Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 196« Minning: Michael Hassing Minningarnar eru verðmætar og augnablikin koma ekki aftur, nema þér eigið þau á Kodak filmu, en þó getið þér líka notið þeirra éins oft og þér viljið. ILINSI SfMI 20313 reTEBse k iir. BANKASTRÆTI 4 Fæddur 29. september 1907. Dáinn 27. júlí 1968. Mágur minn Michael Hassing, matsveinn, varð brá'ðkvaddur 27. f.m. að heimili sínu að Háaleitis- braut 48 hér í borg. í dag verður hinn jarðneski hluti hans fluttur í sinn afmarkaða reit í Fossvogs- kirkjugarði. Michael var danskur að sett og uppruna. Hann var fæddur og uppalinn í Kaupmannahöfn. For- eldrar hans voru hjónin Alfred Hassing og Thomine Hassing, sem bæði eru látin. Böm þeirra hjóna voru 10, fjórir bræður og sex systur. Af þessum systkinum Michaels eru nú á lífi einn bróð- ir og þrjár systur, sem öll eru búsett í Danmörku. Michael, sem var tvíburabarn foreldra sinna, var að nokkru alinn upp í klaustri í Odense, eða frá 7 til 14 ára aldurs. Eftir það stundaði hann nám í kjöt- iðnaði og matreiðslu, en vann þó að námi loknu fremur við önnur störf í Kaupmannahöfn, t.d. vann hann um skeið hjá flutninga- fyrirtæki, en lengst af sem spor- vagnsstjóri og bifreiðarstjóri. Árið 1930, er Michael var 23 ára, giftist hann eftirlifandi korru sinni Guðbjörgu S. Jónsdóttur frá Kambi í Reykhólasveit, en hún dvaldist þá við nám í Kaup- mannahöfn. Þau Guðbjörg og Michael stofnuðu sitt heimili í Kaupmannahöfn og bjuggu þar í 9 ár. Árið 1939, eða sama árið og síðari heimsstyrjöldin skall á, vom veður válynd í ýmsum efn- um í Danmörku, sem og fleiri löndum Vestur-Evrópu. Atvinnu ástand, herskylda og styrjaldar- ótti voru næg atriði til a'ð hafa áhrif á hugarfar og ákvarðanir ungra hjóna með ung börn sín. Á þessu ári tóku hjónin Guð- björg og Michael þá ákvörðun, að flytja til íslands ásamt tveim ur elztu bömum sínum, sem þá voru mjög ung. Mun nokkru hafa ráðið í þessu efni, að tengda foreldrar Michaels, Jón Brands- son og Sesselja Stefánsdóttir að Kambi í Reyhólasveit, höfðu ráð BEZTU KAUPIIM ERL í IUICHELIIM HJÓLBÖRÐLIMLIVI MICIIELIN endast lengur og þér akið fleiri km. á MICELIN X. MICHELIN spara benzín 1—13 %. — Þetta er staðreynd og hefur verið sann- prófað af RAC í Englandi og ýmsium bifreiðatfélögum í Hol- landi, Belgíu, Þýzkadandi og Fraikklandi. MICHELIN veita mjög litla mótstöðu við veginn, en aukið öryggi við fram úrakstur og akstur á kröppum beygjuim vegna hins góða grip- flatar. FOLKSBILA OG VÖRUBÍLA HJÓLBARÐAR FLESTAR STÆRÐIR MICHELIN HJÓLBARÐA FYRIRLIGGJANDI. NOTIÐ ÞAÐ BEZTA. NOTIÐ MICHELIN. Hf. Egill Vilhjálmsson LAUGAVEGI 118, SÍMI 2-22-40. á ábúðarjörð þeim til handa, jörðinni Berufirði í sama hreppi. Áð Berufirði bjuggu Guðþjörg og Michael í rúm 20 ár, eða til ársins 1961. Oft var fremur þröngt í búi hjá þeim að Beru- firði, einkum fyrstu árin. Slíkt var þá og fylginautur flestra frumbýlinga hér á þeim árum, og það jafnvel þótt undirbúning ur til að reka ísl. búskap væri annar og meiri en sá er felst í því, að vaxa upp í erlendri borg. Jafnt fyrir þetta leið Michael og fjölskyldu hans furðu vel öll þau áæ er þau bjuggu í Berufirði. Hjónin voru gestrisin, glaðlynd, bjartsýn og samhent í blíðu sem stríðu. Börn þeirra voru mjög efnileg og samhent foreldrum sínum bæði við búskapinn og önnur störf og hugðarefni. Kaup mannahafnarbúinn undi því hag sínum furðu vel, sem ísL bóndi. Árlð 1961 seldu Michael og Guðbjörg, Berufjörð, og fluttu til Reykjavíkur, en þangað voru þrjú elztu börn þeirra áður flutt. í Reykjavík keyptu þau hjónin sér íbúð og hófu borgarlíf að nýju. Er til Reykjavíkur kom, gerðist Michael sjómaður. Hann sigldi í nokkur ár á millilanda- skipum Sambands ísl. samvinnu- félaga, ýmist sem matsveinn eða bryti, en hin síðari ár var hann matsveinn á einu af skipum Hvals h.f. Á því skipi var hann við störf er hann kenndi þess sjúkleika er varð hans bana- mein. Hinsvegar höguðu örlögin því svo, að hann hresstist í nokkra klukkutíma, komst heim til að kveðj a konu, börn og bama börn á'ður en að hann var allur. Michael var maður heilsteyptur og drengur góður. Drenglyndi hans takmarkaðist ekki við fjöl- skyldu og nánustu aðstandendur, heldur kom það og fram í öllum hans störfum. Þessa forfeðra- dyggð okkar íslendinga átti Mic- hael í svo ríkum mæli, að tæpast munu margir íslendingar hafa skákað honum í því efi»i. Ég efa, að ég hafi anrlpn mann þekkt er var húslAíndahollari í störfum sínum fyrir aðra, en Michael. Fyrir slíkt mun hann hafa verið mikils metinn af hinum glöggskygna forstjóra Hvals h.f., hr. Lofti Bjarnasyni. í tilefni af umræddri dyggð hafa hin kunnu heiðurs- hjón, Sólveig og Loftur, heiðra'ð minningu Michaels af mikilli rausn í sambandi við útför hans. Michael leit ávallt á Dan- mörku og ísland sem sín ætt- lönd að jöfnu. Hann unni þeim báðum jafnt, og staðfesti það meðal annars með því, að nota fána landanna ávallt hlið við hlið. 1 þau tæp 30 ár sem Michael lifði og starfaði á íslandi heim- sótti hann nokkrum sinnum vini og vandamenn í Danmörku, en ávallt sagðist hann finna, er hann kom til Danmerkur, að hug urinn stefndi aftur til íslands. Slíku ástfóstri hafði hann tekið við sitt síðara föðurland. Börn Guðbjargar og Michaels eru: Víví og Elín, sem báðar eru giftar og búsettar hér í Reykja- vík. Jón véLstjóri og Tómas stýri Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.