Morgunblaðið - 23.07.1968, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.07.1968, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968 GRAFARKIRKJA A HÚFÐASTRÚND Víndskeiðar eru fagurlega útskornar. HVAR fæddist Hallgrímur Pét- ursson? Við því eru engin skýr svör, en mestar líkur eru til þess, að hann hafi fyrst séð Ijós þessa heims að Gröf á Höfðaströnd, þar sem foreldrar hans, Soveig Jónsdóttir ogPét ur Guðmundsson, sátu í nokkr- um skugga af Hallgrími föður- bróður hans. Ekki er ljóst, hve nær þau fluttust heim að Hól- um í skjól Guðbrands biskups, þar sem Pétur gerist hringjari, og Hallgrímur sonur þeirra með þeim, en sennilegast er, að það hafi ekki orðið fyrr en eftir fæðingu sálmaskáldsins ástsæla. Arfsögn og þjóðsögur segja hik laust, að sr. Hallgrímur hafi al- izt upp í Gröf, og má af því nokkuð ráða, að hann hafi raunverulega fæðzt þar, en ekki á Hólum, þar sem sú- til- hneiging er algeng að bendla menn við fræga staði eins og andans verk óþekktra höfunda við nafnkunnar persónur. Sagan segir, að Guðbrandur biskup hafi á ferð um Höfða- strönd átt orðaskipti við þenn- an frænda sinn barnungan í mó unum kringum Gröf og þótt hann ærið kotroskinn og greindarlegur og því ákveðið að taka hann heim að Hólum og láta kenna honum. Sennilegast er, að þessi sögn sé síðari til- búningur og því beri ekki að taka hana öf hátíðlega, en hún er samt ein þeirra sagna, sem tengir barnæsku Hallgríms við Gröf fremur en Hóla. Hvernig sem þessu hefir í raun réttri verið farið, er gaman að rjála við þá hugsun, þegar reikað er um þessa móa, að þar hafi trú- arskáldið mikla eitt sinn verið í berjamó og tínt „þúfna hnet- ur“ í „málakvörn“. fsaþokan hnyklast inn eftir Skagafirði og hylur eyjarnar og Þórðarhöfða. í stundarupp- rofi brýzt síðdegissólin gegnum þykknið og varpar skini sínu á lágreist hús, sem kúrir eitt sér í túninu í Gröf, langt frá bæjar húsunum, en bæjarstæðið var flutt til fyrir nokkrum áratug- um. Hringlaga garður úr torfi umlykur hér einhverja minnstu og jafnframt einhverja elztu kirkju landsins í miðju hvann- grænu túnhafinu. Kirkjan á sér að vísu slitrótta sögu og mis- jafna, og nokkrum sinnum hef- ir hún verið endurgerð, en að stofni til mun hún vera elzta kirkjuhús, sem til er í land- inu, í elztu gerð bænahús úr katþólskri tíð. Hið gamla bænhús hafði lengi verið í mikilli vanhirðu, þegar Hólabiskupar, feðgarnir Þorlák ur Skúlason og Gísli Þorláks- son, létu en-durreisa þáð og prýða, en þeir áttu jörðina Gröf, og þangað f luttist frú Ragnheiður Jónsdóttir, ekkja hins slðarnefnda, eftir lát hans 1684. Kirkjusmiðurinn hefir án efa verið Guðmundur Guð- MERKIR STAÐIR I ALFARALEIÐ mundsson í Bjarnastaðarhlíð í Vesturdal, einn oddhagasti mað ur sinnar tíðar og frægur kirkjusmiður. Það sýna hinar fögru vindskeiðar, sem prýða kirkjustafninn, og útskurður- inn á altarinu, en hvort tveggja sver sig skýrt í ættina. Eftir þennan sama afdalamann er skírnarfonturinn nafnfrægi í Hóladómkirkju, og hann var einnig til kvaddur sem yfirsmið ur, þegar Brynjólfur biskup lét reisa dómkirkju í Skálholti. -— A stöng upp af stafninum er útskorið tréspjald með ártali. Aðeins þrír fyrstu tölustafirnir standa nú eftir, 167 en piltur- inn, sem sýnir okkur kirkjuna, Sigurbjörn Björnsson, segir okkur, að aftast hafi staðið stafurinn 5. Gísli Þorláksson var biskup í Skálholti 1657- 1684, og sennilegast hefir endur reisn kirkjunnar verið lokið þetta ár, 1675. Þegar kom fram á 18. öld, fór vegur Grafarkirkju hnign- andi, og var hún af tekin að boði konungs árið 1765. Húsið stóð þó áfram, enda vandað í upphafi, en var lengi eftir þetta notað sem skemma og þjónaði Mammohi dyggilega. Jón ríki Guðmundsson, sem fluttist að Gröf 1825, safnaði þangað miklu magni af fiski, smjöri, tólg, rúgi, baunum, grjónum, skinnum og járni, og við lát hans ultu út úr einum fiskhlað- anum 4000 ríkisdalir. Þeim auði sem þarna var saman dreginn, mun þó ekki hafa fylgt nein blessun og tvístraðist hann fljót lega. Húsið komst í vörzlu þjóð- minjavarðar 4rið 1939, og var brátt endurgert að viðum, en er þó með sama sniði og svip og það mun verið hafa á 17. öld. Herra Sigurgeir biskup Sigurðsson vígði kirkjuna árið 1953, og síðan fara þar fram guðsþjónustur og aðrar helgi- athafnir. Þótt ekki sé hátt til lofts eða vítt il veggja, er þar inni sérsæður helgiblær, sem stærri og veglegri guðshús geta ekki öll af státað. Veggir og þekja eru úr torfi, en stafnar úr timbri og kirkj- an er öll þiljuð innan. Kirkju- hurðin er búin skrautlegum löm um, hurðarhring og skráarlauf- um, og báðum megin dyranna eru litlir gluggar. Þverbitar eru svo lágir, þegar inn er kom- ið, að fólk verður að beygja sig undir þá. Kirkjubekkir eru allir nýir nema einn, og um 20 fullorðnir geta rúmazt í sæti. Kórinn er afmarkaður með grindum, og við þær sunnan- verðar er upphaflegur prédik- unarstóll. Altarið fagra og forna ber fáa kirkjugripi, en uppi yfir því er gömul altaris- tafla, máluð á tré. A norður- vegg í kór er lítil máluð mynd af Ragnheiði Jónsdóttur bisk- upsfrú, en hún lét sér mjög annt um kirkjuna og helgi hennar, meðan hún bjó í Gröf. Frú Ragnheiður andaðist árið 1715. Við stöldruðum um stund við í hinum sérstæða og svipfríða helgidómi og teygum að okkur lim aldanna allt aftan úr páp- ísku. Þessi litla kirkja minnir um sumt á systur sína á Núp- stað. Bænhús voru algeng um allt land fyrir nokkrum öldum, en nú eru fulltrúar þeirra sjald gæfir orðnir. Því ber þeim mönnum þakklæti, sem unnið hafa að varðveizlu og endur- reisn þessa gamla húss og þar með eins þáttar þjóðar- og menningarsögunnar. Hér er auð velt að hverfa á vit kynslóð- anna, sem við kröppust kjör bjuggu og gerðu tilvist íslenzkr ar þjóðar eilíft kraftaverk. Hér má enn skynja hugblæ þeirra tíða, þegar „lífsvonin eina var samtvinnuð krossinum rauðurn" Við göngum út um klukku- portið, sem eins og kirkjan sjálf er æði fornlegt. Þar eru tvær koparklukkur, og önnur þeirra ber ártalið 1720. Þegar við göngum ofan túnið, umlyk- ur þokan Grafarkirkju, tákn festu og trúaröryggis, athvarf umkomulausrar þjóðar í vægð- arlausu striði við ís og hung- ur. Sv. P. Að skapa viðunandi þjóðfélag — spjallað við N.O. Christensen, landshöfðingja í Grœnlandi ÆÐSTI emhætUsmaður í Grænlandi er landshöfðing- inn. Landshöfðingi Græn- lands er nú N. O. Christen- sen og hitti Morgunblaðið hann að máli, þegar hann átti leið um ísland fyrir skemmstu. — Hvað hafið þér gegnt embætti landshöfðingja lengi? — Ég hef verið landshöfð- ingi frá 1962, en áður hafði ég starfað x Grænlandsþjón- ustunni frá 1947. Ég er nú á ,leið heim frá Danmörku að loknu níu mánaða leyfi. — Hvers eðlis er landshöfð- ingjaembættið? — Það er svipaðs eðlis og íslenzka landshöfðingjaemb- ættið var áður. Segja má, að í stórum dráttum samsvari það amtmannsembætti í Dan- mörku, en þó er starfssvið landshöfðingjans víðara, m.a. er hann formaður græn- lenzkra skólamála, en í Græn- landi eru allir skólarnir ríkis- skólar. — Hvað eru margir skólar í Grænlandi? — í Grænlandi eru nú þrír gagnfræðaskólar, þar af einn heimavistarskóli. Svo eru um 16 fullgildir barnaskólar auk um 100 skólar á minni stöðum. — Og íbúafjöldinn? — Heildaríbúajöldinn er um 40.000 og þar af eru Græn lendingar 36.000 talsins. Stærsti bærinn er Godthab með 6.000 íbúa. Af þessu-m 36.000 Grænlend ingum er helmingurinn 15 ára og yngri. Fólksfjölgunin hefur aukizt mjög síðustu ár- in og er nú óvíða meiri en einmitt í Grænlandi. Þessi fjöldi barna og unglinga kall- ar auðvitað á síaukið skóla- kerfi. ' — Fiskveiðar eru stærsti atvinnuvegur Grænlendinga, er ekki svo? — Jú, fiskiðnaðurinn er langstærsta atvinnugreinin. Einnig er landbúnaður rekinn í syðri fjörðunum, en útflutn- ingsvörur okkar eru eingöngu fiskafurðir, frystur og sal-tað- ur fiskur. Þá er töluverður rækjuiðnaður við Diskofló- ann og flytjum við út rækjur, bæði frystar og niðursoðnar. Og ekki mál gleyma laxinum." — Hvað um samgöngur? — f Grænlandi eru engir vegir og fara allar samgöngur því fram á sjó og í lofti. Mestan hluta af innanlands- fluginu annast grænlenzkt flugfélag — Grþnlandsfly — og notar það þyrlur á öllum styttri leiðunum. Fyrr á þessu ári voru fyrst hafnar reglulegar flu-gferðir til Grænlands, milli Kaup- mannahafnar og Narsarssuak. Þetta hefur skapað mikið ör- y-ggi í samgöngumálu-m okkar og um leið vonum við að það auki ferðamannastrauminn til Grænlands, en segja má að dagar Grænlands sem ferða- mannalands séu nú að hefj- ast. Og þó enn sé ekki nema eitt gott hótel í Grænlandi — í Narsarssuak — þá er það aðeins byrjunin. — En vezlunin? — Um helmingur allrar verzlunar í Grænlandi er nú í höndum ríkisins. — Landsráðið er*æðsta inn- lenda valdið í Grænlandi? — Já. f Landsráðinu eru nú 17 menn, sem eru valdir í almennum kosningum og er N. O. Christensen, landshöfðingi. kosnin-garétturinn bundinn við 21 árs aldur. Aðeins einn stjórnmálaflokkur starfar í Grænlandi og heitir hann In-uitpartiet, en inuit þýðir fólk, og er einn meðlimur Landsráðsins frambjóðandi hans, en hinir eru allir kosnir persónulega hver fyrir sig. Framhald á bls. 21-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.