Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1968 *» ÞRETTÁN milljónir kvenna um allan heim nota Pilluna. Enginn vafi leikur á því, að Pillan er árangursríkasta getnaðarverja, sem sögur fara af. Hún hefur verið á almennum lyfjamarkaði undanfarin fimm—sjö ár og neyzla hennar hefur farið hraðvaxandi bæði hérlendis sem annars staðar. Þrátt fyrir lofsöngva þá sem hafa verið uppi um Pilluna og ágæti hennar, hefur hún orðið óþrjótandi uppspretta stöðugra rök- ræðna og hvassra deilna, menn eru ekki á eitt sáttir um gildi hennar. Flestir geta fallizt á, að hún veitir þeim konum, sem taka hana að staðaldri fullkomna vernd gegn því að verða barnshafandi. Hins vegar hafa sögurnar um alls kyns aukaverkanir og bókstaflega hættu, sem fylgi því að taka Pilluna að staðaldri, magnazt mjög. Ekki verður hjá því komizt að horfast í augu við þá staðreynd, að Pillan er ekki gefin til að lækna sjúkdóma, held- ur til þess beinlínis að breyta og raska hormóna- starfsemi líkamans. Þar af leiðir, að gæta verður ítrustu varfærni. Allir vita, að það hefur nokkra áhættu í för með sér að taka pillur, og meira að segja getur sak- leysislegt lyf á borð við asperín valdið neikvæðum viðbrögðum hjá einstaka sjúklingi. Nákvæmlega er fylgzt með því, sem gæti gefið nýjar upplýsingar um áhrif Pill- unnar, þegar hún er tekin ár- um saman. En þar sem tím- inn einn getur leitt þau í Ijós er augljóst, að skaðvænleg áhrif Pillunnar gera naum- ast vart við sig fyrr en að löngum tíma liðnum, og þá með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Annað vandamál hefur og risið upp, eftir því sem Pill- an verður útbreiddari; með ýmsum þjóðum hefur dreg- ið svo úr barnsfæðingum, að mönnum stendur stuggur af. Hins vegar hefur gengið erf- iðlega að fá konur í þeim löndum, þar sem offjölgun- arvandamálið er hvað mest, til að taka Pilluna reglu- lega. En Pillu-konurnar þykjast hafa himin höndum tekið. Þær hafa um langa hríð orð- ið að beita misjafnlega ör- uggum og þægilegum ráðum til að verða ekki barnshaf- andi, og telja sig nú komnar á græna grein. Þær láta all- ar neikvæðar upplýsingar um Pilluna sem vind um eyru þjóta. En fræðsla ætti ekki að saka. Fyrir nokkru gekkst Sunday Times Magazine fyrir því, að spakir sérfræðingar svöruðu allmörgum spurningum les- enda um almennt gildi Pill- unnar og gáfu ýmis konar upplýsingar um hugsanlegar aukaverkanir og eftirköst. Nokkrar spurninganna og svörin við þeim birtast hér á eftir í lauslegri þýðingu. En áður en vikið er að þeim væri rétt að minnast á skrif bandarísks sérfræðings dr. Her- berts Ratner um pilluna. Þau birtust í blaðinu „Child and Female“, en það rit er mjög út- breitt meðal lækna og sérfræð- inga í heilbrigðismálum bæði innan Bandaríkjanna og utan. Dr. Ratner er ekki að skafa utan af vanþóknun sinni, er hann segir: „Pillan er vissulega áhrifa- mesta lyf, sem hefur verið fundið upp til að kveikja og æsa upp hina ólíklegustu sjúk- dóma meðal kvenna, sem áður voru heilsugóðar í alla staði.“ Máli sínu til stuðnings birtir dr. Ratner fjörutíu sjúkraskýrslur og þar er m.a. komizt að eftir- farandi niðurstöðum: „Pillan hefur ekki leyst offjölg unarvandamálið. Pillan hefur ekki náð út- breiðslu meðal vanþróaðra þjóða, þar sem offjölgun er raunhæft vandamál. Pillan hefur blekkt bandaríska neytendur, svo að þeir líta ekki lengur við öruggum og viður- kenndum lyfjum, sem áður voru í notkun. Pillan orsakar ,rsvika-ófrísku“ í konum, og er undanfari blóð- tappa og blóðrásarsjúkdóma. Pillan veikir mótstöðuafl líkam- ans gegn krabbameini. Pillan hefur komið því til leið ar, að konur sem áður voru fíl- hraustar, þjást nú af stöðugum óþægindum og kvillum." Síðan segir doktorinn: „Pillan hefði átt að hverfa af lyfjamark aði fyrir löngu. Ef lyfjastofnun Bandaríkjanna treystir sér ekki til að taka þá ákvörðun, sé ég ekki annað ráð vænna en að hvetja ráðamenn til að skipa aðra menn í nefndina til að fjalla um málið og kynna sér skaðsemi pillunnar.“ Og hvað er svo Pillan? Pillan er alþjóðlegt nafn yfir töflur, sem teknar eru inn og af henni eru til tuttugu mismun- andi tegundir. Skilgreiningin „Pillan“ er ónákvæm, þar sem pillur eru hnöttóttar, en töflur flatar. 1 hverri Pillu eru efnin oestogen og progestoogen. Markmiðið með hinni uppruna- legu pillu, sem bandaríski vís- indamaðuriinn dr. Gregory Pincus, fann var að draga úr óeðlilegum blæðingum og talið var vænlegast að nota þessi tvö fyrrnefndu efni í samsetningu. Þróunin hefur hins vegar orðið sú, a'ð Pillan hefur orðið út- breiddasta og vinsælasta getn- aðarverja, sem fram hefur kom- ið. Er það rétt að allmikil þyngdaraukning geri vart við sig hjá konum, sem taka pilluna að staðaldri? Reyndin hefur verið sú, að sumar konur léttast, þegar þær þyrja að taka Pilluna. Því mið- ur er algengara að þær þyngist og sumar allverulega. Þetta staf- ar meðfram af því, að meiri vökvi safnast fyrir í líkmanum. En ekki má gleyma því, að ótrú- lega oft er um ofát að ræða. Ofátið má ef til vill setja í sam- band við Pilluna. Þegar konur byrja að taka hana losna þær samtímis við margs konar kvfða og hugarangur, sem þær hafa nauðugar viljugar orðið að búa við, e.t.v. um áraskeið, vegna þess, að þær höfðu naumast neina algilda tryggingu fyrir þvi, að fyrri verjur væri full- komlega áreiðanlegar. Konan verður því frjálslegri, áhyggjulausari og oft fer svo, að matarlystin eykst stórum, að minnsta kosti í byrjun. Er einhver hæfa í því, að miðaldra konur yngist í útliti við að tal^a pilluna um lang- an tíma? Þessi hugmynd hefur skotið upp kollinum og er væntanlega byggð á þeirri vitneskju, a'ð smávægil. skammtur af oestro- gen dregur úr neikvæðum ein- kennum tíðabrigða, og vellíðan eykst hjá konum, sem hafa þjáðzt af hitaköstum og nætur- svita, hrakandi minni, dofnandi einbeitingarhæfileika og dvín- andi sjálfsöryggi. Oestrogen get ur oftlega dregið úr nefndum óþægindum og jafnvel bægt þeim að fullu burt. Því er ein- dregið mælt með þessari með- ferð hjá konum á tíðabrigða- skeiði. Einkenni þessi geta stað- i’ð í langan tíma — oftar ár en mánuði og gera vart við sig jafnskjótt og meðferðinni er hætt. Það er því ljóst, að hor- mónameðferð á tíðabrigðaskeiði ætti sennilega að standa yfir í lengri tíma, en hingað til hef- ur verið gert. Þegar þessi áhrifamikla læknisme'ðferð er höfð í huga, vaknar spurningin, hvort eigi ef til vill a'ð koma í veg fyrir tíða- hvörfin fyrír fullt og allt, með pillunotkun. Kannski eru engir þekktir annmarkar á að brugðið verði á það Táð, en al- menn skoðun mun vera, að slíkt sé öfgakennt og beinlínis vara- samt. Tröllatrú á mætti Pillunn- ar er engum til góðs. Það er sagt, að meðferðin geri brjóst stinnari, konuna unglegri í útliti, komi í veg fyrirlegsig, sem þjáir margar konur og gerir samfarir sáraukafullar — eða að minnsta kosti ekki eftirsóknar- verðar. I stuttu máli sagt er þetta fyrirheit um eilífa æsku. Ég efast um, að slíkt loforð sé réttlætanlegt. Ef barnshafandi kona tekur pilluna, áður en henni er ljóst, að hún á von á sér, getur pillan þá haft skaðleg áhrif á fóstrið? Skýrslur benda til óeðlilegrar fjölgunar karlhormóna og óeðli- lega margra tilfella geðsýkis- einkenna í börnum, þegar móð- urinni hafa verið gefnir stórir skammtar progestoegens á fyrstu þrettán vikum meðgöngu tímans. En í flestum pilluteg- undum er progestogenmagnið það lágt, að vafasamt er, að það skaði fóstur. \ Hvaða óæskilegar aukaverk- anir eru líklegar til að gera vart við sig, þegar pillunotk- un hefst að staðaldri? Algengustu óþægindi fyrst í stað er velgja, sem oft bærir á sér fyrstu dagana og síðan aft- ur við annað og þriðja pillu- tímabil. Hugsanlegt er að sporna megi við ógleðinni, ef pillan er tekin að næturlagi. Sé ógleðin enn á háu stigi við lok þriðja tímabils er oft ráðlagt að breyta um pillutegund. Meðal annarra hvimleiðra aukaverk- ana má nefna óþægindi í brjóst- um, vöðvakrampa, þreytu, óeðli lega útferð. Sumar konur kvarta undan því, að þær verði geð- stirðari og uppstökkari en þær töldu sig eiga vanda til. Flest hverfa þessi einkenni áður en langir tímar líða. Hefur pillan önnur jákvæð áhrif en koma í veg fyrir frjóvgun? Þær konur, sem á annað borð verða ekki varar við ofangreind ar aukaverkanir, segja að and- leg og líkamleg vellíðan þeirra hafi aukizt áð mun með töku pillunnar. Vitað er, áð óeðlilegar blæðingar minnka og mjög dreg- ur úr óþægindum í leggöngum. Aðrir kostir eru til dæmis, að kvalir og þrautir í sambandi við blæðingar eru nú ekki leng- ur til staðar. Hversu áhrifarík er pillan í samanburði við aðrar teg- undir getnaðarvarna? Svo framarlega sem pillan er j tekin samvizkusamlega og sam- kvæmt fyrirmælum viðkomandi læknis, má segja, að hún veiti 100% öryggi. Einstaka frjóvg- un hefur að vísu átt sér stáð, en venjulega hefur komið í ljós, að þar hafði konan gleymt að taka Pilluna í eitt eða fleiri skipti, en talið sig örugga eftir sem áður. Ef kona gleymir að taka j töflu, til dæmis í eitt skipti, i hvað eru þá sterkar líkur til I að um vernd sé ekki lengur að ræða? Stundum kemur fyrir, að Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.