Morgunblaðið - 13.07.1968, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1968
8
Ludvík Vaculík:
Tvö þúsund orð
95
99
Ávarp til tékkóslóvakísku þjó ðarinnar
„Tvö þúsund orð“ er
heiti ávarps, sem tékkneski
rithöfundurinn Ludvík
Vaculík hefur samið og
birzt hefur í flestum blöð-
um Tékkóslóvakíu við
geysilegar undirtektir
fólks í landinu. Undir þetta
ávarp rita fulltrúar allra
starfsgreina landsins, þar
á meðal mjög margir þekkt
ir menn í þjóðlífi Tékkó-
slóvakíu, eins og skáldið
og vísindamaðurinn Holub
og íþróttamaðurinn heims
frægi Zatopek og kona
hans.
í þessu ávarpi kemur
fram gagnrýni á því, að
frelsisþróunin í Tékkó-
slóvakíu sé orðin of hæg-
fara og hvatt til þess, að
henni sé haldið áfram.
Hins vegar er einnig hvatt
til varkárni vegna tengsl-
anna við Sovétríkin og
önnur ríki Varsjárbanda-
lagsins.
í fyrstu kom fram á-
kveðin gagnrýni af hálfu
tékkóslóvakískra kommún
istaflokksins gegn ávarp-
inu, en síðan breyttist af-
staða hans og farið var
viðurkenningarorðum um
það.
Ávarpið hefur á hinn
bóginn verið harðlega
gagnrýnt í Moskvu og
víða annars staðar í Aust-
ur-Evrópu. Þannig kallar
Pravda, málgagn sovézka
kommúnistaflokksins, í
fyrradag þá, sem að ávarp
inu standa, gagnbyltingar-
sinna og gagnrýnir þá
harðlega. Það er ef til vill
ekki heldur að ástæðu-
lausu, því að enda þótt
víða sé talað undir rós í
ávarpinu og það því ekki
eins ljóst og ella, þá er
það augljóst, að hvatt er
til þess að láta hvergi und
an neins konar þvingun-
um í þá átt að hverfa af
frelsisbrautinni og jafn-
framt kemur fram mikil
óbein gagnrýni á Sovétrík
in.
Þess skal getið, að þetta
ávarp hefur verið sent út
um gjörvalla Tékkóslóva-
kíu, þar sem milljónir
manna úr öllum starfs-
greinum þjóðfélagsins hafa
lýst yfir stuðningi sínum
við það.
Hér fer á eftir þetta á-
varp og er það þýtt úr
tékknesku. Millifyrirsagn-
ir eru blaðsins.
„Tvö þúsund orÖ44
t:l verkamanna, bænda, skrif-
stofufólks, vísindamanna, lista
manna og allra.
Þjóðfélag okkar komst fyrst
í hættu í heimsstyrjöldinni.
Síðan komu að nýju slæmir
tímar, er ollu hættu fyrir and
lega heilbrigði þjóðfélagssálar
okkar. Meiri hluti þjó'ðarinn-
ar samþykkti á sínum tíma
sósíalistíska stjórnarstefnu og
batt við hana miklar vonir.
Framkvæmd þessarar stefnu
lenti hins vegar í höndum
ranglátra manna. Það skiptir
ekki svo miklu máli, að þessir
menn höfðu ekki nægilega
mikla reynslu til þess að
stjórna og almenna og hug-
myndafræðilega þekkingu, ef
þeir hefðu að minnsta kosti
haft til brunns að bera al-
menna greind og virðingu fyr
ir öðrum, þannig að þeir gátu
hlýtt á skoðanir annarra
manna og veitt hæfileika-
meiri mönnum að koma í
stað þeirra manna, sem sýnt
höfðu vangetu sína.
Kommúnistiskur flokkur,
sem naut eftir strfðið mikils
trausts hjá almenningi, hefur
nú skipt á þessu trausti fyrir
embætti og skrifstofur, unz
hann hafði öðlazt allt á þeim
vettvangi en misst allt annað.
Við verðum að skýra frá þessu
og þetta vita þeir kommún-
istar á meðal okkar, sem einn
ig urðu fyrir miklum von-
brigðum af árangri stjórnar-
stefnunnar jafnt sem allur al-
menningur. Röng stefna stjórn
arinnar hefur breytt flokkn-
um úr stjórnmála- og hug-
sjónaflokki í einræðisstofnun,
þangað sem valdasjúkir og
sjálfselskir menn leituðu en
ennig raggeitur og menn með
slæma samvizku. Straumur
þessa fólks inn í stjórn flokks
ins hafði þau áhrif á flokk-
inn, að góðir menn áttu þess
engan kost a'ð breyta stefnu
flokksins og aðhæfa hana nú-
tímanum. Margir kommúnist-
ar hafa barizt gegn þessari
hnignun og gátu ekki stöðvað
hana.
Þetta ástand innan flokks-
ins varð fyrirmynd fyrir
stjórn landsins og leiddi til
þess, að möguleikimn á því
að gagnrýna stjórn landsins
varð úr sögunni. Gagnrýni
gagnvart framkvæmdastjórn
ríkisins og efnahagslegri skipu
lagningu varð ekki fyrir
hendi.
Þjóðþingið var hætt að
ræða nokkurn skapaðan hlut,
ríkisstjórnin hætt að stjórna
og framkvæmdastjórarnir
hættir að framkvæma. Kosn-
ingar höfðu enga þýðingu, lög
in misstu gildi sitt. Við gát-
um ekki treyst fulltrúum okk-
ar í neins konar ráðum og ef
þar fannst maður, sem unnt
var að reiða sig á, þá gátum
við ekki vænzt neins árang-
urs, vegna þess að hann gat
ekki fengið neir.u áorkað.
Miklu verra var samt, að við
gátum ekki lengur treyst hver
öðrum. Einstaklings- og sam-
félagsheiður hvarf. Með hei'ð-
arleikanum komust menn
hvergi og um það var ekki
að ræða, að menn væru metn
ir eftir hæfileikum. Þess
vegna gerðist almenningur á-
hugalaus og hugsaði einungis
um sjálfan sig og peninga,
sem ekki heldur var unnt að
treysta við þetta slæma á-
stand. Tengslin milli einstakl
inganna rofnaði — vinnugleð
in hvarf - í stuttu máli komst
þjóðin á það skeið, að þjó'ð-
félagssál hennar var í hættu.
Harðstjórnin sögð vilji
verkamanna.
Við berum allir ábyrgð á
núverandi ástandi, en komm-
únistarnir á meðal okkar þó
meiri. Mesta ábyrgð bera þó
þeir, sem voru verkfæri þessa
hömlulausa valds. Það voru
þeir hópar, sem með aðstoð
flokksvélarinnar í Prag, komu
sér að í hverju héraði. Þessir
hópar ákvá'ðu, hvað var leyfi
legt og hvað ekki. Þeir stjórn
uðu samvinnubúunum og
verksmiðjunum svo og héraðs
stjórnunum. Meðlimir stéttar-
félaganna réðu engu í félög-
um sínum né heldur komm-
únistar innan flokksins á
hverjum stað. Hið versta af
öllu var, að þessi harðstjórn
var sögð vera vilji verka-
manna. Ef við tryðum blekk-
ingum þessara manna, yrðum
við nú að kenna verkafólki
um efnahagslega hnignun
okkar — og alla glæpina á
saklausu fólki — ritskóðun,
sem kom í veg fyrir, að skýrt
væri frá því, sem gerðist — og
þá yrði að kenna verkafólki
um óheppilega fjárfestingu,
isins, en það byrjaði í komm-
únistaflokknum. Við verðum
að segja frá þessu og þetta
vita þeir, sem voru ekki
kommúnistar og bjuggust ekki
við neinu góðu. Að sjálfsögðu
verður að bæta því við, að
þesi endurfæðing lýðræðisins
gat hvergi hafizt annars stað-
ar, vegna þess að eingöngu
kommúnistar hafa getað tek-
Emil Zatopek er í hópi þeirra,
sem undirrituðu ávarpið svo
og kona hans. Zatopek er
sennilega hvað þekktastur
allra núlifandi Tékka, en hann
var um Iang árabil einn fræg-
asti langhlaupari heims. Hann
er nú ofursti i her landsins.
glötuð viðskiptatækifæri og
skort á íbúðum. Engin heil-
vita maður trúir að sjálf-
sögðu, að slíkt sé sök verka-
manna. Við vitum öll og þá
einkum hver einasti verka-
maður, að verkafólk hafði
enga möguleika á því að
hafa nein áhrif nokkurs
staðar. Fulltrúar verka-
fólksins voru kosnir af öðr-
um. Á meðan margir
verkamenin töldu sig vera að
stjórna, þá stjómuðu í þeirra
nafni sérstaklega uppaldir
embættismsnn flokksins og
ríkisins. Þeir tóku sér sjálfir
sæti þeirra manna, sem þeir
höfðu rutt úr vegi og urðu
að nýrri yfirstétt. Við verð-
um að játa, að margir þeirra
hafa samt viðurkennt þennan
slæma þátt í sögu lands okk-
ar. Nú þekkjum við þá menn,
sem beitt hafa sér fyrir leið-
réttingu á þessu ranglæti og
því, að flokksmönnum og al-
nnenningi gefst tækifæri til
áhrifa og að dregið verði úr
valdi og fjölda embættis-
manna vill verjast breytimg-
unum og hefur enn talsvert
vald, einkum í þeim héruðum
þar sem þeir geta notað það
leynilega og án þess að verða
kærðirf yrir.
Endurfæðing lýðræðisins.
Frá byrjun þessa árs búum
við við endurfæðingu lýðræð-
Ludvik Vaculik, höfundur
ávarpsins „Tvö þúsund orð.“
ið þátt í pólitísku lífi sl. 20
ár og eingöngu var unnt að
koma fram með einhverja
gagnrýni innan kommúnista-
flokksins. Frumkvæði og dugn
aður lýðræðissinnaðra komm-
únista er þess vegna ein-
göngu afborgun þeirrar skuld
ar, sem allur kommúnista-
flokkurinn er ábyrgur fyrir
gagnvart öllum hinum, sem
óréttlætið bitnaði á. Þess
vegna á kommúnistaflokkur-
inn engar þakkir skilið í dag.
Hins vegar verðum við að við-
urkenna, að flokkurinn er nú
að reyna af hreinskilm að
nota síðasta tækifærið til þess
að bjarga sínum heiðri og
heiðri þjóðfélagsins.
Endursköpunarstefnan kem
ur ekki fram með neinar nýj-
ungar. Hún kemur fram með
hugmyndir og tillögur, sem
eru miklu eldri en mistök sós-
íalisma okkar, og aðrar sýni-
legar breytingar, sem hefðu
átt að gerast löngu áður og
höfðu verið bældar niður. Við
skulum ekki gera okkur nein-
ar skýjaborgir, að þessar hug-
myndir eru að sigra vegna
sannleikans. Sigur þeirra
á miklu fremur rót sína að
rekja til veikleika fyrri vald-
hafa, sem allur dugur var far-
inn úr, sökum þess að þeir
höfðu verið án nokkurrar and
stöðu í 20 ár. Vitanlega þurftu
að koma í Ijós allir ókostir
þessa skipulags, sem dulizt
hafa í undirstöðum og hug-
myndafræði þessa stjórnskipu
lags. Við skulum ekki gera of
lítið úr gagnrýni rithöfunda
okkar og stúdenta. Grundvöil
ur breytinga í þjóðfélagi er
efnahagur þess. Rétt orð hef-
ur sín áhrif eingöngu, ef það
er notað um ástand, sem búið
er að breyta. Við verðum að
skilja, að hið rétta um ástand
ið hjá okkur er almenn fá-
tækt og stjórnarfyrirkomulag
ið hefur gengið sér til húðar
og það verið misnotað á okk-
ar kostanð af ýmsum stjórn-
málamönnum. Sannleikurinn
sigrar því ekki, heldur stend-
ur einfaldlega einn eftir, þeg-
ar allt annað er farið. Þess
vegna er engin ástæða til þess
að ala nýjar vonir.
Við snúum okkur til ykkar
á þessu augnabliki vonarinn-
ar, sem er alltaf í hættu. Það
hefur tekið marga mánuði,
áður en flestir af okkur hafa
trúað því, að þeir nytu mái-
frelsis og margir trúa því ekki
enn. Nú þegar við höfum tal-
að og flett ofan af svo mörgu,
verðum við að gera þetta
stjórnarfar mannúðlegra og
fullkomna þá breytingu. Ann-
ars verður hefnd gömlu afl-
anna grimmileg. Við snúum
okkur nú einkum til þeirra,
sem bíða enn. Sá tími, sem nú
gengur í hönd, á eftir að hafa
mikil á'hrif um langa framtíð.
Málfrelsi nauðsynlegt.
Sá tími, sem nú gengur i
hönd, er sumarið með sumar-
fríum sínum, þegar við af
gömlum vana viljum hvíla
okkur og hafa ekki áhyggjur
af neinu. Við getum samt
veðjað á það, að elskulegir
andstæðingar okkar unna sér
ekki slíkrar hvíldar. Þeir
kalla til starfa alla þá menn,
sem þeir ráða yfir, til þess að
geta í staðinn tryggt sér þægi
legt jólafrí!! Verðum þess
vegna á verði gagnvart því,
sem gerizt á næstunni. Reyn-
um að skilja það og bregðast
við því. Við skulum ekki
sætta okkur við að fá frá æðri
stöðum eitt svar og eina lausn.
Það verða allir að hugsa sér
sína lokalausn samkvæmt
samvizku sinni. Sameiginlega
jákvæða lausn er aðeins hægt
að finna með umræðum og til
þess er málfrelsi nauðsynlegt,
sem er eini þáttur lýðræðis-
sem við höfum hlotið á þessu
ári.
Næstu daga verðum við að
beita okkar eigin frumkvæði
og sýna staðfestu okkar.
Einkum verðum við á móti
tillögum, ef þar kemur fram,
að það sé mögulegt að fram-
kvæma lýðræðislega endur-
fæðingu án kommúnista eða í
andstöðu við þá. Slíkt væri
óréttlátt og óviturlegt. Komm
únistar hafa komið á fót mjög
góðri skipulagnignu og innan
hennar þarf að styðja frjáls-
lyndari meðlimi. Þeir hafa á
að skipa mjög reyndum starfs
mönnum og hafa auk þess enn
þá í sínum höndum öll valda-
tækin.
Stefnuskrá þeirra var lögð
fyrir almenning — og hún er
fyrsta lagfæringin á miklu
óréttlæti. Aðrir flokkar hafa
að sjálfsögðu enga stefnuskrá.
Nauðsynlegt er að krefjast
þess, að kommúnistaflokkur-
inn leggi fram stefnuskrá
sína í öllum héruðum lands-
ins. Þá loksins verður unnt að
framkvæma það réttlæti, sem
flokkurinn er að boða.
Kommúnistaflokkurinn er að
undirbúa nýjan fund, sem á
að kjósa nýja miðstjórn.
Krefjumst þess, að í hana
verði kjörnir betri menn, en
í henni eru nú. Kommúnista-
flokkurinn segir nú, að for-
ystuhlutverk hans þurfi í fram
tíðinni að byggjast á trausti
borgaranna en ekki á ofbeldis
aðferðum — við skulum trúa
því, að flokkurinn meini
þetta, unz við höfum fengið
þetta staðreynt af þeim mönn
um, sem flokkurinn hyggst
nú fara að senda á viðræðu-
fundi út um landið.
Hafa baráttuöflin dregið sig í
hlé.
Að undanförnu hafa margir
haft áhyggjur út af því, hvort
lýðræðisframkvæmdinni sé
hætt. Lýðræðisframfarirnar
hafa nú tekið að sýna á sér
þreytumerki eftir afdrifaríka
atburði, sem koma fram í því
að undanfarnir mánuðir voru
svo uppörvandi vegna ýmissa
uppljóstrana — afsagna ým-
issa embættismanna og vegna
andríkra umræðna, sem ein-
kenndust af -djarflegum um-
Framhald á bls. 13