Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1968 19 Þorvaldar og öðrum nákomnum,' sendi ig samúðarkveðjur og bið góðan guð að gefa öllum hans i nánustu þrek og styrk á sorg- arstundum. Um minningu Þorvaldar í Hjarðarholti leikur birta og fegurð. Stefán Jónsson. KVEÐJA frá stjórn og starfsmönnum Sparisjóðs Mýrasýslu. MIÐVIKUDAGINN 31. júlí sl. lézt í Sjúkrahúsi Akraness einn ar máttarstólpum baendastéttar- innar í Borgarfirði, Þorvaldur T. Jónsson, Hjarðarholti, á 77. aldursári. Hann tók við búi í Hjarðar- holti eftir föður sinn, og bjó þar með þeim snyrti- og myndar- brag, í röska fjóra áratugi, að til fyrirmyndar var íslenzkri bændastétt en héraði og þjóð til sóma. Þorvaldur var glæsimenni. Með hógværu og hilýju viðmóti vakti hann gleði í vinaihópi, var traustur og hispurslaus á alvöru stundum og glöggur á leiðir við lausn vandamála. Fór það að líkum að á Þor- vald hlóðust mörg félagsleg trún aðarstörf. Rækti hann þau mjög á einn veg, þannig, að eigi varð að fundið með réttu. Verður eins þess starfs getið hér sérstaklega, en það er hlut- deild hans í vexti og velgengni Sparisjóðs Mýrasýslu. Þorvald- ur var endurskoðandi sparisjóðs ins árin 1933 til 1938, átti sæti í stjórn hans frá 1938 og stjórn- arformaður frá 1950 til dánar- dægurs. Að dómi þeirra er gerst þekktu, voru störf hans og far- sael forusta í málefnum spari- sjóðsins með þeim ágætum að stofnunin og héraðið muni lengi að búa. Þessi orð eiga að flytja hin- um látna heiðursmanni innileg- ar þakkir frá meðstjórnendum og starfsmönnum sparisjóðsins, fyrir margra ára ljúft og heilla- ríkt samstarf. Eiginkonu, dætrum og öðrum aðstandendum er vottuð dýpsta samúð. Friðjón Sveinbjömsson. - SAMKEPPNI Framhald af bls. 5 fyrir að samikeppninni verði lok- ið og úrslit kunn skömimu etftir næstu áraimót. Æskulýðsráð Reykjaví.kiur hetf- uir uim nokkurra ára skeið hatft aðalbækistöðvar sínair á Frí- kirkjuvegi 11, þar sem „opið hús“ hetfur notið mikilla vin- sælda o.g hatfa um 700 umglimgar sótt staðinn í viku hverri undan- farna vetur og hafa lamgtflestir þeirra verið 15 ára gamiliir. Þá hetfur Æsikulýðsrð einnig geng- ist fyrir unglingadanisleikjium að Fríkiirkjuvegi 11 og ýmis konar tómstundaiðju en tómstumdastairf semin hetf.ur þó aðallega farið fram í skólum borgarinnar og hefur þátttaka í því starfi aufc- izt ár frá ári. Þá hetfur Æsku- lýðsráð i samvinmu við Æsku- lýðífráð Kópavogs sett á fót sigi- ingaklúbb í Fossvoginum og taka þátt í starfi hans uim 200 ungl- ingar, Þátttakendur smiða sjáltfiir báta sína o.g er mjög góð aðstaða til þess og mé sjé þátttakenduir sigla seglbátuim á góðviðriskvöild- um á Fossvoginum. Nákvæmt eftirlit er hatft með þessari starf- semi, enginn fer í báta nema með biörgunam'esti. f sumar og sl. sunnar hefur Æskulýðsráð einnig unnið að því að koma á fót útiviistarstað fyrir unga sem eldri á jörðinni Saltvík á Kjalarnesi og er þar mangvísleg aðsaða til skemmtun- ar, íþróttaiðkana o.g leifcja. í dómmefnd samkeppninnar um nýtt æskulýðshekmiM við Tjarnargötu eru Þór Sandhofft, skól ast jóri, Reynir Kairffsson, framkvstj. Æs.k.ullýðsráðs, Styrm- ir Gunnarsson, formiaðuir Æsku- lýðsráðs, Jóhann Eyfelffs arki- tekt, ög Hel,gi H’álmarsson, arki- tekt, en trúnaðarmaður dóm- nefndar er Ólafur Jensson, fuffi- trúi. GREID 0G ÁFALLALÍTIL UMFERÐ UM HELGINA „Umferðin um Verzlunar- mannahelgina var í einu orði sagt ágæt“, sagði Amþór Ing- ólfsson, varðstjóri hjá Um- ferðarlögreglunni í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Umferð in var gífurlega mikil, en lög- reglan er ánægð með hve allt tókst vel og slysalaust til. Fyrst og fremst er þetta fólk- inu sjálfu að þakka, því það virðist gera sér fulla grein fyrir þörfinni á tillitssemi og aðgæzlu". Umferðalögreglan hélt uppi umfangsmikilli þjónustu við vegfarendur og aðra um Verzlunarmannahelgina. Á öllu landinu voru um 40 manns á vegum hennaæ í bif- reiðum og á bifhjólum, en í þeim hópi voru einnig bifreiða eftirlitsmenn. Þá var þyrla Landhelgisgæzlunnar einnig notuð til umferðareftirlits og í Lögreglustöðinni nýju var rekin upplýsingamiðstöð um- ferðanefndar og lögreglunn- ar. Á þessari miðstöð unnu 4 manns við að safna upplýs- ingum frá talstöðvarbílum lögreglunnar og öðrum um helztu samkomustaðina, svo sem um veður, færð, og ann- að slíkt. Var síðan útvarpað um ríkisútvarpið beint frá Lögreglustöðinni. Var þetta m.a. gert til þess að fólk, sem sat heima, gæti fylzt með því, hvernig hagaði til á hinum ýmsu samkomustöðum um landið. Alls voru sendar 22 útsendingar frá lögreglustöð- inni um helgina. H-akstur breytti engu. Samkvæmt upplýsingum Arnþórs Ingólfssonar var framkoma ökumanna um helg ina prýðileg í alla staði. Und- anfarin ár hefur umferð farið vel fram um Verzlunarmanina helgar, en að sögn Arnþórs óttaðist lögreglan, að verr kynnl að fara um þessa helgi, vegna hægri aksturs. Komið hefði í ljós, að hægri akstur- inn hefði engu hreytt. Þá hefði verið lítið um slys um helgina, væri Umferðiarlög- regffunni aðeins kunnugt um tvö slys. Annað þeirra hefði orðið við Þverá í Stafholts- tungum á laugardag og væri þar vinstri villu um að kenna, en hitt hefði verið í Mývatns- öræfum. Þá sagði Arnþór, að mikið ryk hefði verið á veg- unum, sérstaklega um það leyti, er fólk tók að snúa heim á sunnudag og mánudag, en ökumenn hefðu gefið sér góð- an tíma og engum hefði virzt liggja á og því hefði umferðin verið jöfn og þétt og án nokk urra tafa, sem vert væri að tala um. Ekki hefði einu sinni orðið umferðarteppur við Elliðaár. Bifreiðaeftirlitsmenn voru með umferðarlögreglunni í ferðum um helgina og voru nokkrir bílar skoðaðir úti á vegum. Ekki kvað Arnþór marga bíla hafa verið senda til baka, en aðfinnslur hefðu verið gerðar að nokkrum. Þyrlan í umferðareftirliti Þyrla Landhelgisgæzlunn- ar var, eins og áður er sagt, notuð til eftirlits og sagði Arnþór, að á leiðunum um Suðurland og upp í Borgar- fjörð, hefði þyrlumönnum ekki þótt ástæða að skipta sér af einni einustu bifreið. Hins vegar gat hann þess, að oft hefði mátt sjá hemlaljós, er ökumenn urðu varir Við þyrl- una, þannig að þó þyrlan hefði e.t.v. ekki haft upp á neinum, sem óku ólöglega, þá hefðu menn ekið varlegar, er þeir fundu, að með þeim var fylgzt. mönnum, sem aka vildu hraðar. 1340 á klst. Vegagerð ríkisins anmaðist umferðartalningu fyrir Um- ferðardeild lögreglunnar nú um helgina. Var komið upp teljurum við Elliðaárbrú, á Vesturlandsvegi (við Jörfa) og við Rauðavatn. Auk þess var einn mælir á Akureyri. Á Akureyri óku framhjá teljaranum á tímabilinu frá kl. 13 á laugardag til kl. 22 á mánudag 8750 bílar og er þaðþriðjungi meira en á sama tíma í fyrra. Valdimar Leonhardsson hafði efirlit með mælunum þremur við Reykjavík og lítill fjöldi, þegar tekið er til- lit til þess ,að reiknað er meO að hægt sé að aka 1200 bílum yfir brúna á klukkustund. 21 bíll vegaþjónustu Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda hélt uppi vegaþjónustu um helgina sem fyrr. Að sögn Hrólfs Halldórssonar, skrif- stofustjóra, voru 21 bifreið við aðstoðarstörf á þjóðveg- unum og voru með þeim tvær bifreiðir, sem önnuðust við- gerðir á hjólbörðum. Nú um helgina hélt F.Í.B. uppi þjón- ustu á allri leiðinni milli Suð- ur- og Norðurlands, en mest var að gera í námunda við heztu mótsstaðina og þá sér- staklega í Borgarfirði, en i Húsafellsskógi voru tveir þjón ustubílar alla helgina. Sagði i Hrólfur, að um þessa helgi hefði verið talsvert meira að gera hjá vegaþjónustubílun- um en um Verzlunianna-nna- helgina í fyrra. Hefði einn bíllinn t.d. afgreitt 20 hjálpar- beiðnir nú um helgina. Þá gat Arnþór þess, að Radíóstöðvarnar í Gufunesi, Brú og á Akureyri hefðu veitt mikla aðstoð, því þær hefðu komið upplýsingum og hjálp- arbeiðnum á framfæri. Hleypa ekki fram úr Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónin, sagði í gær, að allir væru á einu máli um, að öku- menn hefðu sýnt mffkla að- gæzlu og tillitssemi um Verzlunarmannahelgima. — Helztu va-ndamálin hefðu e. t. v. verið þau, að nokkrir ökumenn óku undir venjuleg um ökúhraða og hefðu á þann hátt tafið fyrir öðrum og ekki hirt um að hleypa bílum fram fyrir sig. Hefði víða mátt sjá langar raðir bíla á eftir ökumönnum, sem siluðust áfram. Sagði Óskar að mjög hefði mátt bæta úr þessu, ef ökumenn hefðu gert sér far um að nota útskot til þess að hleypa fram fyrir sig öku- sagði hann í gær, að umferð- in hefði verið sem hér segir: Elliðaárbrú: Frá kl. 9 á laugardag til kl. 9 sunnudag 11.315 bílar. Frá kl. 9 á sunnudag til kl. kl. 9 mánudag 13.370 bílar. Frá kff. 9 á mánudag til kl. 21 um kvöldið 11..710 bílar. Jörfi: Á laugardag 4.420. Á suenudag 5.850. Á mánudag 5.490. Rauðavatn: Á laugardag 2.855 Á suninudag 3.990 Á mánudag 3.560. Á sunnudag fóru um Ell- iðaárbrú á tima'bilinu milli kl. 14—15 1290 bílar og var það mesti fjöldi þann dag. Á mánudagskvöld kl. 18—19 fóru hins vegar 1340 bílar um brúna og er það ekki svo Mynd þessi var tekin í Galtalækjarskógi um hielgina og sýnir hinn mikla f jölda bíla, sem þar saman kominn. Þetta er þó aðeins lítill hluti af öllum þeim bílum, sem óku um þjóðvegi sunnanlands á mánudagskvöld. Eins og fram taermur héir í greininni var þó umferðin um helg- ina að mestu áfallalaus. — Ljóism. Mbl. Kr. Bien. Þá sagði Hrólfur, að mjög mikilvægt væri, að fólk út- byggi sig með þá varahluti í bifreiðar sínar, sem helzt mætti vænta að taka þyrfti til, svo sem kveikjulok, kveikjuhamar, þéttir og svo varaslöngu í hjólbarða. Myndi það létta störf Vega- þjónustunnar að mun ef allir hefðu slíka hluti í bílum sín- um. Vegagerð ríkisins sá um umferðartaliningu á þremur stöðum við Reykjavík um helgina, svo og á Akureyri og er skýrt frá talningu hér á síðunni. Hjálparsveit skáta hafði bækistöð í Þórsmörk, en sveit in sá um skemmtidagskrána þar. Hafði hún þar einnig sjúkraþjónustu eins og undan farin ár. Var þar gert að ýms- um skeinum manna, en ekki munu nein alvarleg slys hafa orðið. - NÝ STJÖRN Framliald af bls. 2 ville hermir, skipaði hann Aug- ustin Poignet, sem stjórnaði byltingunni á laugardag, í emb- ætti landvarnráðherra, sem hann hafði áður á hendi, og nánustu aðstoðannenn hans, þá Marien Ngouabi, höfuðsmann, og annan herforingja, Louis Goma í emb- ætti yfirmanns hersins og for- seta herráðsins. Fimm ráðherrar Byltinigin giegn forsetaivum á laiugardag fylgdi í kjöffíar lamg- varandi vald,aibaráttu milli hans og Pekingsinnaðra herforingja og stuðningismanna þeirra í hern um. Á miðvilkiudag leysti forset- inn upp þingið og tók fyrir starf semi stjórnarnetfndiar MNR- st júrnmiá laf lokiks ins, sem er helzti stjómarfffokkuiriinni. — Á laugardag svaruðu herforingj.m- ir með byltingiu og var í rúm-an sólarhring ekikert vitað uim Mas- samiba Debait. Tilkynmt var, að Augustin Poignet hefði tekið við forsetaembættiniu, en á suavn/u- dag virtiist þróun málanna hafa snúizt Massamba Debait atftur í hag því þá var tilkynmt, að hann v-æri aiftur tekinn við forseta- emlbættiniu, en ný stjórn yrði skipuð. Er talið, að vmstri arm- uir hersins hatfi, er til á-tti að taka, ekiki tneyst sér til þess að halda bylting.uinni til streiitu, enda hefur forsetinm að því er virðist mikið persónulegt fyffgi og enntfremiur halffustu harðsnú- inna, vel vopnaðra æskulýðs- sveita MNR. Eru þessar sveitir eirvs vel ef ekki betur vopniuim búnar en herinn og þær síkilja aldrei vopnin við sig, unglingar í skólum verða að sýna ritffla sina við bekkjardyrnar á hverj- 'Uim degi. Á hiinn bóginin hafi far- setinn orðið að fallast á ýmsar kröfur herforingjanna. í Brazzaville, höíuðborginni, er atlt með kyrnuim kjömm, en að þvi er AP segir, heldur fólk sig eins mikið inni við og hægt er, bíður þess að moldviiðiriinu liinni, sem upp hetfur þyrlazt und- anfarna daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.