Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1&66 7 Svo sem áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu, hefur ensk ur Háskólakór haldið hérlendis margar söngskemmtanir. Kórinn \ ætiar ekki að einskorða sig við 4 Reykjavíkursvæðið heldur legg- / ur á sunnudaginn land undir 1 fót og ferðast bæði tii Vestfjarða \ og Norðurlands. I Við hittum á förnum vegi J fyrir skömmu söngstjóra kórs- i ins John Hearne og formann i kórsins Hywei Róberts, að máii / og spurðum þá um þessa söng- ^ för. 1 „Þetta verður langt og lík- lega nokkuð strangt ferðalag hjá okkur,“ segja þeir félagar. „Við höldum frá Reykjavík á sunnudagsmorgun og höldum til Borgarness en þar syngjum við eftir messu í kirkjunni kl. 2. Á manudaginn ökum við svo alla Vestfjarðaleiðina til ísa- fjarðar. Við veljum það frekar að ferðast með bíl en flugvél og höldum, að við sjáum með því móti meira af landinu. Á ísafirði syngjum við svo í fsa- fjarðarbíói kl. 8.30 á þriðjudags kvöld. En okkur er ekki til set unnar boðið þar, þvi að við ætlum okkur að aka til Ólafs- fjarðar, en þar syngjum við í kirkjunni kl. 9 á miðvikudags- kvöld. Næsta dag ætlum við að skreppa til Mývatns. Okkur er sagt, að þar sé mikil náttúru- fegurð." „Já, og ekki gleyma að baða ykkur í Grjótagjá. Þið munið aldrei gleyma þeirri reynslu," skjótum við inní. „Verst, hvað við getum stanz- að þar stutt, því að þetta sama kvöld syngjum við í Akureyrar kirkju kl. 9, og svo höldum við til Reykjavíkur á föstudag, og þaðan á laugardag með Flugfé- lagi íslands til Glasgow." „Ykkur veitir ekkert af „sjö- mílnaskóm" til svona ferðalags. En hvenær er kór þessi stofnað- ur?“ „The Elizabethan Madrigal Singers of the University Coll- age of Wales, Aberysitwyth eins og hann heitir fullu nafni var stofnaður 1951, og þá voru í hópnum 10 meðlimir, en seinna var bætt í hann, og erum við nú 21 talsins. Söngstjórinn hef- ur jafnan verið einnig stúdent við Háskólann og tilgangurinn með þessum söng okkar er auðvitað að skapa tilbreytingu frá náminu, og um leið flytja góða músík, sem sérstaklega er samin fyrir svona fámenna kóra Líklega mætti helzt líkja kórn- um við Pólifónkórinn og líka kóra hérlendis. Stúdentarnir, sem I kórnum eru núna, stunda nóm við fjöl- margar háskóladeildir, t.d. jarð fræði, lögfræði, grasafræði hag- fræði, allskonar mál og fleira.“ „Ég legg t.d. stund á Welska tungu,“ segir formaður kórsins Hywel Roberts, og að beiðni okkar fer hann með setninguna um Mývatn og Grjótaá hér að ofan á welsku, og kom í ljós að hún er mjög frábrugðin ensku. „Stefnið þið að sjálfstæði frá Englendingum eins og Skotar?“ spyrjum við. 1 „Það er nú líkast til,“ svarar formaðurinn fullur áhuga. „Ég hef heyrt, að þið hafið ferðast víða um heim.“ spyrj- um við. Hinn ungi söngstjóri verður fyrir svörum: „Jú, rétt er það. 1966 ferðuð- umst við til Sviss og Austur- ríkis, sungum m.a. í Mozarteum 1 Salzburg og Stefánsdómkirkj i unni i Vín. Einnig höfum við tvívegis farið til Bandaríkjanna einu sinni til Rússlands og víð- 1 ar og víðar.“ „Okkur hetfur liðið fjarska vel á íslandi og hlökkum til að ferðast um landið og kynnast landi og þjóð ennþá betur,“ segja ungu mennirnir að lokum og héðan fylgja þeim beztuósk ir um góða ferð. — Fr.S. * \ FÖRNUM VEG3 Áheit og gjafir Háteigskirkja Gjafir og áheit. Til minningar um hjónin Guð- rúnu Jónsdóttur Guðmund Þorstein son rafvirkjameistara Meðalholti Afhent af sr. Jóni Þorvarðssyni, eftirtalið: N.N. áheit kr. 500 Guð- Jón Jónsson Skaftahlíð 1 kr. 1.000 U.Þ. kr. 1000. Beztu þakkir. Varúð er það hjálpartœki, sem þið getið ekki keypt, er samt hið þýðing- armesta í akstri — og kostar ekkert. — Hafið varúð alltaf í huga, þegar þér akið! VÍSUKORIM Við Hannes Amórsson Gleði sanna berum bróður. Bezta ráðið það ég tel. Það er annars ekki móður, að okkur skáldum liði vel. Sigurður Breiðfjörð Til skógræktarinnar Skógur er samfélag margskonar meiða, er frá moldinni rís upp í bjarmann heiða. Þeir styðja hvern annan, er stormarnir næða, í stillunum njóta þeir samskonar gæða. St. D. Til sölu er norskur árabátur með utanlborðsmótor, einnig á sama stað miðstöðvar'k. 2,5 ferm. ásaimt kyndit. og spíralk. U'ppl. í síma 32606. Ung hjón óska eftir 3ja—4ra herb. íbúð, 'helzt í Vesturborg- inni. Reglusemi og góðri lumgengni heitið. Upplýs- ingar í síma 81786. Keflavík Ódýrar vinnuskyrtur í öll- um stærðum. Peysur í úr- vali. Kaupfélag Suðurnesja, vefnaðarvörudeild. Keflavík Til leigu stórt herbergi og aðgangur að eldhúsi, Faxa- brau’t 12 (niðri). Upplýs- ingar etftix tkl. 8 í kvöld og á morgun. Parley-garnið er komið. Tökum daglega upp nýjar teg.undir af garni frá mörgum löndum. HOF, Hafnarstræti. Góð 5 herb. íbúð nálægt Ægissíðu til leigu. Tilboð sendist blaðinu fyr- ir 10. júlí, merkt: „íbúð til leigu — 8201“. Takið eftir VinnuLStofa min er flutt frá Skólavörðustíg 26, að Drápuhlið 3, simi 16794. Bergur Sturlaugsson. Bólstrun — klæðningar Klæði og geri við bólsitruð húsgögn. Úrval áklæða. Bólstrunin Álfaskeiði 96, sími 51647. Til sölu Fer.guson-skurðgratfa, árg. 1965, vel með farin, ásamt tilheyrandi tækjum. Uppi. gefur Sdgurður Björnsson, Holti, Vopnafirði, skni 75. Keflavík Fallegar sólbuxur, stærðir 2—12. Nýtt úrval aí aJls ko'nax barnatfatnaði. ELSA, Keflavík. Vinnuskúr óskast til kaiups. Einnig eittíhvað af mótatimbri. — Upplýsingar í sima 35325. Trabant Til sölu Trabamt árg. ’64, vel útlítandi og í góðu lagi. UppL í shna 52675. Ný 3ja herb. íbúð með sdma, til leigu á góð- um stað í Ánbæjaxhv. Tilb. um miðjan júlí. Leigist 1 ár. Fyrirfr.'g. Tilb. sendist Mbl. f. 15. þ. m. merkt: „5133“. Létt starf Maður um fimmtugt, óskar eftir léttu startfi. Margt kemur til greina. Góð enskukunnátta, meira bil- pxóf o. m. fl. Uppl. í 15047. Svefnpokar Vindsængur Sólstólar Veiðiáhöld Miklatorgi. BURTU MEÐ RUSLIÐ! Þessi mynd er tekin af fallegum stað í nágrenni Reykjavíkur. Vonandi eru allir sammála um, að ruslið, sem þarna blasir við vegfarendum, sé ekki nein náttúruprýði. EIIMAIVGRIINARGLER Mikil verðlœkkun BOUSSOIS INSULATING GLASS ef samið er strax Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. IBUÐ TIL SÖLU 125 ferm. fokheld íbúð á efri hæð I tvíbýlishúsi í Kópavogi til sölu. lbúðin er 4 herb. og eldluis, bað þvottahús, og geymsla, allt sér, ásamt herb. í kjallara. Hagstætt verð. Nánari uppl. í síma 81372.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.