Morgunblaðið - 06.07.1968, Síða 1

Morgunblaðið - 06.07.1968, Síða 1
28 SIÐUR Tími laxveiðimananna er hafinn. Þessi mynd er frá Laxá í Kjós, en í fyrradag heimsótti Morgun blaðið laxveiðimennn þar og við Ölfusá. Um árangur þeirrar heimsóknar má lesa á bls. 10 í blaðinu í dag. (Ljósm: Mats Wibe Lund jr.) Reyna stúdent- or nð rúðn de Gnulle nf dögum? Bonn, 5. júlí — NTB LÖGREGLAN í Vestur- tÞýzkalandi hefur sent starfs- tbræðrum sínum í Frakklandi Lviðvörun um, að öfgafullir Jstiidentar þar muni e.t.v. Ireyna að ráða de Gaulle, for- kseta Frakklands, af dögum khinn 14. júlí, sem er þjóðhá- ítiðardagur Frakka. Verða þá t.nikil hátíðahöld og segir v- tbýzka lögreglan, að sér hafi kborizt til eyrna, að stúdentar iætli að varpa handsprengju ’ að forsetanum þegar hann Ikemur frá höll sinni og ráða ionum þannig bana. Lögreglan hafði þetta eftir ' tveimur v-þýzkum blaða- Imönnum, sem aftur höfðu Ifengið upplýsingarnar hjá Lprófessor í siðfræði og heim- fspeki við Sorbonne-háskól- ' ann í París. Hafði prófessor- | inn látið þeim í té upplýsing- | arnar gegn því að þeir létu ekki uppi nafn hans. Klofningur í Rhodesíu Salisbury, 5. júlí — NTB Flugvélar með vistir til Biafra verða skotnar niður Lagosstjórnin vill ekki birgða flutninga án síns samþykkis Lagos, 5. júlí. — NTB-AP SAMBANDSSTJÓRNIN í Nígeríu hefur skipað flugher landsins að skjóta niður all- ar flugvélar, sem flytja í óleyfi vistir til Biafra, að því er opinberlega var tilkynnt í Lagos í dag. Þessi ákvörðun á rót sína að rekja til nokk- Moskvu, 5. júlí — NTB-AP NASSER forseti lýsti því yfir í ræðu í hádegisverðar- boði, sem sovézkir leiðtogar héldu honum í Moskvu í dag, að Egyptar vildu frið, en væru staðráðnir í að frelsa arabísku svæðin, sem ísraels menn hertóku í styrjöldinni í fyrra, og að lokatakmark Arabaþjóðanna væri að fjar- lægja afleiðingar árásar urra tilboða frá erlendum aðilum um að hefja umfangs- mikla birgðaflutninga loft- leiðis til þúsunda flótta- manna í Biafra sem svelta. Á morgun, 6. júli, verður liðið eitt ár síðan hersveitir sambands stjórnarinnar réðust inn í Biafra. Talið er, a'ð að minnsta kosti 100.000 manns, hermenn og ó- ísraelsmanna hvað sem það kostaði. í ræðunni, sem var þýdd fyr- ir blaðamenn af arabísku, kom ekkert það fram, sem bendir til að Egyptar séu reiðubúnir til til- slakana til þess að fá ísraels- menn til að hörfa frá herteknu svæðunum. Ekki var minnzt á þá yfirlýsingu Riads utanríkis- ráðherra í Kaupmannahöfn á dögunum, a'ð ísraelsríki sé stað- reynd og þannig liti Egyptar á Framlhald á bis. 27. breyttir borgarar, hafi fallið í bardögunum. Allar helztu borg- ir Biafra eru nú á valdi sam- bandsstjórnarinnar, en Biafra- menn veita enn harðvítugt við- nám í frumskógunum. Stjórnin í Biafra hefur hafn- að allri aðstoð, sem berst una yfirráðasvæði sambandsstjórnar- innar, og hefur merkt leynileg- an flugvöll, þar sem flugvélar Rússneskar flotaæfingar í Norðurhöfum Moskvu, 5. júlí — NTB RÚSSAR, Pólverjar og Austur- Þjóðverjar halda sameiginlegar flotaæfingar á Norður-íshafi, Barentshafi, Eystrasalti og Norð ur-Atlantshafi í þessum mánuði samkvæmt æfingaáætlunum Var sjárbandalagsins, að því er sov- ézka fréttastofan Tass tilkynnti í dag. Æfingunum, sem hefur verið gefið nafnið „Sjóveður" (Norð- ur), stjórnar yfirmaður sovézka flotans, Sergei Gorchikov, aðmír áll. Sagt er, að tilgangur flota- æfinganna sé að leysa vanda- mál varna sósíalistalandanna í Norðurhöfum. Einnig eigi að fullkomna samræmdar aðgerðir flota Varsjárbandalagsins. Nasser ósáttfús í ræðu í Moskvu — Vafi um friðarvilja Egypta með matvæli og hjúkrunargögn, sem tilfinnanlegur skortur er á í Biafra, geta lent. Sambands- stjórnin segir í yfirlýsingu sinni, að henni hafi borizt fréttir um, að viss ónafngreind samtök í Bretlandi og víðar hafi í hyggju að varpa niður vistum í fallhlíf- um yfir Biafra án samþykkis sambandsst j órnarinnar. Lagosstjórnin segir, að líta verði á hvers konar slíkar að- gerðir sem freklegt brot á loft- helgi Nígeríu og fjandsamlega ráðstöfun vfð landið. Stjórnin skoraði á allar hjálparstofnanir Framihald á bls. 27. NOKKRIR stuðningsmenn fyrr- verandi innanríkisráðherra Rhodesíu, William Harper, sem Ian Smith, forsætisráðherra, neyddi til að segja af sér í dag, hafa skorað á hann að segja sig ekki úr stjórnarflokknum, Rhode síufylkingunni ,enda telja þeir að með því móti reynist honum auðveldara að berjast gegn af- stöðu Smiths til stjórnarskrár- málanna, sem talið er að sé or- sök þess að upp úr slitnaði með honum og Harper. Smith hefur sagt, að hann hafi ekki beðið Harper að segja af sér vegna stjórnmálaágrein- Framhald á bls. 27. Kvaðst þekkja Sirhan - FINNST HENGDUR í KLEFA Ciudad Juarez, Mexíkó, 5. júlí — NTB UNGUR piltur, sem hélt því fram að hann hefði vitað áð- ur en Robert Kennedy öld- ungadeilarþingmaður, var myrtur, að samsæri hefði ver ið gert um að ráða hann af dögum, fannst hengdur í gær i fangaklefa þar sem hann hafði verið í haldi síðan 17. júní, að því er lögreglan í Ciudad Juarez í Mexíkó skýrði frá í kvöld. Pilturinn, sem var 17 ára gamall Bandarikjamaður af mexíkönskum ættum, Crisp- in Curielh að nafni, var sett- ur í gæzluvarðhald þegar fundizt höfðu í dagbók hans samsæri um að ráða Robert Kennedy af dögum. Dagbók- in fannst á götu úti og var afhent lögreglunni. I dagbók- inni sagði m.a., að pilturinn þekkti Sirhan Sirhan, sem ákærður hefur verið fyrir morðið á Kennedy. Hann kvaðst hafa hitt Sirhan í al- menningsbókasafni í Los Angeles nokkrum dögum fyr- ir morðið. Starfsmenn FBI í E1 Paso, rétt handan landamæranna, yfirheyrðu piltinn ásamt mexikönskum lögreglumönn- um, en þeir sögðu í síðustu viku að þeir hefðu ekki feng- ið nokkrar sannanir fyrir því að hann hefði staðið í sam- bandi við Sirhan. Talsmaður lögreglunnar segir, að pilt- inum hafi gramizt að enginn viðriðinn morðið á Kennedy og hann hafi hótað að fyrir- fara sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.