Morgunblaðið - 13.07.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1968 PltrguitlrlaMli Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstj ór narf ulltr Cil. Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. ALVARLEGAR HORF- UR í SJÁVARÚTVEGI TVTýir og auknir erfiðleikar -*•’ blasa nú við íslenzkum sjávarútvegi og 'fiskvinnslu. Það sem af er þessu ári hef- ur framleiðsla frystra sjávar- afurða aukizt verulega vegna vaxandi veiði og að minna hefur farið í salt og skreið- arverkun sökum erfiðra sölu- horfa í þeim greinum. Nú er hins vegar svo komið, að einnig er erfitt um sölur frystra sjávarafurða á Banda ríkjamarkaði, en við samn- inga þá, sem gerðir voru við Sovétríkin í upphafi þessa árs var ekki gert ráð fyrir eins mikilli framleiðsluaukn- ingu frystra sjávarafurða og raun hefur á orðið og mun því búið að afgreiða upp í samninga þessa árs, en samn- ingar um viðbótarkaup standa fyrir dyrum. Söluhorfur á Bandaríkja- markaði hafa versnað vegna aukins framboðs frá Kanada og Vestur-Evrópu og þá sér- staklega Noregi og Dan- mörku. Einnig hefur nýtt verðfall orðið á fiskblokkinni á Bandaríkjamarkaði og hef- ur verðið á blokkinni fallið úr 24—25 sentum í 22% sent pundið. Þessi neikvæða þró- un í sölu og verðlagi kemur á sama tíma og fyrirsjáanlegt er, að stóraukinn fjöldi báta ætlar að stunda þorskveiðar og afli hefur aukizt verulega, t.d. á miðunum út af Norður- landi, en þar hefur um mörg undanfarin ár orðið alvarleg- ur aflabrestur. Þá liggur og ljóst fyrir, að söluhorfur á skreið munu ekki batna fyrr en styrjöld- inni milli Nígeríu og Biafra lýkur. Skreiðarbirgðir í land- inu hafa aukizt frá því í nó- vember sl. úr 6500 lestum í 9—10000 lestir. Talsmaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna skýrði frá því í viðtali við Mbl. í gær, að boðaður hefði verið auka- fundur samtakanna hinn 23. júlí n.k. til þess að ræða hin nýju viðhorf. Þegar verðfallsins á út- flutningsafurðum íslendinga fór fyrst að gæta á miðju ári 1966 stóðu vonir til, að þetta væri aðeins tímabundin sveifla. Nú bendir hins vegar margt til þess, að hér sé um varanlega þróun til hins verra að ræða og raunar hefur verðfallið nú staðið svo lengi, að íslend- ingar hljóta að miða að- gerðir sínar við það, að hið lága verð standi enn um hríð, enda bendir þróunin í fiskveiða- og fiskvinnslumál- um á alþjóðavettvangi til þess, að svo verði. Sjávarútvegur og fisk- vinnsla er og mun verða undirstaða alls atvinnulífs á Íslandi. En hin neikvæða þró- un undanfarin tvö ár í verð- lagi og söluhorfum á erlend- um mörkuðum og líkurnar á því, að ekki muni verða breyting til batnaðar í fyrir- sjáanlegri framtíð er sterk- asta röksemdin fyrir því, að fleiri stoðum verði skotið undir gjaldeyrisöflun þjóð- arinnar. Framkvæmdum við Búrfellsvirkjun og álbræðsl- una í Straumsvík mun ljúka á næsta ári. Nú þegar er nauð synlegt að hefjast handa um upphaf efnaiðnaðar hérlend- is. Þá er einnig ástæða til að leggja áherzlu á þýðingu þess fyrir íslenzka iðnaðar- framleiðslu, að ísland gerist aðili að Fríverzlunarbanda- lagi Evrópu. Þar með mundi íslenzkur iðnaður fá aðgang að nýjum og stórum mark- aði og er ekki að efa, að ís- lenzkir iðnrekendur hafa bæði dug, kjark og fram- sýni til þess að notfæra sér þau tækifæri, sem þar með gefast. Hið nýja verðfall á fisk- blokkum og versnandi sölu- horfur eru alvarlegt áfall fyrir þjóðarbúið og var þó ekki bætandi á þá erfiðleika, sem fyrir voru. En slíkir erfiðleikar hvetja einnig til framsóknar á nýjum sviðum. ÓGNÞRUNGIÐ ÁSTAND k standið í Tékkóslóvakíu er ** ískyggilegt. Sovézkar hersveitir dvöldust í landinu í tvær vikur eftir að her- æfingum Varsjárbandalags- ins lauk og hefur nú fyrst verið hafizt handa um brott- flutning þeirra. Dvöl þessa herliðs og flutningar herliðs að landamærum Tékkóslóva- kíu var bein ögrun við tékknesk stjórnarvöld og vísbending um, að Sovétrík- in eru til alls vís til þess að halda áhrifum sínum í Tékkó slóvakíu, þótt þau hafi ekki talið rétt að láta til skarar skríða að þessu sinni. Á sama tíma og Tékkum var þannig ögrað með dvöl sovézkra hersveita í landi þeirra, birti málgagn sovézka kommúnistaflokksins ósvífna árás á þróunina í Tékkósló- Danska myndin um dr. Glas fær afleita útreið — Mai Zetferling er eins og sorprœsi, sem tekur endalaust á móti FYRIR nokkru var fruimisýnd í Kauipmannaböfn kvik- myndin „Dr. Glas,“ sem gerð er eftirs ögu Hjalimiars Söder- berg. Leilkkonan Mai Zetter- ling var fengin til Danmerkur til að stjórna myndinni o,g leikarar voru eikki valdiir af verri endanum, þeir Ulf Palme og Per Oscarsson sóttir tiil Svíþjóðar og aðalkvenihlut- verkið fór danska leiklkonan Lone Hertz með, en hún er í hópi þeirra leikkvenna danskra, sem þykir hvað merk uist um þessar mundir, án þess að öllum sé þó ljósir kostir hennar. Beðið var frumsýningar myndarinnar mieð ótolandinni eftirvæntingu og töldu Danir, að hér gæti ekki hjá því farið að glæsilegt atfrek yrði unnið á ölum sviðu'm. Og nú er myndin komin fram og hetfur þá fengið óblíðar móttökur eftir allt saman. Gagnrýnandi Politiken seg- ir, að tæknilega sé hún ailvel gerð, en algerlega andlaius og óviðkomandi sögunni um dr. Glas. Og blaðið bætir við: Mikið lá við að fá Mai Zetter- ling til að stjórna töku mynd- arinnar. Við þökkuim sómann. Og raunar gæti fröfceniin sagt með hreinu hjarta: Ekkert að þakka.“ Síðan sagir gagnrýnandi meðal annars: Saga Söder- bergis, „Doktor Glas“ er meist- araverk, sem kom út árið 1905, og er enn í fullu giMi í dag. Bókin litfir vegna þeis að stíll- inn er jafnferslkur nú og fyrir meira en sextíu árurn, og vandamálið þekkjum við enn. Því ætti sagan að vera ákjós- anlegt kvikmynidaetfni og möguleikar stjórnaranda og leikara ótæmamdi. En því er ekki að heilsa. Mai Zetterling heifur ekki skapað sér neinn sérstakan stíl. Hún reynir að vekja for- vitni, kitla áhorfendiur. Hún hefur myndræna skynjun, en hún er óörugg og er grótflega misnotuð. Það eina sem má segja Zetterling til lofs, að hún ér aiger sérfræðingur hvað tækniibrögð áhrærir og þar ber myndin langt atf öðrum dönskum mymdum. Því munu þeir, sem hafa ánægju af þvi einu að fylgjaist með snjöllum tæknibrögðum verða nokkur0 vísari eftir að hafa horft á myndina. En vandamál eög- unnar verður nánaist grátlbros- legt eins og Mai Ze.tterling Ulf Palme í hlutverki prestsins og Per Oscarsson sem dr. Glas. Mai Zetterling setur það uipp. Sögufþræði er haMið að vissu marki, en þó stundum reynt að færa hann nær samtíðinni með afburða léegum áramgri. Lone Hertz er afkáralegri en orð fá lýst í Mutverki sínu sem eiginkona prestsins, og næsta erfitt að finna til samiúðar með henni í því vandamáli hennar að hún er líkamilega orðin and- snúin manni sínum og leitar til dr. GLas með raunir sinar. Dr. Glas (Per Oscarsson) elskar prestfrúna á laun og reynir að koma henni til hjálpar raeð því að telja presti trú um að hann verði að halda sér frá mökum við konu sína þar sem hann sé hjartaveiikur. Lokaniðurstað- an verður síðan að dr. Glas ræður klertki bana. Per Oscarsson er mikiLl Leikari og góður og öðruhverju örlar á því — en það er ótrúlega sjaMan. Ulf Palme er þokka- legur í hlutverki prestsins." Gagnrýnandi Politiken klykkir út með þessum orð- um: „Mai Zetterling er eins og sorpræsi sem tekur enda- laust á mlóti. Þegar sá dagtur rennur upp, að luingtfmin hetf- ur rænu á því að setja sigti yfir ræsið, gæti átt sér stað, að við gætum kallað hana leikstjóra.“ vakíu og það er sérstaklega uggvekjandi, að atburðarás- inni í landinu síðustu mán- uði er í Pravda líkt við ástand ið í Ungverjalandi 1956, þeg- ar sovézkar skriðdrekasveitir ruddust inn í Búdapest og myrtu ungverskar frelsishetj ur og sviku grið á Imre Nagy. Þótt tekið sé fram í árásar greininni í Pravda, að enn sé ekki tilefni til slíkrar íhlut- unar í Tékkóslóvakíu og brottflutningur herliðsins, sé hann horfinn, staðfesti þau ummæli, er þó ljóst, að leið- togarnir í Kreml hafa nú gefið sér hugmyndafræði- lega átyllu til þess að nota sovézkar hersveitir gegn Tékkóslóvakíu, þegar þess verður talin þörf. Ástandið í Evrópu hefur nú þegar stórversnað vegna ögrana sovézkra kommúnista við Tékka og fyrirsjáanlegt er, að grípi Sovétríkin til þeirra örþrifaráða að berja niður með vopnavaldi frjáls- ræðishreyfinguna í Tékkó- slóvakíu mun ógnvekjandi aðstaða skapast í þeim heims hluta, sem við búum í, og ósjálfrátt koma upp í hugann ógnanir og ögranir annars einræðisríkis við Tékkósló- vakíu fyrir þremur áratug- um. Sovétríkin og kommún- isminn standa nú frammi fyr ir dómi þjóðanna. Haldi þau að sér höndum og leyfi frjáls- ræðishreyfingunni í Tékkó- slóvakíu að ganga sinn gang hafa þau eitthvað lært. Grípi þau til vopnavalds til þess að stöðva rás tímans standa þjóðir Evrópu i einu vetfangi í sömu sporum og á þeim dimmu dögum eftir lok heimsstyrjaldarinnar, þegar hvert ríkið á fætur öðru féll undir ok kommúnismans og þegar þjóðarmorðið var framið í Ungverjalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.