Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1968 17 Þorsknótin er stórvirkt veiðarfæri, sem margir bátar hafa aflað vel í undanfarið fyrir Norður- landi. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 13. júlí Stórfelldar túnskemmdir KALSKEMMDIR eru miklar túnum um land allt. Lang verst- ar eru þær á Norður- og Norð- Austurlandi. Pálmi Einarsson landnámsstjóri hefur ferðast um svæðið frá Bjarnarfirði á Ströndum allt austur á Langa- nes. Kvað hann tún mikið kalin í Strandasýslu en mismunandi mikið í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum. Verstir væri út- skagarnir á þessum slóðum. I Svalbarðshreppi og Sauðanes- hreppi í Norður Þingeyjarsýslu vœri 5% ka-lið af nýrækt á fyrsta ári. En 72% væri kalið af nýræktartúnum, tveggja til fimm ára gömlum. Af eldri túnum væri allt að 78% fcalið í þessarm hreppum. Á Vestfjörðum, Vest- urlandi og Suðurlandi er fjöldi túna verulega kalinn. í Borg- air'firði er t.d. 40-50% kalið af túnum í Norðurárdal og Þverár- hlíð. Þá bæri þess einnig að gæta, sagði Pálmi Einarsson, að spretta væri í vor mjög sein vegna vor- ikulda. Þegar hamn var norð- «r í Þingeyj arsýslu 23. til 28. júní s.l. hefði allur gróður þar verið einn og hálfan mánuð á eftir því, sem venjulegt er. Um orsakirnar fyrir hinu mikla kali sagði landnámsstjóri að engin ein ástæða lægi til grundvallar því. Þar væru marg ar samverkandi orsakir að verki. Mikil vetrarfrost, kuld,ar fram á sumar og klaki í jörðu. Enn- fremur mætti nefna ofnotkun tún anna, sem væru oftast tvíslegin. Á þau væri beitt vor og haust. Misfellur væru einnig á um á- burðarnotkun og líklegt væri að jörðina skorti ýmis efni. Pálmi Einarsson taldi erfitt að fullyrða um hugsanlegan hey- feng í sumar. En telja mætti víst að í mörgum sveitum yrði hann ©feki yfir 50% af því sem gerð- ist í meðalárferði. Um óhjá- kvæmilegan samdrátt yrði því að ræða í búskap næsta haust. Flest ir bændur í harðindasveitunum munu sennilega frekar fækka sauðfé en kúm. En auðvitað mundu bændur reyna að halda í stofninn í lengstu lög. Reynt yrði að afla heyja eftir fremsta megni og hagnýta þann heyfeng, sem næðist, sem skynsamlegast. Þá mætti geta þess að hiey- feögglaverfesmiðjam á Ramgárvöll um mytndi í sumar framleiða 800 itonn af heykögglium í stað 500 tonna i fyrraisuimar. En 800 tonn af heykötgglium samsvara 10-12 iþúsund 'hestburðum af heyi. f framhaldi af þassum upplýs- ingum er ástæða til þess að leggja áherzlu á, að undanfarin ár hefur hið opinbera gert það sem frekast hefur verið unnt til þess að hjálpa bændum, sem orðið hafa fyrir barði kal- skemmda og annarra vandræða. Er vissulega engin ástæða til þess að ætla að svo muni ekki einnig verða nú. En vandinn verður auðvitað þeim mun erfið- ari viðfangs, sem hann er víð- tækari og nær til fleiri byggðar- laga landsins. Þátttakan í síldveiðunum Nú um helgina er gert ráð fyrir að 30-40 síldveiðiskip verði komin á hin fjarlægu síldarmið eða séu á leiðinni þangað. Rætt hefur verið um að um 90 stærstu skipin, öll yfir 200 amálesit- ir, stundi síldveiðar í sumar á hinum fjarlægu miðum. Er það miklu minni þátttaka í síldveið- um en undanfarin sumur. Sætir það vissulega engri furðu. f fyrra sumar stunduðu 166 skip síldveiðar fyrir Austur- og Suð-Vesturlandi. Nú eru síld- veiðar fyrir Suð-Vesturlandi bannaðar til 15. ágúst. En þrátt fyrir minnkandi þátttöku í síldveiðum er fiski- skipaflotinn ekki aðgerðarlaus. Fjöldi skipa er á humarveiðum, togveiðum, handfæraveiðum og línuveiðum í kringum allt land. Vestfirskir útgerðarmenn riðu á vaðið í fyrra með að senda nokk ur skip á línuveiðar til Græn- lands, og öfluðu þau sæmi- leiga og lallmöng skip fóru til veiða á Grænlandsmið nú í vor. Ennfremur hafa nokkur skip héðan að sunnan hafið slík- ar veiðar. Helga Guðmundsdótt- ir á Patneksfirði hefur nú með góðum árangri einnig hafið neta veiðar við Vestur-Grænland. Grænlaindsveiðar hafa nú tor- veldast veigna ísa á miðunum. Miklu máli skiptir að hinn vel búni fiskiskipafloti þjóðarinnar sé sem bezt nýttur á hverjum tíma. Atvinna fólksins í kaup- stöðum og kauptúnum um land allt, byggist að langsamlega mestu leyti á fiskiðnaðinum, sem fær hráefni sitt frá bátaflotan- um. En vegna geigvænlegs verð- falls á frystum fiski eiga hrað- frystihúsin nú við mikla erfið- leika að etja. Ber brýna nauð- syn til að hraða þeirri athugun, sem yfir stendur á möguleikum til þess að ráða fram úr erfið- leikum þeirra og gera rekstur þeirra hagkvæmari. En á þessari athugun hefur orðið óhóflegur dráttur. Heilbrigður grundvöllur atvinnulífsms Það sætir að sjálfsögðu engri furðu, að hið mikla verðfall, sem orðið hefur á íslenzkum útflutn ingsafurðum valdi sjávarútvegi og fiskiðnaði vandkvæðum. Það skilja allir hugsandi menn. En vitanlega verður að gera allt það sem mögulegt er til þess að tryggja rekstur atvinnutækj- anna eftir því sem samfélagið hefur bolmagn til. En þjóðin verður jafnframt að miða kröf- ur sínar á hendur bjargræðis- vegunum við raunverulegan arð af þeim. Þá staðreynd er ekki hægt að sniðganga. Hið opinbera getur hlaupið undir bagga til þess að mæta áföllum einstakra vertíða. En þegar til lengdar lætur verður slíkt lítt viðráðan- legt. Meginmáli skiptir því að atvinnutækin séu rekin á heil- brigðum grundvelli. Eftirlireytur for- setakosninganna Aðalmálgagn Framsóknar- flokksins, Tíminn, hefur undan- farið lagt mikið kapp á að túlka úrslit forsetakosninganna þannig, að þau hafi falið í sér mikinn ósigur fyrir ráðherra og ríkisstjórn. Hefur Tíminn haft um þetta margvísleg digurmæli. Nú er það margsögð saga að stjónnimáLafl. lýstu því allir yfir fyrir forsetakosningarnar að þeir tækju ekki sem slíkir afstöðu til kosninganna. Einstak ir þingmenn og aðrir frammá- menn flokkanna, þar á meðal Framsóknarflokksins, tóku hins vegar afstöðu til forsetakjörs- ins eins og aðrir borgarar í landinu. Munu fáir telja það ó- eðlilegt. Það er athyglisvert að bera saman afstöðu Tímans til úrslita forsetakosninganna nú og úr- slita forsetakosninganna árið 1952. Þá stóðu flokkstjórnir þá- verandi stjórnarflokka, Sjálf stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins beinlínis að framboði sóra Bjarna Jómssonar víigslu- biskups. Eftir að úrslit þeirra kosninga voru kunn reyndi Al- þýðublaðið, sem þá var í stjórn- arandstöðu að túlka sigur Ás- geirs Ásgeirssonar sem ósigur stjórnarflokkanna. En Tímanum fannst þessi af- staða Alþýðublaðsins þá vera fráleit. Komst málgagn Fram- sóknarflokksins m.a. að orði á þessa leið í ritstjórnargrein, sem birtist í blaðinu 2. júlí árið 1952. „f aðalleiðaranum (Alþýðu blaðsins eftir kosningarnar) er það t.d. hvað eftir annað full- yrt, að séra Bjarni Jónsson hafi verið frambjóðandi ríkisstjórn- arinnar. Þetta er ekki aðeins sagt einu sinni heldur er það tvítekið. Eins og allir vita, stóðu flokkstjórnir Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins að framboði séra Bjarna. Ráðherr- arnir tóku að sjálfsögðu þátt í þeim ákvörðunum, en þeir gerðu það vitanlega sem flokkstjórn- armenn, en ekki sem ráðherrar. Þess vegna er með öllu rangt að tte'lja Bjarna frambjóðenda rikisstjórnarinnar sérstaklega, þótt hann væri studdur af sömu flokkum og hún. — Það á að reyna að túlka úrslit forsetakjörsins pólitískt og telja þau pólitískan ósigur fyr- ir ríkisstjórnina. Þess vegna er séra Bjarni nú nefndur í Al- þýðublaðinu frambjóðandi ríkis- stjórnarinnar. Þeir menn úr stjórnarflokk- unum, sem fylgdu Ásgeiri Ás- geirssyni í forsetakjörinu, en styðja þó ríkisstjórnina fá nú að sjá hvernig þeir hafa verið ginntir. — “ Þetta sagði Tíminn eftir for- setakosningarnar árið 1952. Hann vill alls ekki viðurkenna þá staðhæfingu Alþýðublaðsins að úralit forsetakosnimganna hafi verið ósigur fyrir þáver- andi ríkisstjórn og það þótt flokkar hennar stæðu opinber- Jiega að framboði séna Bjanna. Eftir forsetakosningarnar 1968 staðhæfir Tíminn hins vegar, þrátt fyrir það að stjórnmála- flokkarnir lýstu því allir yfir fyrir kosningarnar, að þeir tækju ekki afstöðu til frambjóð- enda, að úrslit þeirra hafi ver- ið mikill ósigur fyrir einstaka ráðherra og raunar ríkisstjórn- ina í heild! Af þessu má sjá, að Tíminn er ekki sjálfum sér samkvæmur nú, frekar en fyrri daginn. Á hon um sannast enn, að kapp hans er meira en forsjá. Hvað vill íslenzk æska? Það er gömul saga og ný, að æskan gagnrýnir það sem fyrir er og krefst umbóta og breyt- inga. Það þarf engan að undra. Hvenær ætti hugur manna að vera opinn fyrir því sern aflaga fer og breyta þarf til batnaðar, ef ekki meðan þeir eru ungir og kenna krafta sinna og athafna- þrár. Það er vitanlega margt í íslenzku þjóðfélagi, sem betur mætti fara, þrátt fyrir stórfelld- ar framfarir og uppbyggingu á síðustu áratugum. En meiri- hluti íslenzkrar æsku hefur þá sérstöðu að muna ekki erfiðu ár- in, muna ekki skort og atvinnu- leysi, muna ekki fábrotið þjóð- líf og frumstætt þjóðfélag. Is- lenzk æska í dag hefur ekki sam- anburð á ástandinu í þjóðfélagi sínu, eins og það var fyrir nokkr um áratugum, við það sem er í dag. Þeir erfiðleikar, sem nú steðja að bitna að sjálfsögðu á æskunni að ýmsu leyti eins og öðrum landsmönnum. En hvað vill íslenzk æska í dag? Hún vill í fyrsta lagi, og um- fram allt, rúmgott og réttlátt þjóðfélag á íslandi. Hún vill um- bætur í Skólaimálum, bsetta og fjölbreyttari aðstöðu til iþess að stuinda nám og velja sér lífs- starf við si’tt hæfi. Húin vil'l at- vininuöryggi, góð og heilsusam- teg húsalkynni og vistleg heim- ili. Hún viill fjölbreytt félags- 18f og bætt slkilyrði til þess að njóta tómstunda sinna. Hún vill í stuttu máli sagt búa við sem þroskavænlegU'St skilyrði í Landi sínu. AíLar eru þessar óskir og kröf ur æsfeunmar eru eðlilegar. Það eir Líka eðlilegt að hún vilji auka áhrif sín á gang máia í hinu ís- Lenzka þjóðfélagi. íslenzkt æsfeu fólk íer í dag bráðþroska og aufein meinntun þess skapar því meiri yfirsýn um þjóðfélagsmál en unga fólkið hafði meðan bar- átta aiira fslendinga snérist um það fyrst og fremst, að haía í sig og á. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum áratugum haft for ystu um uppbyggingu hins ís- LenZka þjóðfélags. Árangurinn af því uppbyggingarstarfi genig- ur kraftaverki næst. Engu að síður er fjölmargt ógert, sem eðiitegt er að kallað sé á og' krafizt sé að hrint sé í fram- kvæmd. En ungir og gamlir varða að gera sér það Ijóst, að þetta örfámenna samfélag hlýtur á hverjum tíma að miða fram- kvæmdir sínar við fjárhagsiega getu. Sjálfstæðismenn munu hlusta á rödd æskunnar og réttmætar kröfur hemnar um breytingar, eins og j'afnan áður. Þeir gera sér Ljóst að nýr tími kemur með nýjar kröfur, ný kynslóð með ný viðhorf til lífisims, verðmæta þess og viðfangsefna. Þróunin yerður að halda áfram, ekki síð- ur meðal þessiarar fámennu þjóð- ar en úti í hinum stóra heimi. fsland er ekki Leng.ur einangr- að „yzt á Ránanslóðum“. Við LLf- um í einum heimi, þar sem ör- lög þjóðanna eru náteimgd og aLlir lifa í raun og veru í al- heimsgrenind. Þðtta gerir ís- lenzik æska sér áreiðanlega Ljóst og dregur af því réttar á,lýkt- anir. Forsetakosn- ingarnar í Banda- ríkjunum Kosningabaráttan í Bandarífej um Norður Amerífeu er nú að ná hámarki. Almennt er því spáð að niðurstaðan á hinum miklu flofeksþingum Demókrata og Republifeana, sem haldin verða í næsta mánuði, muni verða sú, að Humphrey varaforseiti verði frambjóðandi Demókrataflokks ins og Richard Nixon fyrrv. varaforseti firambjóðandi Repu- blikana. Svo virðist sem Nelison Rockefielter, ríkisatjóri í New York hafi ekki mikla möguleika á því að ná útnefningu til fram- boðs fyrir Repúblikanaflokkinn. Það mun þó margra skoðun, að hann sé langsamlega frambæri- legasti Leiðtogi Rspúblikana. Hann er víðsýnn og frjálslynd- ur maður, sem nýtur fyLgis langt út fyrir raðir flokksmannia sinna. Það er lífea vitað að Repú- blikanaftefekurinn er mifelu minni flakkur en Demókrata- filokkurinn. Þess vegna verður frámbjóðandi hans að ná fylgi margra óflokfesbundinnia manna, og þar að auki Demóferata til þass að geta gert sér minnstu von um að ná kosningu. NeLson Rocks’fielter hefur tvisvar verið 'kjörinn ríkisstjóri í New Yorfc rífei, sem Demókratar eru í meirihluta í. En dugnaður hans, réttsýni og víðsýni hafa aflað honum fyigis mifeiLs fjölda fólks, sem að jafnaði fylgir ekki Repú blikönum að málum. Skoðana- kannanir í Bandaríkjunum benda til þess að hann hafii meiri sigurmöguleika gegn Hum- phrey en Richard Nixon. En Nixon er taLinn hafa meira fyligi á flokfesþinginu og mlsðal þeirra, sem hafia töglin og haldirnar í flokkskerfi Repúblikanaflokks- ins. Á mifclu veltur fyrir þróun al- þjóða stjórnmála á næstu árum, að víðsýnn og mikilhæfur mað- ur verði kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Enda þótt þeir Richard Nixon og Hubert Hum- phrey séu báðir mikilhæfir stjórnmál'amenn telja margir Ev- rópubúar að kjör hvors þeirra, sem kosningu næði tryggi ekki hinum vestræna og lýðræðissinn aða heimi þá forustu sem brýna nauðsyn ber til á miklum tvísýnu og erfiðleika tímum í alþjóða 'Stjónnimálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.