Morgunblaðið - 23.07.1968, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.07.1968, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1968 Þátttaka utanbæjarmanna setur svip á Meistaramótið í frjálsum — Valbjörn þrefaldur meistari í gær MIKIL þátttaka utanbæjar manna gerir 42. Meistaramót ís lands í frjálsum íþróttum, sem hófst á Laugardalsvellinum gærkvöldi, a'ð sannkölluðu fs- landsmóti. Af 102 skráðum kepp- endum eru 55 utanbæjarmenn og var frammistaða þeirra hin ágæt asta í gær. Það má líka til frá sagnar færa, að mæting skráðra keppenda til leiks var óvenju góð og voru allt að 10 keppend- um í grein. Sem svo oft áður má segja að Valbjörn Þorláksson væri maður dagsins. Hann virðist sjaldan hafa verið í eins góðu formi og nú ,og vænta má afreka frá hans hendi i tugþraut í sumar. Val- björn sigraði í tveimur einstakl- ingsgreinum, var í boðhlaups- sveit er sigraði og varð þriðji í fjórðu gréininni, sem hann tók þátt í. 400 metra grindahlaup Fjórir keppendur voru í 400 metra grindahlaupi. Strax á fyrstu grindunum var séð að bar- áttan mundi standa milli Hall- dórs Guðbjörnssonar og Trausta Sveinbjörnsronar, *og var Trausti heldur á undan um mitt hlaup- ið. Þá tók Halldór góðan sprett og sigraði örugglega, þrátt fyr- ir að hann virðist æfingalítill. Tími Halldórs var 57,1 sek., Trausti hljóp á 58,4 sek., þriðji varð Sigurður Lárusson á 60,0 sek., og fjórði Jóhann Friðgeirs- son, UMSE, á 60,8 sek. Hástökk. Jón Þ. Ólafsson var hinn ör- uggi sigurvegari í hástökki, svo sem vænta mátti. Hann var þó ekki frekar en fyrri daginn „dús“ við stökkbrautina á Laugardais- velli og fór aðeins 1,94 metra. Annar var Erlendur Valdimars- son, ÍR, stökk 1,84, briðji varð hinn bráðefniiegi ÍR-ingur E'.í- as Sveinsson, stökk 1,80 metra og átti a.m.k. eina aiilgóða til- raun á 1,84. Fjórði varð Donald Rader, UMSK, stökk 1,76 metra, sem er UMSK met. Spjótkast. Lengi framan af var keppni all jöfn í spjótkasti, eða unz Val- björn náði ágætlega heppnuðu kasti. Keppni um önnur verð- laun var afar hörð, og lauk henni með sgiri Kjartans Guðjónssonar sem keppir nú aftur eftir nokk- urt hlé. Sigurkast Valbjörns var ) 60,32 metrar, sem er bezti ár- angur íslendings í ár, Kjartan kastaði 55,84 metra, þriðji varð Björgvin Hólm, ÍR, með 54,22 metra og fjórði Magnús Þ. Sig- mundsson, UMFN, kastið 54,10. Alls köstuðu 8 keppendur yfir 50 metra. Kúluvarp kvenna. Emelía Baidursdóttir, ung Ey- firzk stúlka varð öruggur sig- urvegari í kúiuvarpi kvenna og náði ágætum a'iangri á íslenzk- um mælikvarða. Kastaði Emelía 10,48 metra og mun aðeins ein íslenzk stúlka, Oddný Guðmunds dóttir, hafa gert betur. Önnur í kúluvarpipu varð Guðrún Ósk- arsdóttir, HSK, með 9,67 metra og þriðja Ólöf Halldórsdóttir HSK, þriðja með 9,55 metra. Langstökk. Keppni í langstökki var mjög spennandi, Beztan árangur í und anrás keppninar átti Vaibjörn Þorláksson, KR hafði stokkið 6,74 mefra. í fyrstu tilraun úr- sli'takeppninnar bætti hann sig í 6,90 metra og virtist hann þá öruggur með sigur. En í næst síðustu umferð náði hinn stóri og stæðiiegi Vestmannaeyingui', Þorvaldur Benediktsson að stökkva 6.90 inetra, ög hreppti hann íslandsmeistaratitiilinn út á það, þar sem hann átti annað bezta stökk betra en Valbjörn. Ekki er vafi á því að með smá- lagfæringu á atrennu mundi Þpr valdur ná að mun lengra í lang- stökki. Þriðji í greininni varð ís- landsmeistarinn frá í fyrra, Gest ur Þorstefnsson, UMSS, stökk 6,68. Gaman var að sjá Ólaf Guð mundsson, KR aftur meðal kepp enda, én þetta er hans fyrsta keppni í sumar. Hann var ó- heppinn í keppninni og náði að- eis tveimur gildum stökkum. 100 metra hlaup kvenna Svo sem vænta mátti varð Kristín Jónsdóttir, UMSK, örugg isem sigurvígari í 100 m hlaupi ikvenna. Hljóp hún á 13,1 sek., sem er ^rokkuð frá hennar bezta lí greinmni. Um önnur verðlaun varð mjög hörð keppni. — Þau ihreppti Þuiríður Jónsdóttir, HSK, Oiljóp á 13,6 sek., en Sigríður iÞrsteinsdóttir, HSK, sem varð iþriðja hljóp einnig á sama tíma. (200 metra hlaup Svo virtist sem Trausti Svein- bjömsson, UMSK, ætlaði að veita Valbirni harða keppni í 200 imetra hlaupinu, en Valbjörn átti .stórgóðan endasprett og sigraði örugglega á 22,9 sek. -Trausti •átti hins vegar í baráttu við Reyni Hjartarson frá Akureyri um önnur verðlaun, og fór svo <að Reynir varð sjónarmun á und •an í markið. Báðir fengu tím- ann 23,9 sek. og virtist nokkuð óeðlilegur tímamunur á þeim og Valbirni. 'Kúluvarp Guðmundur Hermannsson setti meistaramótsmet í kúluvarpi, •kastaði 17,70 metra, g mun það 'vera bezta afrek mótsins eftir ifyrri dag. Jón Pétursson, HSH, ',varð annar með 15,79 metra, en ’litlu munaði á honum og Erlendi 'Valdimarssyni, ÍR, sem varð ’þriðjí og kastaði 15,76 metra. IHafði Erlendur lengst af betur, 'en uudir lok keppninnar náði Uón bezta kasti sínu. '5000 metra hlaup 1 Fjórir keppendur voru í 5000 Imetra hláupínu og fylgdust vei Framhald á bls. 20 Vera Nikolic setur heimsmetið. Evrópumet í kúluvarpi 20.18 — og metaregn í frjálsum íþróttum og sundi um helgina MIKIÐ metaregn var í frjáls- íþróttaheiminum um helgina. A miklu móti í Leningrad setti Jiirgen Haase A-Þýzkalandi nýtt Evrópumet í 10 km hlaupi 28:04.4. Kipoche Keino frá Kenya varð annar á nýju Afríkumeti 28:06.4 og Rússinn N. Sviridov þriðji á nýju rússnesku meti 28:09.0. A sama móti hljóp Kudinsky Sovét. 3000 m hindrunarhlaup á 8:26.0 eða 4/10 úr sek. betra en gildandi heimsmet. Finninn Kuha hljóp sem kunnugt er á dögun- um á 8:24.2 en óvíst er það verði staðfest. Daninn stökk 4,81 DANSKI tugþrautarmaðurinn Steen Schmidt Jensen setti á sunnudaginn nýtt danskt met í stangarstökki, stökk 4.81 m. á móti í Svíþjóð. Svíinn Burlin varð 2. með 4.60 m. ísl. handknattleikslands- liðið vanní Færey j um 27:17 Framan af mátti vart á milli sjá ÍSLENZKU handknattleiksmenn irnir, sem valdir voru af lands- liðsnefnd HSl til keppni við Fær eyinga. — Þó leikurinn verði ekki viðurkenndur af HSÍ sem landsleikur, — unnu verðskuldað an sigur 27 mörk gegn 17. Var baráttan þó hörð framan af. Mest á óvart kom nýliðinn í „lands- Iiðinu“ Bergur Guðnason sem skoraði níu mörk. Hin snöggu, föstu og lágu skot hans komu Færeyingum á óvart. Einnig skor aði hann úr mörgum vítaköstum, en við framkvæmd þeirra tók hann er Geir Hallsteinssyni hafði mistekizt vítakast. Framan af var ieikurinn mjög jafn og mátti ekki á milli sjá í fyrstu, en síðan smájókst for- ysta íslendinga og var staðan 11- 8 í leikhléi. í byrjun síðari hálfleiks hélzt svipað markahlutfall en er á leið náðu Islendingar tökum á leikn- um og unnu örugglega með 10 marka mun. ísl. liðið átti gó’ðan leik og vörðu markverðirnir báðir m.a. vítakast. Þorsteinn var lengst af í markinu en Guðmundur Gúst- avsson tók við og var ekki síðri. Mörk íslendinga skoruðu: Berg ur 9, Ágúst Ögmundsson, Einar Magnússon og Jón Hj. Magnús- son 4 hver, Geir3, Örn Hallsteins son, Sigurður Jóakimsson og Hilmar Bjömsson 1 hver. I færeyska liðinu voru knáir menn, enda hafa Isl. landsliðs- menn fyrr fengið að reyna það. Á sunnudag setti V-Þjóðverj- inn Heinfried Birlenbach Ev- rópumet í kúluvarpi, varpaði 20.18 m. Tveim tímum fyrr þá um daginn hafði A-Þjóðverjinn Dieter Hoffman varpað 20.10 m á öðru móti og þar með bætt fyrra Evrópumet sitt um 2 cm. Á móti í London setti 19 ára gömul stúlka . frá Júgóslavíu, Vera Nikolic heimsmet í 800 m hlaupi, 2:00.5 mín. Eldra metið átti áströlsk stúlka. Það var 2:01.0 sett í Helsingfors í fyrra. Sundfólkið var ekki alveg sak laust í metakapphlaupinu. 16 ára gamall skólanemi GSrry Hall setti heimsmet í 400 m fjórsundi í skólamóti í Los Aangeles. Tím- inn var 4:43.4, eða 1.7 sek. betra en 2 vikna gamalt met Buckin- hams. Debby Mayer setti tvö heims- met í sama sundi á alþjóðamóti í Los Angeles. Mayer, sem er 15 ára, synti 1500 m á 17:31.2 mín. en fyrra heimsmetfð var 17:50.2. í leiðinni setti hún heimsmet í 800 m á 9:19.0 en sjálf átti hún fyrra metið 9:22.9. Karen Muir, 14 ára S-Afríku- búi, synti á suma móti 200 m baksund á 2:23.8. Staðfest heims met er 2:24.4, en áður hafði Muir synt á 2:24.1 og beið það afrek staðféstingar. Styrkt B-lið íslands vann í Færeyjum 3-0 Sigurinn f)ótti of stór midaö við gang leiksins Það gekk allilla að fá knatt- spyrnumenn til Færeyjaferðar og að leika gegn landsliði Fær- eyja. Þangað átti B-landslið Is- lands að fara, þ.e. þeir er ekki höfðu í sumar leikið í A-lands- liði. Er talað hafði verið við nær 30 menn höfðu 11 samþykkt að fara. Varð síðan að fylla í skarð ið 'með tveim A-liðsmönnum Jó- hannesi Atlasyni og Guðna Kjartanssyni. Leikurinn í Færeyjum á sunnu daginn var heldur slakur og þóf kenndur. íslendingar fóru með sigur af hólmi, 3 mörk gegn engu. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hluta síðari hálfleiks. Sig- ur íslands var verðskuldaður, en of stór miðað við gang leiksins. Fyrri hálfleikurinn var að sögn Sigurðar Sigurðssonar sem lýsti leiknum í útvarpi, mjög þóf kenndur og fátt um marktæki- færi. Snemma í sðari hálfleik skor- aði Hörður Markan útherji mark beint úr hornspyrnu, mjög lag- lega gert. Litlu síðar skoraði Björn Lárusson laglegt mark af stuttu færi eftir góða sendingu Hreins Elliðasonar og Gunnars Felixson rak smiðshöggið á sig- urinn er hann komst einn inn- fyrir vörnina og skaut framhjá markverði Færeyinga sem hljóp út á móti. Bæði lið áttu eftir það opin og hættuleg tækifæri og munaði tví vegis litlu að Færeyingar fengju skorað. Hittu þeir úr mjög góðu færi beint á Kjartan mark vörð og skutu framhjá einnig úr mjög góðu færi. Munurinn á liðunum var alls ekki eins mikill og markatalan gefur til kynna, en íslendingarn ir ákveðnari er að því kom að binda endahnútinn á upphlaup-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.