Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968 13 Blöð í Prag voru rifin út er þau birtu svar tékkóslóvakiska kommúnistaflokksins við bréfi Var sjárfundarins. því yfir að kommúnistaflokkur- inn mundi ekki víkja hársbreidd frá sókn sinni til sósíalistisks lýðræðis og mannúðarstefnu en viðhalda um leið góðum samskipt um við Sovétríkin og önnur kommúnistaríki, var ákaft fagn- að. Vafi sá sem gert hafði vart við sig fyrir nokkrum vikum ir gersamlega horfinn vegna hinnar nýju festu sem Dubcek hefur sýnt. f fyrstu virtist kommún- istaflokkurinn hikandi og ráð viltur, þegar sovézku hersveit-.. irnar neituðu að fara úr landi, og tilkynningar yfirvalda um brottflutninginn stönguðust á. Þetta breyttis þegar birtur var texti bréfsins sem Varsjár- ráðsefna Sovétríkjanna og fjög- urra fylgiríkja þeirra til vald- hafanna í Prag var birtur á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Einkaviðræður virtust þá útilokaðar, og öllum var ljóst hvílík vá var fyrir dyrum. Sov- étríkin og fjögur dyggustu bandalagsríki þeirra lýstu því yfir að gagnbyltingarsinnar æðu uppi í Tékkóslóvakíu, að þessi hætta ógnaði öllu Varsjárbanda- laginu og að þau gætu ekki lát- ið það afskiptalaust. Mikil reiði greip um sig í Tékkóslóvakíu, og' víða mátti fólk tuldra „lygi! lygi!,“ er það hlýddi á reiðilest- urinn í útvarpinu. Fréttaritari Observers segir svo frá: Tékkóslóvakar fylktu sér samstundis um leiðtoga sína. Hvarvetna safnaðist fólk saman til þess að senda þeim skeyti með yfirlýsingum um stuðning. Á skrifstofu einni, þar sem aðeins þrír starfsmenn voru félagar starfsliðið senda hvatningar- skeyti. Skrifstofustjórinn var ná fölur af reiði þegar hann heyrði þetta og sagði að aðeins kommún istar gætu sent Dubcek skeyti og að hann og flokksbræður hans tveir á skrifstofunni, sem báðir eru Novotnysinnar, vonuðu að Rússar bindu enda á hina hneykslanlegu tilraunastarfsemi Dubceks. Undirmenn hans sögðu honum að þegja, læstu hann inni á skrifstofu sinni og sendu skeytið. Seinna létu þeir hann lausan, sýndu honum þá fáguðu kurteisi sem Tékkar eru rómað- ir fyrir og sneru aftur að störf- um sínum. Hverfandi fylgi Novotnys Þannig er andrúmsloftið í Tékkóslóvakíu þessa dagana. í verksmiðjunum hafa vinnuafköst minnkað og sums staðar hefur vinna næstum því lagzt niður. Hvarvetna í verksmiðjum og á skrifstofum, hópuðust karlar og konur kringum ferðaútvarpstæki til þess að hlýða á rótarskamm- irnar í bréfi Varsjárfundarins, hio langa og stillilega svar fram- kvæmdastjórnar tékkóslóvak- íska kommúnistaflokksins, sjón- varpsræðu Dubceks og ræðu- höldin á aukafundi miðstjórnar- innar í Prag-kastala, fyrstu beinu útsendingunni frá slíkum fundi. Dubcek og félagar hans hafa hlotið stuðning jafnvel í gagn- njósnaþjónustunni og hinum vopnuðu alþýðusveitum, sem hafa verið helztu máttarstoðir Novotny fyrrum forseta og stuðn ingsmanna hans. Tilraunir hinna íhaldssömu stuðningsmanna No- votnys til þess að fá til liðs við sig flokksleiðtoga, sem enn höfðu ekki tekið ákveðna af- stöðu hafa gersamlega farið út um þúfur. Þar til Rússar þrjózk uðust við að flytja herlið sitt úr landi, var um það bil þriðjung- ur miðstjórnarinnar á bandi No- votnys og Rússa, en fyrir helg- ina greiddu rúmlega 90% mið- stjórnarinnar atkvæði með yfir- lýsingu um traust á stefnu fram- kvæmdastjórnarinnar. Ef Rússar hafa gert sér vonir um að geta komið af stað byltingu gegn Dubcek með aðstoð stuðnings- manna Novotnys, þá hefur drátt urinn á brottflutningnum gert þær vonir að engu, því að þótt Novotny hafi átt stuðningsmenn í hernum og lögreglunni, þá þora þeir ekki annað en hafa hægt um sig vegna hins yfirgnæfandi stuðnings sem Dubcek nýtur með al þjóðarinnar. Ef Rússar gera alvöru úr þvi að hrekja núver- andi leiðtogum frá völdum verða þeir að beita til þess skrið drekum sínum. Kanossaganga Rússa Auk þess er ljóst að ef Rúss ar grípa til hernaðaríhlutunar mun það valda sundrungu innan alþjóðahreyfingar kommúnista. Nær allir kommúnistaflokkar í Vestur-Evrópu og þar að auki kommúnistaflokkar Rúmeníu og Júgóslavíu styðja nýju valdhaf- ana í Prag. Jafnvel Janos Kadar, leiðtogi ungverskra kommúnista, reynir að gæta hlutleysis. Bjart- sýni Tékkóslóvaka er því ekki ástæðulaus. Tilkynningin sem gefin var út í gær þess efnis, að sovézkir leiðtogar hafi fallizt á að ræða við tékkóslóvakíska leið toga í Tékkóslóvakíu, mun vafa- laust auka bjartsýnina og stað- festa trú Tékka á því að allt muni enda vel. Samþykki Rússa er mikill sigur fyrir Tékkósló- vaka. Rússar hafa orðið að fall- ast á að koma til Tékkóslóvakiu eftir að hafa árangurslaust reynt Tékkóslóvaka til að koma til Moskvu, Kiev og Lwov. Ferð sovézku leiðtoganna til Tékkóslóvakíu verður nokkurs konar Kanosarganga. En leið- togarnir í Prag hafa hagað sér mjög skynsamlega og af hófsemi, og því má telja víst að þeir forð- ist allt sem yrði auðmýkjandi fyrir Rússa og sigurgleði vegna eftirgjafar þeirra. Valdhafarnir í Prag hafa sterk spil á hend- inni, en það er til marks um hina raunsæju stefnu þeirra, að þeir forðast að traysta um of á stuðn ing Rúmena og Júgóslava, þótt þeir meti hann mikils. Tékkóslóvakísku valdhafarnir vilja eyða öllum grunsemdum um að þeir hafi í hyggju að endur- reisa „Litla bandalagið", sem mjög kom við sögu á árunum milli heimsstyrjaldanna, eða koma á fót andsovézku ríkja- Bandalagi í Austur-Evrópu. Nýju valdhafarnir í Prag eiga erfiða daga í vændum. Þeir verða að stunda erfiða jafnvægislist. í kommúnistaflokknum, vildi ...n..ww.wmwvwn amv?wwwwx-xíf; »«Ow9S»«9KSv.vNv.X v vffijiXv/X® Frá uppreisninni í Ungverjalandi 1956: Rússneskur skriðdreki liggur brunninn á götuhorni eftir að kveikt var í honum með heimatilbúinni sprengju. Endurtekur sagan sig í Tékkóslóvak- íu? Andvígir Dubcek Leonid Brezhnev (62 ára), leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, og Alex ei Kosygin (64 ára), stjórna gífurleg- um þvingunum til þess að halda aftur af Tékkum. Sovézkar hersveitir hafa haldið á brott frá tékkneskri grund, en brottflutningnum er enn ekki lok- ið — og skriðdrekasveitir Rússa höfðu hafið brottflutning frá Ungverjalandi áður en þær brutu uppreisnina á bak aftur. Herstyrkur Tékka (175.000 menn og 3.200 skriðdrekar) er smávægi legur í samanburði við sovézka her- inn (2 milljónir hermanna). Rússar ráða yfir tíu sinnum fleiri skriðdrek- um og 86 vélvæddum herfylkjum. Wálter Ulbricht (74 ára), þjóðhöfð- ingi Austur-Þýzkalands, óbilgjarn- asti og óræðnasti leiðtogi austantjalds ríkjanna. Gætir þess alltaf að styggja aldrei Rússa, og er leiðtogi þröngsýn- ustu stjórnarinnar austan járntjalds- ins. Hann er einnig andvígur frjáls- lyndum ráðstöfunum annarra kommún- istaríkja. Hann gagnrýnir Dubcek vegna þess að stefna hans stofnar austur-þýzku stjórninni í hættu og ein angrar hana. Ulbricht vill stað- setningu austur-þýzkra eða sovézkra hersveita í Tékkóslóvakíu og ræður yfir 85.000 hermönnum, sem Rússar hafa þjálfað og tveimur skriðdrekaher fylkjum. Wladyslaw Gomulka 63 ára, gam- all verkalýðsleiðtogi og leiðtogi Kommúnistaflokks Póllands. Heldur tryggð við Moskvu-stjórnina. Hefur staðizt stúdentauppreisnir og tilraunir til að bola honum frá völdum. Pólland virtist ramba á barmi uppreisnar í marz, en Gomulka bældi niður alla mótspyrnu með harðri hendi. 18"5.000 mann her Póllands stendur Rússum til umráða. Lega landsins milli Rúss- lands og Þýzkalands hefur áhrif á af- stöðu hans. Thodor Zhivkov (57 ára,) hinn smá- vaxni og gildvaxni leiðtogi búlgarska kommúnistaflokksins, hefur staðizt fleiri rilraunir til, að bola honum frá völdum síðan hann komst til valdá fyrir 14 árum en nokkur annar núlif- andi kommúnistaleiðtogi. Hefur komið í veg fyrir margar tilraunir til að beina landinu inn á frjálslyndari brautir. í vetur var á kreiki orðróm- ur um að tilraun hefði verið gerð til að ráða hann af dögum. Hugsanlegt að hann þoki sér nær stefnu Dubceks. Zhivkov hefur friðmælzt við vestræn ríki og reynt að laða ferðamenn til baðstaða á Svartahafsströndinni. Her: 125.000 menn. Hlutlausir Janos Kadar 56 ára), leiðtogi ung- verskra kommúnista. Fjögurra ára vist í fangelsi stalínista gerði Kadar að gætnum manni. Árið 1956 studdi hann uppreisnina sem gerð var í Ung- verjalandi, en sneri við blaðinu og að-' stoðaði Rússa við að brjóta hana á bak aftur þegar svo virtist sem hún mundi leiða til þess að kommúnisman- um yrði kollvarpað. Nú gætir hann eindregins hlutleysis í von um að Tékk um verði ekki á sömu mistök og Ung- verjum, en svo lítið ber á hvetur hann þá til að sýna pólitíska festu. Her: 95.000 menn. Með Dubcek Nicolae Ceausescu (50 ára), forseti Rúmeníu og aðalritari kommúnista- flokksins, hefur leitt þjóð sína inn á braut sjálfstæðari stefnu í utanríkis- málum, og hefur hvatt Tékka til að ráða málum sínum sjálfir. Rúmenía liggur að Sovétríkjunum og landamæri ríkjanna eru rúmlega 300 mílna löng, svo að Ceusescu tekur vísvitandi á- hættu með því að bjóða Rússum byrg- inn. Vinsældir Ceusescus fara vaxandi. Her: 150.000 menn. Josef Tito 76 ára), hinn gamal- reyndi forseti Júgóslava, hefur að baki mestu reynsluna í að bjóða Rúss- um byrginn. Fyrir tuttugu árum snupr aði hann Stalín og sagði Júgóslavíu úr Kominform. Hefur hreinsað til í leynilögreglunni og reynt í tuttugu ár að sameina lýðræði og kommúnisma. Hefur endurvakið gömul tengsl við Rússa en veitir Dubcek eindreginn stuðning og segir það opinberlega. í fastaher hans eru 180.000 menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.