Morgunblaðið - 13.07.1968, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.07.1968, Qupperneq 14
r 14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1968 Anna Einarsdóttir Minning Fyrir atbeina áhugamanna um skógrækt má víða sjá litlar trjá- plöntur gægjast úr gasi eins og hérna á myndinni. Ástæða er til að minna fólk á að fara með gát um gróðursetningarsvæðin, því að oft ber lítið á þessum smávöxnu kunningjum okkar fyrst í stað. ANNA Einarsdóttir, fyrrum hús- freyja að Múlakoti, verður borin til grafar í dag að sóknarkirkju sinni, Lundi í Lundarreykjadal. Önnu skorti aðeins örfáa daga til að verða 89 ára þegar hún lézt. Hún var fæddur Lunddæl- ingur og alin upp þar í byiggð og átti alla ævi heima í þeirri sveit. í æsku vann hún á mörgum bæjum við algeng sveitastörf og hjúkrun þeirra sem bágt áttu. Alstaðar þar sem hún dvaldi varð hún æ síðan heimilisvinur sökum mannkosta sinna og hjarthlýju. Um og eftir aldamótin síðustu var Anna langdvölum á prests- setrinu Lundi í Lundarreykjadal. Fyrst hjá séra Ólafi Ólafssyni, síðar prófasti í Hjarðarholti í Dölum og síðar hjá séra Sigurði Jónssyni, sem síðastur presta sat á Lundi. Með báðum þessum fjölskyld- ium og Önnu bundust svo traust vináttufeönd að þau entust til síð ustu stundar og voru þá enn sem ný væru. Svo var og um önnur heimili þar sem Anna dvaldi. Vorið 1912 giftist Anna unn- usta sínum, Magnúsi Sigurðssyni frá Mið-Fossum í Andakíl. Þá um vorið stofnuðu þessi ungu hjón heimili og reistu bú að Múlakoti, næsta bæ við bústað foreldra minna. Alla stund síðan hefur Anna átt heima í Múlakoti. Fyrst sem húsmóðir, þar sem hún bjó manni sínum og börnum yndis- legt heimili, og síðast dvaldi hún hjá Önnu dóttur sinni og Matt- bíasi Daníelssyni tengdasyni sín- um, þar sem hún naut ástríkrar ■umhyggju til síðustu stundar. Frá því í vordögum höfum við Anna því verið næstu nágrann- ar í 56 ár með litlum frávikum af minni hálfu. Þetta nágrenni t Faðir okkar Engilbert Sigurðsson andaðist í Elliheimili Isa- fjar'ðar 11. júlí. Sigríður Engilbertsdóttir Helga Engilbertsdóttir. t Systir mín og fósturdóttir Rebekka Ebba Hansen, andaðist í Landsspítalanum 12/7 1968. F. h. fjarstaddra ættingja, Haildór Hansen, yngri, Kristín Þorsteinsdóttir. t Hugheilar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur ómetanlega vináttu og sam- úð við fráfall og jarðarför litlu dóttur okkar og systur Sesselju Jónsdóttur, svo og öllum þeim mörgu, sem tóku virkan þátt í erfið- leikum okkar á liðnum vetri. Sá hlýi skilningur veitti okk- ur styrk. Við biðjum Guð að blessa ykkur öIL Bára Bjarnadóttir Jens Karlsson og systkin. hefur alltaf verið eins ágætt og bezt verður á kosdð. Ég halla ekki á neinn þó ég segi, að hún ætti sinn góða þátt í því. Öll þessi ár finnst mér Anna hafa verið sama elskulega konan, hóg- vær í orðum og fasi, talaði aldirei kuldaorð til nokkurs manns, fög- ur að sjón og kærleiksrík að reyna. Það lætur að líkum að mér og okkur öll'um á Skálpastöðum er þakklæti til þín efst í huga þeg- ar leiðir skiljast. Ég flyt þér, mín ágæta vin- kona, hjartans þafckir frá okkur hjónum og öllu mínu fólki fyrir hverja stund og hvert atvik frá öllum þessum liðnu árum. Ef Anna í Múlakoti er ekki bo'ðin velkomin í kærleiksríki meistarans frá Nasaret veit ég ekki hverjir eiga þangað góða heimvon. St. í Reykjaví'k, 12. júlí 1968, Þorsteinn Guðmundsson, Skálpastöðum. — Reykjavíkurmálið Framhald af bls. 10 hafi danskan gerzt einna ágeng ust. Én svo eru það áhrif ís- lenz'kunnair á dönskuna. Þau eru líka til. í dönskum sikjölum er orðið Bær, sem er íslenzka orðið bær. Sama er með Naust, en það orð hafa þeir ekki getað þýtt. Tjömiina kalla þeir fyrst Indisö, iein hætita því svo og skrifa Ti- ömen. Sama er um Lækinn, sem er 'fyrst Reikiavigs Bæk en síð- ar bara Lækur. Á einstaka stað í þessum skjölum er til gömul danska, sem talin er í orðabókum frá 1833 úrelt mál í Danmörku, en er notuð hér. T.d. er skrifað hvorlunde í staðinn fyrir hvor- ledes. Og huld, aam þýðir hollur. Það finnst eiginlega í öllum eldri borgairaeiðum. Kanmski má nefna hér orðið deslige, þessháttar, sem er bein þýðing. Og Lýður Björnsson segir frá því, að innaai um þessá skjöl úr Reykjavík sem harun hiefur ver- ið að vinna úr í þessa bók, hafi verið var’ðveittur borgareiður frá Kaupmannahöfn. í rauminni er skrýtið að bann skuli vera þaraa. En Lýður sagði, að hon- um dytti helzt í hug sú skýring að Skúli Magnússon hafi komið við í borgarskrifstofum í Kaup- maninahöfn til að fá fjrrirmynd að slíku, þar sem hann vissi ekki hvernig átti að stíla slíkt. —Fyrirfram hafði ég búiztvið að finna meiri áhrif í máli frá Slésvík-Holistein, því mikið af borgurunum var þaðan og frá suðureyjuinum dönsku. En sú danska sem hefur mest áhrif hér, virðist vera Kaupmarma- hafnardanska. Ég býst við að það stafi af því að margiir bæj- arfógetamir voru menntaðir í höfuðborginni. — Hvenær er það að roálið fer að versna svona í Reykja- vík og danskam að sækja á? Og hvenær fer ástandið að skána aftur? — Það er erfitt að afmarka það. Ég held að íslenzkan hafi verið þokkaleg um aldamótiin 1800, en farið síðan versnandi. t Þökkum af alhug öllum sem vottuðu okkur samúð við andlát og jarðarför Árna B. Sigurðssonar frá Akranesi. Viktoría Markúsdóttir Fjóla Árnadóttir, Svanhvít Árnadóttir Margrét Árnadóttir Rut Árnadóttir Þuríður Ámadóttir Hallgrímur Amason Hreinn Árnason Arni Þ. Árnason Geirlaugur Amason Sigurður Amason Einar Árnason. Rask spáir því í bréfi árið 1813, að íslenzkan verði týnd innan 50 ána. Um 1830 er ísleinzkan orðin slæm í Reykjavík og bæði málin farin að stokkast mikið isaman. Um það leyti gefur Bald vin Einarsson úit Ármanm á Al- þimgi. Þar er einn MHtrúi af SeltjiamaTnesi, sem talar hroða- legain blending. í sömu átt benda ummæli, sem Árni Helgason við bafði í útfararræðu ísledfs Ein- arssonar yfirdómara um 1837. Það verður semsagt ekki fyrr en í næsta bindi, sem íslenzkam fer aftur að sækja á, segir Lýður og kýmir. Stefán Gunnliaugsson gaf ekki út sitt fræga plagg um að íslenzka skyldi töluð í ís- lenzkum kaupstað fyrr en 1848. Þá var ástandið orðið þannig, að 'Stiftamtmaður telur hér talaða lélega dönsku og gefur þeiss jafnframt að ísliendingar, sem komi til bæjarins, Skilji helzt ekki það mál, sem talað er. í bréfaskiftum Rosenöms og Stef ánis kemur fram blendingsmál, bæði íslenzka og damska til skipt is. Því miður er ekki varðveitt mikið að bréfum frá almenningi frá þessum tíma, en þar hefði kannski verið helzt að vænta upplýsinga um málið. Við höfum helzt fylgiskjöl með reikningum Þergar verst var hefur málið ver ið orðið blendingsmál, sem skilst að miklu leyti af bæði dönsku og íslenzkumælamdi fólki. fs- lemzkam fer að sækja á aftur í bæjarfógetatíð Stefáns Gunn- laugssonar og mjög mikið á 6. tug aldarinnar, þegar þjóðernis stefnam fer að verka, embættis- menn verða íslenzkir, blaðaút- gáfa á íslenzku að tíðkast og Lærðiskólinn er fiuttur til Reykjavíkur. — Það er þá eftir tíma þessa fyrsta bindis, sem nú er að koma t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarð- arför Indíönu S. Valberg. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Sauð- árkróks sem annaðist hana í veikindum hennar. Börn, tengdabörn og bamaböm. út. Við skulum halda okkur við hin mörkin, þar sem miálið fer versnandi. Þú segir að það hafi verið orðið mjög slæmt um 1830? — Nota bene, skjöl frá bæjar fógeta eru á þokkalegu máli. Sigurður Thorgrímssen, bæjiar- fógeti og landfógeti til 1824, hefur kamnski skrifað betri ís- lenzku en fLsstir samtíðarmenn hans í Reykjavik, og hann deyr ekki fyrr en 1831. Og oft hafa verið hjá bæjarfógeta góðir skrifanar, eins og t.d. Finnur Magnússon, prófessor, Jón Guð- mundsson síðar ritstjóri og Vil- hjálmur Finsen. Tveir þeir fyrr nefndu haía skxifað plögg, sem við höfum notað, og Finsen af- ritaði eldri skjöl. Jónas Hall- 'grímsson, skáld, var líka skrif- ari hjá Ulstrup bæjarfóg 'ta 1828 í borgaraskjölum er plagg á dönsku með rithönd Jónasar, virðing á húsum í Hafnarstræti. Það er mjög nosturslega unnið skjal. Sennilega hefur Jónas lif að af því að skrifa hjá bæjar- fógeta. En ég hefi orðið var við, að . fáir borgarbúar vita um að hann hefur unnið þarnia. — Er það á þessum tíma bara . danska, sem menn sletta í ís- lenzkunni, ekki önnur mál? — Þeir eru stundum að reyna að sletta latínu, mest í kirkju- lýsingum, og gengur iilla. Eitt af þeim orðum, sem maður er alveg í vandræðum með að skilja, er Populitur, en það mun vera upp hækkun með kirkjustóktm á lofti Á latínu er þetta Pulpitur. Og Sigurður Pálsson, Skiáld og sýslu maður, slettir frönsku, notar t.d. orðið fournene í stað foumagere um að byrgja með heyi eða græn meti. Annars skirifar hann gott mál. — Að lokum Lýður, hvað verð ur þetta „Safn til sögu Reykja- víkur“ stórt verk? — Fyrsta bindið, sem er um 360 síður, er fullsett í texta og kemur væntanlega út í hausit. Næsta bindi verður sennilega fundargerðir bæjarins 1836-1872. Það er vel á veg komið í hand- riti. Við skulum segja að 3/4 þess séu til nú. Um framhaldið get ég engu svarað. En til eru inn- réttingaskjöl, sem ég tel vera Reykjavíkurefni. Og vaktari, þ. e. skjöl um vaktarana. Þá héldu bæjarstjómarfulltrúar fundi frá 1836-1872. án þess að bæjarfó- geiti væri viðstaddur. Sambandið milli þessara funda þyrfti að kannia áður en næsta bók kæmi út Það yrði ðfni í eitt bindi. Og svo eru það miammtölin. Allt þetta þyrtfti að gefa út. Það verð ur allt arnmað að fara ofan í ein stök mál úr sögu Reykjavíkur, þegar þessar frumheimildir eru komniar á prent. — Og áður en við ljúkum þessu tali, vil ég geta þess að Báll Líndal og Lárus Sigur björnsson standa að þessu verki af hálfu Reykjiavíkurbæjar og Björm Þorsteiimsson af hálf.u Sögu félagsiins. sagði Lýður í loksam talsins. Hefi ég miátt leiita til þeirra allra. Sérstaklega er mik ilsvert að mega njóta aðstoðar Lárusar, sem er nákunnuguir mönnum, rmálefinum og staðfræði í gömlu Reykjavík. Ég er ekki Reykvíkkigur sjálfur og hamn hefur leyst úr mörgum vanda fyrir mig. — E.Pá. AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*8Q Skozk stúlko (nemandi) óskar eftir sumar- vinnu. Vinsamlega skrifið til Dorothy Bell, 47 Newark Drive, Glasgow Sl. SAMKOMUR Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins á morgun, sunnudag, Austur- götu 6, Hafnarfirði, kl. 10 f. h. Hörgshlíð, Reykjavílk, kl. 8 e. h. JfllS - MAIILLE glerullareinangmnin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2y4” frauð- plasteinangrun og fáijð auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loitsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Akureyri: Glerárgötu 26. Beztu þakkir færi ég öllum, sem glöddu mig á 75 ára af- mæli mínu þann 1. júlí, með heimsóknum, blómum, heilla- óskum og á annan hátt. Hermann Eyjólfsson, Gerðakoti, Ölfusi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.