þjóðverja í síðari heimsstyrj- öldinni? Var einhver ferða- mannastraumur á hernáms- svæðum Þjóðverja?" Þeir álíta þessa samgangs- stefnu snjallt áróðursbragð af hendi ísraelsmanna og um leið útsmogna efnahagsráðstöfun. „Ef framleiðsluvörum her- námssvæðisins væri haldið hér, yrði ísraelsstjórn að finna þeim aðra markaði", segja kaupsýslumenn í Jerú- salem og Gaza. „Þessar vörur eru ódýrhri en ísraelskar af- urðir, og reynist ekki unnt að koma þeim austur fyrir Jór- dan eins og fyrir stríðið, munu markaðir hér offyllast og verð á ísraelskum vörum lækka. frændur sína“. „Þeir sem heimsækja flótta menn í búðum austan Jórdan- ar og sjá fátækrahverfin í Amman þar sem þúsundir allslausra Araba búa í eymd, snúa til baka fastákveðnir í því að dveljast áfram á her- námssvæðinu, hversu erfitt sem það kann að vera“. „Þeir sem koma austan til hernámssvæðisins koma ekki sem skemmtiferðamenn, held ur til þess að heimsækja fjöl- skyldur sína og vini og kynn- ast högum þeirra. Þessi ferða- Þessi viðskipti eru aðeins á annan veginn, vegna þess að ekki er leyft að flytja neinar vörur frá Jórdaníu til her- námssvæðisins og hagur ísra- els af þessu er þannig tvíþætt ur. íbúar hernámssvæðisins neyðast til þess að kaupa ísra elskar vörur og framleiðsla á vesturbakkanum er góð gjald eyrislind“. Hófsamir Arabar sjá samt að samgangurinn hefur ýmsa kosti fyrir þá. „Of margt fólk hefur flutzt brott af hernáms- svæðinu eftir stríð“, sagði einn þeirra í Jerúsalem, „vegna fjárhagsvandræða og ímyndaðra eða raunveru- legra erfiðleika við að búa undir israelskri stjórn“. Annar sagði: „Andstaða fer vaxandi á öllu hernámssvæð- inu og þess vegna vaxandi harðstjórn. Samskipti Araba og Gyðinga fara minnkandi. Þess vegna munu heimsóknir frá austurbakkanum létta Ar- öbum á hernámssvæðinu lífið og halda þeim í tengslum við ísraelsmenn eiga í stöðugri baráttu við skemmdarverkamenn á vesturbakka Jórdanar. Hér sést vígvöllur skæruliða úr Fatah-samtökunum og ísraelskra hermanna fyrir fáum dögum. lög eru því í rauninni kynnis- ferðir". Kaupsýslumaður í Amman sagði: „Auðvitað ferðumst við til ísraels og það er satt að við sjáum framfarirnar þar eins og í öðrum ríkjum á þessu svæði. En þegar við heimsækjum ísrael erum við að heimsækja land sem við álítum ökkar eigið, landið sem við vorum reknir úr fyrir 20 árum. Og við snúum heim hryggir og reiðir. Við snúum heim sannfærðir um að aldrei geti þrifizt friður milli okkar og Júðanna fyrr en þeir hafa gerbreytt afstöðu sinni til vandamálanna. Þeir tala um samlögun, en ef þeim væri al- vara myndu þeir leyfa flótta- mönnum að snúa til iheimila sinna. Við bíðum unz þeir opna brýr sínar fyrir heimilis lausu fólki og bjóða það vel- komið. Þá getum við farið að trúa á góðan ásetning þeirra“. (Þýtt og endursagt — Observer). - EINB'ÚINN Framhald af bls. 12. verið, að 8 hredndýir komu niður í dalinn og eru hér enn. En hreindýr hafa aldrei áður verið í Loðmundarfirði. — Hvernig er afkom an af svona búi? Nú er allt ennþá dýr- ara en annars staðar, þar sem þú þarfit einn að kosta alla flutn- inga hingað? — Hún er ágæt. Ég get staðið undir því sem ég þarf með. Ég kaupi lítinn fióðurbæti. Hefði öðru vísi staðið á, hefði ég viljað halda áfram að búa hér. En það er of erfitt fyrir einn mann. Smölun á fénu of erfið Það er ekki tilhlökkunarefni að þurfa að fella það. Og ef atvinnu- leysi er framundan og deyfð yf- ir öllu, eins og á Seyðisfirði, þá er það ekkert sérlega eftirsókn arvert. Kristinn bóndi fylgdi gesti sínum úr hlaði og yfir brúna, sem hann hafði lagt svo mikið á sig til að koma upp. Áður en við skilduim bað hann ium að taka mynd af henni og senda sér. — Hann langaði til að eiga hana til minja uni árin í Loðmundar- firði. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.