Morgunblaðið - 23.07.1968, Qupperneq 28
JllWjgiiti&fafrtfe
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍIVII lO-IDD
ÞRIÐJUDAGUK 23. JULÍ 1968
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFG R EIÐSLA • SKRIFSTO FA
SÍMI 10*100
Ungur maður
drukknaöi í Hítarvatni
ÞRJÁTÍU og níu ára gamall mað
ur drukknaði er lítilli bátskel
hvolfdi á Hítarvatni á laugar-
dag, en félagi hans, sem með
honum var, gat svamlað að landi.
Hinn látni var Óskar Jakobsson,
blikksmiður, til heimilis að Ný-
býlavegi 34A í Kópavogi.
Óskar og félagi hans voru á-
samt nokkrum öðrum mönnum í
tjaldi við vatnið. Ákváðu þeir
tveir að kanna hvort þeir fyndu
Óskar Jakobsson.
minnk í hólmunum og til ferðar-
innar höfðu þeir litla aluminium
bátskel með utanborðsmótor. Á
leið í land kulaði dálítið og ætl-
uðu þeir að reyna að komast á
lygnt. Til þess þurftu þeir að
ibeita uppí, en það varð
til þess að bátinn fyllti og sökk.
Félagi Óskars var ekki synd-
ur, en tókst að svamla að landi
á uppblásinni gúmmíslöngu.
Óskar var syndur, en vöðlur
hans fylltust af vatni, og sjálf-
blásið flothylki, sem hann hafði
nælt í sig, nægði ekki til að
halda honum uppi.
Félagi Óskars var mjög aðfram
kominn er hann kom að landi og
hefur Iíklega misst meðvitund,
því að slysið varð um þrjúleyt-
ið en hann var ekki kominn að
tjaldinu fyrr en einhverntíma
milli kl. 7 og 8,/Leitað var að-
istoðar Slysavarnafélagsins og
sendi það froskmenn á staðinn
og fundu þeir lík Óskars á
sunnudaginn. Lögregluyfirvöld í
Borgarfirði eru að rann-
saka hverskonar björgunartæki
það var,_ sem hann hafði með-
ferðis. Óskar lætur eftir sig
konu og tvö börn.
Mannfjöldi fagnaði því er bæjarstjórinn í Eyjum kipptj tappamum úr leiðsluendanum og vatn
undan Eyjafjöllum féll í fallegri bunu á bryggjuna. (Ljósm.: Sigurgeir.
1000 ára vandamál er að
leysast með vatnsleiðslunni
Eyjamenn fagna langþráðum áfanga
— VIÐ ERUM hér vottar þess,
að verið er að leysa 1000 ára gam
alt vandamál, sagði Magnús H.
Magnússon bæjarstjóri i Vest-
mannaeyjum, er hann stóð á
Nausthamarsbryggju við hlið
danska leiðsluskipsins Henry
P. Lading. Hundruð manna voru
á bryggjunni og margir langt að
komnir, þvi Vestmannaeyjakaup-
staður hafði boðið til Eyja stór-
um hópí gcsta, ráðherrum, em-
bættismönnum o.fl. sem lagt hafa
vatnsmáli Vestmannaeyinga lið
á einhvern hátt. Að visu heyrðu
fæstir til bæjarstjórans, sem að-
eins sagði örfá orð, áður en hann
tók í snúru sem vafin var ísl.
fánahorða og við átakið fór tapp
inn úr leiðslunni og vatnið frá
Syðri-Mörk á Landeyjarsandi
bunaði fyrst á þilfar leiðsluskips
ins og síðan út yfir Naustham-
arsbryggju. Framhald á bls. 27
Síldarbátana
skortir vatn
Skeyti frá Haferninum kl. 20, 22
Lögðum af stað kl. 14 með
3345 tonn. Aflahæstu skipin hér
eru Mb. Gígja og Kristján Val-
igeir með 1300 og 1200 tonn. Það
hefur komið í ljós að flutninga-
skipin anna ekki vatnsþörf bát-
Sanna og fimmtíu bátar hafa farið
þess á leit við Haförninn að í
næstu ferð komi hann með 600
tonnum meira en venjulega.
Fimmtíu og fimm íslenzk veiði-
skip eru nú á miðunum. Stein-
grímur.
Varð undir bómu
og hryggbrotnaði
Akureyri, 22. júlí.
ÞAð slys varð á Gleráreyrum
um kl. 2 í gær að Sverrir Georgs
son, Þórunnarstræti 125, varð
undir kranabómu sem hann var
að stytta. Hann hryggbrotnaði
og var fluttur til Reykjavíkur
með flugvél, síðdegis í gær.
Sverrir var að vinna við stytt-
ingu langrar bómu ásamt syni
sínum og bróður, en þeir bræður
reka fyrirtækið Vinnuvélar sf.
Bóman var í láréttri stöðu um 1
m. frá jörðu. Var Sverrir að slá
bolta úr henni til að losa hana
sundur og kraup undir henni.
Þá seig bóman skyndilega niður
og lenti ofan á herðum Sverris.
Félagar hans tveir stukku þegar
til og gátu lyft bómunni ofan af
honum með handafli og segjast
Framhald á bls. 2
Harður bardagi um borð
þýzkum togara
W
I
— Eftir að drukkinn sjómaður
réðst á hjón á Faxagarði
ÞÝZKIR togarasjómenn óðu
uppi með ofstopa í Reykjavik
um helgina og einn þeirra réð-
4st t.d. að hjónum sem voru á
gangi niðri við höfn og barði
Ætla að flytja ísaða síld
til söltunar í landi
konuna svo að stórsá á henni.
Fyrst létu þeir til sín taka að-
fararnótt laugardagsins. Þá voru
fjórir íslenzkir nátthrafnar á
ferli við höfnina og gáfu sig á
tal við þýzka sjómenn. Var þeim
allt annað en illindi í huga, en
Þjóðverjarnir voru hinir herská-
ustu og fyrr en varði höfðu þeir
slegið hina niður, alla með tölu.
Á sunnudagskvöldið voru svo
hjón á gangí á Faxagarði þegar
'rumur mikill réðst að þeim og
•barði konuna svo að stórsá á
andliti hennar, en stökik svo
'burt. Hópur manna safnaðist
iþarna að, en Þjóðverjannir, um
borð í skipi sínu hófu þá að
ikaeta í þá flsökum og öðru
lauslegu.
Fjórir lögregluþjónar vonu
sendir á vettvang og hraðaði
árásarmaðurinn sér þá um borð
til félaga sinna. Lögregluþjónarn
ir fylgdu á eftir, en Þjóðverjinn'
snerist til varnar af mikilli
hörku enida heljarmenni að burð
um. Tveir félagar hans koanu
honum til aðstoðar og varð
þarna hörð viðureign sem lauk
með því að lögregluþjónarnir
drógu Þjóðverjana frá borði í
járnum, og fluttu þá í fangelsi.
Þýzki togarinn heitir Laboe SK-
120 og er frá Kiel.
Togarinn Vikingur fer á veiðar með
stærstu nót sem vitað er um á
Norður-Atlantshafi
TOGARINN Víkingur, frá
Akranesi, heldur á síldarmið-
in fyrir norðan land um helg-
ina og mun þá hafa innan-
borðs stærstu nót, sem vitað
er um að notuð hafi verið á
Norður-Atlantshafi og fullkom
in ta ki til að ísverja síldina.
Ekki hefur verið endanlega
ákveðið hvar hann muni
landa, en það verður annað-
hvort fyrir norðan eða aust-
an.
Valdimar Indriðason, fram-
kvæmdastjóri hjá Haraldur
Böðvarsson & Co., sagði Morg
unblaðinu, að unnið væri að
því þessa dagana að búa skip-
ið út á síldveiðar.
— Það var orðið svo erfitt
að losna við karfann, að við
verðum að gera út 1 á eitt-
hvað annað. Við eigum þenn-
an fína útbúnað tii veiðanna,
og1 svo ætlum við að ísa afl-
ann um borð eins og venju-
legan bolfisk. Nótin, sem við
not.um er sú stærsta sem við
vitum um á Norður-Atiants-
hafi, hún er 360 faðma löng
og 135 faðma djúp.
— Við gerðum tilraunir
með hana í haust, en þá var
erfitt við að eiga vegna þess
hve síldin hélt sig djúpt og
Framhald á bls. 2
Skip Valtýs á leið inn
og flestar tunnur fullar
SÍLDARSÖLTUNARSKIP Valtýs
Þorsteinssonar er á landleið með
flestar tunnur fullar. Morgun-
blaðið hafði samband við Valtý
á Akureyri í gær, og sagði hann
að eftir því sem hann bezt vissi
hefði ferðin gengið vel.
— Ég veit ekki nákvæmlega
hversu mikið magn skipið kem-
ur með, en það er með nokkurn-
vegin fullfermi. Þegar það kem-
ur til Raufarhafnar á fimmtu-
dagsmorgun verður síldin ápökk
uð til útskipunar og verður mjög
fljótlega flutt út til Finnlands.
— Skipið fer á miðin aftur
fljótlega eftir að það hefur losað.