Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JULI 1968
l
Fjölskyldan Hersir: Gunnar, Björg, Stefanía og börnin Stef-
án Halldór, Hafdís og kötturinn Prins, sem á forfeður austur
í Síam.
hérna kjörbúðarbíll annan
hvern dag og það leysir allan
vandann ef einhver er. Hér
er öllu svo vel fyrir komið,
ísskápur og eldahellur, borð-
búnaður fyrir átta manns, svo
er hérna eitt hjónaherbergi
og tvö herbergi með kojum,
svo er líka hægt að sofa í stof
unni, ef vill. Það er enginn
vandi að láta fara vel um sig
í svona fallegúm húsakynn-
um. Nei, nei, og mætti vel
við una í bænum líka. —
Þetta er regluleg Paradís á
jörðu. Hérna getum við svo
fengið okkur gönguferð nið-
ur í Hveragerði og farið þar
í sundlaugina, þá göngum við
niður bakstígana og yfir ána,
og það er alveg yndislega
fallegt.
— Já, það má nú segja, að
þetta er regluleg himnaríkis-
sæla!
Svo kveðjum við þetta
himinsæla fólk og hólduiu »
braut endurnærð af gleði þess
og ánægju.
Börnin að leik í Olfusborgum.
Nokkrir bústaðir í Olfusborgum.
Séð sólarmegin
Litið inn í
Ölfusborgir
LEIÐIN liggur austur fyrir
fjall. Það er hitamóða yfir
Ölfusinu og Flóanum og und-
arlega gott skyggni af Kamba
brún .Eyjafjallajökullinn blas
ir tignarlegur við í allri sinni
dýrð í fjarska — og rykið
þyrlast upp af þjóðveginum.
Við lítum inn í Ölfusborg-
ir, sumarbúðir Alþýðusam-
bands íslands.
Forstöðumaðurinn, Erlend-
ur Guðmundsson, segir okkur,
að hér séu 22 hús, sem séu
í eigu hinna ýmsu félaga og
hér sé verið mest á sumrin,
en einnig sé fólk mikið um
helgar meira eða minna ailt
árið um kring, einkum þó um
páskahelgina og jafnvel um
jólin. Hann sagði gjaldið vera
1500 krónur á viku og fengi
hver fjölskylda svo langan
tíma til umráða, nema auðvit
að, ef tvær fjölskyldur gætu
holað sér saman niður í einn
bústað, þá gætu þær fengið
hálfan mánuð út úr þessu.
— Sigvaldi Thordarson teikn
aði þessi hús, og virðast all-
ir vera mjög ánægðir með
þau. Hér er ágætt bókasafn
Erlendur Guðmundsson,
umsjónarmaður Ölfusborga.
og Almenna bókafélagið' hef-
ur gefið talsvert af bókum
hingað og er furðulega mik-
ið lesið af þeim.
— Hér verður seinna
byggður skáli með einstakl-
ingsherbergjum, þannig, að
þeir sem ekki eiga fjölskyld-
ur geti einnig átt þess kost
að koma hingað og hvíla sig.
Þá verður og líka reist gre\iða
sala hér.
Við hverfum frá Erlendi á
vit einnar fjölskyldunnar,
sem virðist una vel við að
flatmaga í sólinni, milli þess
sem hún leikur sér í síðasta-
leik við köttinn.
— Jú, þið megið gjarnan
koma — ég er alveg til í að
segja ykkur frá þessu — og
frúin kemur brosandi út í
dyrnar með fallegan Síams-
kött.
— Ég heiti Gunnar Hersir,
Björg heitir konan mín og
hérna er hún Stefanía. Börn-
in heita Stefán, Halldór og
Hafdís — og kötturinn heitir
Prins! Ekki má gleyma því.
Við eigum viku hérna, og í
gær var svo heitt hérna, að
það var eiginlega of mikið af
því góða.
— Jú, jú, það er vel hægt
að vera útaf fyrir sig hérna,
eiginlega ekki hægt annað.
Þetta er eitthvað það albezta
sem gert hefur verið fyrir
fólkið að byggja þessi sumar-
hús. Dvalarkostnaðinum hef-
ur líka verið stillt í hóf, og
hér er allt til alls nema mat-
ur. Hann komum við auðvit-
að með sjálf og svo kemur
- FLÓTTAMAÐUR
Framhald af bls. 1.
við í Reykjavík. Erling Aspe-
lund, yfirmaður LoftLeiða í New
York, hringdi á síðustu stundu
samkvæmt tilmælum konunnar
til islenzkra yfirvalda, en gaf
manninum síðan þau ráð, að
hann gæti beðið um pólitískt
hæli í Reykjavík, þar sem vélin
átti að lenda kl. 8 síðdegis (kl.
12 ísl .tími).
Yfirvöldin í Reykjavík voru
látin vita af því, að maðurinn
væri á leiðinni.
Konan kvaðst heita frú Milka
Bliznakov. Hafði hún ruðzt inn
í blaðamannaherbergið í miili-
ríkjaflugsbyggingunni, skömmu
áður en íslenzka flugvélin skyldi
hefja sig á loft, og bað grátandi
um „hjálp til þess að bjarga
mannslífi". Sagði hún, að mað-
urinn ætti að fara upp í flugvél-
ina áður en 20 mínútur væru
liðnar. Blaðamaður lét síðan
flugvallariögregluna vita um
þetta símleiðis.
Á meðan hafði frú Bliznakov
uppi á tveimur lögreglumönnum
í byggingunni og fór með þeim
til íslenzku skrifstofunnar, þar
sem maðurinn, sem er 34 ára
gamall og um sex fet á hæð,
ljóshærður og með gleraugu, sat
og grúfði andlitið í höndum sér.
Konan skýrði lögreglumönnun
um frá því, að hann væri einnig
arkitekt og hefði flúið til Ung-
verjalands. Hefði hún veitt hon-
um aðstoð með að komast til
Luxembourg í islenzka flug-
vél, sem lenti á Kennedy-flug-
velli kl. 9.05 að staðartíma (kl.
13.05 að ísl. tíma) í morgun,
fimmtudag. Sagði hún, að mað-
urinn væri að leita eftir póli-
tísku hæli til þess að geta flúið
kommúnismann.
Lögreglan hafði síðan haft
samband við útlendingaeftirlitið
og fékk þau fyrirmæli, að mað-
urinn yrði að fara úr landi með
næstu flugvél. Frú Briznakov
sagði þá, að hún myndi bera
fram einhverja kæru á hendur
manninum i því skyni einungis,
að honum yrði haldið eftir, en
henni var ekki veitt tækifæri tii
þess.
Höfðu yfirvöldin fengið að
vita, að maðurinn væri með
búlgarskt vegabréf og hefði far-
ið til Ungverjalands. Þá stað-
hæfðu þau, að annað vegabréf
en hið rétta vegabréf mannsins
hefði verið sýnt í Luxembourg
og hefði hann því ekki einu
sinni verið skráður sem farþegi
á skrá flugvélarinnar.
★
í símaviðtali við Morgunblað-
íð í gærkvöldi staðfesti Erling
Aspelund framangreinda frétt
frá AP í aðalatriðum.
Kvaðst hann hafa verfð að
fylgja fóiki, sem var að fara
heim til Islands, á flugvöllinn
og er hann kom þangað, hefði
sér þegar venð gert viðvart um,
hvað væri að gerast. Frásögn
AP af þessum atburði væri í
aðalatriðum rétt. Hins vegar
væri þó ekki rétt með farið, að
hann hefði látið íslenzk yfirvöld
vita um manninn, heldur starfs-
menn Loftlefða á Keflavíkurflug
velli og beðið þá að gera nauð-
synlegar ráðstafanir, svo sem að
hafa samband við útlendinga-
eftirlit þar o.s.frv. Var gert ráð
fyrir samkv. áætlun flugvélar-
innar, að hún myndi lenda í
Keflavík rétt fyrir miðnætti en
ekki í Reykjavík, eins og stæði
í skeytinu frá AP.
Konan hefði smyglað mannin-
um í gegnum Júgóslavíu, Þýzka
land og inn í Luxembourg, en
maðurinn gæti ekki talað neitt
tungumál fyrir utan móðurmál
sitt nema eitthvert af málýzk-
um Júgóslavíu, sem konan hefði
skilið.
Þegar til Luxemborgar kom,
hefði konan skráð manninn sem
eiginmann sinn, en hún er gift
bandarískum manni, sem var
iekki í för með henni. Hins veg-
ar hafði hún vegabréf manns
síns og sýndi það í Luxemborg og
hefðu því ekki verið gerðar nein
ar athugasemdir þar. Fóru þau
því þaðan með flugvél Loftleiða
eins og þau væru bæði banda-
rískir borgarar.
Þegar til Kennedyflugvallar
kom, var hins vegar farið að
kanna rækilega skilríki manns-
ins og hefði þá allt komizt upp.
Það hafði samt verið skoðun
konunnar, að þegar maðurinn
væri einu sinni kominn til Banda
ríkjanna, myndi allt verða í lagi
og honum veitt landvistárleyfi
sem pólitiskum flóttamanni. Því
hefði hins vegar verið neitað,
vegna þess að maðurinn hefði
komið ólöglega inn í landið og
sagði Aspelund, að þrátt fyrir
það að hann og fleiri hefðu neynt
að fá því framgengt, að maður-
inn fengi landvistarleyfi, hefði
það reynzt árangurslaust. Hefði
verið fyrirskipað að fara með
hann um borð í flugvél Loftleiða,
og hann fluttur úr landi.
Konunni hefði hins vegar
brugðið mjög, þegar svona fór
og hefði henni fundizt að hún
ætti sök á þessu og hefði brugð
izt manninum. Hefði hún ákveð
ið að fara á eftir manninum með
næstu flugvél Loftleiða á eftir
og myndi hún koma til Kefla-
víkur í fyrramálið með vél, sem
ætti að leggja af stað frá New
York kl. 22.30 að staðartíma.
Kvaðst ' Erling Aspelund að
lokum ekki telja það ólíklegt, að
maðurinn myndi beiðast hælis á
íslandi ssm pólitískur flóttamað-
ur, en vildi þó ekkert um það
fullyrða. Maðurinn kynni að
halda áfram með flugvélinni til
Luxemborgar.