Morgunblaðið - 23.07.1968, Page 16

Morgunblaðið - 23.07.1968, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968 TVENNIRTÍMAR Mikil tíðindi þóttu það á mín- um bemskuárum þegar póstur- inn kom. Á Valþjófsstað var bréfhirðing og var þar enda- stöð landpóstsins, sem kom frá Egilsstöðum, fjórðu til sjöttu hverja viku, eftir árstíðum. Landsblöðin komu öll og ollu hávaerum deilum jafnvel fifr- ildi lengi á eftir að pósturinn kom. Fyrir einu blaði kveið ég, því það olli jafnan nokkrum deilum milli foreldra minna, eftir hverja póstkomu, var það Kvennablað- ið. Pakkinn með kvennablaðinu var auðþekktur, hann var all- miklu styttri en hinir blaða pakkarnir en snöggtum gildari því að í honum voru mörg ein- tök og var skrifað utan á hann til móður minnar, en hún var út sölukona Kvennablaðsins í sveitinni. Föður mínum fannst nóg um þetta kvenfrelsisbrölt en móðir nín var á öðru máli. Mér sjálfum fannst blaðið snep- ill, lítill og myndalaus, hef þar vafalaust verið á bandi hins sterka kyns á bænum. annað sæmdi varla upprennandi karl- manni. Síðar komst ég á aðra skoðun, bæði um blaðið og ritstjóra þess, frú Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Ég heyrði frú Bríetu eitt sinn flytja erindi á kvenfélagssam- komu austur á Héraði. Lýsti hún í erindi þessu menntunar- möguleikum og framtíðarviðhorf um íslenzkra sveitastúlkna, þeg- ar hún var að alast upp á síð- ari hluta 19 aldar. Sé hana fyrir mér í ræðustóln um, fyrirferðarmikla, ekki smá- fríða. Hún mælti seint en mjög skýrt og málskrúðslaust. Bríet sagðist hafa lært að draga til stafs á svelli með priki, sem nagli hafði verið rek- inn í endann á. Pappír þótti þá ekki eyðandi undir skriftarnám stúlkubarna. Ljósmetið þurfti að spara eins og allt annað og sagðist hún hafa lesið yfir öxl Sæmundar bróður síns úti í bæj ardyrum þegar tunglsljós var, er hann var að búa sig undir skóla En eftirminnanlegast af því sem frú Bríet sagði í erindi þessu og kemur mér jafnan í hug þeg- ar verið er að tala um náms- leiðan í unga skólafólkinu okk- ar, var frá fermingardeginum hennar. Að fermingu lokinni sagð ist hún og nokkur fermingar- systur hafa hitzt bak við kirkj- una og grátið yfir því að með fermingunni höfðu lotkast allar leiðir til frekara náms. Þessar fornu minningar, rifjuð ust upp fyrir nokkru, er mér bár ust í hendur, tvö íslenzk kvenna blöð. „Húsfreyjan“, útgefandi kvenfélagasamband íslands var þetta 2. tölublað. 19. árgangs og ársritið „19. júní" gefið út á veg urn Kvenréttindafélags fslands. Hvort tveggja þessara rita má telja eins konar niðja kvenna- blaðsins hennar Bríetar. Telst mér svo til að um þrjá- tiu íslenzkar konur skrifi í þessi tvö blöð, sumar gagnmerkar af félagsstörfum sínum í þágu ís- lenzkra kvenna, aðrar þekktir rithöfundar og skáld, enn aðr- ar kunnir kennarar, vísindamenn listamenn og líknarsystur, allar gagnmenntaðar, hver á sínu sviði. Það eru þó ekki liðin hundrað ár frá því að gáfuð stúlkubörn grétu á fermingar- daginn sinn, vegna vonleysis um framtíð sína, er fyrst og fremst stafaði af misrétti þeirra í þjóð- félaginu. En hverfum aftur að kvenna- blöðunum nýju. Bæði eru þau þeim konum, sem að þem standa til miklis sóma, fallega uppsett og prýdd fjölda mynda. Mynd- irnar í ritinu 19. júní eru óvenju skýrar og fallegar, enda er það blað prentað á myndapappír. „Húsfreyjan hefst á greina- flokki, er nefnist á rökstólum. Þar ræðir ritstjórinn, frú Sig- ríður Thorlacius, við þrjár kunn ar konuir af yngri kynslóðiruni um spurninguna, hvort kvenfé- lög eigi rétt á sér. Ekki eru þær sem spurðar eru í neinum vafa um það, og það værum við karlmennirnir ekki heldur. Ég þekki a.m.k. engan frjálsan fé- lagsskap, sem jafnþungum Grett istökum hefur lyft eða jafnmik- ið gott af sér látið leiða með jafnlitlum fyrirgangi og básúnu blæstri Annar greindarflokkur er um þjóðbúninga, er það fjórða grein in í þeim flokki, sem þetta blað flytur og fjallar hún um prjóna húfur og peysuföt. Frú Elsa E. Guðjónsson, meistari, (M.AM) í vefnaðarfræðum, sér um grein- arflokk þennan, en hún er einn af meðritstjórum blaðsins. Síðar í blaðinu víkur aðalritstjórinn frú S.Th. að endurnýjun og end urvakningu þjóðbúninga og þeim áhuga sem nú er vakinn fyrir þeim. Er mikill fengur að svona greinum um íslenzka þjóðbún- inga, ekki sízt fyrir þá „nýís- lendinga", sem ekki þekkja t.d. í sundur upphlut og peysuföt. Þá er í blaðinu birtur úrdirátt- ur úr mjög athyglisverðu er- indi, sem Huida Jensdóttir, yfir ljósmóðir á FæðingarlheimdB Reykjavíkurborgar, flutti fyrir konum, sem dvalið höfðu á fæð- ingarheimilinu og hún hafði boð að til sín. Nefnist erindið „Hlut- verk mæðra“ Er í erindi þessu tekið á einu mesta og viðkvæm- asta vandamáli nútíma uppeldis, orsökunum til kynsvalis ungra stúlkna, og afleiðingunum af því þegar mæðrahlutverkið er af rækt. Er þetta gert á sérlega nærfærinn og skilningsríkan hátt en þó í fullri meðvitund um þá hættu, fyrir einstakling og þjóðfélag, sem yfir kann að vofa. Margt fleira forvitnilegt er í blaðinu, til fróðlei'ks, gagms oig gamans, þótt hér verði ekki upp talið. Ennþá má gera ráð fyrir að flesitir þekki húsfreyjuheitið oig það hlutverk sem íslenzka hús- freyjan hefur af höndum leyst í gegnum aldirnar, en ekki er ég jafn viss um að allir viiti hvern- ig. stendur á nafninu á hinu kvennablaðinu, sem minnst var á hér að framan, „19. júní“, árs- niður Kvenréttindafélag Mands, Það heiti er dregið af 19. júní 1915 en þann dag með nýrri stjórnarskrá öðlast íslenzkar konur bosningarétt og kjör gengi til jafns við karl- menn. Þessi réttur þeirra er þvi jafngamall þrílita íslenzka fón- anum, sem staðfestur var sama ár með úrskurði konungs. Dag- urinn 19. júní er síðan hátíðis- dagur íslenzkra kvenna. Ársritið hefst með grein eftir ritstjórann, frú Sigríði J. Magn- ússon. Fjallar grein þessi um það hvort tímabært sé að leggja niður kvenréttindafélag íslands, þar sem fullt jafnrétti eigi að vera komið á milli karla og kvenna í þessu þjóðfélagi. Seg- ir greinarhöfundur að svo sé ekki og bendir í því sambandi Framhald á bls. 19 AustinþjóniJstan sími 8995, Gelgjutanga. Höfum til sölu Austin Gipsy 65, nýyfirfarinn. Stúlkur óskast Tvær góðar stúlkur um tvítugt óskast til heimilisstarfa á tveim heiriiilum í New York. Uppl. í síma 24655. Vöruskemmon Grettisgötu 2 Gengið inn frn Klappnrstíg Mikið af vörum tekið upp daglega Nylonsokkar kr. 10.—, herrasokkar crep kr. 35.—, barnacrepe- hosur kr. 15.—, nærföt á börn og fullorðna frá kr. 35.—, stretch- sportskyrtur kr. 225.—, skyrtupeysur allar stærðir, frá kr. 65.— á börn og fullorðna, peysur, mikið úrval, margir litir, öll númer frá kr. 90.— til 580.—, barnanáttföt kr. 70.—, 110.— og 130.— og margt fleira. Nýkomnir inniskór á karlmenn og kvenfólk, gott verð, barnasumarskór kr. 50—, drengjaskyrtur kr. 70.—, herrafrakkar kr. 450.—, herrasportjakkar kr. 350.—, bamaúlpur kr. 190.—, dömuúipur kr. 320.—. Mikið af ódýrum og góðum vörum. YOGA Erindi í Tjarnarbæ í kvöld þriðjudaginn 23. júlí kl. 20.30. Séra Þór Þóroddsson frá Kalifornu talar um „Leynd- ardónia liins lífsgefandi lögniáls." Hið hagkvæma tíbetska yogakerfi kynnt. Sagt frá spádómi tíbetsku meistaranna. Sími 35057. PEUGE0T4M L VÖRUSKEMMAN Grettisgötu 2 Til sölu er PEUGEOT 404 station árg. 1966, keyrður 20 þ. km. Skipti á minni bíl, helzt sömu tegundar, koma til greina. Tilb. merkt: „PEUGEOT 404 8442“ sendist bl. fvrir föstudag. Mýkomnir kvenskór, snndolar, lágt verð. Karlmanna- skór, gott verð Gjörið svo vel og lítið inn SKÖVE11ZLUN vetu/t-s/Tncfo&ssofUui Laugavegi 96. Hef opnað lyf jabúð í Hvassaleitíshverfi: HÁALEITISAPÓTEK, Háaleitisbraut 68. Símar 82100, læknar 82101 afgreiðsla. Andrés Guðnason. S/vTcl VARAHLUTIR i ninii NOTIÐ AÐEINS FORD FRAM- LEIDDA VARAHLUTI TIL END- URNÝJUNAR í FORD BÍLA — m KH.KRISTJÁNSSDN H.F. UMflDflMI SUDURLAND^BRAUT 2 • SÍMI 3 53 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.