Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1968 5 Ingstad heldur vestur á ný: Nýr rannsóknarleiðangur til Nýfundnalands HINN þekkti fornleifafræðing ur Hlelge Ingistad, sem manna mest hefuir reynt að færa sönnur á búsetu norrænna manna á „Vínlandi", er enn á förum vestur. Eftirfarandi við tal og frásögn birtist u*n ferð Helge i noriska blaðinu Aften- poisten. Enn heldur Helge Ingstad í vesturleiðangur. Hinn 4 ágúst n. k. leggur hann upp í átt- unda rannsóknarleiðang'ur sinn frá Osló. Ferðinni er heitið til L’Asnse Aux Mead- ows á norðurodda Nýfundna- lands, þar hafa fundist óræk- ar sannanir um ibúsetu nor- rænna manna á meginlandi Ameríku. Með í ferðimni verða frú Anna Stina Ingstad, sem stjórnar fornleifagreftriraum, Kari Henningsmoen, jarðfræð ingur og jurtafræðingur, Sig- rid H. Hansen, magister, Arne E. Christensen frá fornaldar- safni háskólans og N. Echoff, verkfræðingur. í>á kann að vera, að með tímanum muni nokkrir erlendir sérfræðingar slásf í hópinn. Leiðangrinum er ætlað að vimma, að fram- halds- og lokarannsóknum og er væntanlegur aftur til Osló í október, mema nýir og rnark verðir hlutir komi í ljós. — Það var ætlunin að taka fundinn við Aux Meadows inn í vor rannsóknirnar, segir Hel,ge Ingstad. En svo fund- um við nýja húsatóft, sem við ætlum nú að Ijúka við að grafa upp. — Hafa ferðamenn uppgötv að staðinn, — Jú, Aux Meadows virðist vera á leiðinni með að verða reglulegt aðdráttarafl fyrir ferðameran, Straumur ferða- manraa frá Bandaríkjumum og Kanada eykst á hverju ári, og þangað hefur nú verið lagður vegur. Igp9 Helge Ingstad Af þessum orsökum hefur forstjóri safnanna á Nýfundna landi borið fram þá ósk við •ríkið, að það leggi fram 70 milljónir (norskra) króna til byggingar á Vínlandssafni, og þar á að gæta sögulegra stað- reynda. — Er ekki mikill áhugi ríkjandi um rannsóknir yðar? — Það er mikill áhugi fyrir hendi, bæði á meginlandi Am eríku jafnt sem í Skandi- navíu. Ákvörðunin um að halda hátíðlegan dag Leifs Eiríkssonar hefur haft sitt að segja til að auka áhugann í Bandaríkjunum. Stöðugt eru að berast boð um að halda sýningar, taka þátt í ráðstefn um og námskeiðum, en tím- inn er naumur. — Getur maður vænzt út- gáfu á vísindariti um Vínland á næstunni? — Verkinu er haldið áfram af fullum krafti, en ekki er mögulegt að fullyrða neitt að svo stöddu máli, enda er rann sóknum ekki lokið. — Hvað sem því líður þá er mér ekki kunnugt um nokk- urn vísindamann, sem neitar að viðurkenna að tóftir þær, sem leiðangrarnir hafa leitt í ljós, séu fornnorrænar og frá því fyrir daga Kólumbusar. Síðustu dagar hafa verið erilsamir fyrir Helge Ingstad, og í mörgu að snúast. Leið- angursmenn munu í þetta skipti fljúga næstum alla leið til L’Anse aux Meadows. Ofan á þetta allt er svo brúð'kaup í fjölskyldunni. Hinn 2. ágúst n. k. gengur dóttir Helge, Benedicte í það heilaga. Hún h'éfur oft tekið þátt íleið- öngrum föður síns. — Einn er sá hlutur, sem ég vildi gjarnan kippa í lag að auki, og vona í lengstu lög, að takist. Það er að fá aftur litla síberíska hvolpinn minn, Pipetti, sem hvarf frá Vettaliveien þann 25. júní. Þetta yrði dálítil skilnaðar- gjöf. Samkeppni um æskulýðsheimili við Tjarnargötu Verður miÖstöð œskulýðsstarfs í borginni UM þcssar mundir er að hefj ast samkeppni um æskulýðs- heimili við Tjarnargötu, sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrir alllöngu að skyldi fara fram, en undir- búningur að samkeppninni hefur tekið töluverðan tíma- Er ætlunin að hið nýja æsku- lýðsheimili rísi á lóð þeirri, sem Tjarnarbær stendur nú og e.t.v. á baklóð gömlu slökkvistöðvarinnar. Heildar- verðlaun í samkeppninni eru 205 þúsund krónur og eru 1. verðlaun 105 þúsund krónur, 2. verðiaun 70 þúsund krónur og 3. verðlaun 30 þúsund krónur. Hið nýja æskulýðsheiimdili við Tj arnargötu á að veira um 3000 rúmmetrar að stærð og er ætl- umin að þar verði rekin á vegum Æskulýðsráðs svipuð sitairfsemi og nú fer fram við Frikiirkj.uveg II. Smkvæmt ú tb o ðslý siragiunni á þar að ver „opið hús“, tvö stór leiikherbergi, samkomuisaíliur, sem hægt verði að skipta niður í sroœrri einingar, en í honuom á m. a. að vera leiksvið fyrir minni háttar sýningar ásam búniinigs- aðstöðu. Ennfremiu'r á að vera í húsirau veitinga.aðstaða, tvö klúbbherbergi og eitt tómsbunda- herbergi svo og skrifstofuir Æskuilýðsráðs o. fl. Gera má ráð Framhald á bls. 19 Heyskapur með bezta móti í Svarfaðardal Dalvík, 6. ágúst. HEYSKAPARHORFUR í Svarf- aðardal eru mjög gðar, töðu- fengur meiri en í meðalári og er nýting sérlega góð, bæði á túnum og engjum. Menn heyja hér eins mikið og þeir geta, enda hafa þeir lofað Norður-Þiney- ingum þúsund hestum af heyi. Hafa þeir undanfari’ð verið að hirða og flytja hey í sína heima- haga. Á nokkrum bæjum er búið að alhirða og eru allflestir búnir að fullslá. Gera menn sér góðar vonir um dilka í haust, enda var vorið gott og góð fénaðarhöld. Búnaðarfélag Svarfdæla gangst fyrir hópferð á Landbúnaðarsýn inguna í Reykjavík 17.—20. ágúst og munu taka þátt í ferðir*ú 40 —50 manns. Eftir sýninguea er ætlunin að bregða sér austur í sveitir og skoða búskapinn þar. — Helgi. Hið nýja æskulýðsheimil við Tjarnargöu á að rísa þar sem Tjamarbær sendur nú og e. t. v. einnig á baklóð slökkvi- stöðvarinnar. Þar verður miðstöð fyrir starfsemi Æskulýðs- ráðs og starfsaðstaða fyrir æskulýðsfélög í borginni. HUDSON-HUDSON Ný sending af HUDSON pasalong sokkabuxum, bæði 20 og 30 den, og HUDSON sokkum, verður afgreidd til verzlana næstu daga. Pantanir óskast endur- nýjaðar. Davíð 5. Jónsson og Co. hf. Sími 24-333. TRABANT Það er ódýrara að aka í TRABANT en að fara með aimcnningsvögnum, jafn- vel þó reiknað sé bara með ökumanni, en ekki farþeg- um. Viðhald, afskriftir, vaxtatap og bcnzínkostnaður er minnstur á TRABANT. Egill Thorlacius, Kópavogi, segir um TRABANT: „Ég hef átt TRABANT í tvö ár, við fórum fjögur á hon- um síðastliðið vor, í 5 vikna ferðalag til Hollands, Bcigíu, Frakklands, Spánar, Ítalíu, Austurríkis, Þýzka- lands og Danmerkur. — í TRABANTINUM höfðum við allan viðleguútbúnað svo að bíllinn var mjög þungur, en þrátt fyrir það stóð TRABANTINN sig mjög vel, hann er ótrúlega kraftmikill, eyðslugrannnr, liggur vel á vegi, og alla þcssa lcið bilaði hann aldrei ! ! ! TRABANT bifreiðar eru alltaf fyrirliggjandi TRABANT er alls staðar TRABANT-umboðið INGVAR HELGASON Tryggvagötu 8, sími 19655 — 18510. — Pósth. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.