Morgunblaðið - 23.07.1968, Síða 3

Morgunblaðið - 23.07.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLI 1968 3 Asberg Halla Gunnar Birgir Ingólfur Héraðsmót Sjálfstæðisfiokksins Sævangi, Strandasýslu, sunnu- daginn 28. júlí kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur Jónsson, ráðherra, Ásberg Sigurðsson, sýslumaðuir og Einar Odidur Kiriistjánsson, fulU trúi. \ S'kemmtiatriði annast leikar- amir Róbert Arnfinnsson. og Rúrik Haraldsson og hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Hiljóm- sveitina skiipa Ragnar Bjarnason, Grettir Björr.sson, Árni Sohev- ing, Jón Páll Bjarnason og Árni Elfar. Söngvarar með hljómsveiit inni eru Erla TraustadóttLr og — um næstu helgi í Siglufirði, Blönduósi, og Sævangi Strandasýslu UM NÆSTl) helgi verða haldin þrjú héraðsmót Sjálfstæðisflokks ins á eftirtöldum stöðum: Siglufirði, föstudaginm 26. júilí kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur Jónsson, ráð'herra, Birgir Kjar- an, ailþingismaður og Herbert Guðmundsson, ritstjó.ri. Blönduós, laugardaginn 27. júilí k.l. 21. Ræðumenn verða Ing- ólfur Jónsson, ráðherra, Gunnar Gíslason, alþingismaður og Hatla Jónasdóttir, frú. Ragnar Bjarnason. Að loknu hverju héraðsmóti verður ha.ldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar Jeikur fyrir dansi og söngv a.rar hljómsveitarinnar koma fram. ‘HÁTÍÐIN í Skálholti á sunnu daginn fór fram með ágætum. Þrátt fyrir úrkomu í Reykja- vík og víðast um Suðurland var gott veður í Skálholtf og fjöldli fólks hlýddi messu eft- ir hádegið og sótti samkomu í kirkj.unni seinna um daginn. Skálholtshátíðir voru haldn ar á árun.úm 1949—1955, en árið 1956 var minnzt 9 alda afmælis biskupssetursins í Skálholti og lagður horn- steinn nýju kirkjunnar. Hátíðirnar lágu siðan niðri unz kirkjan var vígð 21. júlí árið 1963. Síðan hefur Skál- holtshátíð verið haldin á hverju sumri, þann .sunnudag ■sem næstur er Þorláksmessu á sumri. Hún er 20. júlí og var að fornum sið almennur *hátíðisdagur ium allf Suður- land. Á þessu ári eru liðin 850 ár frá andláti Gissurar bisk- ups ísleifssonar. Hann lagði erfðasetur sitt, Skálholt, und- \ Ái WjftÍgpijjfW Skálholtskirkja. ir biskupsstólinn ásamt marg- víslegum auðæfum öðrum, í löndum og lausum aurum. Þar var síðan um aldir mest- ur staður á íslandi. (Sv. Þorm. tók imyndirnar) Nú var nýslegið umhverfis Skálholtskirkju. Þar var gott að vera þeim sem ekki kom- ust fyrir í kirkjunni á sunnu- dag. Þar eru legsteinar í gras inu og vekja þá umhugsun, sem fornum stað sæmir. I *' & »;■■• Biskup íslands og sóknarprestur fyrir altari. Biskup íslands, herra Sig- urbjörn Einarsson, og sóknár- prestur, séra Guðmundur óli Ólafsson, þjónuðu fyrir altari, en séra Valdimar Eylands úr \ Vesturheimi prédikaði. Marg- ir úr söfnuðinium gengu til altaris. Skálholtskórinn söng við undirleik Jóns Ólafs Sig- urðssonar, organleikara, og trompetleikaranna Jóns Sig- urðssonar og Sæbjörns Jóns- 7 so'nar. Dr. Róbert A. Ottós- 1 son, söngmálastjóri þjóðkirkj- i unnar, stjórnaði flutningi. í Síðdegis var haldin sam- | koma í kirkjunni. Jón Ólafur / Sigurðsson lék á orgel. Matt- ’ hías Johannessen, skáld, flutti \ ræðu, Gunnar Björnsson lék i einleik á knéfiðlu, nemendur / úr Langholtsskóla fluttu \ helgileikinn „Boðið“ eftir t Hauk Ágústsson, stud. theol., \ Ruth Little Magnússon söng t einsöng við orgelleik Róberts t A. Ottóssonar, séra Magnús / Guðjónsson las úr ritningunni \ og flutti bæn, en að lokum ^ var almenn.ur söngur. I STAKSTIINAR Minnkandi áhrif stórveldanna Brezka stórblaðið „The Tim- es“ fjallar fyrir skömmu í for- ystugrein um hugsanlegar breyt ingar á utanrikisstefnu Banda- ríkjanna, þegar nýr forseti tek- ur þar við embætti á næsta ári. í forystugreininni segir m.a.: „Lyndon Johnson á eftir að gegna embætti forseta Banda- ríkjanna enn um sex mánaða skeið, og telja verður, að Dean Rusk muni á þeim tíma fylgja utanrikisstefnu, sem að öllum lík indum gjörbreytist, þegar nýr forseti flytur inn í Hvíta húsið. Tengsl Bandarikjanna við aðra heimshluta eru því fremur óraun veruleg um þessar mundir. Þetta lýsir sér meðal annars í því, hvernig Averill Harrimann heldur í horfinu í viðræðunum í París, á meðan þúsundir eru drepnar í Víetnam. Grundvöllur allrar utanríkisstefnu Bandaríkj anna er að breytast frá hug- mynd Dullesar um Bandarikin sem lögreglu heimsins, og á næsta ári mun nýr forseti full- komna þá breytingu. Johnson, forseti, álítur sjálfur, að hann sé síðasti alþjóðlegi forseti Banda- ríkjanna um nokkurt árabil og eftirmaður sinn muni, hvort sem hann er republikani eða demó- krati, leiða stjórnina til einangr- unarstefnu. Öldungadeildin og kjósend- urnir eru þegar einangrunar- sinnaðir. Víetnam hefur að lok- um flett ofan af blekkingunni um bandarískt almætti, og þegar Hubert Humphrey sagði, að ef hann yrði kosinn forseti, „myndi hann reyna að koma í veg fyrir aðild að fleiri Víetnam-deilum“ lýsti hann aðeins sem von djúp- stæðum ásetningi samlanda sinna. Því miður er aðild „að fleiri Víetnam-deilum" ekki end anlega ákveðin né hafnað í Hvíta húsinu eða í Honolulu. Forsetarnir Kennedy og John- son ætluðu ekki að leiða land sitt í þá hörmulegu aðstöðu, sem það er nú í, og Bandaríkin eru of stór og of tengd heiminum í heild til þess að geta dregið sig í hlé handan heimshafanna eins og það gerði eftir fyrri heims- styrjöldina. Land, sem stefnir markvisst að minnkandi skuld- bindingum, er þó mun ólíklegra til þess að þvælast inn í annað Víetnam, heldur en það, sem markvisst mótar stefnuna í heim inum.“ Bætt sambúð er forsendan í lok forystugreinarinnar seg- ir „The Times“: „Nýi forsetinn mun vafalaust fara sér hægt til þess að byrja með. Tillaga Humphreys um, að Bandaríkin ættu að leyfa verzl- un við Kína á „óhernaðarlegum“ vörum markar varla tímamót. Betri sambúð við Rússland, sem hefur stöðugt miðað fram frá því samningurinn um bann við kjarn orkutilraunum var gerður árið 1963, mun verða hornsteinn ut- anríkisstefnu: hún er forsenda minnkandi afskipta Bandaríkj- anna. Takmarkaður stuðningur við NATO mun vafalaust halda áfram eins og hjá öðrum nú, og hin „sérstöku tengsl" við Bret- land munu verða fjarlægari. í þessu efni gerist ekkert umtals- vert. En undirtónninn er aug- ljós. Tímabil yfirráða Bandaríkj anna hefur ekki staðið lengi og nú sést fyrir endalok þess. Hlut- fallslega munu Bandaríkin að sjálfsögðu viðhalda óskertum yfirburðum sínum og Rússland halda áfram að vera í öðru sæti, og þetta ástand breytist ekki nema Evrópa sameinist. Varpi bæði stórveldin hins veg- ar fyrir róða öllum draumum um yfirráð, verður heimurinn allur annar.“ 4 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.