Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1968 17 Þyrlan, sem kirkjumálaráffher ra kom til hátíðarinnar L Hólastaður í baksýn. (Ljósm. Mbl.: M. Thors) Hólahátiðin 1968 Hólahátíðin 1968 hófst síðast- liðinn sunnudag klukkan fjórt- án með skrúðgöngu að kirkju- turni til klukknavígslu. í skrúð göngunni voru kirkjumálaráð- herra, Jóhann Hafstein, sem kom inn var sérstaklega til Hóla í Hjaltadal í þyrlu Landhelgis- gæzlunnar, biskupinn yfir ís- landi, herra Sigurbjörn Einars- son, séra Stefán Snævarr, séra Jón ísfeld, séra Kristján Ró- bertsson, séra Ingþór Indriðason Séra Þórir Stephensen, séra Pét ux Sigurgeirsson, séra Gunnar Gíslason, séra Björn Björnsson, séra Sigurður Guðmundsson, séra Gísli Kolbeins, séra Bolli Gúst- afsson, séra Sigfús Árnason, séra Pétur Ingjaldsson, og séra Sigur páll Óskarsson. Kirkjumálaráðherra Jóhann Hafstein, flutti eftirfarandi ávarp við þetta tækifæri, um leið og hann afhenti Hólastað klukkurnar fyrir hönd íslenzka ríkisins: Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson virðulegu klerkar og aðrir áheyrendur. Á 200 ára hátíð Hóla-kirkju, 1963, gaf þáverandi kirkjumála- ráðherra, Bjarni Benediktsson, fyrir hönd ríkisstjórnar íslands, fyrirheit um kirkjuklukkur þrjár að gjöf til þessa staðar, er kom- ið skyldi fyrir í þeim stílhreina turni, sem hér hefir verið reist- ur af virðúleik í minningu þess mikla höfðingsbiskups. Jóns Ara sonar. Mér veitist nú sá heiður að afhenda þessar kirkjuklukkur, gjöf ríkisins til hinnar íslenzku þjóðkirkju. Sagt er, að þegar í heiðnum sið hafi klukkum verið hringt og þann sið tóku kristnir við sína guðsdýrkun. Á sinni tíð var Hóladóm- kirkja rík að klukkum. Fróðir roenn segja, að í tíð Jóns Ara- sonar hafi dómkirkjan átt 23 klukkur og 3 smábjöllur, en með al klukkna var Jóns-klukka Ög mundssonar, biskups, og Maríu klukka. Um það, er Norðlendingar flytja lik Jóns Arasonar heim að Hólum, kveður Davíð Stef- ánsson: „Langt berast hljóð þín, Líka- böng. — Göngum hratt, greiðir í sporum. Lát harminn breytast í hetju- söng, sem hæfir biskupi vorum. Nú hefja klerkar sinn kveðju söng. — Hægt, hægt, að hvílunnar barmi. Sprungin er aandsins Lúka- böng, og loftið þrungið af harmi“. Það er von mín og ósk, að þessar nýju klukkur þrjár, megi enduróma í Hólabyrðunni og öðr um skagfirzkum fjöllum og í sál um þeirra, sem hlýða, með þeirri tign og helgi, sem hæfir Hólum í Hjaltadal. Héðan hafa sögulegir klukknahljómar bor- izt um breiðar byggðir, um gjör- vallt landið. Hér fyrir norðan og austan einn hrikalegasta fjallgarð lands ins, sem skilur Skagafjörð og Eyjafjörð, kvað skáld í Fagra- skógi: „f þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga, mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. f hennar kirkju helgar stjórn- ur loga og hennar líf er eilíft krafta- verk.“ í vitund skaldsins eru hin helgu ljós í kirkjum landsins tengd lífi þjóðarinnar og tilveru Skáldið skynjar, af ef Ijósið dofnar í kirkjunum, þá er ekki góðs að vænta. Tæpast yrði þá líf þessarar örsmáu þjóðar við nyrstu höf „eilíft kraftaverk" Megi helgar stjörnur loga og klukkur óma í kirkjum landsins. Herra biskup. Ég bið þess, að kirkjan og fólkið megi njóta þeirrar gjafar, sem Hólakirkju er hér með af- hent. Að vígslu lokinni hófst hátíða messa, og prédiikaði herra Sigur björn Einarsson biskup yfir ís- landi. Með honum þjónuðu fyr- ir altari séra Ingþór Indriðason Ólafsfirði og sr. Sigfús J. Árna- son Miklabæ. Kirkjukór Ólafs- fjarðarkirkju söng undir stjórn og við undirleik Magnúsar Magn ússonar. Ólafur Þ. Jónsson söng stól- vers, en Ragnar Björnsson lék með á orgelið. Var athöfn þessari lokið klukk an langt gengin í fjögur Veður- var hið bezta og var kirkjan þétt setin, og komust færri einm en vildu. Lí'klegt er, að um þrjú hundr uð og fimmtíu manns hafi verið þarna, er flest var. Sá galli var á, að hátalakerfi er nota átti, var ekki í góðu lagi, og heyrði- ist fátt út af því, sem var að ske inni í kirkjunni, svo að ekki dvöldu allir eins lengi og þeir höfðu ætlað sér. Tæplega klukkutíma hlé var gert á messugjörðum, og var það notað til kaffidrykkju. Síðan var aftur messað í kirkj unni, flutti þá séra Þórir Steph- emsen ávarp, séra Kristján Ró- bertsson frá Siglufirði flutti er- indi um kirkjulega vakningu og endurreisn og séra Jón ísfeld flutti ritningarorð og bæn. Ólaf- ur Þ. Jónsson söng við undir- leik Ragnars Björnssonar, sem einnig lék einleik á orgel. Barnasamkoma var haldin 1 leikfimihúsinu á staðnum undir stjórn séra Péturs Sigurgeirsson ar frá Akureyri. Lauk hátíðinni klukkan að verða sex um kvöld- ið. Kirkjumálaráðherra, Jóhann Hafstein, biskupinn yfir fslandi, herra Sigurbjörn Einarssom, og prestarnir ganga út úr Hóla- kirkju að háíðamessunni lokinni. Vepjan — nýr varp- fugl á íslandi í nýútkomnu hefti af Nátt- úrufræðingnum ritar Jón Baldur Sigurðsson 'grein þar sem hann skýrir frá þvi að nýr varpfugl hafi numið land á fslandi. Er það Vepja (Van ellus vanellus) Hefur hún lengi verið þekkt sem vetrar gestur á fslandi en til skamms tíma hefur ekki verið vitað til þess að hún verpti hér- lendis. í grein sinni segir Jón Bald ur að veturinn 1962-1963 hafi borið óvenjumikið á vepjum hér á landi, og þá m.a. fund- ist vepja sem merkt var sem ungi i Sandsting á Hjaltlandi 1961. Sennilegt er að flestar þessar vepjur hafi drepist hér, en nokkrar þó lifað vet- urinn af og baldið sig við eitt af jarðhitasvæðum þeim, sem eru í Kelduhverfi. og auðþekktur fugl. Þær eru svartar á baki, en hvífcar að neðan og hafa langan fjaðra- topp aftur úr hnakkanum. Á styttra færi sést að grænni slikju slær á þær að ofan. Hljóðin sem hún gefur frá sér eru hásir og skerandi skrækir. Vepjan heldur sig mest á bersvæði, sem vaxið er gisnum og lágvöxnium gróðri eða þar sem gróðurlaust er og hún getur séð smádýr þau sem hún tínir upp af jörð- inni og eru aðalfæða hennar. Varpheimkynni vepjunnar ná um allt meginland Evrópu frá Noregi og suður að Mið- jarðarhafi. í norðlægari lönd um er megin hluti varpfugl- anna farfuglar, sem leita suð ur á bóginn er vetrar. Hins vegar hagar hún mikið ferð- um sínum eftir veðri og í norð Vepjuungi. Myndin tekin í Kelduhverfinu 15. júií 1963. Greinarhöfundur skýrir síð- na frá því, að 12. júní 1963 hafi hann verið á ferð í Kelduhverfi og veitti þá at- hygli vepju sem hagaði sér lí'kt því sem hún ætti hneið- ur þar í grennd. Síðan varð hann var við aðra vepju og fylgdist með þeim í sjónauka og fann á þann hátt hreið- ur þeirra, sem var rétt við Litlá. Var síðan fylgzt með vepj- unum og hafa þær a.m.k. kom ið einum unga upp. Hreiður þetta mun vera fyrsta vepjuhreiður sem finnst hérlendis, en hins veg- ar má teljast fullvíst, að vepj ur hafi orpið í Homafirði 1959, þótt hreiður fyndist þar ekki. Þar varð Jón Arason bóndi að Nýpugörðum var við vepjur, sem höguðu sér eins og þær ættu þar hreið- ur, og síðar um sumarið varð hann var við fullorðnu fugl- ana með þrjá unga. Vepjan er mjög áberandi anveðrum leitar hún oft frá heimkynnum sínum í gríðar- stórum hópum. f lok greinar sinnar í Nátt- úrufræðingnum segir Jón Baldur Sigurðsson að eins og kúnnugt sé hafi veðurfars- breytingar þær, sem orðið hafa síðan á fyrri hluta þessarar aldar, haft í för með sér ýms- ar breytingar á fuglalífi hér á landi og annars staðar. Vepjan sé ein þeirra fugla- tegunda, sem fært hafi út heimkynni sín til norðurs. Sé ekki ólíklegt að tilraunir þær til landnáms, sem um hefur verið getið, séu einn þáttur þeirrar útfærslu. Ekki sé úti- lökað að vepjur hafi orpið hér oftar, þótt um það skorti heim ildir. Einnig megi búast við, að þær reyni hér aftur fyrir Sér um varp og því sé mikil- vægt að menn, sem kynnu að verða slíks varir, geri Náttúrufræðistofnun íslands aðvart. IÍRVALS ÞILJUR ÞÓRSÞILJUR Mikið úrval af veggþiljum. Verð frá kr. 285,00 ferm. Komið — Skoðið — Kaupið. /||| Grensásvegi 7. — Sími 84533.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.