Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JULI 19OT
M. Fagias:
FI3MMTA
KOIAAN
fyrir því að verða að haetta við
allt saman.
Korpórállinn kinkaði kolli og
reyndi aftur við símann. Hún
var breiðvaxin en ekki hávax-
in og var með kringlótt brúðu-
andlit, og Nemetz fannst hún
fremur geðug. Kannski ekki
þannig að heil skipshöfn myndi
líta um öxl, eftir henni — en
samt var svipurinn eitthvað vin
gjarnlegur.
Hún endurtók númer Stambu-
lovs og beið svo ofurlítið, en
lagði síðan símann frá sér.
Ofurstinn fékk henni bréfið
og bað hana hringja til Stambu-
lovs og sannfærast um, að bréf-
ið væri ófalsað.
— Bíðið bér fyrir utan, urraði
hann til Nemetz.
Nemetz, sem báði gjarna að
sleppa úr samfélagi ofurstans,
elti korpórálinn fram í fremri
skrifstofuna.
— Viljið þér ekki setjast?
spurði hún á sæmilegri ung-
versku. Hún hafði verið árum
saman í landinu og lært málið
HVER I
AF
ÞESSUM
ÞREM
KAFFI
TEGUNDUM
ER
REZT?
w>
RÍÓ
Þaö er smekks-
atriöi
hitt er staöreynd
að allt er þetta
úrvalskajfi.
Þess vegna eru
allar tegundirnar
svona hressandi.
O.JOHNSON
& KAABER
mJUM tSLEHZJCT <H) ISUNZKAN BNAD
nokkurnveginn.
Hann þakkaði henni og settist
meðan hún hringdi og bað um
númer Stambulovs. Bygging-
in, sem var fyrrverandi ung-
verskt herfangelsi, hafði ekki
neitt beint samband við her-
stjórnina og því varð að notast
við símstöð borgarinnar.
— Við verðum að bíða, vegna
þess, hve mikið er að gera á
símanum, sagði hún, og lagði sím
ann. Tveim mínútum seinna
reyndi hún aftur, og með sama
árangri.
— Ég er hrædd um, að við
ætlum ekki að geta náð sam-
bandi, sagðí hún eftir fimmtu
tilraun.
— Hversvegna ekki? spurði
Nemetz skelfdur.
- Það veit ég ekki. Hún
yppti öxlum. — I allan gærdag
reyndi ég að ná sambandi við
herstjórnina, en það tókst ekki
í eitt einasta skipti.
— Hefðuð þér nokkuð á móti
því að reyna aftur? spurði Ne-
metz. — Hér er um líf og dauða
að tefla. Þessi Halmy læknir
hefur verið tekinn fastur í mis-
gripum. Hann er mjög fær mað-
ur. Skurðlæknir. Hann hefur
bjargað lífi margra rússneskra
hermanna I sjúkrahúsinu. Og
þegar ég er nú á annað borð
kominn svona langt, þætti mér
— Nú er línan biluð, sagði
hún, — en það er verið að gera
við hana. Það sagði símastúlk-
an að minnsta kosti.
Sannleikurinn var sá, að enda
þótt hvorugt þeirra vissi það,
að línan var í fullkomnu lagi,
en ungversku símastúlkurnar
vanræktu allaT hringingar til
herstjórnarinnar. Eftir að Rúss-
ar yfirtóku símann, gátu stúlk-
96
urnar ekki gengið úr vinnunni,
því að þá voru þær teknar fast-
ar. Þannig gátu þær aðeins stutt
hina óvirku andspyrnu, með því
að sitja kyrrar við borðin og
gefa eins mörg skökk númer og
þær gátu.
Þetta þýðir ekki neitt, sagði
korpórallinn eftir að hafa reynt
nokkrum sinnum enn. — Nú næ
ég ekki einusinni í miðstöð.
Þetta er alveg eins og í gær.
Við urðum loksins að senda
sendil á bíl.
Hún hringdi einu sinni enn.
Það heyrðist suða en engin rödd
svaraði.
— Er það satt, að þetta fólk
PLASTIIMO-KORK
GRENSÁSVEGI22-24
»B: 3 02 80-322 62
Mjög vandaður parketgólfdúkur.
Verð mjög hagstætt.
IMILSOL sólgleraugu
Hin heimsþekktu ítölsku NíLSOL-
sólgleraugu í miklu úrvali.
— Tízku-sólgleraugu —
— Polarized-sólgleraugu —
— Klassísk-sólgleraugu —
Afgreidd samdægurs, hvert á land sem er.
I leildsölubirgðir:
Haraldur Árnason hf.
Ármúla 7 — Símar 15583 — 82540.
C05PEH
í húsagarðinum verði flutt í út-
legð? spurði Nemetz.
Hún hikaði andartak. — Já,
það stendur heima, sagði hún
loks og kinkaði kolli.
— Hvert?
— Hún svaraði engu en yppti
bara öxlum.
— Hvenær? nauðaði Nemetz á
fram. En þegar hún þagði, bætti
hann við: — Ég spyr afþví að
læknirinn er einn í þeim hópi.
— Undir eins og flutningabíl-
ar fást verður þeim ekið
til Austur-járnbrautarstöðvar-
innar, hvíslaði hún og leit
hrædd til dyranna hjá ofurstan-
um.
— Og svo fluttir úr landi,
eða hvað?
Aftur lét hún sér nægja að
ypta öxlum.
Hugsanir Nemetz hömuðust
eins og brjálaðar. Sporvagnar
höfðu ekki gengið síðan þann
fjórða og leigubílar voru ófáan-
legir. Það mundi taka tvær
klukkustundir að komast í skrif
stofu Stambulovs. Jafnvel þótt
ekki væri gert ráð fyrir nein-
um töfum í skrifstofunni hjá
honum, færi þarna hálfur dag
ur til einskis.
— Væri hægt að senda til fé-
laga Stambulovs og fé undir-
skriftina staðfesta? spurði hann.
SÉRVERZLUN
á góðum stað við Miðbæinn er til sölu. Hentugt
fyrir mann sem vill skapa sér sjálfstæða atvinnu.
Tilboð merkt: „Sjálfstætt 5132“ sendist afgr. Mbl.
fyrir 10. júlí n.k.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl.
Skipuleggðu mikið og gakktu frá ýmsum málum, sem ólokið
er. Reyndu að hygla að þeim, er þér eru kærastir.
Nautið 20. apríl — 20. maí.
í dag færðu tækifæri til að ljúka samningum og skipuleggja
langt fram í tímann. Ættingjar og eldra fólk er mildara en
vant er.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júni.
Hikaðu ekki við að draga eigin dáðir fram í dagsljósið. Hugs-
aðu um heilsuna. Lyftu þér svolítið upp, er kvöldar.og þá gjarn-
an með ungu fólki.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Einkaframtak og tómstundaiðja eru tímafrek í dag. Þér verður
mikið úr verki, og ímyndunaraflið er frjótt. Notaðu seinna hug-
myndir sem þú kannt að fá í dag.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Reyndu að semja við einhvern hóp fólks, eða fyrirtæki, og
vertu með fjölskyldu þinni er á líður.
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Reyndu að vera I sambandi við fólk, sem getur ráðið einhverju
um hagi þína, og eyddu kvöldinu í ró.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Gömul vandamál víkja fyrir nýjum hugmyndum, ástamálin
eru ofarlega á baugi í dag, og eiginhagsmunir að sama skapi
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Venjuleg víðsýni og töluverður kraftur leggjast þér til.
Reyndu nýjar leiðir. Það borgar sig.
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Þú færð eitthvað óvænt með póstinum. Hugmyndir þínar ná
fram að ganga, nú er bara að vona, að þær séu gagnlegar.
Steingeitin 22. des. — 19. jan.
Nú er mál að leggja rækt við gamla vináttu. Athugaðu róm-
antíkina, er á líður.
Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr.
Það er margt sem þarf lagfæringar við, jafnt heima sem
heiman.
Fiskamir 19. febr. — 20. marz.
Seztu nú við að breyta áætlunum þínum, og settu ekki of þétt
á hvern dag. Það er betra að hafa þetta minna og jafnara.
Hafi gengið skrykkjótt í ástamálunum hjá þér, þá mun það lag-
ast á næstunni.