Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1968 19 cfl slo^i um 'SítlS Þinghárnar Eiða- og Hjaltastaða Eftir Halldór Pétursson ÉG HEF verið beðinn að skrifa smápunkta fyrir ferðamenn, sem leggja leið sína um þessar sveit- ir. Eins og gefur að skilja verður þetta ekki nein allserjar lýsing, þar sem greinum þessum er mark að vist svið. Það sem ferðamaðurinn vill vita fyrir utan það, sem augað greinir, eru sögufrægir staðir að Jornu og nýju, einnig staðir, sem náttúran hefur gætt fegurð öðr- ,um fremur. Við skulum hugsa okkur að við séum að kveðja höfuðbólið Egil- staði, og ætlum að svipas,t um í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá. Eins og leið liggur ökum við yfir Ey- .vindarárbrú og erum þá skildir við Vellina. Alltaf er veiðimönnum að fjölga á íslandi, aðallega þó á Jandi, og ég býst við að mörg- um muni sýnast Eyvindará veiði- leg fyrir silung og lax, en hún verður að bíða síns brúðkaups, þar til laxastigi kemur í Lagar- foss, sem virðist sjálfsagt mál og það fyrir löngu. En þetta hefur dregizt eins og flest, sem gera á fyrir þetta fagra hérað, sem allt- af hefur verið haft útundan. Samnefnd ánni er jörðin Ey- vindará, sem vart hefur getað talizt í byggð að undanförnu. Þar bjó þó blómabúi á landnámstíð ein mesta búsýslukona, sem land ið hefur eignazt, Gró móður- systir Droplaugarsona, og enginn sá þess merki að hún þyrfti að hafa karlmann fyrir höfuð. Systursynir hennar, Helgi og Grimur, áttu þar sitt annað heim ili, og í Mýnesi í Eiðaþinghá vó Helgi sitt fyrsta víg, til að hefna illmæli um móður sína. Það sýnir skörungsskap Gró, að hún var ekki hissa á því að semja um þetta víg án þess að nokkur þing kæmi til. Landslag á leið til Eiða er ekki margbreytilegt, en fjallasýn á þrjá vegu, og vegna íjarlægðar njóta fjöllin sín vel og fá sinn dramatíska lit. í-fornöld mun öll Eiðaþinghá hafa verið skógi vaxin, sem eyðzt hefur af kolagerð og eldiviðar- höggi, og síðan hefur uppblástur- inn ratað í slóðina. Meðan allt var skógi vaxið, hefur hér verið öðruvísi um að litast, er skógurinn speglaði sig í „Fljótinu11, ám og vötnum. Hér voru engin höfðingjasetur utan Eiðar, sem fyrst koma á skrá sem slíkt, er Helgi Ásbjarn- arson flytur þangað. Hér hafa þyí um allan aldur búið smærri bændur. Ekki skorti þó eljuna hjá sumum. Þrándur á Finn- stöðum var nafnkunnur vinnu- víkingur og kona hans engu síð- ur. Eitt sinn fór Þrándur út að slá og kona hans að raka á eftir honum. Þetta gekk allt í einu kófi og endaði með því að hús- freyja féll í öngvit og var borin heim á fjórum skautum. Aldrei síðan þorði Þrándur að láta konu sína raka á eftir sér. Bæir geta fengið orð á sig með ýmsu móti, þó ekki séu stórbýli. Á Pál-húsum, skammt innan við Gilsá, bjó Pálhúsa-Jón, mesti galdramaður Austurlands. Hann seiddi lifandi hval neðan úr fjörðum og heim til sín, og Kölska lét hann að mestu annast aðflutningana. Þarna bjó líka á okkar dögum Steindór Hinriksson, einn mesti húmoristi síns tíma. Hann gat með frammítökum og kringilyrt- um snillyrðum, hleypt upp heil- um landsmálafundum, svo ekki réðist við neitt. Eitt sinn kom hann til Seyðisfjarðar og bergði þá veigar að vanda. Lendir hann þá inn í húsagarð eins kaup- mannsins og pissar þar upp við húsvegginn. Frúin kom þá út og fussar og sveijar. Steindór lauk pissunni, en snýr sér þá að frúnni eins og á stóð, og segir: Ja, þú fussar, já og sveijar, en guð leit yfir allt, sem hann hafði gert og sjá það var harJa gott. Drengur frá Breiðavaði kom til Seyðisfjarðar í verzlunarerind- um. Búðarmenn vildu dára hann og spurðu hvaðan úr heiminum hann væri. Frá Breiðavaði, svar- aði hann. Er það næsti bær við Helvíti? Nei, ekki er það nú, svaraði drengurinn, Seyðisfjörð- ur er á milli. Þannig geta oft smærri menn, sem kallaðir eru, hresst upp á heiila hreppa. Eftir þessa rhugleiðingar, blasa Eiðar við. Það er Helgi Ásbjarn- arson, sem gerir þann garð fræg- an. Síðan má segja að Eiðar hafi verið höfuðból á Héraði. Þeir, sem eitthvað þekkja til sögu landsins, kannast við Eiða- Pál, Margréti ríku, og fleiri bobbinga. Þarna reis svo búnað- arskóli og héraðsskóli, en nú munu Egi'lsstaðir vera að taka forustuna. Fornsögur okkar greina sjald- an frá öðru en deilum og víga- ferlum, en margt vildum við vita. Þó kemur þetta í smáklaus- um, éins og fjandinn úr sauða- leggnúm. Þegar Þórdís todda, kona Helga Ásbjarnarsonar, veit að maður hennar ætlar að flytja í Eiða, þá varar hún við því, þar sem allt sé skógivaxið að dyrum. Helgi átti þá yfir sér hefnd eftir Helga Droplaugarson, og spá Þór dísar rættist um hvað gott væri að leynast í skóginum. Orðum Þórdísar eigum við það að þakka, að við vitum nú hvernig útlits var á Eiðum í þann tíð. Skógur þessi eyddist allur, enda ekki furða, því þegar gengið er um Eiðaland má sjá gröf við gröf, þar sem gert hafði verið til kola, fyrir utan annað. Aðeins hólminn í Eiðavatni, dýrðlegur staður, hélt velli þar til nýir skógarmenn upphófust. Eiðar eru einn af þeim stöðum, sem hefur ferðamanni flest að bjóða. Húsakostur skólans er mikill og nýttur á sumrum til að taka á móti ferðafólki. Nú hefur verið græddur skógur á ný með ótal trjátegundum, sem blómgast vel í hinu nýja fóstri. Þarna eru blómskrýddar lautir, til hvíldar og hnessingar, og berin brosa við manni, bláber, krækiber og hrútaber. Bjarkarilmur leiftrar í lofti. Af þessum skógi vöxnu ásum blasir ,,Fljótið“ við, lyngt og breitt með hundruð grágæsa og anda, sem spegla sig í vatnsflet- inum. Þarna eru líka skógivaxnir smá-hólmar, sem gaman væri að heimsækja á lítilli kænu. Sundlaug er á Eiðum og ekki má gleyma hinu stóra silungs- vatni, Eiðavatninu, með hólman- um fræga. Þarna hafa stundum verið leigðir út hestar, og ætti að gera, í smá túra. Enginn hreyf ing er hollari og meira sáluibæt- andi. Fjöllin eru svo að segja við túnfótinn, en þau á að ganga, en ekki fara á hestum. Hestinn á að nota þar, sem allir kostir hans njóta sín. Þegar við förum frá Eiðum ökum við eins og leið liggur út Eiðaþinghá. Ekki má gleyma Gilsá, sem nú er komin í tölu þeirra, sem hafa lax á boðstói- um. Síðan tekur Selfljótið við og hugmyndin er að gera þetta allt að veiðisvæði. Nú erum við komin að hreppa- skilum og Hjialtastaðaþinghá tek- ur okkur í arma sína. Rétt innaa við Ketilstaði verður fyrir okk- ur dálítill slakki ofan við veg- inn, með fífilbrekku. Þarna eru tvö lítil skýli, hreyfanlegir sum- arbústaðir listamannsins Jóhann- esar Kjarval. Þó sagt sé lista- maður er engu minna vert um manninn sjálfan. í öðru skýlinu er bátur, dýrgripur, en hitt er svefnstofa. Liggi vel á bónda er hann viss með að bjóta feitisel upp úr dollu ásamt gamalli kleinu og lögg af brennivíni. Síð- an upphefst kannski brot úr drápu, því hann er skáld gott, eða hann segir einn sinn speki- brandara, sem æfinlega hittir í mark. En sé hann að vinna, þá láttu þér nægja að sjá eldinn í augum hans og þann furðulega persónuleika, sem minnir á land- ið í allri sinni tign. Á þessum slóðum er dásamleg fjallasýn og land allt grasi vax- ið, nema þar sem mannsandinn kemur kali að. Þarna hafa þeir Ásgrímur og Kjarval báðir mál- að. Þó værir þú ferðamaður allra manna heppnastur, ef þú hittir á sólris að morgni, og sólin kæmi á móti þér, að því er virðist, gegnum Dyrfjalladyrnar, slíkt er til. Á þessum slóðum er enginn skógur. Við ökum nú meðfram lágum klettahlíðum með blómstr andi brekkum. Sumstaðar eru klettarnir alveg í bæjastíl og sést jafnvel djarfa fyrir hurðum. Þarna er mi'kil byggð álfa, huldufólks og annarra huldra góðvera. Kynslóð eftir kynslóð hefur dreymt þokkafuilla drauma um þessar verur og margur sveinn og meyja fengið útrás sinna ástarkenda í sambandi við þessar huldu verur, Þessar klettahlíðar haldast út undir Hól í Hjaltastaðaþinghá. Eitt er undarlegt í skiptingu á formi þessara klettahlíða. Þegar utar dregur breytast klettastrók- arnir í tröillamyndir og má þar sjá margar mikilfenglegar flagð- konur og tröllkarla ófrýnilega sínum. Þetta eru sýnilega nátt- tröll á leið til öræfa, en hinar góðu vættir hafa tafið för þeirra og sólaruppkoman að síðustu ráðið úrslitum. Svona geta huld- ar vættir sigrazt á hinu illa, þó okkur mönnunum fari fram í því hröðum skrefum. Sumstaðar hafa tröllin borið hönd fyrir augu er sólin kom upp en slíkt ekki hrokkið til. Klettar þessir enda í lágu stuðlabergi svo maður gæti sem bezt gripið með sér legstein. Stundum hef ég verið að því kominn að gera þetta, en séð mig um hönd og hugsað „of snemmt“. Þarna skammt frá er fornbýlið Steinbogi, þar bjó síðast Eiríkur taðbuxi. Hann var lítt við al- þýðuskap og ekki var útgerðin meiri en það, að hann skorti poka til að bera saman taðið. En neyðin kennir Nonna að baka lummur, hann batt fyrir skáilm- arnar á buxnaræflum og bar tað- ið saman í þeim, og hlaut nafn- giftina þar af. 'Steinbogaland er undraland af fjölbreytni í góðri og landslagi. Ég sendi einhverntíma tillögu um það, að Úthérað kæmi sér þar upp einskonar þjóðgarði. Þeim, sem hafa gaman að grúski, má benda á að Lagaríljót rann á Framhald á bls. 21 í Hjaltastaðaþinghá. Útsýn til Dyrfjalla. Hjaltastaðir. Eiðar — séð til fjarðaf jalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.