Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1968 ,Næturglugginn‘ Þessi mynd sýnir næturgluggann innan á venjulegri tram- rúðu flugvélar, og hversn vel sést út um hann. MYRKRIÐ hefur alltaf verið óvinnr flugmannsins og milijón- um dollara hefur verið varið til smíði ýmissa tækja, sem gætu hjálpað honum í viðureigninni við það. Nú hefur Kollsman Instrument Corp. í Syosset, N.Y. tilkynnt, að innan skamms muni það setja á markaðinn svokall- aðan „næturglugga" sem geii flugmönnum fært að sjá sem um albjartan dag, í nær algeru myrkri. „Næturglugginn" er sagður hafa- marga kosti framyfir radar og infrarauð sjóntæki. Infrarauð sjóntæki t.d. hafa aðeins líi.inn sjónvarpsskerm, sem flugmaður- inn verður að fljúga eftir. Næt- urgiugginn er fjögur fet á kant og honum er komið fyrir innan á framrúðu flugvélarinnar og út um hann séð er allt eins og um hábjartan dag. Framleiðslumát- inn er auðvitað leyndarmál enn- þá, aðeins vitað að mjög ljós- næmar linsur og gler er notað. Ljósnæmið er svo mikið, að það þarf ekki nema eitt vasa jós á gríðarstórum fótboltavelli um j miðja nótt til þess að nætur- g'ugginn geri sitt gagn. Eins og svo margt annað sem lýtur að tæknilegum framförum var hann fyrst ætlaður til notkunar í her- flugvélum, en nú er fyrirtækið að kanna nytsemi hans í sambandi við venjulegt flug og lendingar í myrkri. Tveir barðabátar frá Boeing geysast áfram með rúmlega 40 hnúta hraða. Beoing smíöar barðabáta Geta ferðazt með miklttm hraða í slæmum sjó ÞAÐ er með skip og báta eins eldinúm. Barðabátár Boeing getaijafnvel í þungum sjó geta þeir •g öll önnur farartæki, það er °áð rúmlega 40 hnúta hraða og I ferðazt á miklum hraða. Það er augljóst, að rúllan til-vinstri er ekki hentug i þessu til- felli. Það er munur á málningarrúllum — og enga þeirra er hægf að nota i öllum tilfellum — ÞEGAR nauðsynlegt verður að hressa upp á íbúðina eða hús- ið. grípa margir til þess ráðs að mála sjálfir til að spara pen- inga og þetta er ósköp auðvelt síðan rúllurnar komu til sögunn- ar. Fæstir þessara „áhugamál- ara“ vita þó, að það er alls ekki sama hverskonar rúlla er notuð. Segjum t.d., að þér ætlið að mála fínpússaðan vegg. >á eru nokkuð margar málningartegund ir sem þér getið valið um og ein þeirra er mött latex málning. Ef þér veljið matta latex-máln- ingu eru hinsvegar aðeins tvær rúllutegundir sem koma til greina ef verkið á að vinkast vel. Önnur hefur „Dyhel“-hár, hin „mohair“ (Dynel er gerfiefni, mohair er geitahár. Málningar- rúlla e m„Dynel“ eða ,,mohair“ gefur sem sagt góðan árangur ef mála á fínpússaðan vegg með latex-málningu, það eru eigin- leikar hárana sem ráða úrslitum. Hárum á málningarrúllum má skipta í tvo aðalflokka. í öðrum flokknum eru gerfiefni, en í hin- um eru hreinar náttúruafurðir ef svo má að orði komast. Hvor flokkurinn um sig hefur kosti og galla, en hvorugan þeirra er hægt að nota undir öllum kring- umstæðum. f>að er sem sé ekki hægt að láta sér nægja eina rúllu ef mála á mismunandi fleti og með mismunandi málningu. Flest ár málningaverzlanir eiga sjálf- sagt leiðbeiningatöflur yfir hvað er bezt að nota hverju sinni og menn ættu því að spyrja áður en þeir leggja í verkið. sífellt verið að reyna að koma þeim hraðar og hraðar. Ein til- raunin til hraðaukningar er að setja nokkurs konar skíði á far- kostinn. Þegar hraðinn eykst lyftir hann sér upp á þessi skíði og þar sem viðnámið minnkar að mun, eykst hraðinn að sama skapi. Það er nú orðið nokkuð langt síðan byrjað var að gera til- raunir með þetta, og á íslenzku hafa farkostirnir hlotið nafnið barðabátar. Á hinum Norður- íöndunum er þegar farið að nota barðabáta til farþegaflutninga, sumir þeirra eru svo stórir að eiginlega væri réttara að kalla þá skip JCannski þessir farkostir gönguvandamálum Vestmanna- væru heppilegri lausn á sam- eyinga en loftpúðaskip, því að þótt hraðinn sé ekki alveg jatn mikill hafa þeir reynst mjög vel í slæmum veðrum og sjógangi. Bandaríski sjóherinn hefur þegar tekið nokkra barðabáta I sína þjónustu, og þar sem þetta eru karlar sem vilja komst ferða sinna hvernig sem viðrar, hlýtur eitthvað að vera í bátana spunn- ið. Boeing flugvélaverksmiðjurn ar eru meðal þeirra aðila sem smíðað hafa barðabáta og selt sjó hernum. Það kann að koma sum- um á óvart, að flugvélaverk- smiðjur skuli smíða báta, en við smíði barðabátanna kemur loft- kraftsfræði ekki siður til sög- unnar en við smíði flugvéla, og auk þess hafa Boeing verksmiðj- urnar jafnan haft mörg járn í Nota f I jótandi I oft í froskköfun — cg geta verið margfalt lengur í kafi EITT af þeim vandamálum, sem froskmenn hafa átt við að glíma, er, hversu tiltölulega stutt þeir geta verið í kafi áður en loft- birgðir þeirra þrjóta. Til köfun- ar er ekki hægt að nota súrefni heldur aðeins þjappað loft (eða blöndur ef djúpt er farið) og til þess að geta haft með sér nægi- legar loftbirgðir til nokkurra klukkustunda dvalar í undirdjúp unum, þyrfti annað hvort gríð- arlega stóra kúta eða þá grið- arlega þykka sem hægt væri að þjappa nógu vel í. Þar með væri hins vegar horfinn einn aðalkost ur froskbúningsins, að geta synt léttilega um eins og fiskarnir. Nokkur undanfarin ár hafa tveir bandarískir hugvitsmenn, Jordan Klein og Jim Woodherry, unnið að því, að finna einhverja leið til að geta verið lengur í kafi. Og lausnin var fljótandi loft. En það var við mörg vanda- mál að fást. Eitt þeirra var ein- angrun, því að fljótandi loft held ur sér aðeins í miklu frosti. Þeir urðu því að útbúa einangrun fyr- ir kút, sem gæti haldið nægilegu frosti þolanlega lengi ,en væri samt ekki of þung eða fyrirferð- armikil. Þá þurfti einnig sérstakt lunga og miklar leiðslur til að breyta loftinu úr fljótandi ásig- komulagi um leið og kafarinn andaði því að sér. Fyrsti kúturinn leit úr eins og teikning í þriðja flokks vísinda- skáldsögu, og froskmenn á ströndinni, sem þeir félagar völdu til tilrauna, ráku upp stór augu þegar Klein kom kjagandi með ferlíkið á bakinu og víra og leiðslur í allar áttir. Tækið reyndist vel í öllum aðalatriðum og þá var aðeins eftir að full- komna það og gera það hand- hægara. Síðasta „tilraunatækið", sem þeir félagar smíðuðu, lofar mjög góðu. Þeir kalla það X-5. X-5 vegur tómt um 22 pund og tekur 6,3 lítra af fljótandi lofti sem duga í fimm klukkustundir á 30 feta dýpi. Einangrunin er svo góð, að Ioftið heldur sér í tæpa viku í hitabeltisloftslagi. Til samanburðar má nefna, að ef menn ætluðu að dvelja í fimm klukkustundir á 30 feta dýpi með venjuleg tæki, þyrfti fimm 72 kúbikfeta kúta sem vega sam- tals 180 pund. Eins og nærri má geta hafa framleiðendur köfunar tækja mikinn áhuga á þessum tilraunum og fyrirtækið MAiKO hefur veitt félögunum aðstöðu og aðstoð við tilraunirnar. Ennþá er verðmunurinn tölu- verður .Venjulegur kútur kostar um 100 dollara, en X-5 fer varla undir 350 dollara til að byrja með. En þegar fjöldaframleiðsla hefst, lækkar verðið að sjálf- sögðu strax og það er alveg víst, að þessi uppfinning þeirra Kleins og Woodberrys á mikla framtíð fyrir sér. Þróun köfunartækis Kleins og Woodberrys. Frá vinstri: X-l, X-2, X-3, X-4 og X-5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.