Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 19«8 3 .1 Bjarni Jónas Ólafur Sölvi Sigurjón Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins — um nœstuhelgi í Neskaupsfað, á Egilsstöðum og Fáskrúðstirði UM NÆSTU helgi verða hald in þrjú héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins á eftirtöldum stöðum: Neskaupstað, föstudaginn 9. ágúst kl. 21. Ræðumenn verða Bjarni Benedi'ktsson, forsætisráð herra, Jónas Pétursson, alþing- ismaður og Sölvi Kerúlf sjómað ur. Egilsstöðum, laugardaginn 10. ágúst kl. 21. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson, forsætisráð herra, Jónas Pétursson, alþingis maður og Sigurjón Fjeldsteð, skólastjóri. Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 11. ágúst kl. 21. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson, forsætisráð herra, Jónas Pétursson, alþingis maður og Ólafur B. Thors, lög- fræðingur. Skemmtiatriði annast leikarar nir Róbert Arnfinnsson og Rú- rik Haraldsson og hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Hljómsveit ína skipa Ragnar Bjarnason, Grettir Björnsson Árni Scheving Jón Páll Bjarnason, og Árni Elf ar. Söngvarar með hljómsveit- inni eru Erla Traústadóttir og Ragnar Bjarnason. Að loknu hverju héraðsmóit verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar leikur fyrir dansi og söng varar hljómsveitarinnar koma fram. Fundarsalurinn í Miami Beach, þar sem repúblikana halda flokksþing sitt. FORSETAEFNI KJÖRIÐ f NÓTT INiixon enn talinn líklegastur til sigurs, en stuðningsmenn Rockefeliers bjartsýnir KLUKKAN níu í kvöld eftir ísienzkum tíma hefst þriðji fundur flokksþings repúblik- ana í Miami Beach á Florida skaga, og er það sá fundur þingsins, sem flestir bíða eft- ir með hvað mestri eftirvænt- ingu. Hefst fundurinn með fánahyllingu, og að henni lok inni er leikinn þjóðsöngur Bandaríkjanna, en síðan er gengið til dagskrár. Fyrsta málið á dagskrá er kosning flokksstjómar til næstu fjög urra ára, og eftir það born- ar fram tillögur um forseta- efni flokksins við kosningarn ar í nóvember. Atkvæði verða greidd um það hver skuli verða í framboði sem forsetaefni flokksins, og ef illa gengur að ná samkomulagi, getur atkvæðagreiðslan stað- ið langt fram á nótt. Það er því vafasamt hvort unnt verð ur að skýra frá niðurstöðun- um hér í blaðinu á morgun. Þrír frambjóðendur hafa mest komið við sögu undan- farið, þeir Richard Nixon fyrr um varaforseti, sem talinn er eiga lang mestu fylgi að fagna meðal flokksmanna, Nelson A. Rockefeller ríkisstjóri, sem líklegast er talið að gæti bor- ið sigur af hólmi í kosning- unum í nóvember, og Ronald Reagan rikisstjóri, talsmaður hægri arms flokksins, sem á mestu fylgi að fagna í Suð- nrríkjunum. Atkvæðisbærir fulltrúar á flokksþinginu eru alls 1.333, og þarf frambjóðandi hreinan meirihluta, eða 667 atkvæði, til að ná kjöri sem forsetaefni flokksins. Þegar flokksþingið hófst á mánudag taldi Assoc iated Press fréttastofan að a'tkvæði skiptust þaninig að Nixon nyti stuðnings 576 full- trúa, Rockefeller 233 og Re- agan 166. Þá áttu 221 fulltrúi að vera bundnir svonefndum „favorite sons“, eða fulltrúum úr heimarikjum þeirra, sem greiða beT atkvæði við a.m.k. fyrstu atkvæðagreiðslu, og 137 atkvæði voru óákveðin. Lin- urnar skýrðust nokkuð í gær, en engmn hafði þó náð meiri hlutafylgi, að sögn AP. Taldi fréttastofan í gærkvöldi að Nixon hefði tryggt sér 601 at- kvæði, Rockefeller 252, Reag an 170, „favorite sons“ 195, óákveðnir væru 114, og einn fulltrúi ætlaði að greiða Lind say borgarstjóri í New York atkvæði sitt. Á það skal bent að þessar tölur eru ágizkun AP, en spárnar um úrslitin eru nærri því jafn margar og full'trúarnir á þinginu. Reagan í kjöri. Ronald Reagan kom til flokk'sþingsins sem einn af mörgum „favorite sons“, og þegar þingið hófst var ekki vitað með vissu hvort hann yrði í framboði, þótt allar lík ur bentu til þess. Hann hefur að undanförnu ferðazt víða um land til fundarhalda, og aðallega staldrað við í Suðuæ- ríkjunum. Á mánudag boðaði Reagan fréttamenn til fund- ar, og tilkynnti þeim að hann hefði ákveðið að verða við áskorun fulltrúanna frá Kali- forníu um að gefa kost á sér sem forsetaefni. Ekki kom þessi ákvörðun Reagans mörg um á óvart, þótt hann hafi áður jafnan borið á móti því að hann væri að sækjast eftir framboði. Stuðningsmenn Richards Nixons hafa haldið því fram að hann verði kjörinn forseta efni flokksins við fyrstu at- kvæðagreiðslu í kvöld. Sjálf- ur vildi Nixon ekki sýna sömu bjartsýni er hann ræddi við frét'tamenn í gær. Hann sagðist spá því að hann yrði kjörinn forsetaefni flokksins við einhverja af fyrstu um- ferðunum í atkvæðagreiðsl- unni. , Rockefeller bættist óvænt- ur liðsauki í gær þegar Dan- iel J. Evans ríkisstjóri í Wash ington lýsti yfir stuðningi við hann, en Evans flutti aðalræð una við þingsetninguna á mánudag. Telja stuðnings- menn Rockefellers útilokað að Nixon verði kjörinn fram- bjóðandi við fyrstu atkvæða- greiðslu, og vonast til þess að eftir það fari fylgi Nixons minnkandi og flytjist að mestu yfir til Rockefellers. Framhald á bls. 21 Hver sigrar, Nixon, Rockefeller eða Reagan? STAKSTEINAR i Umíerðin um helgina Gífurleg umferð var á þjóð- vegunum um verzlunarmanna- helgina og er talið að rúmlega 13 þúsund bifreiðir hafi farið frá Reykjavík og er því ekki ólíklegt að liðlega helmingur borgarbúa hafi verið utan bæjar þessa ðaga. Umferðin virðist hafa gengið vel þrátt fyrir hinn mikla bifreiðafjölda og er ekki vitað nema um tvö meiri hátt- ar umferðarslys. Vafalaust er þetta fyrst og fremst að þakka upplýsinga- og áróðurs- starfsemi lögreglunnar og um- ferðarnefndar Reykjavíkur, sem ráku upplýsingamiðstöð í nýju lögreglustöðinni við Snorrabraut og voru reglulegar beinar útsendingar frá henni um helgina. Er engum blöðum um það að fletta, að þau nýju vinnu brögð, sem hafa verið tekin upp í umferðarmálum, hafa borið verulegan árangur, umferðar- menning er almennt meiri og aðgæzla og tillitssemi öku- manna ólík því sem áður var. Segja má með nokkrum sanni, að hin aukni áróðurs í umferðar- málum sé bein afleiðing breyt- ingarinnar yfir í hægri umferð og liefur sú breyting a.m.k. orð. ið til þess að opna augu manna fyrir nauðsyn þess að taka upp nýja siði í umferðinni. Tvöfalt fleiri bifreiðir Til marks um þá gjörbreyt- ingu, sem orðið hefur í umferð- armálum hér á Iandi, má benda á, að á sl. 8 árum hefur skráð- um bifreiðum fjölgað mjög ört eða úr 20 þúsundum í 42 þúsund bifreiðir og gefur auga leið að þessi mikli bifreiðafjöldi hefur gjörbreytt allri umferð á land- inu og undirstrikað þýðingu þess, að umferðarmálin yrðu tekin fastari tökum en áður var. Ein afleiðing þeirrar miklu her- ferðar, sem rekin hefur verið fyrir aukinni umferðarmenn- ingu síðustu mánuði er tvímæla laust sú, að virðing hins almenna borgara fyrir lögrregl- unni hefur tvímælalaust aukizt mjög, og almenningur er nú fús- ari en áður til þess að eiga gott samstarf við lögregluna á öllum sviðum. Fjölmargir lögreglu- menn hafa komið fram í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi, svo og á ýmsum manna mótum í sambandi við umferðarfræðsl- una, og hefur það valdið því, að almenningi finnst lögreglan nú standa fólkinu nær en áður var. Þessi breyting á afstöðu almenn- ings til lögreglunnar er mjög ánægjuleg og ekki er það síður fagnaðarefni, að framkoma lög- reglumanna almennt er til fyrir- myndar. Aukin upplýsingastarfsemi 1 samþandi við þessi mál er rétt að vekja athygli á því, að nokkru eftir hægri breytinguna var dregið mjög úr umferðar- fræðslunni, enda hafði hún náð hámarki u.þ.b. sem breytingin var framkvæmd. Hinu er ekki að leyna, að greinilegt er, að ökumenn og aðrir í umferðinni slaka nokkuð á, ef ekki er hald- ið uppi stöðugum áróðri fyrir bættri umferðarmenningu, og er því augljóslega enn brýn þörf á því að halda þessu starfi áfram af töluverðum krafti um nokkurt skeið. Umferðarmenn- ingin var fyrir neðan allar hell- ur hjá okkur, og það tekur því nokkum tíma að venja menn við breytta siði. Ánægjulegt er, að ungir menn hafa að verulegu leyti haft forustu um hin nýju vinnubrögð í umferðarfræðsl- , unni í sam .innu við lögregluna,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.