Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1968 0 Flugumferðarstjórar svara Velvakanda hefur borist eftirfarandi greinargerð frá félagi íslenzkra flugum- ferðarstjóra: Vegna ummæla þeirra, sem birt voru i blaði yðar undir dulnefninu „flugmaður", þekkts og merks að áliti Velvakanda, vildi ég biðja yður um birtingu á eftirfarandi svari: Vegna hinna rætnu skrifa „flugmanns" vill stjórn félags íslenzkra flugumferða- stjóra tjá sig fúsa til umræðna, á opinber- um vettvangi, um þau mál, sem hrjá kunna nefndan „flugmann", enda birti hann sitt rétta nafn en feli sig ekki á bak við nafn þeirrar stéttar, sem flugumferða- stjórar hafa alltaf átt gott samstarf við. Til öryggis þeim farþegum, sem „flug- maðurmn" kann að eiga eftir að fljúga með gkal honum bent á 164. gr. laga um loft- ferðir, en hún er svohljóðandi: Nú hefur maður á hendi stjórn loftfars á kxftbraut eða öðru svæði, þar sem flugumferð hlítir sérstakri skipan, en fer eigi eftir eða brýt- ur gegn leiðbeiningum flugumferðarstjóm- ar, SEM HONUM ER SKYLT AÐ HLÝÐA, og Skal hann sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3. árum. Sömu refsingu skal sá flugstjóri sæta, sem brýtur gegn á- kvæðum 91. gr. um lendingarskykhi. Prekari umræður af hálfu félags ísl- enzkra flugumferðastj óra verður ekki um að ræða fyrr en .flugmaðurinn" hefur sagt til sín.Nokrir flugstjórar hafa haft samband við flugumferðastj ónina til að tjá furðu slna og andúð á skrifum .flugmannsins" og kunnum við þeim þakkir fyrir. Með þökk fyrir birtinguna. Guðl. Kristinsson formaður FÍF. Velvakandi getur upplýst að MbL er reiðu búið að birta greinar um mál þetta, en þó því aðeins að „flugmaður" skrifi undir fullu nafni. 0 Itala búfjár í baga „Gráskeggur skrifar. „Kæri Velvakandi! Alltaf hefur mér fundist gaman að lesa það sem hann Hákon okkar skógræktar- stjóri Bjamason er að skrifa, þótt ekki hafi ég alltaf verið honum sammála í skóg- ræktaráróðrinum En hann skrifar svo skynsamlega og skemmtilega. Stundum hef ég verið um það bil að komast á hans band, en þá hefur Helgi Sæm. skriíað eitt- hvað á móti honum og gert at I skógræktar- mönnum, svo að ég hef endað sem hlutlaus. Svona er ég talhlýðinn og linur i skoðana- myndun, að ég virðist alltaf á sama máli og seinasti ræðumaður. En nú í vor og sumar ferðuðumst við hjónin svo að segja I kringum allt ísland. Þá sá ég, hve þekkingu minni á landinu var ábótavant, en ég er borinn og bam- fæddur Reykvíkingur, hef alið hér allan minn aldur og lengst komist áður til Borgarness í aðra áttina og Selfoss i hina. Þó hef ég komið til Nýfundnalands, Kaup- mannahafnar og Edinborgar fyrr á ævinni. En svona er það með marga, þeir leita langt fyrir skammt Jæja, svo að ég reyni að gera langa sögu stutta: Eftir þetta ferðalag okkar um land- ið er ég orðúm oftækisfullur skógræktar- maður. Enn þykist ég geta treyst augum mfnum, þótt gömul séu.og enn held ég, að ég geti dregið réttar ályktanir af þvf, sem fyrir augu ber. Það, sem kom mér til þess að skrifa þetta bréfkom, er grein eftir Hákon Bjamason, .flúsetan og b irkiskógamir", sem birtist 1 dag i Morgunblaðinu. Þá grein ætti Islenska ríkið að sjá sóma sinn f að endurprente í litlum og snotrum bækl- ingi ásamt öðrum greinum Hákonar og hans manna, og senda síðan inn á hvert heimili á Islandi. Það getur ekki kostað of mikið, a.m.k. ekki, ef miðað er við gagn og gildi af lestri almennings á slfkum skrif um.(Hér geri ég auðvitað ráð fyrir því, að fólk kunni að draga réttar ályktanir að lestri loknum. Það er hárrétt, sem Hákon segir, að „hið eina, sem kemur að haldi, er ítala 1 öll lönd og takmörkun beitar innan skynsam- legra takmarka". Jæja Velvakandi góður, ég skal ékki þreyta þig lengur, og kannske ert þú á móti okkur „ákógarmönnum". en gleymdu ekki hugsjón þess manns, sem gerði Morgunblaðið að stórvéldi í okkar fsl enzka smáveldi, Valtýs heitins Stefáns- 9onar. Með beztu kveðjum og þökk fyrir marga fróðlega og skemmtilega stund yfir morgunkaffinu, þinn Gráskeggur. § Heimsækið gamla fólkið ' oftar! „Gagnfræðaskólapiltur" skrifan „Herra Velvakandi! í dag fór ég að heimsækja gamla konu, sem býr í eHiheimili. Ég þekki hana ekki mikið. Hún var á bæ, þar sem ég var tvö sumur í sveit. Nú er hún komin hingað til Reykjavikur og býr á elliheimiU. Þegar ég frétti, að nún væri komin hingað suður, fannst mér, að ég ætti að heimsækja hana og tala við hana, enda hafði alltaf faiið vel á með okkur í sveitinnL Mér fannst mjöggaman að koma til hennar. Við gátum talað um margt saman, þótt margir áratugir aðskilji okkur. Ekki bara um sveitina og fólkið þar, heldur alla mögulega hluti. Mér þótti fróðlegt að heyra skoðanir hennar, og hún var forvitin að heyra, hvað mér, Reykjavfkurunglmgi, fyndist um hitt og þetta. Hún sagði mér llka ýmislegt síðan í gamla daga og kenndi mér tvær skrítnar visur eftir lang- afa minn, sem móðir min hafði aldrei heyrt áður. Það, sem fær mig til þess að skrifa þér, er þetta: Hún er einstæðingur og orðin gömul, og hún þekkir ekki marga hér 1 Reykjavik. Það, sem ég fann, að henni þótti verst, er, að jafnvel þessir fáu kunn- ingjar og ættingjar, sem hún á f Reykjavík, koma ailtof sjaklan { heimsókn. Ein frænka hennar hringir mánaðarlega, til þess að spyrja, hvemig henni liði. Svo er það ekki meir. Nú veit ég, að þessi gamla kona er ekki leiðinleg eða sérvitur, — sdður en svo. En samt virðist enginm mega vera að þvf að koma og tala við hana. Eigum við ekki að hugsa meira um þetta fólk á elliheimilinum? Hver heimsókn er hátið I þess augum, og sjálf höfum við gaman af því að heimsækja það, fyrir utan allan fróðleik, sem við getum sótt til þess. Ég vona, að þú birtir þetta Velvakandi. Ég þarf ékki að óttast, að gamla konan lesi þett, þvf að þrátt fyrir marga góða kosti, harðneitar hún að lesa önnur blöð en Tímann og einstaka sinnum ísafold og Vörð. Gagnfræðaskólapiltur". 0 Sænskur piltur leitar bréfa- vina og kunningja næsta sumar Velvakaixda hefur borist bréf á sænsku, sem hljóðar svo í lauslegri þýðingu: „Ég er tvítugur unglingspiltur, sem vildi gjaman komast í bréfasamband við ísl- enzkan pilt eða stúlku á mínum aldri ( U.þ.b. 18 — 22ja ára) Svo langt aftur sem ég man, hef ég haft óvenjumikinn áhuga á íslandi og verið hrifinn af þvL Ég ætla mér að ferðast til íslands næsta sumar (1969). Þess vegna held ég, að mikilvægt væri að komast I eins konar „lifandi samband" við landið á undan ferðalaginu. Gætuð þér aðstoðað mig á einhvem hátt f þessu sambandi? Ég yrði yður óendanlega þakklátur, gætuð þér komið ósk minni á framfæri, svo að ég gæti eignazt bréfavm 1 þessu landi, sem mér flnnst þegar vera mitt annað heimaland, þótt ég viti því miður allt of lítið um það. Ýg hef áhuga á öllum hlutum, en kannsfee mest á menningarsviðinu. Þar að auki hef ég fuglaskoðun sem eins konar tómstundaáhugamál, en ég hef einnig mikinn áhuga á fþróttum. Ég gæti hugsað mér að skrifa annað hvort á sænsku (skandinavísku) eða ensku en þar eð ég legg stund á norrænar tungur við hásfeólann f Uppsölum (læri sem sagt lfka fomfslenzku), held ég, að ég ætti a.m.k. að skilja íslenzku sæmilega. Að auki get ég upplýst, að ég er félagi í Norræna félaginu hér f Svfþjóð. Vonast til, að þér getið hjálpað mér. Með vinarfcveðju, yðar einlægur Fil. stud. Staffan Holm, Kantorsgatan 52, H„ Uppsala, Sverge". B!LAi£fSAM 5S Simi 22-0-22 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda verður haldinn í Sigtúni, fimmtudaginn 8. ágúst, 1968, kl. 10 f.h. Rauðarárstig 31 iMAGíNUSAR HESTUR Grár hestur, dekkri á tagl og fax, tapaðist úr girðingu í Krýsuvík í júlí. Mark heilrifað bæði. Vinsamlegast látið vita í síma 50472. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjómar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfanefndar. 3. Skýrsla stjórnar fyrir árið 1967. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1967. 5. Önnur mál. 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda. skipholti21 símar2U90 j eftir (okumimi 40381 T LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAN AKBRAVT SENDUM SÍMI 82347 siM' H4-44 V/M//M Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31160. Danskir ruggu- Ruggustólar rauðir grœnir hvítir bláir stólar Rósótt svartir teaklitir hnota kreton i baki og setu Sími-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.