Morgunblaðið - 05.07.1968, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 196«
Guðmundur Einarsson
trésmíðameistari
- MIIMIMIINIG
Ég hafði ekki verið lengi bú-
eettur i Hafnarfirði er ég heyrði
Guðmundar í Dverg getið. En
það var ekki fyrr en ég gerðist
félagi í Málfundafélaginu Magna
að ég kynntist honum. Ég fann
t
Sonur okkar,
Borgþór Jónsson
andaðist á Heilsuhæli N.L.F.Í.
í Hveragerði, 4. júlí.
Sigríður Jónsdóttir,
Jón Auðunsson,
Urðarveg 28,
V estmann aey jum.
t
Móðir okkar,
Guðrún Þorsteinsdóttir
frá Bergsstöðum,
lézt að sjúkrahúsinu Sól-
vangi 3. júlí.
Börn hinnar látnu.
t
Systir mín,
Sigríður Pétursdóttir,
sem andaðist í Sjúkrahúsi
Sauðárkróks 29. júní, verður
jarðsungin frá Saúðárkróks-
kirkju, laugardaginn 6. þ.m.
kl. 2 e.h.. — Þeir sem vildu
minnast hinnar látnu eru
beðnir um að láta fatlaða og
lamaða njóta þess.
Sæunn Pétursdóttir.
t
Björn Jóhannsson
fyrrv. skólastjóri Vopnafirði,
sem lézt 28. júni, verður jarð-
sunginn frá Vopnafjarðar-
kirkju mánudaginn 8. júlí kl.
2 e.h.
Synir hins látna.
t
Litla dóttir okkar,
Sesselja Jensdóttir,
sem lézt að slysförum 27. júní,
verður jarðsungin frá Strand
arkirkju, laugardaginn 6. þ.m.
kl. 2 e.h. Þeir sem vildu
minnast hennar vinsamlegast
láti Slysavarnafélagið njóta
þess.
Bára Bjamadóttir,
og Jens Karlsson.
t
Útför móður minnar,
Hólmfríðar
Jóhannesdóttur,
fer fram frá Kapellunni f
Fossvogi, föstudaginn 5. þessa
mánaðar kl. 10.30.
tllfljótur Gíslason.
fljótt, hve heill hann var í fé-
lagsstarfinu og oft dáðist ég að
skarpskyggni hans og rökfestu
í málflutningi.
Guðmundur Einarsson varð
félagi í Málfundafélaginu Magna
aðeins þremur vikum eftir stofn
un þess og var alla tíð mjög
virkur í félagsstarfínu á meðan
heílsan entist. Hann var m. a.
nokkur ár formaður Magna, og
nær tvo áratugi í stjórn Hellis-
gerðis, auk fleiri trúnaðarstarfa
sem hann gegndi fyrir félagið.
Guðmundur átti hugmyndina
að einu því merkasta máli, aem
Magni tók sér fyrir hendur en
það var friðun og ræktun Hellis
gerðis. Hann sá það fyrir, að
svo gæti farið, að sérkenni Hafn
arfjarðar, hraunið, yrði að víkja
fyrir auknum byggingum og
mannvirkjagerð og því væri
nauðsynlegt að vernda ogrækta
svæði, þar sem þessi sérkenni
varðveittust og Hafnfirðingar
gætu jafnframt eignast sinn
skemmtigarð. Varðandi mál þetta
segir svo í 25 ára afmælisriti
Magna:
„Á fundi í Magna 15. marz
1922 hafði Guðmundur Einars-
son, framkvæmdastjóri í Dverg,
framsögu, sem hann nefndi: Get
ur félagið Magni haft áhrif á
útlit Hafnarfjarðar?“ Svaraði
hann spurningunni játandi og
benti á, hvílik áhrif, það myndi
geta haft til bóta á útlit bæjar-
ins, ef félagið kæmi upp blóma-
garði og skemmtigarði, þar aem
sérkenni landslagsins, hraun-
t
Útför fósturföður okkar og
bróður,
Pálma Jónssonar
fyrrum varðstjóra, Sigtúni 55,
sem lézt að Borgarspítalanum
30. f.m. fer fram frá Foss-
vogskirkju kl. 10.30 laugar-
daginn 6. júlí n.k.
Vandamenn.
t
Innilega þökkum við auð-
sýnda samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför móður
okkar, tengdamóður, ömmu
og stjúpmóður,
Hannessínu
Sigurðardóttur
Mánagötu 10.
Sigurbjörg V. Guðbrandsd,
Ágúst Guðbrandsson,
Gróa Ámadóttir,
Guðmundur B. Guðmunds.,
Margrét Sigrún Guðjónsd.,
Ingimar R. Sveinsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samú'ð við andlát og jarðar-
för eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
Steinþórs Einarssonar
frá Bjameyjum.
Jóhann Stefánsdóttir,
Jóhann Steinþórsson,
Elin Sigurðardóttir,
Þorsteinn Guðmundsson,
Fjóla Steinþórsdóttir,
Einar Steinþórsson,
Gréta Bents,
Ólafur Steinþórsson,
Sigrún Símonardóttir,
Hannes Halldórsson,
Maria Steinþórsdóttir
og barnaböm.
borganna og gjánna, fengju atf*
halda sér, en gróðurinn væri
aukinn til prýði og yndis. Full-
yrti hann, að það mætti verða
„félaginu til sóma og bænum til
mikillar prýði“. Máli þessu var
vel tekið, nefnd sett í að athuga
það, því hrint í framkvæmd,
staður valinn og sannar Hellis-
gerði bezt orð Guðmundar, sem
sögð voru fyrir 46 árum. En það
var ekki aðeins Hellisgierði, sem
var ræktað og prýtt, heldur er
það mál manna, að fjölmargir
einstaklingar hafi farið að rækta
og prýða lóðir sínar, er þeir
sáu hinn góða árangur í Hellis-
gerði.
Guðmundur var fæddur 18.
júní 1883 að Stóra-Knarrar-
nesi á Vatnsleysuströnd, sonur
hjónanna Sólveigar Ólafsdóttur
og Einars Finnssonar. í uppvext
inum vann Guðmundur flest þau
störf, er fyrir komu eins og títt
var í þá daga, en árið 1907 hóf
hann trésmíðanám hjá Jóhannesi
J. Reykdal í Hafnarfirði oglauk
því árið 1911.
Guðmundur var einn af stofn-
endum fyrirtækísins h.f. Dverg
ur, Flygenring og Co. í Hafn-
arfirði. Hann var í stjórn fyrir-
tækisins frá 1912-1946. Þar var
hann verkstjóri og síðar fram-
kvæmdastjóri, þar til hann lét
af því starfi árið 1946 og gerðist
umboðsmaður Brunabótafélags
fslands í Hafnarfirði. Gegndi
hann því starfi meðan heilsa
entist.
Guðmundur átti sæti í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar árin 1938
til 1942. Hann var einn af stofn
endum Fríkirkjusafnaðarins í
Hafnarfirði og í stjórn hans um
18 ára skeið. Hann starfaði í
ýmsum félögum og gegndi þar
trúnaðarstörfum, enda var hann
orðinn hjeiðursfélagi í sumum
þeirra þar á meðal Málfundafé-
laginu Magna.
Guðmundur var greindur mað
ur vel, nokkuð seintekinn, en
með afbrigðum trygglyndur.
Hann var bókhneiðgur mjög
enda víðlesinn fróður og minn-
ugur. Þá var hann gæddur rík-
um fegurðarsmekk. Riddarakross
fálkaorðunnar hlaut hann 1948
fyrir vel unnin störf. Árið 1918
9. marz kvæntist Guðmundur
Jónu Kristjánsdóttur frá Hliðs-
nesi á Álftanesi og eignuðust
þau einn son, Sigurgeir Guð-
mundsson, skólastjóra. Konu
sína missti Guðmundur árið 1961
Þeim fækkar gömlu góðu fé-
lögunum í Magna, sem báru
merki hans hvað hæst. Við
Magnamenn kveðjum Guðmund
og þökkum honum gott og heilla
ríkt starf. Hann var alltaf ó-
trauður til starfa og lagðihverju
góðu máli lið.
Aðstandendum hans sendum
við innilegustu samúðarkveðjur.
Páll V. Daníelsson
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför,
Sturlaugs Jónssonar
stórkaupmanns.
Jón og Þórður
Sturlaugssynir.
Eggert Ólafsson,
lýsismatsmaður
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við and-
lát og jarðarför systur okkar,
Margrétar Jónsdóttur
frá Snorrastöðum.
Stefán Jónsson,
Sveinbjörn Jónsson,
Kristján Jónsson.
Þökkum auðsýnda samúð vfð
andlát og jarðarför,
Valgerðar Gissurardóttur
Rauðarárstíg 11.
Guðmundur G. Magnússon,
Valborg Sigurðardóttir,
Magnús Guðmundsson,
Amþrúður Guðmundsdóttir,
Valgeir Guðmundsson,
Anna Soffía Guðmundsdóttir,
Valgerður Guðmundsdóttir
og systkin hinnar látnu.
í DAG kveðjum við í Dómkirkj-
unni Eggert Ólafsson, lýsismats-
mann, sem andaðist þann 26.
júní.
Eggert fæddist að Litla-Skarði
í Stafholtstungum í Mýrarsýslu
5. febrúar 1896. Foreldrar hans
voru hjónin Þórunn Þórðardóttir
og Ólafur Kjartansson, bóndi að
Litla-Skarði. Hjá þeim ólst Egg-
ert upp ásamt sjö systkinum sín-
um, en eitt barn misstu foreldrar
hans á öðru ári.
Árið 1906, þegar Eggert var á
tíunda ári, dró ský fyrir sólu á
Litla-Skarðsheimilinu. Þá lézt
faðir hans. En með þrautseigju
og dugnaði tókst móður hans að
halda flestum börnum sínum hjá
sér. Fluttist hún með þau til
Borgarness, og þar aðstoðuðu þau
hana og hjálpuðu hvert öðru eftir
beztu getu, unz hún fluttist til
Reykjavíkur árið 1921 til Egg-
erts og konu hans, sem höfðu
stofnað þar heimili skömmu áð-
ur.
Af systkinum Eggerts eru nú
á lífi: Kristín, Björn og Tryggvi,
en látin eru: Kjartan, Indriði,
Þórður og Guðrún. Dugnað og
góðvild þessara systkina þekkja
allir, sem þeim hafa kynhzt.
Átján ára gamall fór Eggert á
vélanámskeið í Reykjavik og
vann eftir það um hríð sem vél-
stjóri á vatnabáti, er annaðist
flutninga frá Borgarnesi upp
Hvítá og nokkuð upp eftir Norð-
urá.
En það var árið 1925, að Egg-
ert tók við því starfi, sem átti
að verða ævistarf hans. Þá var
hann skipaður löggiltur lýsis-
mats- og vigtarmaður. Starfi
þessu gegndi hann í fjörutíu og
þrjú ár, eða allt til æviloka. Var
þetta starf bæði vanda- og erils-
samt. Fyrri árin, sem Eggert
vann við það, má segja, að hver
lýsistunna hafi verið heimur út
af fyrir sig, sem þurfti að gæða-
meta sérstaklega, eina og eina í
senn. Auk þess var unnið við
erfið og frumstæð skilyrði undir
beru lofti í hvaða veðri, sem var,
jafnvel í nístings frosti og by>l.
Hin seinni ár hafa aðstæðurnar
við framkvæmd mats og vigtun-
ar breytzt mjög til hins betra
eftir að mörg hundruð bunna
blöndunartankar komu til sög-
unnar ásamt öðrum nýjungum,
en óhætt er að segja, að Eggert
hafi ávalt unnið starf sitt jafn
vel, hvernig sem vinnuskilyrði
voru. Ábyrgðartilfinning hans
var einstök, og naut hann fyllsta
trausts allra, sem við hann
skiptu, jafnt kaupenda sem selj-
Hjartanlega þakka ég alla
virðingu og vinsemd sem móð
ur minni,
Sigurveigar Einarsdóttur,
var sýnd vegna 100 ára af-
mælis hennar 11. júní sl. Hún
biður ykkur öllum Guðs gless
unar.
Sigríður Erlendsdóttir,
Kirkjuveg 10, Hafnarfirði.
enda. Ljúfmennsku hans í öllu
dagfari mun heldur enginn
gleyma, sem honum kynntist.
Þann 19. desember 1920 kvænt-
ist Eggert eftirlifandi konu
sinni, Ragnhildi Gottskálksdótt-
ur, sem margir munu þekkja og
eiga gott uþp að unna. Börn
þeirra, sem öll eru á lífi, eru:
Sesselja Svana, gift Jóni Sigurði
Guðmundssyni, stórkaupmanni í
Bandaríkjunum, Ólafur skrif-
stofumaður, giftur Erlu Þor-
steinsdóttur, EÍinbjörg Hulda,
hjúkrunarkona, gift Jens Sören-
sen, deildarstjóra, Kjartan Þór-
ir, stýrimaður, Gottskálk Þor-
steinn, stórkaupmaður, giftur
Guðrúnu Einarsdóttur og Ragn-
hildur Sigríður, gift Birgi Sigur-
jónssyni, símvirkjaverkstjóra.
Barnabörn þeirra Eggerts og
Ragnhildar eru nú tuttugu, en
barnabarnabörnin þrjú. Eggert
unni börnum sínum og afkom-
endum þeirra mjög og fylgdist
með þeim af stakri umhyggju og
ástúð allt til hins síðasta.
Og þá er eitt, sem ekki má
gleymast, þegar Eggerts er
minnzt. En það er hjálpsemi hans
og skilningur í sambandi við hið
mikla og fórnfúsa starf, sem kona
hans hefir unnið i þágu sjúkra
og vansælla. Það starf er meira
og merkilegra en ég treysti mér
til að lýsa hér. En Eggert átti
mikinn þátt í, að hún hefir getað
eytt jafn miklum tima og kröft-
um til að inna það af hendi. Tel
ég mig vita, að margar hlýjar
samúðarhugsánir muni berast að
Tjarnargötu 30 í dag til Ragn-
hildar og fjölskyldu hennar.
Fyrir allt það góða, sem þau
hjónin hafa gert mér, sendi ég
hjartans þakkir.
Svo kveð ég þig, vinur, og bið
Guð að blessa minningu þína.
Ólafur Þórðarson.
Hjartanlegar þakkir sendi ég
öllum þeim sem glöddu mig
á 70 ára afmæjisdaginn.
Guð blessi ykkur,
Jakob Þorsteinsson
Kirkjustræti 2.