Morgunblaðið - 23.07.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968
En það var frú Richards,sem
kastaði næstu sprengjunni, og
með þeim árangri, að frú Hard-
ing viðurkenndi, að þrátt fyrir
allt, væri líkiega beat, að Pam
færi að heiman, um stundarsakir.
Ein sameiginleg • vinikona
frúnna tveggja, var að halda
tesamkvæmi. Pam hafði ekki vilj-
að fara þangað, en móðir hennar
heimtaði það.
— Því meir sem þú sýnir þig
á aimannafæri, því fljótar hjaðn-
ar allt umtal niður, sagði hún.
Pam og móðir hennar sátu að
teborðinu með nokkrum fleirri
konum, þegar frú Richards kom
skeiðandi og var mikið niðri
fyrir.
- Ég er búin að fá miklar
fréttir í morgun, suðaði hún.
Hvað getið þið hugsað ykkur?
Hugh er bara búinn að gifta sig!
Já, ég fékk skeyti um það. Snögg
legt, finnst ykkur ekki? Hann
hefur gengið að eiga systur hans
félaga síns, hans Jeff Maitland.
Hún heitir Kay. Það virðist svo
svo sem hún hafi farið að finna
hann bróður sinn fyrir svo sem
tveimur mánuðum. Hún tifaði
fingri framan í Pam, með upp-
gerðar gamansemi, og bætti við
glettnislega: — Hún hlýtur að
hafa gripið hann á lofti þegar
þú kastaði honum, Pam!
Pam langaði snögglega til að
löðrunga frú Richards á feita.
brosandi andlitið. Hún hataði
hana af öllu hjarta á þessari
stundu. Frú Richards vissi eins
vel og hún, að það var Hugh
sem hafði neytt hana til að
sleppa honum. Svo áð þarna var
þá ástæðan, hugsaði hún gremju-
lcga. Systir Jeffs hafði komið til
þeirra og Hugh orðið skotinn í
henni. Og gleymt henni - Pam!
Það sannaðist á þeim, að svo
fyrnast ástir sem fundir!
Pam fór til London daginn
eft-ir, og til Gwen, systur sinn-
ar. Gwen tók vel á móti henni og
var nógu nærgætin til þess að
minnast alls ekki á trúlofunina,
sem farin var út um þúfur.
Gwen og maður hennar áttu
heima í stóru, skemmtilegu húsi
í Hampstead. Fyrsta kvöldið,
þegar Pam var að hátta, kom
Gwen inn til hennar, til að
rabba við hana.
Pam lagði frá sér greiðuna,
sem hún hafði verið að greiða
dökkrauða hárið með.
— Það er fallega gert af
ykkuir Jack að lofa mér að vera
hérna, Gwen, sagði hún, - og
10
t
auðvitað fer vel um mig hérna,
en mér gæti samt ekki komið til
hugar að verða hér til eilífðar
nóns. Ég vil fá mér einhverja
atvinnu og vinna fyrir mér sjálf.
— Þú veizt, að þér er velkom-
ið að vera hérna eins lengi og
þú vilt sagði systir hennar, - en
kannski verðurðu ánægðari með
að hafa sjálf atvinnu. Hefurðu
nokkuð sérstakt í huga?
Pam hristi höfuðið og brosti
vandræðalega.
— Nei, ekkert, sagði hún
gremjulega. Svo bætti hún við,
með nokkurri beizkju. — Það
er nú höfuðgallinn á því að vera
alin upp fyrir hjónabandsmark-
aðinn. Þegar hann bregzt, kann
maður ekkert fyrir sér.
10 ÁRA ÁBYRGÐ
TVÖFALTI
EINANGRUNAR
nsla hérlendij
SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF
f
10 ÁRA ÁBYRGÐ
Útsala — Útsala
KVEN- og TELPNA-BUXNADRAGTIR
KVENSÍÐBUXUR
KVENPEYSUR og BLÚSSUR
BR.JÓSTAHÖLD og LÍFSTYKKI.
SÍMI 10095.
— Þú talar eins og bjáni,
sagði Gwen. — Þú verður skot-
in í einhverjum öðrum og líklega
verður það fyrr en þér dettur í
hug. Ég var sjálf skotin þrisvar,
áður en ég hitti hann Jack. Ég
skal tala við vinkonur mínar og
komast að því, hvort þær hafa
einhverjar gagnlegar tillögur að
gera, viðvíkjandi atvinnu handa
þér.
Og heppnin var með Pam.
Kona eins viðskiptavinar Jack,
rík og áhrifamikil kona af
heldra taginu, sem þau þekktu
eitthvað ofurlítið, minntist á það
einn daginn, að hún væri í megr-
unarkúr, í einhverri nuddstofu
fyrir gildvaxnar konur. Hún
sagðist halda, að þar væri laus
staða. Hún skyldi að minnsta
kosti spyrja um það.
Það gerði hún svo og fáum
dögum síðar kom símhringing til
Pam, þar sem hún var beðin að
tala við forstöðukonu stofnun-
arinnar, að nafni frú Saunders.
Frú Saunders var miðaldra
kona, viðkunnanleg og dugnað-
arleg, og Pam kunni strax vel
við hana. Hún fann, að hún
mundi vera heiðarleg og réttlát
kona, sem gott væri að vinna hjá,
að hún mundi heimta það bezta
af sínu fólki en þó ekki ætla
því ofmikið.
Árangurinn af þessu samtali
þeirra var sá, að Pam skyldi
koma til reynslu í tvo mánuði,og
læra handverkið á þeim tíma. Ef
hún svo reyndist vel, kæmi hún
á kaup - og það ríflegt kaup.
Pam var afskaplega fegin að
fá þessa atvinnu. Auk þess
fannst henni vinnan skemmtileg
og vekja til umhugsunar. Þarna
komu allra handa konur í nudd
su.mar feitar, sumar í"meðallagi
á allan vöxt, en sumar voru svo
grannar, að það virtist ekki
nema tímaeyðsla að gera þær
ennþá grennri.
—Það virðist alveg sama,
hvemig konur eru í vaxtarlagi,
þá eru þær samt aldrei ánægðar
með það, sagði Pam við Gwen.
Og því ríkari sem þær eru,
því óánægðari eru þær.
Pam reyndist dugleg við þetta
starf og eftir tvo mánuði fékk
hún fasta ráðningu þarna.
Þrátt fyrir andmæli frá Gwen,
flutti hún strax að heiman frá
systur sinni og leigði sér eins
herbergis íbúð í Kensington.
Þetta var skemmtilegur staður,
gluggarnir stórir og veggirnir
ljósir, og svo var þarna ofurlítið
eldihús og baðherbergi.
Stundum bauð hún einhverj-
um samverkakonum heim með
sér í kvöldmat. Þetta voru góðar
stúlkur og skemmtilegar. Stund-
um fór hún út með einhverjum
karlmönnum í kvöldverð og dans,
eða í leikhús. En enginn þeirra
karlmanna, sem hún kynntist um
* AUÐVITAÐ
VEITÉG.
að kaffi er svo viðkvamur drykkur
að það verður að
laga það með umhyggju.
Einkum verðurað VARAST, að:
nota staðið vatn í kaffilögun,
að láta kaffið sjóða, að
hita upp kaffi sem hefur kólnað.
1P;
að laga kaffi í of stórri könnu.
Það borgar sigað laga kaffið
með umhyggju.
0.J0HNS0N
& KAABEB
V£UUM (SLENZKT d=D fSLENZKAN IONAO
«
— Gakktu í bæinn þinn vinur — og á borðinu býður kavi-
arinn og kampavínið.
þessar mundir vakti neinn sér-
legan áhuga hjá henni.
Hún vissi ekki sjálf, hvort
hún væri raunverulega ástfang-
in af Hugh ennþá. Vissulega var
auðmýkingarkenndin tekin að
minnka, en samt gramdist henni
í hvert sinn, sem hún hugsaði
um meðferðina hans á henni.
Svikin! Þetta var andstyggðar
orð, og hana sveið enn undan
því.
Frú Saunders var mjög ánægð
með verk hennar og lét þess oft
getið
— Ýmsir viðskiptavinir oik'kar
hafa beðið sérstaklega um þig,
sagði hún Pam. — Þær segja,
að þú hafir svo viðkunnanlega
framkomu.
Vitanlega stóð hús systur
hennar henni alltaf opið, og
venjulega var hún þar á sunnu-
dögum. Stundum komu foreldrar
hennar til London, eftir að hún
var farin að vinna hjá frú
Saunders. En enda þótt hún
hefði gaman af að sjá þau, gat
ekkert fengið hana til að fara
aftur til Croxford — ekki einu-
sinni yfir eina helgi.
— Líklega er ég voða heigull,
sagði hún við Gwen, — og það
er nú ekki eins og ég sé ást-
fangin af Hugh lengur. En það
er nú svona, samt, að ég vil ekki
fara þangað, og það er ákveðið.
Þegar Pam hafði unnið um það
bil eitt ár hjá frú Saunders, kall
aði' húsmóðir hennar hana einn
daginn inn í skrifstofuna sína.
— Ég hef gert samning við
skipafélag um að senda tvær
stúlkur frá mér í skemmtiferð á
einu skeihmtiskipinu þess, sagði
hún við Pam. — Mér finnst
þetta býsna frumleg hugdetta.
Fólk hefur lítið fyrir stafni á
svona ferðalagi — einkum þó
konurnar. Og þær verða sjálf-
sagt fegnar að geta fengið nudd.
Stúlkurnar vinna ekki nema á
daginn, en á kvöldin eiga þær
með sig sjálfar, og geta skemmt
sér að vild. Heldurðu, að þú
kærðir þig um að fara?
— Já, ég er viss um, að ég
hefði gaman af þvi, frú Saund-
ers, sagði Pam hrifin.
— Það er ágætt, sagði eldri
konan. — Ég skal vera hrein-
skilin við þig. Þú ert ein sú
bezta, sem vinnur hérna. Annars
gæfi ég þér ekki þetta tækifæri.
Og þar sem þetta verður eins-
konar frí, hefurðu ekki nema
gott af því. Þú hefur verið held
ur fölleit uppá síðkastið.
— Hvert verður þessi ferð far
in? spurði Pam.
—'■ Til Brasilíu og Argentínu.
Pam varð eitthvað skrítin við
að heyra þetta. Vafalaust yrði
Rio einn viðkomustaðurinn. En
hvað varðaði hana um það? Það
voru engin líkindi til þess, að
hún færi að rekast á Hugh.
Auk þess var allt búið að vera
þeirra í milli.
Betty Taylor, sem hafði lent í
hræðilega misheppnuðu hjóna-
bandi átti að verða hin stúlkan.
Maðurinn hennar hafði reynzt
henni illa og yfirgefið hana, eft-
ir að eina barnið þeirra fædd-
ist. Hún hafði fengið skilnað frá
honum og barnið var nú hjá for-
eldrum hennar. Þær Pam höfðu
oft rætt karlmenn, sín í milli. Og
23. JÚLÍ.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl.
Gakktu vel frá öllum hnútum í fjármálum, vertu heima í kvöld.
Nautið 20. april — 20. maí.
Fréttir langt að reka smiðshöggið á áform þín. Ný sambönd
geta borgað sig vel.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní.
Nú er tími til að ganga vel frá.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Þú fréttir eitthvað gagnlegt í dag. Bjóddu einihverjum heim
í kvöld.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Farðu yfir skjölin til að vera viss um að ekkert hafi farið for-
görðum. Nú er bezt að vera orðvar, og treysta eigin dómgrelnd.
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Byrjaðu snemma, reyndu að koma miklu í verk, og bjóddu
vinum þínum heim í kvöld.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Þetta getur orðið góður dagur. Fáðu þér góða hvíld.
Sporðdrekinn 23 okt. — 21. nóv.
Lestu þér til á nýju sviði, og reyndu að ferðast eitthvað,
Bogmaðurinn22. nóv. — 21. des.
Góður tími til viðræðna, og lagasamninga, hafðu tryggingarnar
í lagi. Ferðaztu ekki of mikið.
Steingeitin 22. des. — 19. jan.
Þér verður meira ágengt með vini og ættingja Fylgztu fremur
með gerðum þeirra en orðum.
Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr.
Þú verður margs vísari, einhverjar kerfisbreytingar birtar.
Fiskamir 19. febrúar — 20. marz
Ljúktu verki þfnu, þannig að ekki sé hægt að áfellast þig á
neinn hátt.