Morgunblaðið - 13.07.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1&68 ■■ Svíar mæta íslendingum Unnu Pólverja létt og örugglega í gær 3:0 ** '-<Hv SVÍAR unnu Pólverja léttilega í gaerkvöldi og verða mótherjar fs- lendinga um Norðurlandameist- aratitil unglinga í knattspyrnu. Svíarnir með sitt ákveðna leik- kerfi — 4-3-3 — höfðu tök á leiknum frá byrjun til enda og þó Pólverjar reyndu sitt fína spil, með fínlegheitum og hrað- sprettum, þá var ákveðnin í leik Svíanna slík, að Pólverjar höfðu aldrei sigurmöguleika. Sænska liðið lék mjög ákveðið og hnekkti aliri mótspyrnu og sigurgleði Pólverja þegar í byrj- un. Eftir 5 mínútna leik tókst Kenneth Westerás að skora eftir einleik frá miðju og sigur í tveim návígjum við varnarmenn og síðan sigur yfir markverði í návígi. A 23. mín skoraði framvörður inn Chr. Jakobsen eftir að mark- vörður Pólverja hafði kýlt frá skot frá v. kanti. Á 36 mín. skor- aði Anders Lindroth eftir hrað- an og skemmtilegan samleik við Westerás. . Svíarnir höfðu sem fyrr segir öll völd leiksins í sínum höndum Norðmenn unnu Finna 2:0 í lélegum leik LEIKUR Norðmanna og Finna var háður í Keflavík í norðan golu og kulda. Leikurinn var frámunalega Iélegur og grófur á köflum. Höfðu hinir sárafáu á- horfendur á orði, að þetta hefði þótt lélegur annarrar deildar leikur hjá íslenzkum liðum. Fyrri hálflei'k lauk án þess að imark væri skorað, en Finnar virt ust þó vera betra liðið. í upp- hafi síðari hálfleiks var sóknar- manni Norðmanna brugðið á víta teig og dæmdi Magnús Gíslason vítaspyrrau, sem Tom Lund virastri útherji skoraði örugglega úr. Finnar lögðu kapp á að jafna iraetim, ein Norðmenn tóku upp imjög grófan leik, enda var mik- ið um aukaspymur og mannfall í liði Finraa. Urðu tveir þeirra að yfirgefa völlinn og þjálfar- inn hvað eftir annað, að hlaupa iran á völlinn og s'tumra yfir liðs mönraum sínum. Aranar Finninn sem þurfti að víkja af velli vegna meiðsla var framvörðuiriran Erkki Vihfila sem var eiran bezti maður liðs- ins. Seint í síðari hálfleik skoruðu Norðmenn síðara mark sitt. Var Tom Lund lenn að verki, og skall aði i markið eftir ágæta fyrir- gjöf frá Jan Hovdan. Dómarinn var Magnús Gísla- son og dæmdi baran allsæmilaga en leikurinm var erfiður fyrir dómarann, vegna margra brota Framhald á bls. 2 og voru nær því að skora fjórða markið en Pólverjar að minnka bilið. M.a. varði pólskur varnar- maður á marklínu í eitt skiptið og oftar komst pólska markið í hæ'ttu. Kerfi Svíanna ber algert sigur- orð af hraða og fínheitum Pól- verjanna og takizt ekki íslend- ingum sérlega vel upp má ætla að Svíar séu sigurstranglegir í mótinu. Hins vegar mætast í dag tvö lið sem leika ólík kerfi og það mjög ákveðið hvort fyrir sig. Hvort kerfanna sigrar skal ósagt látið og ísland á enn möguleik- anna á þessum fyrsta Norður- landatitli í knattspyrnu. —A. St. Hér horfa Pólverjamir á eftir einu af mörkum Svía í leiknum í gær. Vonandi þurfa íslendingar ekki að standa í sömu spor- um í dag.—Ljósm.Sv.Þorm. Eitt sundmet sett í keppn- inni við Skota Sundfólkið keppir í Stokkhólmi tim helgina EINS og fram hefur komið sigr- aði íslenzka sundfólkið úrvals- lið vesturhluta Skotlands — (Western districts) sem er sterk asti hluti landsliðs Skota í sundi, með 72 stigum gegn 60 um síð- ustu helgi. Nú er hluti ísl. hóps- ins kominn heim og fer árang- ur í einstökum greinum keppn- innar hér á eftir. Keppt var í laug sem er 27,5 yardar að lengd og voru aðstæður slæmar. Hluti sundfólksins ísl. hélt til Stokkhólms og reynir þar við Olympíumörkin á móti sem fram fer 14. og 15. júlí. Guðmundur Gíslason keppir þar í 200 m. fjórsundi, 100 og 200 m. bringusundi, Hrafn hildur Guðmundsdóttir í 100 m. skriðsundi og 200 m. fjór- sundi, Ellen Yngvadóttir í 200 m. bringusundi, 200 m. fjór- sundi og 800 m. skriðsundi, Pólska unglingalandsliðið er valið úr hópi 280 „úrvalsmanna" UNGLINGARÁÐ skipað 12 mönnum fer með yfirstjórn allrar unglingastarfsemi pólska knattspyrnusambands- ins. Ráðið hefur aðsetur í höf- uðbækistöðvum pólska knatt- spyrnusambandsins í Warsjá, höfuðborg Póllands. Af fjór- um fararstjórum pólska ungl- ingalandsliðsins, sem hér taKa þátt í Norðurlandamótinu eru þrír, sem eiga sæti í unglingg ráðinu, en hinn fjórði, hr. Kozlski á sæti í aðalstjórn pólska knattspyrnusambands- ins. Formaður ungilngaráðs- ins, hr. Motoczyntski hafði ráðgert að koma til íslands, en gat ekki komizt vegna anna. í gær átti Íþróttasíðan stutt viðtal við unglingaráðsmenn- ina þrjá, Mr. Naleztty, lækn- inn Garlicki og þjálfarann, Stabozowski. 17 knattspyrnuhéruð. Stjórn knattspyrnusam- bandsins pólska skiptir Pól- landi niður í 17 knattspyrnu- héruð, sem hvert fyrir sig hefir sína unglinganefnd og eru nefndir þessar í stöðugu sambandi við ungiingaráðið í Warsjá. Allar upplýsingar um þjálfunarseðla eða önnur hjálpargögn fara í gegnum nefndir þessar út til félaganna um alit landið. Innan hérað- anna er skipulögð umfangs- mikil riðlakeppni, sem stend- ur yfir í 6 mánuði og er leik- ið heima og heiman, en auk þess er einnig deildakeppni í hverju héraði, sem lýkur með lokakeppni hinna 17 sigurveg ara í hverju héraði. Evrópukeppni unglinga. Uppbygging unglingalands- liðsins fellst aðallega í tveggja ára undirbúningi fyrir Evrópu keppni unglinga og að henni lokinni ferð til Moskvu, þar sem keppt er við rússneska unglingalandsliðið. 280 drengir. Dr. Staboszowski, sem er aðalþjálfari ráðsins og ferðast um landið og fylgist með þjálf uninni hjá félögunum fær allt í allt 280 drengi til að velja landsliðið úr, en það er allt mikill hreinsunareldur, sem drengirnir verða að ganga í gegnum áður en þeir eru vald ir til þátttöku í Evrópukeppni. Drengirnir eru hafðir í æfinga búðum, 5 vikur í senn, bæði vetur og sumar. Pólverjar taka árlega þátt í unglinga- keppni í Cannes í Frakklandi, en þar keppa 16 ára drengir. Og auk Norðurlandamótsins taka drengirnir (17 ára) þátt í unglingakeppni kommúnista ríkjanna, en þar taka þátt Pól land, Tékkóslóvakía, Austur- Þýzkaiand, Búlgaría, Júgó- slavía, Kúba, N-Kórea, Ung- veraland, Rúmenía og Rúss- land. Keppni þessi er nefnd „Olympíuvonin". Unglingaráðið. Af framangreindu má sjá að unglingaráðið hefir í mörgu að snúast og hefir víðtækt starfsvið. í byrjun hvers árs eru fulltrúar héraðanna kall- aðir til Warsjá og fer dr. Staboszowski með þeim yfir þjálfunaráætlun fyrir næsta ár, sem þjálfarinn fylgist síð- an með, hvernig er fram- kvæmd hjá aðilunum, um leið og hann ferðast um og flytur fræðsluerindi um þjálfun. Auk hans ferðast hinir ung- lingaráðsmennirnir einnig um, en þeir eru allir sérmennt aðir hver á sínu sviði. Flutt eru erindi um allt sem varðar hæfni og skipulag knatt- spyrnu, heilsu og sálarfræði, að ógleymdum áróðrinum um þýðinguna á því að verða góð- ur knattspyrnumaður. Guðmundur Þ. Harðarson i 400 m. skriðsundi, Gunnar Kristjánsson í 100 m. skrið- sundi, Árni Þ. Kristjánsson í 200 m. bringusundi. Þeir þrír síðasttöldu fara förina fyrir eigin reikning en hinir á veg- um SSÍ. Fararstjóri er Torfi Tómasson og þjálfari Siggeir Siggeirsson. Og hér fara á eítir úrslit í keppniirani við Skota: 220 yarda fjórsund 1. Hrafníhildur Guðmundsdóttir 2:46.1 2. Ellen Yngvadóttir 2:47.8 3. T. Canning 2:50.9 4. M. Brown 3:00.0 220 yarda f jórsund 1. Guðm. Gíslason 2:22.8 2. Guðm. Þ. Harðarson 2:31.1 3. S. Simpson 2:33.4 4. A. Arthur 2:33.6 110 yarda fjórsund 1. J. Ross 1:42.9 2. M. Fenton 1:15.0 3. Sigrún Siggeirsdóttir 1:17.9 4. Matthildur Guðmundsdóttir 1:23.5 220 yarda bringusund Leiknir Jónsson 2:42.0 Árni Þ. Kristjánsson 2:46.5 A. Young 2:46.8 G. Kyle 2:51.2 110 yarda flugsund Hrafnhildur Kristjánedóttir 1:17.0 Hrafntoildur Guðmundsdóttir 1:17.5 M. Brown 1:18.5 J. Patterson 1:19.7 110 yarda flugsund karla Guðmundur Gíslason 1:02.9 E. Henderson 1:03.0 Guðmundur Þ. Harðarson 1:11.15 J. Adam 1:11.6 220 yarda bringusund kvenna Ellera Yngvadóttir 2:56.0 Hrafnlh. Guðmundsdóttir 3:01.3 M. Durnin 3:03.5 M. Mcleod 3:04.1 110 yarda baksund Guðmundur Gíslason 1:06.1 H. Simpson 1:07.0 B. MacAlbine 1:10.2 Gunnar Kristjánsson 1:17.5 220 yarda bringusund synti Guð- jón Guðmundsson auikalega og náði þá 2:44.1. Guðjón synti 200 m. bringusund á unglingamóti Norð urlanda og náði þá 2:44.1 sem er liýtt drengjamet. 110 yarda skriðsund F. Kelloch 1:06.1 Hrafnh. Kristjánsdóttir 1:06.7 Guðmunda Guðmundsdóttir 1:09.4 J. Kerr 1:14.8 , 110 yarda skriðsund Finnur Garðarsson 59.0 W. Stewart 1:01.0 B. Johnstone 1:01.8 Jón D. Eðvaldsson 1:02.4 4x110 yarda fjórsund karla ísland 4:27.5 nýtt met. Skotland 4:21.6 4x100 m. fjórsund kvenna ísland 5:05.1 Skotland 5:30.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.