Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1968 15 Kröfur, barátta og endanlegt markmib Á SÍÐUSTU árum og þó eink- um siðustu mánuðina hefur borið hátt í heimsfréttunum frá sagnir af stúdentaóeirðum í ýmsum löndum og um alian heim hafa menn velt fyrir sér orsökum þeirra og afleiðingum. Reynt hefur verið að finna hvað sameiginlegt er með þess- um óeirðum og hversu víðtækar þær eru á hverjum stað, svo og að gera grein fyrir því, hver er raunverulegur tilgangur þeirra. Margt hefur verið um þetta rætt og ritað og sýnist sitt hverj um, en öllum er ljóst orðið, að máttur stúdenta í þjóðfélaginu er afl, sem ekki verður virt að vettugi. Á síðasta áratug hefur þeim, sem framhaldsnám stunda, f jöigað um helming eða þar um bil, a.m.k. í vestrænum menn- ingarlöndum og Ijóst er, að fjölgunin á eftir að vera ennþá örari á næstu árum. Æðri menntastofnanir eru víðast löngu sprungnar utan af þess- um fjölda, kennslufyrirkomu- lagi er víða mjög ábótavant, stjérn menntastofnananna víða stöðnuð og skipan gömul og úrelt. Með aukinni útibreiðslu fjöl- miðiunartækja allskonar og af ýrnsum öðrum ástæðum hefur áhugi stúdenta vaxið á virkari þátttöku í þjóðmálum og á stjórnmálum. Það hefur löng- um verið háttur ungs fólks að berjast gegn yfirráðum og krefjast aukins frelsis og sjálfs- forræðis. Og þegar menn eru komnir á þann aldur, að þeir teljast tækir til þátttöku í al- mennum kosningum og til að ganga í hjónaband og stofna heimili, telja þeir sig hafa full- an rétt til að segja álit sitt á málunum og vilja að tekið sé tillit t.il þess. Áður fyrr var það talið ókurteisi, ef ungt fólk héldi fram skoðunum sínum gegn sér eldri mönnum. Svö var litið a, að aldur og reynsla væri trygg- ing fyrir því, að þeir eldri vissu betur. Þá gerðu hinir eldri sér sjaldnast grein fyrir því (og gera oft ekki enh) að þeir gátu fullt eins vel setið fastir í neti eigin þröngu sjónarmiða og úr- eltra viðhorfa; að þeir voru e.t.v. hættir að sjá nýjar hliðar á málum, hættir að geta lagað sig að nýjum aðstæðum og nýj- um hugmyndum og huigmynda- flug þeirra mjög farið að lækka. Svo kom að því, að unga fólk ið gat farið að segja sínar skoð- anir — og vildi þá gjarna síga á hina öfgahliðina, að þeir yngri mætu að engu vit og reynslu hinna eldri. Og þegar unga fólkinu hefur ekki fuindizt nóg mark tekið á orðum þess, hefur það í æ ríkari mæli gripið til þess ráðs að efna til mótmæla- aðgerða og þeirra á stundum mjög svo áþreifanlegra og af- drifaríkra. Afl á við aðrar stéttir Á Vesturlöndum hefur kom- ið fram, 'að það er ekki nema takmarkaður hluti stúdenta, sem tekur virkan þátt í stjórn- málastarfsemi og mjög mikiil minnihluti, sem aðhyllist of- beldisaðgerðir eins og hafðar hafa verið í frammi að undan- förnu. En þessi minnihluti smit ar út frá sér og því auðveldar, sem hann slær á strengi megnr ar og mjög víðtækrar óánægju stúdenta, bæði með háskólana og þjóðfélagið — og þau verð- mæti, sem þessir aðilar báðir leggja áherzlu á. Og fyrir því geta þessar aðgerðir orðið svo öflugar, sem raun ber vitni, að stúdentar vita, að þeir eru nú orðnir það fjölmennir og nauð- synlegir þjóðfélaginu, að þeir eru orðnir afl á við aðrar stétt- ir manna. Þjóðfélagið þarf nauö synlega á háskólamenntuðu fólki að halda. Stúdentar gera sér þess nú. orðið greiin, að þek geta skotið yfirvöldum, bæði háskólayfir- völdum og ríkisstjórnum, skelk í bringu. Hinar margvíslegu mótmælaaðgerðir þeirra að und anförnu hafa rutt þeim braut í 1. grein mjög auknum mæli að stjórnun háskólanna og víðast hvar vak- ið athygli stjórnmálamanna á því, að ekki ihefur allt verið með felldu í skólakerfi þeirra og menntastefnu. í þessum óeirðum stúdenta hafa fræðslumálin og stjórn- málin verið samtvinnuð að verulegu leyti og víða næstum ógerlegt að skilja þar á milli. Stúdentar hafa farið að líta á háskólakerfin sem afleiðinigu eða hluta stjórnmálakerfanna og þeir krefjast nú fullra borg- araréttiinda í báðum. Raunar hafa stúdentar lengi haft þessar kröfur uppi og óeirðirnar, sem orðið hafa að undanförnu, til dæmis í Berkeley-háskóla í Kaliforníu, háskólanum í Ber- lín, London School of Econom- ists og háskólanum í Varsjá, svo nokkur dæmi séu nefnd, hafa að verulegu leyti átt rót að rekja til tilrauna háskóiayfir valdanna á viðkomandi stöðum til þess að kveða þessar kröfur í kútinin og bæla niður stjórn- málastarfsemi stúdenta, m.a. með því að skerða fundafirelsi þeirra. Óeirðirnar í Frakklandi á dög unum áttu einnig rót að rekja til óánægju stúdenta með skip- an háskólakerfisins. Þótt ekki hafi komið til alvarlegra átaka þar fyrr en á síðustu mánuðum hefur lengi kraumað í frönsk- um stúdentapottunum og má segja, að byrjað hafi að sjóða að ráði þegar í nóvember sl., er félagsfræðistúdentar mót- mæltu því, hvernig framkvæmd ar væru endurbætur í skóla- málum. Þeir kröfðust þess að fá að vera með í ráðum um þær. Þegar æskulýðs- og íþrótta- málaráðherra landsins opnaði nýja sundlaug í Nantenre í jan- úar sl., gerði hópur stúdentá undir stjórn Daniels Colhns Bandit, „Rauða Danna“, aðsúg að honum. Það var þessi sami hópur, sem myndaði kjarna þeirra, sem stóðu að mótmæla- aðgerðunum í Nanterre og síðair í Sorbonne í maímánuði. Og þegar hann varð fyrir barð- inu á lögreglunni, sem hugðist taka í taumana þyrptist þorri stúdenta til stuðnimgs við fé- laga sína gegn yfirvöldunum. í kjölfarið fylgdu götuátökin, síðan verkföll milljóna manna og öngþveiti í öllu atvinnulífi Frakklands. Sú þróun málaaina varð þó að mestu utan áhrifa- hrings stúdenta, þar gripu póli- tísk öfl í taumana með þeim afleiðingum, sem nú eru kunn, — að Charles de Gaulle, forseti og flokkur hans hafa unnið yf- irburðasigur í almeninum þing- kosningum. Gagnkvæm áhrif landa i milli Það er ekki víst, að frönsku stúdentarnir hefðu oirðið eins öflugt eldsneyti og raun bar vitni, hefði ekki þegar verið langvarandi stúdentaólga í öðr- um löndum, t.d. Bandaríkjun- Mikilvægustu þáttaskil í starfsemi stúdenta hafa þó sennilega verið Berkeley-upp- reisnin sem hófst í september 1964 og hélt áfram fram í jan- úar næsta ár. Hún hófst með því, að háskólayfirvöldiin bönn uðu pólitískar fjáirsafnanir og liðssmölun á því eina svæði í skólanum, þar sem slíkt hafði til þessa verið leyft. En áður en lauk höfðu deilurnar tekið til ótal annarra mála, þar á meðal til hinna ýmsu hliða á valda- sviði háskólayfirvaldanna og margvíslégu þátta í eðli háskóla Með báli og brandi. um. Það er enginn vafi á því, að stúdentahóparnir í hinum ýmsu löndum hafa gagnkvæmt áhrif hver á annan, það þairf enginn að fara í grafgötur um, að franskir stúdentar höfðu fylgzt vel með því sem gerðist í Columbia-háskólainum í New York, þar sem stúdemtar og síð- ar herskáir blökkumenn frá Harlem tóku í sínar hendur 5 skólabyggingar, létu greipar sópa um skrifstofur forstöðu- manna og prófessora og héldu rektor skólans í stofufangelsi. Athafnasemi og mótmælaað- gerðir bandarísku stúdenta- hreyfingarinnar má rekja til baráttunnar fyrir jafnrétti kyn- þáttanna um og eftir 1960; bar- áttunni, sem náði hámairki í Mississippi sumarið 1964, þá lögðu þúsundir hvítra stúdenta þangað leið sína sem sjálfboða- liðar og kynntust því í fyrsta sinn hversu harðneskjulegur veruleikinn var þar og fjarlæg- ur hinurn bandaríska draumi. Eftir því sem öfga- menn urðu áhrifameiri í jafn- rættisbaráttu blökkumanna, fjarlægðust stúdentarnir haina og hneigðust æ meira til um- hugsunar um styrjöldina í Viet nam og þá ekki sizt um her- kvaðninguna. Þó voru aðai- kvörtunarefnin enn reglugerð- ir stúdentagarðanma og matur- inn í matsölunum, sem fLestum bar saman um að væri vomdur og naumt skammtaður. sem svo fjölbreyttrar og fjöl- mennrar menntastofnunar. Upp úr þessum átökum reis hópur skipuleggjenda, stúdenta og annarra ungmenn, sem hafði bein áhrif og afskipti af aðgerðum í öðrum háskólum. í október 1965 vann Vietnam hefnd Berkeley-háskóla í sam- ráði við annan stúdentahóp frá Madison í Wisconsin að því að hvetja tM og skipuleggja hóp- göngu 80,000 stúdenta frá 50 borgum í því skyni að mótmæla styrjöldinni í Vietnam. Eftir það var óhugsandi að stöðva þessa menn og aðra, er tóku upp virkar aðgerðir. Síð- an hafa verið mótmælaaðgerðir í um þúsund af 2250 æðri menntastofnunum í Bandarikj- unum, þar af meira en 70 á yfir standandi skólaári. í Bretlandi hófust aðgerðir stúdenta með baráttu gegn því að Bretar fengju eða hefðu - í landi sínu kjarnorkuvopn. Þessi starfsemi hefur vaxið óð- um á síðustu árum og þar inn í bætzt ótal fleiri baráttumál, þótt aðalóánægjuefnin hafi að undanförnu verið Vietnamstyrj öldin og óánægjan yfir frammi- stöðu Verkamannaflokksins. Hefur baráttan einkum farið fram á vegum róttækra stúd- enta og þótt einstakir atburðir hafi verið verk eínstakra manna eða fámennra hópa, hef- ur starfsemin í heild átt býsna Framihald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.