Morgunblaðið - 14.07.1968, Side 16

Morgunblaðið - 14.07.1968, Side 16
16 MORGrUNB'LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1968 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst] ór narf ulltrúl. Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 í lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjaimason frá Vigur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Áxni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Síml 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22 4-80 á mánuði innanlands. Kx. 7.00 eintakið. ÞJOÐARSALIHÆTTU TUvö þúsund orð“, ávarp tékkóslóvakiskra mennta manna og verkamanna, er tvímælalaust harðasta gagn- rýni á það stjórnarkerfi, sem kommúnisminn hefur byggt upp í A-Evrópu síðan hin umtalaða bók Svetlönu Stalínsdóttur, „Tuttugu bréf til vinar“ kom út í fyrra. Hið tékkóslóvakiska ávarp er í senn afhjúpun á starfsaðferð- um lítillar og valdasjúkrar klíku, sem í krafti erlends valds hefur hrifsað til sín öll völd í einu mesta menningar- ríki Evrópu og berst enn hat- rammri baráttu til þess að halda þeim áhrifum, og að- vörun um, að því verði ekki unað, að sú frelsisalda, sem gengið hefur yfir Tékkósló- vakíu undanfama mánuði stöðvist eða deyi út. í ávarpinu er m.a. vikið að dvöl erlends herliðs í land- inu og kemur þar skýrt fram, að þeir, sem undir ávarpið rita, telja, að Tékkar og Slóvakar verði að vera reiðu- búnir að grípa til vopna til þess að verja frelsi sitt og sjálfsákvörðunarrétt. Þar segir m.a.: „Það ríkir kvíði, sem á rót sína að rekja til ótta um, að erlendur herafli kunni að skipta sér af lýð- ræðisframförunum á meðal okkar. Við verðum að horf- ast í augu við öfl, sem eru okkur miklu sterkari og við verðum að gæta framferðis okkar og megum ekki byrja á að leiða til vandræða. Við getum sýnt ríkisstjórn okkar fram á, að við stöndum að baki henni og styðjum hana, þó að það verði að gera með vopn í hendi til þess að tryggja hana á meðan hún starfar í samræmi við vilja þjóðarinnar.“ Lýsingin á kommúnista- flokknum í Tékkóslóvakíu í tuttugu ár er einkar athyglis- verð og ekki örgrannt um, að hún eigi einnig við um aðra kommúnistaflokka. Þar segir í ávarpinu: „Röng stefna stjórnarinnar hefur breytt flokknum úr stjórn- mála- og hugsjónaflokki í einræðisstofnun, þangað sem valdasjúkir og sjálfselskir menn leituðu, en einnig rag- geitur og menn með slæma samvizku. . Þetta ástand innan flokksins varð fyrir- mynd fyrir stjórn landsins og leiddi til þess, að mögu- leikinn á því að gagnrýna stjórn landsins varð úr sög- unni...... Þjóðþingið var hætt að ræða nokkurn skap- aðan hlut, ríkisstjórnin hætt að stjórna og framkvæmda- stjórnarnir hættir að fram- kvæma. Kosningar höfðu enga þýðingu, lögin misstu gildi sitt.... við gátum ekki lengur treyst hver öðrum. Einstaklings- og samfélags- heiður hvarf. ... í stuttu máli komst þjóðin á það skeið, að þjóðarsál hennar var í hættu“. Þetta er lýsing hinna „tvö þúsund orða“ til tékkósló- vakísku þjóðarinnar á komm únistaflokknum, stjórnarhátt um hans og því þjóðfélagi sem hann byggði upp í Tékkó slóvakíu á tuttugu árum. Við þessa lýsingu er engu að bæta. TENGSLIN VIÐ VESTUR- ÍSLENDINGA ^pengsl okkar Islendinga -*• við frændur okkar í Vesturheimi hafa aukizt tals vert undanfarin ár. Hópferð- ir Vestur-íslendinga hingað til lands eru eitt gleggsta dæmið um það, en nú eru hér staddir 130 þeirra og ferðast um landið. Margir Vestur-íslendingar koma hingað til lands í fyrsta og eina skiptið á æviferli sín- um í þessum ferðum. Þeir kynnast af eigin raun lifnað- arháttum þjóðar, sem þeir hafa heyrt forfeður sína tala um á uppvaxtarárum sínum, og þeir sjá, að margt hefur breyzt og ekki er allt eins og minningarnar um drauma- eyjuna í norðri bentu til. Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi skipuleggur hópferðir Vestur-íslending- anna hingað til lands og er þetta framtak félagsins virð- ingarvert. Hins vegar væri einnig æskilegt, að fleiri ís- lendingar legðu íerð sína til íslendingabyggðanna í Vest- urheimi. En af slíkum heim- sóknum má læra margt og fróðlegt er að kynnast því, hversu vel íslenzk tunga hef- ur í mörgum tilfellum stað- izt áhrif enskunnar og hald- ið velli í hugum þeirra, sem um áratugaskeið hafa búið í óra fjarlægð frá íslandi. íslendingar eiga að halda lifandi tengslum við Vestur- íslendinga, með því eru vin- áttuböndin treyst og gagn- kvæm kynni sköpuð milli ættingja, sem búa sitt hvoru megin við Atlantsála. íslend- ingar í Vesturheimi skara á margan hátt fram úr í þjóða hafinu, sem byggir Vestur- heim, það er stolt íslenzkrar þjóðar að halda tengslin við þá. 1 A 1 V U1 VaSILá^ ■ Al Y 0 R II IEM n\ Anthony Howard: Reynt ai koma úr embætti RONALD Reagan, ríkisstjóri Kaliforniu, sem fyrir aðeins fáum mánuðum var talinn vænlegur til framboðs við for setakosningarnar fyrir hönd repúblíkanaflokksins, stendur nú frammi fyrir óvæntum vanda í ríki sínu. Það er ekki ólíklegt að nafn hans verði á kjörseðli í nóv- ember, en þó ekki á þeim seðli sem hann hafði ætlað. Ef ötul samtök fólks um allt ríkið ná takmarki sinu, munu 7.800.000 kjósendur í Kaliforníu fá tæki færi til að dæma um það á kjördag, hvort Reagan sé hæfur til þess að sitja áfram í embætti sínu, en ekki hvort hann ætti að verða forseti eða varaforseti. Stjómmál í Kalifornáu ei'ga rætuir í gömluim lýðræðisvenj um og í stjórnarskrá ríkisins er álkvæði um aftu>rköllun em baeittismanna, sem sett var enduir fyrir löngu til þess að hafa hemil á vöddum kjörinna embættismanna. Elf 10 af hundnaði kjósenda krefjast þess, verður að hafa almenna atkvæðagreiðslu um setu hvers þess em'bættismianns, sem þeir telja ólhæfan til þess að gegna starfi sínu. Þetta áikvæði hefur gert kleift að víkja allmörgum mönnum úr starfi á liðnum árum, en aldrei hefuir tekizt að fá nógu marga til að krefj- ast atkvæðagreiðslu um svo háa stöðu, sem embætti rílkis- stjóra. Fyrr á þessu ári virtist sem þessi nýjasta tilraum færi eins og þær tíu sem áður hetfur ver ið stetfnit gegn rilkisstjóna á miðju kjörtímabili. Hún hófst fyrir atbeina nokkurra hiús- mæðra, bílasala eins og jáirn- brautarstafemanns, féklk eng- an stuðning demókratafliokks- ins í rí'kimu og ihafði lítið fjár magn að taakhjarli. En nú fyrir gkömmu tóku bandarísk blöð og sjónvarps- stöðvar að vekja athygli á því (eins og smáblöð í Kaliforníu Ronald Reagan. hafa lengi gert), að enm væri tími til stefnu. Skipuleggjend- ur „afturköilluinar Reagans“ segjast nú þegar hafa fengið upp undir 700 þús. undirskrift ir. Þeir þurfa því aðeins að fá um 100 þús. í viðbó't og hálf- an mánnð til stefnu. Fyrir nokkruim dögum var Reagan spurður á blaða- mannafundi um þessa bair- áttu. Hann viðurkenndi að hún gæti komið sér í botaba, en kvaðst fullviss um að hún Reagan væri til komin af pólitlískum ástæðum (rétt eins og það væri nægileg fordæming). Að stoðarmaður Reagans sagði á eftir, að í fyrstu hefðu þeir ætlað að láta þessar aðgerðir afskiptalausar, en auigljóst væri að það hefði efcki gefið góða raun. Þótt forystumönnum sam- takanna — sem nú hatfa að baki sér fjárhagsistuðning ým issa aðila og mairgra fyrrver- andi stuðningsmenn Rotaerts Kennedys — takist að satfna nógu mörgum undirdkrilftum, þarf það efcki að tákna að rík iss'tjórastarfi Reagans sé liok- ið. Það eru aðeins tvö ár síð- an hann var kjörinn í embætt ið með nærri því milfljón at- kvæða meirilhluta — mesta meirihluta sem um getur í Kaliforníu. Fiestir eru sam- mála um það að jafnivel þótt Reagan verði fyrir þeirri sví- virðu að atkvæða'greiðslan fari fram, muni hann stand- ast þá eldraun m*eð sbuðni n,gi kjósenda repúblikanaflolfcks- ins. Engu að síður hefuir hinn einstæði árangur andstæðinga leifcarans gamla leitt skýrt í ljós, hversu mjög dýrðarljómi hans hefur látið á sjé á tveim ur árum. Andstæðingar Reag ans hatfa lagt mikla áherzlu á minnkaðar fjárveitingar hans til heil/brigðis- og menntaimála og þeir hatfa sýni lega fengið góðan Mjóm- grunn. Meðal þeirra sem hafa skritf- að undir kröfuna um atkvæða greiðslu eru Nóbeisverðlaiuinia hafi, háskólarefctor og anir múnikarnÍT í einu klaustri af Fra nsisfcuarreglu. (Þýtt og endursagt — Observer). Hallgrímskirkju gefinn silfurkross HALLGRÍMSKIRKJU í Reykja vík var í dag færður forkunnar- fagur silfurkross (altariskross) Bíöa eftir sprettunni Hólmavík, 13. júlí. BÆNDUR á Ströndum bíða nú eftir sprettunni og búast ekki við að hefja islátt fyrr en um mánaðamót í fyrsta lagi. Hafa þeir gert ráðstafanir til þess að nýta hvern túnbleðil, því að tún eru víða illa farin. Sól og hiti hefur verið hér 'undanfarna daga, en vætuskort- ur hefur mjög hamlað sprettu. Afli tveggja handfærabáta, sem héðan eru garðir út, hetfur til skamms tíma verið góður, en síð ustu daga hefur dregið úr. Tog- bátar hér úti fyrir afla hins vegar vel. — Andrés. til minningar um frá Guðrúnu Stefánsdóttur, konu Jónasar Jóns sonar frá Hriflu. Krossinn er gjöf til kirkjunnar frá Jónasi, fjölskyldu hans og vinum. Leifur Kaldal gullsmiður teikn aði og gjörði krossinn, sem er úr sterling silfri, 45 cm. hár, auk plötu úr slípuðum grásteini, sem er 6 cm. þykk. Sjáltfur er kross- inn einfaldur, en hann stendur á haglega gerðum stuðlabergssökkii — einnig úr silfri — sem minnir mjög á byggingarstíl Hallgríms- kirkju. Á sökklinum eru tvær silfur- plötur — á aðra er letrað: MINNING en á hina: GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR F. 5. okt. 1885 D. 15. jan. 1963 Jónas og dætur hans, Auður og Gerður, afhentu krossinn í morg un fulltrúum Hallgrímssafnaðar við einfalda en hátíðlega athofn í Hallgrímskirkju á Skólavörðu- hæð. Reykjavík, 12. júlí 1968. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.