Morgunblaðið - 06.07.1968, Side 28
AUGLYSINGAR
SÍMI 2E‘4*8D
LAUGARDAGUR 6. JULÍ 1968
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGR EIÐSLA • SKRIFST O FA
SÍMI 10.100
Vitað um 8 ný tilfelli
Taugaveikibróður
Akureyri, 5. júlí
SÝKLARANNSÓKN hefur enn
leitt í ljós átta tilfelli tauga-
veikibróður til viðbótar þeim,
sem áður var kunnugt um. Nýju
tilfellin eru öll á sveitabæjum,
þrjú á Rútsstöðum, þrjú á Akri
(nýbýli frá Rútsstöðum) og tvö
á Skáldstöðum. Þannig að nú er
vitað um alls 14 tilfelli tauga-
veikibróður. Mjög sterkar líkur
eru á tveimur tilfellum enn, þó
að nokkur vafi leiki á. Allir þess
ir sjúklingar eru nú á batavegi.
Mörg sýnishorn eru nú til at-
hugunar, m.a. allmörg frá elli-
heimilinu í Skjaldarvík, þar sem
svæsin magaveiki hefur geisað.
Unnið er af kappi að rannsókn
á upptökum og smitunarleiðum
sjúkdómsins, og er læknir úr
Reykjavík væntanlegur til Akur
eyrar í kvöld til aðstoðar héraðs
lækninum, Jóhanni Þorkelssyni.
Ekki er nein ástæða til að ótt-
ast smitunarhættu af neyzlu-
mjólk eða mjólkurvörum, þar
sem öll mjólk berst til Mjólkur-
samlags KEA er gerilsneydd, en
sú meðferð veitir fullkomna
vörn gegn mengun. Allar kýr á
Skáldstöðum eru alheilbrigðar.
— Sv. P.
Flotamálaráðherra Banda
ríkjanna í heimsókn
PAUL R. Ignatius, flotamálaráð-
herra Bandaríkjanna, kom í
stutta heimsókn til íslands í gær.
Ráðherrann, sem var á leið frá
Bandaríkjunum til Bretlands og
þaðan til meginlands Evrópu,
kannaði flotabækistöðvar Banda
ríkjanna á Keflavíkurflugvelli
og ræddi við bandariska ráða-
menn hér. Ráðherrann hélt för
sinni áfram kl. 03.30 í nótt, en
hann mun á næstu dögum kanna
helztu flotabækistöðvar Banda-
ríkjanna í Evrópu.
Tilkynningarskylda allra
íslenzkra skipa
— skipulogð samkvœmt merkja-
kerfi Norðmanna og Rússa
Laxveiði hafin í Soginu
SAMKVÆMT bráðabirgðalög-
um frá 17. maí 1968, hefur ver-
ið gefin út reglugerð um tilkynn
ingarskyldu íslenzkra skipa og
hefur sjávarútvegsmálaráðherra
falið Slysavarnafélagi Islands
framkvæmd málsins. Að þessu
tilefni áttu fulltrúar Slysavarna
Elzti íslending-
urinn lntinn
ELZTI borgari landsins, Vigdís
Magnúsdóttir, frá Stokkseyri,
lézt í Landsspítalanum fyrr í vik
unni. Vigdís hefði orðið 103 ára
hinft 1. september n.k. Vigdís
lærbrotnaði er hún datt fyrir
nokkrum dögum. Kenndi hún
sér ekki meins að öðru leyti, og
var vel ern fram í andlátið.
félagsins í gær fund með sild-
veiðiskipstjórum, þar sem þeim
voru afhent gögn, er varða þessa
framkvæmd og þau skýrð út
fyrir þeim.
Reglugerð þessi kveður á um
þáð, að öll fiskiskip skuli kalla
upp einhverja strandstöð Lands
síma íslands einu sinni á sólar-
hring á tímabilinu frá kl. 13 til
16, eða eftirlitsskip náist ekki
samband í land. Stöðvar þessar
eða eftirlitsskip senda síðan all-
ar tilkynningar um fjarrita til
eftirlitsmiðstöðvar, sem stað-
sett verður í húsi SVFÍ á Granda
garði. Umsjón með eftirlitsstöð-
inni hefur Þorvaldur Ingibergs-
son, kennari í Stýrimannaskól-
anum.
Skipin skulu tilkynna sig við
brottför úr höfn og ennfremur
við fjarðarmynni, er þau köma
að landi. Nota'ður er sérstakur
„codi“ við skeytasendingarnar,
sá hinn sami og Norðmenn og
Rússar nota. Lögð er rík áherzla
á að skip, sem byrjað er á til-
kynningum, tilkynnti sig ávallt
Sjúkrabílor
gabboðir
TVEIR sjúkrabílar voru gabbað-
ir út úr bænum á fimmtudags-
kvöld. Hringt var til lögreglunn-
ar og tilkynnnt að mikið slys
hefði orðið fyrir ofan Selja-
brekku í Mosfellssveit. Þar hefði
jeppi oltið og minnsta kosti fimm
manns stórslasast. Tveir sjúkra-
bílar voru þegar sendir uppeftir,
en þegar þeir komu að jeppanum
var þar engan að finna. Lögregl
a hefur málið til athugunar.
án undantekninga, því að komi
ekkert skeyti frá því, verður
samstundis hafizt handa um eft-
irgrennslan. Getur því gleymska
eða trassaskapur, orðið dýrkeypt
fyrirhöfn. í reglugerðinni um
tilkynningarskylduna er þess
getið að vanræksla varði sekt-
um.
Á fundinum í gær var útbýtt
Framhald á bls. 27.
BÚLGARSKI flóttamaðurinn,
sem neitað var um landvistarleyfi
í Bandaríkjunum eins og greint
var frá í blaðinu í gær, kom til
Keflav.flugvallar kl. 00.10 í fyrri
nótt með Loftleiðavél frá New
York. Þar tók á móti honum
Kristján Pétursson, fulltrúi út-
lendingaeftirlitsins á Keflavíkur-
flugvelli, og með honum var júgó
slavnesk kona til að túlka, þvi
að Búlgarinn talar ekki ensku.
Búlgarinn bað ekki um landvistar
leyfi hér sem pólitískur flótta-
maður, heldur hélt áfram með
flugvélinni til Luxemburgar eftir
stutta viðdvöl hér. í gærmorgun
kom svo kona sú, sem reynt hafði
að koma honum inn í Bandarík-
in, til Keflavíkur með annarri
Loftleiðavél en hélt strax áfram
til Luxemburgar á eftir mannin-
um með vélinni.
Fréttamenn ræddu við kon-
una við komuna til Luxemburg-
ar, en þess má geta að lögregl-
an þar telur hana eiginkonu
Búlgarans, enda þótt það komi
ekki heim við álit manna í
Bandaríkjunum. Konan sagði
við fréttamenn í Luxemburg, að
þau hefði verið að flýja áþján
kommúnismans, og sagffi síðan
orðrétt: „Ég reyndi að gróður-
setja tré við beztu aðstæður."
LAXVEIÐI í Sogi hófst í gær, en
ekki tókst af afla upplýsinga um,
hve rnikið kom á land fyrsta dag
inn. Venjulega byrjar þar ekki
að veiðast verulega fyrr en um
miðjan mánuðinn, þvi að laxinn
virðist ganga þar síðar en ann-
ars staðar á vatnasvæðinu, að
þvi er Valdimar Valdimarsson
veiðivörður tjáði okkur i gær.
Ekki liggja fyrir endanlegar
tölur um veiðina á vatnasvæði
AP. Luxembourg 5. júlí 1968
Ekki hleypt inn í Luxemborg
Búlgarski flóttamaðurinn,
sem neitað var um landvist í
Bandaríkjunum á fimmtudag,
kom aftur til Luxemborgar í
kvöld. Frú Milan Bliznakow sem
lögreglan telur eiginkonu manns
VART hefur orðið við talsverðan
rottugang í nánd við Tjörnina
að undanförnu. Fólk hefur séð
eina og fleiri rottur i einu víða
á tjarnarbakkanum, og sendill
hjá Morgunblaðinu sá fyrir tveim
ur dögum heila fjölskyldu á ferli
í nánd við Iðnó, þar sem stærra
raesið er.
Morgunblaðið sneri sér til Leós
Schmidt, meindýraeyðis hjá borg
inni, og kvað hann þennan rottu-
gang ekki óeðliilegan. Þegar
hlýna tæki í veðri, færu rotturn-
ar jafnan á kreik, sérstaklega
eftir harðan vetur, en ákaflega
mismunand: væri hvar þær skytu
uipp kollinum hverju sinni. Starfs
Ölfusár og Hvítár á sl. sumri,
en hún mun hafa verið í kring-
um 14 þúsund laxar. Er það al-
gjört veiðimet, að sögn Þórs Guð
jónssonar, veiðimálastjóra.
Ekki er heldur ljóst, hvernig
veiðin skiptist á milli einstakra
veiðisvæða í fyrrasumar, en
neynsla undanfarinna ára hefur
sýnt, að u.þ.b. 60% veiðarinnar
fæst úr Ölfusá, 30% úr Hvítá
og um 10% úr bergvatnsánum.
ins sagði fréttamönnum: „Við
höfðum svo mikla löngun til
þess að lifa við frelsi og flýja
undan áþján kommúnismans.'
og hún bætti við: „Ég reyndi að
grófðursetja tré við beztu aðstæð
ur“, en gaf engar frekari skýr-
ingar.
Tollgæzluyfirmenn sögðu að
Fram'hald á bls. 27.
menn borgarinnar hefðu sitrax 1
vor eitrað fyrir rotturnar í flest-
um skolpræsum borgarinnar, þar
sem tíðast verður vart við þær,
og væri því minna uim þær núna
en oft áður.
Leó sagði, að strax og frétzt
hefði um rottugang við Tjömina
hefðu starfsmienn bongarinnar
brugðið við og ætlað að eitra
fyrir þetan. í ljós kom að slíkt
var ekki hægt nema að nætur-
laigi sakir þess hve mikið var uan
mannaferðir. Var því loks eitrað
í ræsi við Tjörnina á fimmtu-
dagsnótt og kvaðst Leó ætla að
brátt hyrfi rottugangurinn þarna
með öllu.
Kusu frelsið:
Fluttur út úr Búlgaríu í svefnpoka
Óvíst um landvist búlgarska flóttamannsins
Rottur við Tjörnina
Eitrað í skolprœsi á fimmtudagsnótt