Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JULI 19-68
3
> • .. 'v'
-
< .
.
' ■ ■
• ;'.r
Skipverjar tóku við nótinni um leið og hún kom inn fyrir borðstokkinn.
Búo sig ú síld
ÞEGAR sólin skín í heiði og
loftið ilmar af sumarangan
Ieita Reykvíkiwgar jafnan að
sjávarsíðunni og baða sig í
sjó og sólskini í Nauthólsvik.
I fögru veðri í gær röltum
við hins vegar niðri við
Reykjavíkurhöfn. Þar var þá
ys og þys og líf að færast yf-
ir síldveiðiskipin, sem legið
höfðu bundin við pollana um
skeið, vegna kjaradeilu síld-
veiðisjómanna og útgerðar-
manna. Atkvæðagreiðslu um
samningana var þá enn ekki
lokið, en af svip sjómann-
anna sást að þeir bjuggust
við því að komast á sjó —
viðbúnir að fanga silfur hafs-
ins, sjálfum sér og þjóðarbú-
inu til hagsældar.
Líklegast hafa þó verið
fleiri iðnaðarmenn við ski’pin
en sjómenn. Alls staðar var
verið að dytta að og „gert
klárt“ og af samtölum okk-
ar við karlana fréttum við,
Þegar bílarnir voru komn-
ir að skipshlið, tóku skip-
verjar við nótinni, sveifluðu
henni upp í kraftblökkina
og síðan var byrjað að hala
um borð. Slíkt tekur að jafn
aði hálfan annan tíma og
gengu strákarnir vasklega
fram og greiddu úr um leið
og nótin kom inn fyrir borð-
stokkinn.
Skipstjórinn Haukur Bryn
jólfsson sat í brúnni og fylgd
ist með. Við tókum hann tali,
og hann svaraði:
— Þessa nót byrjuðum vi’ð
með í fyrravor. Hún er 110
faðma djúp og við búumst
við því að komast af stað á
morgun. Áhöfnin er þegar
ráðin og verður skráð á skip-
ið þegar að atkvæðagreiðslu
lokinni — er úrslit liggja fyr
ir í fyrramálið. Við búumst
vi'ð því að samningarnir
verði samþykktir, þótt eng-
in breyting verði að vísu
og er að bera sig saman við
yfirmann sinn. Er þeir hafa
komizt að niðurstöðu, segir
Haukur:
— Það er ekki lítið, sem
að hefur þjóðina hundruð
milljóna í innkaupi.
— Jú, það er óvenjumikið
um ný andlit á flotanum nú.
Margir af gömlu köllunum
hafa ráðið sig í landi, þar
sem þei-r telja meiri ábatavon.
Við verðum í sumar 13 hér á
skipinu, þar af erum vfð 7
úr Hafnarfirði, en • hér eru
aðeins 4 Reykvíkingar, þótt
skipið sé gert út héðan.
Að svo mæltu kvölddum
Margir iðnaðarmenn voru að dytta að skipunum. Hér er
verið að „kalfatta" dekkið á Sléttanesinu.
fer í matarkaup. A'ð meðal-
tali kostaði fæðið fyrir mann
inn í fyrra um 130 krónur á
dag. Á sumum skipum e-r
þessi upphæð hærri, enda
allt komið undir hagsýni
kokksins.
— Mannskapurinn hefur
verið að dytta að skipinu að
undanförnu, mála og súnast
í ýmis konar íhlaupavinnu.
Við erum að sjálfsögðu á-
nægðir ef deilan leysist, en
langt er að sækja síldina og
verðfð er allt of lágt. Hins
vegar er mikill hugur í mönn
um, svo sem vera ber og
menn eru bjartsýnir. Ef bjart
sýni ríkti ekki, myndi að sjálf
sögðu enginn sækja sjó. —
En bjartsýni og þor skal ráða,
svo að unnt sé að halda þess-
um dýra flota á sjó, sem kost
við Hauk og menn hans og
óskuðum þeim fararheilla.
Á rölti okkar hittum við
marga. Einn hásetanna, er
við spjölluðum við hneyksl-
aðist mjög á samningunum
og taldi sumarfríið alveg
hafa farið fyrir róða. Þá var
hann og mjög gramur stétt-
arbræÖrum sínum fyrir lé-
lega fundarsókn í fyrtrakvöld,
þar sem ræða átti samning-
ana, — og það hnussaði í
honum, er hann sagði okkur
fréttimar af fundinum.
Samt sem áður voru menn
yfirleitt bjartsýnir. Við
kvölddum erilsamt athafna-
svæði, þar sem allir bjugg-
ust við sjósókn og síld. Það
stirndi á hafflötinn og Esj-
an, böðuð sólskini, trónaði í
stóiskri ró í norðri.
Nótin tekin um borð.
að Brettingur hefði farið þeg
ar í fyrrakvöld. Fleiri skip
voru á förum og var búizt við
því að þau færu í dag eða
næstu dag*. Margir fara um
helgina. Sævar Brynjólfsson,
skipstjóri á Erni RE, sem
stóð á einni lestarlúgunni og
var að ræða við iðna'ðar-
menn, er voru að dytta að
skipi hans, sagðist verða til-
búinn á síldina um helgina.
Alls staðar var unnið sleitu-
laust þrátt fyrir steikjandi
sólarhita.
Allmargir höfðu þegar tek-
ið nótina um borð, s.s. eins og
Þórður Jónasson og Ásgeir og
Arnar var í þann mund að
verða tilbúinn til þess a'ð
taka á móti henni. Sömu-
leiðis Árni Magnússon. Hins
vegar mun Pétur Thorsteins-
son, sem nýkominn er að
vestan, ætla á troll.
Á göngu okkar við vest-
urhöfnina sáum við hvar ver-
ið var að koma með nótina,
sem fara átti um borð í
Helgu II RE 373. Nótin var
svo stór að tvo vöruflutninga
bíla þurfti til þess að koma
henni til skips, Ók annar á-
fram, en hinn aftur á bak, en
til allrar hamingju fyrir bif-
reiðastjórann, sem bakkaði,
þá var ekki langt að fara.
Nótin kom frá Netagerð
Thorbergs við Ánanaust, en
óþægilegt aksturslag hlaut
þetta þó a’ð vera.
— (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M)
meðal yfirmanna, en hásetar
fá örlítið betri kjör.
Rétt í þessu kemur kokk-
urinn að máli við skipstjór-
ann. Hann á í vandræðum
með innkaupin á matvælum
í Reykjavíkurhofn
STAKSTEINáR
Einn á fundi
t kommúnistamálgagninu
þriðjudag er birt fréttatilkynn-
ing frá Æskulýðsfylkingunni,
þar sem segir, að sá fíni félags-
skapur hafi ætlað að efna tH
Grikklandsfundar á Akureyri
fimmtudaginn 27. júní. „Var hann
auglýstur í hádegis- og kvöldút-
varpi á fimmtudag, en auk þess
var auglýsingu dreift í 2000 ein-
tökum á Akureyri samdægurs.
Þá birti Alþýðumaðurinn á Akur
eyri fréttatilkynningu um fund-
inn. Fundinn átti að halda í Al-
þýðuhúsinu á Akureyri. Einn
bæjarbúi mætti á fundinum og
var honum aflýst“. Þannig lýkur
fréttatilkynningu Æ.F. IJ
í kommúnistamálgagninu £
gær ráðast forvígismenn Æsku-
lýðsfylkingarinnar á Akur-
eyringa fyrir áhugaleysi þeirra
fundi fylkingarinnar. Þeir
segja, að viðleitni þeirra til
mótmæla vegna ráðherrafundar
Atlantshafsbandalagsins hafi
borið misjafnan árangur og síð—
an orðrétt: „Viljann má þó taka
fyrir verkið. Einhver mestu von—
brigði, sem við höfum orðið fyr-J
ir í þessari viðleitni okkar, vapi
fundur sá er við boðuðum til í
höfuðstað Norðurlands, — Akur-
eyri. Þeim fundi varð að aflýsa,
vegna þess að aðeins einn Akur-
eyringur mætti til hans... .
. . . Við höfðum satt að segja
ekki heldur búizt við því, að
þetta þrifalega fólk í þessum
fagra bæ mæti svo lítils sem þaðj
sjálft ét .... . |j
... .Við boðuðum fundinu
með dreifimiðum í nær hvert hús
Akureyri, auk þess sem viðí
auglýstum hann í hádegis- ogpj
kvöldútvarpi. Við fengum valin—
kunna Akureyringa til að flytja.
ávarp og stjórna fundinumi
Kristján skáld frá Djúpalæk og
Jón Ingimarsson, formann Iðju.
Auk þess átti einn Grikki, sem.
var með í förum, að skýra
ástandið í Grikklandi, sem er eitt
þeirra mála sem efst er á baugl
heiminum í dag, og Ingimar
Erlendur Sigurðsson, rithöfundur
skyldi einnig flytja hvatningar-
ræðu. |l
Þetta hefði átt að vera nógu
gott fyrir Akureyringa .... Eit
þar sem sem aðeins einn réttlát-
ur óbreyttur Akureyringur
mætti á fundinum hlýtur ástæð-
an að vera almennt sinnuleysi
bæjarbúa á heimsmálunum og
þeim málum sem ekki eru akur-
eysk beinlínis .... ■ it
.... Við skulum vona að þeiv
standi til bóta og endurskoði af-
stöðu sína eða réttara sagt af-
stöðuleysi ....
.... Þarna er greinilega verk
að vinna“.
Svo mörg eru orð Akureyrar-
fara Æskulýðsfylkingarinnar.
Hræsnisgiíman i
Þessi fundur er ekki fyrsta til-
raun kommúnista til þess að út-
breiða boðskap sinn á Akureyri.
Skemmst er að minnast aðgerða
þeirra til dreifingar á Víetanm-
bréfi sínu, er menntaskólakenn-
arar ginntu blaðburðarböm Morg
unblaðsins. Viðbrögð Akureyr-
inga við þeim tiltektum komm-
únista og hatursskrifum þeirra
að leik loknum lýstu sér i
megnri fordæmingu, sem stað-
fest er í fálætinu yfir Grikk-
landsfundinum.
Þá eins og endranær töldu
kommúnistar, að þeir töluðu fyr-
ir munn fjöldans. Þeir töldu sig
vera hina einu sönnu verjenduf
mannréttinda enda þótt allir
viti, að þeir fylgja stefnum sem
aðeins þróast við einræði. Sama
er að segja um digurbarkaleg
skrif þeirra fyrir NATO-fund-
inn. )
En í báðum þessum tilfellum
hefur almenningur hafnað mál-
stað og vinnubrögðum kommún-
ista, eins og ætíð er, þegar þeir
varpa hræsnisgrímunni.
u